Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Aðvörun: Evrusvæðið missir trúverðugleika hjá fjárfestum heimsins

Menn hafa miklar áhyggjur af evrusvæðinu

Umboð seðlabanka Evrópusambandsins

Fjárfestar henda frá sér eignum í evrum því þeir hafa misst trú á framtíð Evrópusambandsins og gjaldmiðli þess (FT í gær: European bank tensions threaten euro) Mynd: hlutverk seðlabanka evusvæðis; stöðugleikur á myntsvæðinu

SÍMSKEYTI - "Simon Derrick, head of currency research of the bank, as saying that the euro area has lost its safe haven status, and is increasingly seen as a high-risk region among international investors" - FULLT STOPP 

Það sem er að gerast í ESB og á evrusvæðinu núna er ekki beint glæsilegt, en þó ofureðlilegt og rökrétt. Í morgun kom aðvörun um að fjárfestar og fjármagnseigendur væru að forða sér út úr fjárfestingum í eignum og skuldabréfum á evrusvæði og einnig að forða sér út úr gjaldmiðlinum evru

ESB í hnotskurn núna 

Bankakerfin; svo að segja eignalaus; hrikalegur samdráttur í þjóðarframleiðslu; rosalega hátt atvinnuleysi og ennþá hærra atvinnuleysi yfirvofandi um mörg ókomin ár; hagvaxtarhorfur um alla framtíð gersamlega ómögulegar og vonlitlar; svakaleg öldrun þegnana byrjar að valda þjóðfélagslegum sársauka; lítið sem ekkert virkar á evrusvæðinu eða í ESB. Í mestri bráðri hættu núna, samkvæmt frétt Financial Times, eru; Þýskaland; Austurríki; Ítalía; Frakkland; Belgía; og Svíþjóð

Uppfærð spá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom í gær

Eurobust ár 2009

Í gær kom Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) með endurskoðaða hagspá fyrir þetta ár og það næsta (endurskoðuð spá AGS). Það sem vakti athygli í þessari spá var ekki sú skoðun sjóðsins að Bandaríkin væru búin að ná botninum í þessari kreppu og færu nú að rétta úr kútnum eða í það minnsta að komast á veg til efnahagsbata. Það vakti heldur ekki mikla athygli að Asía væri komin nálægt bataferli. Nei það sem vakti athygli manna (nema hjá RÚV á Íslandi) var það að spá AGS fyrir evrusvæðið var ennþá meira neikvæð en áður og sérstaklega var spá sjóðsins fyrir stærsta hagkerfi Evrópu, Þýskaland, mun verri en fyrri spá sjóðsins. Athugið að ekkert efnahagssvæði í heiminum mun fara eins hrikalega illa út úr kreppunni og ESB og evrusvæðið mun gera, samkvæmt spá AGS. Ekkert svæði kemst með tærnar þar sem ESB hefur hælana fasta og með allt girt niður um Brussel & Co. Það er svoleiðis gert ráð fyrir 4,8% samdrætti á evrusvæðinu á þessu ári (170% verra en í Bandaríkjunum) og það sem er meira um vert, næsta ár verður samdráttur ennþá í gangi á evrusvæðinu. Hagkerfi Þýskalands (primus mótor) mun verða skorið niður um heil 6,2% á þessu ári (240% verra en í Bandaríkjunum) og um 0,6% á næsta ári. Allt í allt mun því um 7% af hagkerfi Þýskalands hverfa á aðeins tveim árum. Við ættum að benda Þýskalandi á að taka upp evru 

Evruaðdáendur á meginlandinu missa trú sína á evru og framtíð ESB 

En þetta er ekki nóg. Heitir og ákafir evruáhugamenn til margra ára eru að verða sannfærðir um að það muni fara svo að evrusvæðið og ESB muni yfirhöfuð ekki snúna til aftur baka til hagvaxtar um alla framtíð. Ég veit að það hefur verið mjög sárt fyrir þá að komast að þessari niðurstöðu því lengi hef ég fylgst með skrifum þeirra um þessi átrúnaðargoðin sín, evruna og Evrópusambandið. Ég mun bráðum skrifa pistil um þessi vonbrigði. En það tekur nú út yfir allann þjófabálk þegar sjálf Evrópunefndin kemst að svipaðri niðurstöðu (European Commission sees permanent decline in euro area’s potential output)

Mínar dömur og herrar; má ég kynna upphaf jarðarfarar hagvaxtar og velmegunar Evrópusambandsins

Þetta er alls ekki glæsilegt. En bíddu nú aðeins hægur. Þetta er ekki svona einfalt þetta með jarðarför hagvaxtar og velmegunar Evrópusambandsins. Nefnilega það eitt að ESB commissjónin komi með þessa neikvæðu skýrslu ætti að hringa öllum aðvörunarbjöllum í höfði þeirra sem er bara dálítið annt um þjóðríki sitt. Ég spái því nefnilega að þetta sé aðeins forleikurinn að komandi óratoríu & sameiningarorgíu Brussel & Co

José Manuel Barroso

Það sem Brussel mun alveg 99% líklega koma með er eftirfarandi hótun: ef þið (ríkin) munið ekki samþykkja nýju stjórnarskránna og framkvæmd ennþá meri samruna og sameiningar ríkjanna,-  já þá mun allt ESB hrynja og brasa saman á næstu árum. Þið verðið að ganga með til þess að ríkisfjárlög og skattar ríkjanna verði sameinuð og að við stefnum að United States of Europe. Þetta er EINA færa leiðin. Ef þið viljið þetta ekki, þá er það á ykkar ábyrgð að sú spilaborg sem við höfum byggt er nú að hrynja. Þið (þjóðirnar með evru) getið ekki gert neitt. Þið eruð gíslar okkar. Þið afhentuð okkur lykilinn að framtíð ykkar með því að taka upp gjaldmiðil okkar. Þið komist aldrei út. Þið eruð læstar inni og algerlega á okkar valdi. Þið getið ekki sagt nei, því við erum með skammbyssuna á pung ykkar

Meltið þetta nú í smá tíma (á meðan atvinnuleysið springur úr og skatttekjur ykkar hverfa). Komið síðan til okkar þegar þið eruð búnar að fá nóg. Við verðum sum sé einnig að taka næsta skrefið eins og alltaf (ESB er nefnilega einstefnuakstursgata). Þetta mun verða næsta jólaóratoría frá Brussel og Co. Sannið til. Aftansöngur Brussel mun spila eftir þessum nótum, eins og alltaf

Fyrri færsla


Þýsk yfirvöld: Evrópusambandið hefur eyðilagt bankakerfi Þýskalands

Efnahagsmálaráðherra Schleswig-Holstein kennir Evrópusambandinu um vandræði bankakerfis Þýskalands - sem núna er að komast i þrot

Dr. Werner Marnette

Dr. Werner Marnette er efnahagsmálaráðherra fyrir þýska ríkið Schleswig-Holstein (ferilskrá). En Schleswig-Holstein er nyrsta ríki Þýskalands og liggur upp að landamærum Danmerkur. Í Schleswig-Holstein býr einnig danskur minnihluti frá því Schleswig-Holstein tilheyrði Danmörku

Dr. Werner Marnette sagði í viðtali við BBC að bankakerfi Þýskalands hafi verið breytt að tilskipan Evrópusambandsins þegar ESB skipaði því að verða “meira samkeppnishæft”

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi neitaði Dr. Marnette að samþykkja neyðaraðstoð til HSH Nordbank eftir að bankinn hafði tapað miklum fjármunum á “flóknum fjármálagerningum”

Dr. Marnette segir að þegar Landesbank(ar) Þýskalands veittu þýskum bönkum og fyrirtækjum lán fyrr á tímum, þá var ríkisábyrgð á bak við áhættutökuna. Þessar ríkisábyrgðir gerðu Landesbankakerfinu (fylkisbankakerfinu) kleift að lána peninga á hagstæðari kjörum og á lægri vöxtum. En árið 2001 voru þessar ábyrgðir bannaðar af Evrópusambandinu. Þegar þetta gerðist varð Landesbankakerfið að breyta um stefnu og stefnumark

Landesbank

En afleiðingarnar voru hörmulegar, segir Dr. Marnette. Bankarnir misstu það góða innsæi og samband sem þeir höfðu við fyrirtæki í ríkjum Þýskalands. Bankarnir urðu að þróa með sér alþjóðlega stefnu fyrir starfsemi sína. Þetta var afleiðing og arfleið tilskipananna frá ESB

Bankakreppan í fylkisbankakerfi Þýskalands er ekki bein afleiðing hinnar alþjóðlegu fármála- og efnahagskreppu, segir Dr. Marnette. Nei, mistökin sem til dæmis HSH Nordbank gerði voru þau, að þeir lánuðu ódýra peninga á alþjóðamarkaðnum, en höfðu engin fyrirtæki eða viðskiptavinni í Þýskalandi til að taka við meiri lánum frá bönkunum. Því fóru bankarnir út í að þróa nýjar leiðir til að koma peningunum í lóg. Þeir fóru til dæmis inná bandaríska fasteignamarkaðinn, sem var meira og minna bólugrafinn og sem hrundi þegar kreppan kom. HSH Nordbank er að hluta til eign fylkisríkisstjórnar Schleswig-Holstein og Hamborgar

Landesbankar Þýskalands

Ástandið í Landesbankakerfi Þýskalands er nú svo alvarlegt að ríkisstjórn Þýskalands hefur farið þess á leit við Evrópusambandið að Þýskaland fái leyfi til að að endurskoða bókhaldsreglur banka og að það verði slakað á kröfum um eiginfjárhlutfall banka; samkvæmt Basel reglunum um eiginfjárkröfur til banka. En þessu hefur verið hafnað. Viðbúnaður í Þýskalandi til að mæta hinni seinni hrinu á fjármálamarkaði í haust og vetur er því núna í áköfum undirbúningi. Málin líta alls ekki vel út í Þýskalandi. Verk ESB elítu Evrópu tala víða. Þegnarnir fá svo náðarsamlegast að greiða fyrir draumana 

 

SÍMSKEYTI: > Steinbruck says government has received warnings of a credit crunch

Peer Steinbruck yesterday revealed that the German government had received expert advice that a credit crunch might come about during the second half of the year, and preparation are being made to solve the problem. Steinbruck said that the Bundesbank might in this case circumvent the banks by lending directly to companies. Axel Weber, who had made similar remarks yesterday, went out of his way to confirm that the situation had not arisen yet, but it seems that they extremely worried about a general deterioration in banks’ willingness to provide credit. FRÁ - FULLT STOPP

 

Hrun iðnaðarframleiðslu Þýskalands núna og 1929

Þýska ríkið greiðir niður atvinnuleysið. En nú eru peningarnir að verða búnir 

Í júní mánuði sagði Dr. Werner Marnette að atvinnuástand í Þýskalandi væri mjög bágborið og ennþá verra en opinberar tölur segja til um. Í Þýskalandi er nefnilega í gangi prógramm á atvinnumarkaði sem kallast "Kurzarbeit". Þar greiðir þýska ríkið hluta af launum starfsfólks því atvinnuástand er það bágborið að stór hluti vinnuafls hefur ekki fulla dagvinnu og vinnur því minna en fulla vinnuviku. Ríkið greiðir mismuninn samkvæmt þessu Kurzarbeit prógrammi. Þetta dylur hið raunverulega atvinnuleysi sem er því mun hærra en þau 8,1% sem opinberlega eru gefin upp til hagstofu

Dr. Marnette segir að þetta fyrirkomulag ali upp ósamkeppnishæf fyrirtæki og þegar þeir peningar sem eru veittir í þetta “Kurzarbeit-fyrirkomulag” eru búnir, þá muni atvinnuleysi Þýskalands þjóta upp. Yfir 10.000 fyrirtæki urðu gjaldþrota í Þýskalandi á fyrstu þremur mánuðum ársins

Mín skoðun

Ef Þýskaland átti áður fyrr gott bankakerfi þar sem yfirvöld sáu sér hag í að deila hluta af áhættunni með fjárfestum og starfsfólki í fyrirtækjum Þýskalands, af hverju máttu þeir ekki fá að hafa þetta bankakerfi sitt í friði fyrir Evrópusambandinu? Þýskaland hefur alls ekki jafn sterka hefð fyrir því að afla fjárfestingarfjármuna á opnum hlutabréfamörkuðum eins og til dæmis Bandaríkjamenn hafa. Hinn almenni Þjóðverji spáir ekki í hlutabréf. Svoleiðis er þetta bara. Þetta er kannski álíka átakanlega fjarstæðukennt og hugmyndin um að ætla Spánverjum og Ítölum að búa við sömu efnahagsstefnu og mynt og Þjóðverjar nota. Gengur aldrei upp. Fáránleg hugsun.

En af hverju á að þvinga þetta stóra Þýskaland til að spila það spil sem þeir eru kannski ekki svo góðir í? Þjóðverjar geta ýmislegt annað og aðra hluti en allir hinir geta. Marga hluti. Hversvegna í ósköpunum þarf þetta allt að verða ein og sama steypan? Það er jú ekki eins og að allt Þýskaland hafi verið eða sé rekið eins og Norður Kórea eða Kúba. Það var og er fullt af bönkum í einkaeigu í Þýskalandi

Af hverju máttu Þjóðverjar ekki hafa Landesbankakerfi sitt í friði fyrr ESB? Hvaða tilgangi þjónar þetta? Þurfa allir að vélsagast ofaní sama Brussel formið? Lesandi góður: hefur þú hugsanlega rekist á fleiri bankakerfi sem "alveg óvart" hafa látið lífið ofaní naglasúpupotti ESB? Kannski myndi upptaka evru í Þýskalandi bjarga "fjármálageiranum" þar. Það segir kór fræðinga á Íslandi að sé allra meina bót sem leysi fjármálavanda allra landa á einu bretti 

The Illustrated Road to Serfdom Planners

Kórinn og titlarnir - kirkjukór Evrópusambandsins á Íslandi 

Er það ekki dæmigert fyrir kirkjukór ESB á Íslandi að það skuli birtast lofsöngsgreinar eftir greinar á bestu stöðum blaða og ríkisfjölmiðla. Lofsöngur um það hvernig ESB ætti að færa Íslandi því sem næst gulli og grænum skógum - og það alveg gratís. Höfundar greinanna skrifa yfirleitt alltaf undir með titlagrobbtittum sínum. Veifa þeim sem fána við húninn á stönginni. “Höfundur er menntaður xxxxfræðingur”. Eins og okkur sé ekki nákvæmlega sama um hvort maðurinn hafi heildsöluháskólagráðu eða gagnfræðapróf, sem þó einungis áttu að vera gagnleg en ekki þjóna í hlutverki magnara fyrir tómar tunnur. Maður er bókstaflega að ærast í fræðingabullinu

Við viljum fá menn sem geta hugsað. Titlagrobbið á Íslandi er sprenghlægilegt og jafnframt hjákátlegt. Heimurinn hefur haft yfirdrifið ofgnótt af mönnum og konum sem kunna, en geta þó ekki hugsað. Lang-langskólagengið fólk án menntunar og hreinnar hugsunar. Eins og gamli Douglas Hurd, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands sagði við drenginn sem langaði að verða atvinnupólitíkus - “já en fyrst þarftu að verða góður í annarri atvinnu áður en þú getur orðið góður stjórnmálamaður”.

Af hverju er þingið okkar svona þétt setið fólki sem veit ekki neitt og kann ekki neitt? Ég spyr! Er þingið og stjórnsýslan nokkuð að breytast í nýtt útrásarbankakerfi? Getur það nokkuð hugsast? Mér finnst nefnilega smíðahljóðin frá þessum apparötum minna eitthvað svo óþægilega á gamlan gusugang frá Ólafstímunum. Taka lán ofaní lán og borga seinna, sama hvað það kostar. Meiri og stærri lán. ESB-aftansöngur og útsölutilboð skoðana í þinginu um miðja nótt sem ónýta daga. Allt látið reka á reiðanum sem máli skiptir. Skriðið út um allar jarðir með skuldirnar standandi út úr eyrunum og beðið um meira, miklu meira! Beðið um yfirskammt eiturlyfjaneytandans. Gefðu mér frið núna, borga seinna. Við vitum öll hvernig það endar

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár

Kunna, vita og hugsa 

Þeir sem vita eitthvað um Evrópusambandið vita að þar er ekki stöðugleiki, því 30 ára massíft fjöldaatvinnuleysi hefur fært því stöðnun sem er orðin að hnignun. Að vera næst lélegasta hagvaxtarsvæði heims þýðir hrörnun og lömun. Að vera orðið stærsta elliheimili heims vegna þess að ungt fólk í ESB hefur ekki trú á framtíð sinni í ESB, - og eingast því engin börnin - er hnignun og hvorki meira né minna en stórslys, disaster. Það er kistulagning hinnar efnahagslegu framtíðar Evrópusambandsins um aldur og æfi sem fer fram núna. Þessi þróun hefur verið í gangi öll hin síðustu 25-30 ár. Og alveg án þess að esbkórinn á Íslandi hafi tekið eftir neinu. Þau lönd sem hafa einu sinni farið undir 1,5 lifandi fædd börn að meðaltali á hverja konu í fæðingatíðni, hafa aldrei náð sér upp úr öldudalnum aftur. Það er aðeins ein undantekning til frá þeirri reglu. Svo kæru Íslendingar. Gleymið öllu um ESB. Það verður ekki þar sem framtíðin mun lýsa björt, því ESB mun verða hið stóra ríki fátækarinnar. Þá þróun er ekki lengur hægt að stöðva. Það er því miður of seint. Allt of seint

Fyrri færsla


Ríkisfréttastofa Ríkisútvarpsins Ríkisfalsar Ríkisveruleikann og smálýgur að Almenningi Ríkisins

Leonid Brezhnev

Á fullum launum tekur ríkisrekin fréttastofa Ríkisútvarps Íslands að sér hið gamla hlutverk TASS frá tímum Leonid Brezhnév í Sovétríkjunum hinum sálugu

Þetta er alveg ótrúlegt. Af hverju er þetta fyrirbæri ennþá starfandi og af hverju fá starfsmenn þessa fyrirbæris ríkislaun fyrir að smáljúga upp í opið geðið á almenningi á Íslandi - og víðar!

Eins og flestir vita sennilega núna, þá komst ákveðið viðtal við einn ákveðinn mann á Íslandi, já hann Davíð Oddsson, náðarsamlegast fyrir sjónir þess hluta almennings sem las einn ákveðinn fjölmiðil á Íslandi, nefnilega Morgunblaðið. Í Morgunblaðsviðtalinu við þennan mann, Davíð Oddsson, kemur fram, að fyrir hönd stofnunar sem annast æðstu peningamálefni þjóðarinnar, hafi Seðlabanki Íslands undirritað samninga um þátt Seðlabanka Íslands í viðskiptum Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Já humm og ha. Fyrir og undir hönd & hertum handarvendi forsætisráðuneytisins hafi Seðlabanki Íslands ákveðið að vinna samkvæmt lögboðnu hlutverki sínu. Þvílíkt og annað eins. OMG! Hugsið ykkur! Seðlabankinn þarf að lúta að stjórnarskránni! OMG!

Í þessu viðtali við hann Davíð Oddsson, sem tekið var á köldum sléttum Síberíu, eða nánar - í þeim gerræðislegu einangrunarbúðum sem þessum hættulega Davíð var vísað til undir mikið stálstyrktri hönd & handarvendi ríkisins - kemur þessi hroðalegi sannleikur fram (OMG aftur):

<><><><> MBL <><><><> 

„Það er alveg rétt. Þegar samningur er gerður fyrir hönd ríkis við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá kemur það annars vegar í hlut fjármálaráðherrans og hins vegar í hlut seðlabankastjórans að undirrita slíkan samning. Hlutverk seðlabankastjórans með slíkri undirritun hefur bara með það að gera að staðfesta að Seðlabankinn muni sinna þeim skyldum sem að Seðlabankanum snúa í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn samkvæmt samningnum. Hlutverk Seðlabankans hefur ekkert með það að gera að skuldbinda ríkið til að greiða peninga. Sá þáttur er algjörlega í höndum ríkisins, og að lokum Alþingis.

 

Afstaða mín til Icesave-samningsins liggur fyrir og kemur fram í bréfi sem ég ritaði þáverandi forsætisráðherra, Geir. H. Haarde og hún er óbreytt frá því það bréf var ritað.“ 

<><><><><><><><>

 

En þá skrifar Leonid Brezhnév fréttastofuhorn Ríkisútvarps Tazz á Íslandi þessa spuna & smálygafrétt hér, þ.e. við það sem kemur fram í Síberíuviðtali Morgunblaðsins:

<><><><> RÚV <><><><> 

Staðfesti erlendar skuldbindingar (hringja bjöllum sleðanna hér)

En tæpum mánuði síðar, 19 nóvember, skrifaði Davíð undir orðalag í 9. grein viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem hert var á orðalagi, því heitið að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta herta orðalag var, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, tekið upp til að tryggja afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á aðstoð fyrir íslendinga. RÚV

<><><><><><><><>  

 

SIGUR RUV.002

Settu heimsmet. Allt Ríkið sett í útkall 

Aldrei hefur neitt unnist eins hratt á Íslandi eins og þessi smálygafrétt Tazz Ríkisútvarpsins á Íslandi. Og hvað meira gerði Ríkisútvarpið Tazz á Íslandi þessa helgina? Jú þeim tókst að vekja alla þá sem vinna í öllum stofnunum á Íslandi og fá þá til að leita að nokkrum blaðsíðum af gögnum sem hin fyrrverandi manneskja og útlagi Davíð gat um í viðtalinu. Tass segir að Davíð eigi gögnin því þetta séu "gögn Davíðs". Já það tókst að leita í öllum skúffum og tölvukerfum Ríkisins á Íslandi í einni laugardagshendingu hérna mitt um sumarið 2009. Geri aðrir betur! Þetta virkar bara maður!

En auðvitað fundust gögnin ekki þarna á meðan Ríkisútvarpið Tass var í gagngerðu breiðbandssímasambandi við alla starfsmenn allra stofnana íslenska Ríkisins í einu. Þetta ofursímakerfi Ríkisútvarps Ríkisins var byggt í þessum eina tilgangi: að veita almenningi vandaðar og góðar upplýsingar hraðar en ljósið fer undir venjulegum kringumstæðum á Íslandi

Helgin frá 4. til 6. júlí á Íslandi hefur nú þegar komist í heimsmetabók Sovétríkjanna. Þessa helgina unnu fréttastofufanglesi margra fjölmiðla Íslands nefnilega hraðar en ljósið. En ekki nóg með það. Stofnanir Ríkisins unnu hraðar en þær máttu samkvæmt lögum. Miklu miklu hraðar en ljósið. Svo hratt að ekkert fannst og ekkert sást    

 Með kveðjum 

 Útlagastofnun Ríkisins Ríkisins

 fyrir norðan og neðan ísskáp Niðurlagningastofnunar Lagmetisins 

 

Fyrri færsla


Það barst bréf frá Síberíu. Það er þá kannski ennþá smá von

Davíð Oddsson 2009

Bréf frá Íslendingi í Síberíu 

Mikið gladdist ég við að heyra frá Davíð Oddssyni í Morgunblaðinu - og varð jafnframt glaður yfir að við skyldum náðarsamlegast FÁ LEYFI til að heyra frá Davíð Oddssyni. Það er ekki oft sem það berast bréf frá Síberíu íslenskra fjölmiðla og stjórnvalda þeirra. Þetta gefur ákveðna von. Vonin er fólgin í því að það sé ekki endalaust hægt að komast upp með að afvegaleiða alla íslenksu þjóðina í gegnum ríkisstjórn Íslands í KREML 101

Takk Davíð Oddsson! Takk!

Takið vinsamlegast eftir því að Davíð Oddsson talar ekki Evrópumálið. Talar það ekki. Hann talar Íslenskuna - og það helvíti vel  

 

Fyrri færsla

Treystir þú þessu fólki til að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga? 


Treystir þú þessu fólki til að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga?

Ég var að horfa á sjónvarpsfréttir

Ég komst ekki hjá að sjá hið augljósa, sem ég hef náttúrlega séð síðustu 24 mánuðina. En það var mjög gott að sjá og heyra að fleiri sjá þetta núna. Menn þurfa að vera með gular stjörnur í báðum augum til þess að sjá ekki neitt. Mikið hlýtur Vinstri grænum að líða illa í samstarfi við Samfylkinuna. Oft hafa fórnarlömb kært nauðgun fyrir minna. Hvað munu þeir láta teyma sig langt? Lengra en Sjálfstæðisflokkurinn lét teyma sig á stóru asnaeyrunum?

 

Guð hjálpi Íslandi 

Nú vildu margir kosið aftur hafa

Atvinnuleysi á evrusvæði mælist núna 9,5% 

 Fyrri færsla


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband