Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Evra fellur 12,2%

Gengismál

Í lok þessa dags

Evran, mynt Evrópusambandsins, hefur nú fallið um 12,2% gagnvart dollara á aðeins 7 vikum, eða frá 22. júlí 2008.

Með kveðjum, úr stöðugleik ESB

Kommissar Ímat Úrmat

Tengt efni:

Frá 4. júní 2008: Ónýtir gjaldmiðlar 


Íslenska lýðveldið er einungis túlkað sem hérað í gögnum Evrópusambandsins

Sælir kæru lesendur. Við lestur talnaefnis frá hagstofu Evrópusambandsins þá kemur í ljós að staða Íslands er sett til jafns við stöðu héraða og nýlendna í löndum Evrópusambandsins. Samkvæmt þessum lista, sem síðast var uppfærður 15. maí 2008, þá erum við Íslendingar ríkisborgarar í héraði. Það er ágætt að vita þetta því væntingar mínar um stöðu og áhrif Íslands innan þessa bandalags voru einmitt þessar

Samkvæmt þessi þá er Forseti Íslands héraðshöfðingi. Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde er einungis sýslumaður. Fjármálaráðherra Íslands er gjaldkeri sýslumanns. Dómsmálaráðherra Íslands er héraðsdómari, og utanríkisráðherra er óþörf því það veður notast við símsvara og faxvél sýslumanns Íslands til móttöku á reglugerðum og stefnumörkun Brussel við umheiminn, fyrir héraðið Ísland í heild. Því miður verður ekki pláss fyrir fleiri í yfirstjórn héraðsins. Hinir sem missa vinnuna geta sótt um að komast til Brimarhó . . . . nei nei nei hvaða er þetta . . . hvað ég vildi hafa sagt . . til Brussel!

En snúum okkur að sjálfum listanum. Þessum lista yfir atvinnuástand í . . héruðum? . . já þetta á víst að vera svona . . atvinnuástand í héruðum Evrópusambandsins. Þar ber hæst hið skemmtilega ástand atvinnumála í nýlendum Frakka og Spánverja með tæp 30% atvinnuleysi. Þar á eftir dettur maður flatur um 18,7% atvinnuleysi í höfuðborg Þýskalands, sem núna kallast höfuðborg metrópólítanmanna Evrópu. Kanski þeir séu steyptir fastir í fjárlög héraðsins? Koll af kolli sjáum við hin glæsilegu kraftaverk stærsta hagkerfis Evrópu renna sem bunu af rauðum tölum fyrir framan nefið á okkur. Kraftaverk ESB og myntbandalags þess sýna hér styrk og stöðugleika sinn í tölum. Í daglegum raunveruleika þessa atvinnulausa fólks eru tölurnar þó afar fjarlægar. Þar gilda nefnilega allt aðrar tölur.

En hvað kemur svo Gunnar? Hvaða skrífli er þarna neðst á þessum lista frá Brussel? Það hljóta að búa miklir aular í því héraði. Aular sem megna ekki að skapa massíft atvinnuleysi fyrir þegna sína. Hvaða hérað er þarna í allra síðasta sæti á listanum Gunnar? Jú það er lítið hérað sem heitir Ísland. En það er bara eitt vandamál kæru vinir. Ísland er ekki hérað og Ísland er EKKI með í þessu skrípaleikriti frá Brussel. Svo passið þið ykkur bara skriffinnar stærsta pappírsveldi heimsins. Þetta er einum of lélegt hjá ykkur, en samt alveg og algerlega í samræmi við væntingar mínar.

Taflan skoðast best hér: Héraðs-atvinnuleysi í ESB 

Tengt efni:

Spurt og svarað: Fyrst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta!

Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum 


Evra er ekki hagstjórnartæki

Bara svona til að minna menn á vissar staðreyndir í samhengi sögu stjórnmála meginlands Evrópu. Evra er EKKI hagstjórnartæki í eiginlegum skilningi. Hún er fyrst og fremst pólitískt verkfæri.

Myndin við fréttina gæti sýnt héraðsmálaráðherra íslenska hluta Evrópusambandsins í pólitísku samráði við héraðsmálaráðherra spánska hluta Evrópusambandsins í framtíðinni. Svo mun ákvörðun um málefni íslenska hluta Evrópusambandsins verða tekin í Brussel - í einfaldri atkvæðagreiðslu, þar sem meirihlutinn mun ráða.

Tengt efni:

Evra fellur eins og steinn 

Þokulúðrasveit ESB aðildar


mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evra fellur eins og steinn

Niðurtúr gjaldmiðils Evrópusambandsins, sem núna heitir evra, er fyrr alvöru hafinn á ný. Evra fellur nú eins og steinn á gjaldeyrismörkuðum og er því flóttinn úr evrum hafinn enn á ný. Síðast þegar hrun evru átti sér stað þá féll evra um 30% gagnvart dollara. Þá var fallið ígrundað með vantraustinu einu, en núna eru það hinsvegar hagstærðir og horfur á evrusvæðinu sem valda flótta úr evrum og yfir í dollara og aðra gjaldmiðla. Á aðeins rúmlega 6 vikum hefur evra fallið meira en 9% gagnvart dollara

ECB aðalstöðvar

Spá sumra aðila á gjaldeyrismörkuðum gengur jafnvel svo langt að boða meiriháttar hrun á örskömmum tíma, þ.e.a.s allt að 30-35%. Það er því ljóst að svo getur farið að evra muni reynast mun óstöðugri gjaldmiðill en margir héldu á meðan það ríkti meðbyr á hjólastígum á evrusvæði. Kanski mun evra reynast svo "handónýtur" gjaldmiðill að þegnar á evrusvæði munu krefjast að Evrópusambandið taki upp gjaldmiðil annarra þjóða. Til greina kæmi til dæmis að taka upp íslenskar krónur því samanlagður hagvöxtur á myntsvæði íslensku krónunnar hin síðustu 10 ár hefur verið 45% á meðan hann var einungis 22% á myntsvæði Evrópusambandsins, eða 104% meiri og betri, tvöfalt meiri. Af þessu má sjá að íslenska krónan hlýtur að vera miklu betri gjaldmiðill en eva . . . afsakið . . . evra

Þeir sem eru búnir að panta gáma af evrum gætu orðið fyrir vonbrigðum þegar farmurinn mun koma til uppskipunar við komu næstu vorskipa til Íslands. Gámarnir gætu hugsanlega reynst hálftómir. Hagstofa Evrópusambandsins kom nefnilega með hagvaxtartölur fyrir efnahagssvæði Evrópusambandsins núna í morgun sem sýnir að hagvöxtur á evrusvæði dróst saman um 0,2% á meðan það var 500% betri árangur hagvaxtar í Bandaríkjunum, eða sem nemur 0,8% hagvexti. Þessar tölur eru fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Ég er náttúrlega mjög ánægður með þessa þróun því spá mín reynist ganga vel eftir, enda hagaði ég fjármálum mínum samkvæmt því

Duisenberg

Þetta var bóla númer eitt. Bóla númer tvö var hið háa olíuverð sem átti að vera "komið til að vera". Það er hrunið núna. Bóla númer þrjú var hátt hrávöruverð, það átti einnig að vera "komið til að vera". Þessi bóla er einnig brostin. Móðir allra bólna er einnig í þann mund að bresta núna. En þetta er bólan um "hlýnun Jarðar". Hið háa olíuverð undanfarið ár er núna búið að kosta heiminn FIMM SINNUM MEIRA en svæsin hlýnun Jarðar átti að kosta á ári hverju. Svo það er búið að súpa kálið úr ausunni fyrirfram. Þetta verður ekki stórmál ef til kemur og menn geta því dregið andann aftur. Heimurinn er ekki í upplausn, nema ef vera skyldi á efnahagssvæði Evrópusambandsins

Tengt efni:

Euro area GDP down by 0.2% and EU27 GDP down by 0.1%

Tíu þýsk frostmörk

Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi? 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband