Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ja hérna. Félagsmálaráðherrann sjálfur braut reglu númer eitt, tvö og þrjú.

Regla númer eitt í hlutabréfaviðskiptum er þessi: ekki hætta því sem þú hefur ekki efni á að missa. Að kaupa hlutabréf fyrir lánsfé er að þverbrjóta reglu númer eitt, og gott betur en það. Öngvir nema viðvaningar og kjánar kaupa hlutabréf fyrir lánsfé. Hlutabréf eru samkvæmt grunnskilgreiningu langtímafjárfesting. Skilyrðislaust. 

Allir sem kaupa hlutabréf eiga að rannsaka vel og vandlega fjárhag þeirra fyrirtækja sem þeir ætla að eiga hlut í. Þeir eiga líka að rannsaka stjórn fyrirtækisins og þekkja út í gegn allar vörur og þjónustu þess. Einnig eiga þeir að þekkja út í gegn alla keppinauta þess fyrirtækis sem þeir ætla að eiga hlut í. Þetta er kallað að vinna heimavinuna. 

Hlutabréf eru ekki bara tölur á pappír sem fljúga um loftið á diskóljósaskiltum kauphalla. Þau eru sönnun fyrir því að þú átt hluta af fyrirtækinu. Ef fyrirtækinu vegnar vel þá mun þér sem hluthafa vegna vel. 

Mér þætti gaman að fá að vita af hverju félagsmálaráðherra Íslands keypti hlut í íslensku fjármálafyrirtæki. Hver var ástæðan? Frekar hefði ég sjálfur keypt hlut í geimferðamiðstöð Kolbeinseyjar. 

Eins og viðskiptakoncept flestra (en ekki allra) íslenskra fjármálafyrirtækja var skrúfað saman þá hefði verið meiri vitglóra í að stunda geimferðir til annarra sólkerfa frá Kolbeinseyju. Það eina sem þurfti til að lagfæra viðskiptagrundvöll-og viðskiptakoncept  íslensku fjármálafyrirtækjanna var sú einfalda aðgerð að sjúga átti heilabú forstjóra þeirra út í gegnum nefið, setja þau í salt og selja í niðursuðudósum til ráðuneyta hinnar nú hreinu vinstri ríkisstjórnar Íslands. Kavíar upp á borðin í ráðuneytunum til ráðu-neytenda. Eftirspurnin hefði orðið ótakmörkuð. Engu hefði þurft að skila inn í hausa forstjóranna í staðinn. Tómið eitt hefði dugað til bjarga bönkunum. Það sama gildir um útrápskynbálk bankanna. 

Regla númer tvö er svo þessi: ekki tapa peningunum. Regla númer þrjú er þessi: muna reglu númer eitt og tvö. Ekkert af þessu gat félagsmálaráðherrann. Þess vegna er hann ráð herra núna. 

Þá höfum við heila tvo. Sá fyrsti er sjálfur utanríkisráðherra Íslands. Hann sagði við rannsóknarskýrslugerðarmenn Alþingis að hann hefði ekki "hundsvit á bankamálum". Sem sagt: hann er þá fyrsti hundsvitslausi maður hinnar hreinu vinstri ríkisstjórnar. En svo stökk félagsmálaráðherra inn í myndina. Hann þverbraut allar grundvallarreglur fjárfesta og tapaði auðvitað öllu sem hann átti og átti ekki. Getur það verið að þarna leynist fleiri í sömu skúffu?

Maður þorir varla að hugsa út í hver staða forsætisráðherraínunar sé í þessum miklu efnum öllum: hún er jú fyrrverandi fé lagsmálaráðherra, væni minn. Svoleiðis ráðherrar leggja jú fé. 

Mikið hlýtur að hafa verið gaman að selja svona fólki hvaða hlut sem var.
 
 
Árni Páll Árnason er: Minister of Social Affairs and Social Security.

Atvinnuleysissamband Evrópu, ESB - og gengið

Gengi evru hækkar vegna þess að það gengur svo ákaflega vel í Grikklandi, Spáni og Írlandi, ekki satt?

Illræmt, alræmt, mikið og langvarandi atvinnuleysi í Evrópusambandinu hefur alltaf verið hægt að reiða sig á. Tölurnar fyrir júní mánuð eru áfram skelfilegar og fullkomlega í takt við þá neikvæðu þýðingu sem þetta miðstýrða bákn hefur haft á líf og limi launþega, ungmenna, barna og gamalmenna í fátæktargildru Evrópusambandsins.

Á Spáni er 20% atvinnuleysi. Þeir eru jú með evru Prússa Þýskalands
 
Í Grikklandi er atvinnuleysi 11%. Þeir eru með evru og einnig með "EU's budget enforcers" steypta niður við skrifborðin í fjármálaráðuneyti Grikklands (friðarsveitir tollabandalagins)
 
Á Írlandi er atvinnuleysi 13,3%. Þeir eru jú með evru og ofnæmi fyrir henni.

Þess vegna hækkar gengið auðvitað á mynt þeirra allra, ekki satt? Þetta er nebbnilega allt svo afar gott. 

Í Lettlandi er atvinnuleysi 20%. Þar vill almenningur alls ekki fá evru sem mynt sína en fær hana samt af því að elítan segir það. Það er svo gott fyrir atvinnuleysið, ekki satt?

Í Litháen er atvinnuleysi 17,3% og þeir fá líka evru. Elítan hefur pantað hana. Sama gildir um Eistland sem er með 19% atvinnuleysi og aðeins 39% áhuga almennings á að ganga í evrugildruna.  

Slóvakía fékk evru í fyrra og fékk því strax óþvegið en þvottaekta svart evru-atvinnuleysi upp á heil 15%. Loksins tókst þetta langþráða atvinnuleysistakmark ESB í Slóvakíu. 

Þetta eru svo góðar fréttir allt saman að gengið hlaut að HÆKKA! Hvað annað?

Reyndar er atvinnuástand á Íslandi að verða það allra skásta í Evrópu. Take that!
 
 
 
Fyrri færsla
 

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband