Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Uppfært: Leiðari Morgunblaðsins biður um meira atvinnuleysi handa Íslendingum

Í tilefni 95 ára afmælis Morgunblaðsins skrifa ég þennan stutta pistil. Þessi pistill spratt af leiðara þessa 95 ára Morgunblaðs. Þessi leiðari mælir með leið til þess að auka varanlega varanlegt og hátt langtíma atvinnuleysi fyrir Íslendinga. Þetta er hin svokallaða finnska leið. Bent er á félagsfræðing og söngkonu í leiðaranum. Þessi leiðari ber nafnið: finnska leiðin. Morgunblaðið segir: Við getum margt lært af Finnum

En hinum megin á hnettinum bendir Vefþjóðviljinn á eftirfarandi staðreynd um það sem 95 ára Morgunblað segir að við getum lært af Finnum:

Af fréttum helgarinnar að dæma er raunveruleg hætta á því að Íslandi verði breytt í Finnland á næstu árum. Finnland er fyrirmynd Samfylkingarinnar og þar með Morgunblaðsins og Fréttablaðsins eins og sjá má í leiðurum blaðanna í dag. Egill og Spegill Ríkisútvarpsins tölta með að vanda.Áður en Sovétríkin hrundu var atvinnuleysi í Finnlandi jafnan milli 3 og 4%. Síðan gengu Finnar í ESB og atvinnuleysið hefur aldrei farið niður fyrir 8%. Finnar höfðu það með öðrum orðum betra á þennan mælikvarða í nánu viðskiptasambandi við CCCP en ESB.Finnar hafa heldur aldrei náð niður fyrir meðalatvinnuleysið í ESB (nú 8%) þótt liðin séu 16 ár síðan þeir sóttu um aðild að ESB og 13 síðan þeir fengu hana.Finnar hafa aldrei komist út úr kreppunni.

 

Hérna eru tölurnar, og þær tala ekki máli 95 ára Morgunblaðs, félagsfræðings eða söngkonu. Fyrir mér lítur málið svo út að með inngöngu í ESB hafi Finnland búið til varanlega flóðbylgju af atvinnulausu fólki í Finnlandi. Með öðrum orðum: sjúkan þjóðarhag. Þessutan þá flýr stór hluti hámenntaðs fólks (Phd) öskrandi frá Evrópusambndinu og yfir til Bandaríkjanna því ESB er núna heilum 30 árum á eftir Bandaríkjamönnum í fjárfestingum í rannsóknum og þróun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu

Atvinnuleysi í Finnlandi

Nettó greiðslur Finnlands til Evrópusambandsins. 

Finnland Netto ESB saldo 

Finnland hefur verið nettó greiðandi TIL ESB frá sama ári og Finnland gékk í ESB þ.e. frá árinu 1995. Eina undantekningin er árið 2000, þá fengu Finnar meira út úr ESB en þeir greiddu til sambandsins. Árið 1995 greiddu Finnar 308 miljónir evra nettó til Evrópusambandsins. Árið 2007 var þessi greiðsla komin í 403 miljónir evra. Finnland tók ekki þátt í ECU því aðgangur að ECU var frystur 1993.

Finnland, evra og nú rúblan aftur

Finnar tóku upp evru sem mynt í umferð þann 28. febrúar árið 2002 eða 7 árum eftir að þeir gengu í ESB og heilum 13 árum eftir að Sovétríki áætlunargerðarmanna hrundu saman vegna fátæktar og ófrelsis og drógu þar með Finnland með sér inn í hrikalegum dragsúg frá hruni þessa Sovétríkja-sambands áætlunargerðarmanna. Fall Sovétríkjanna þurrkaði út 25% af útflutningi Finnlands og útistandandi eignir og fjármunir Finna í USSR hurfu einnig að miklu leyti.

Verðbólga í Finnlandi Noregi 

En núna er Rússland aftur orðið stærsti einstaki útflutningsmarkaður Finna eða um 10%. Finnska markið var lengi að hluta til tengt Bandaríkjadal því verð á pappír á heimsmarkaði var í dollurum. Finnar reyndu að binda finnska markið við ECU árið 1991 en sú binding var sprengd í tætlur þrem mánuðum seinna og markið féll um 12%. Finnska markið tengdist ERM árið 1996 eða 7 árum efir að stóra finnska kreppan hófst. 

Á meðan Finnar hafa þjáðst

Næstum allan þennan tíma hefur íslenska þjóðfélagið ekki þurft að berjast við Finnsku leiðindin. Það hefur nefnilega reynst íslensku þjóðinni einstaklega vel að standa utan við Atvinnuleysissamband Evrópu, ESB. 

Atvinnuleysi á Íslandi

Tengt efni: 

Hindrar evra atvinnusköpun? - ætlað ASÍ

Breytt mynd af ESB - höfuðstefna - ætlað öllum

 

Stærsta hagkerfi Atvinnuleysissambands Evrópu, ESB

Að lokum er hægt að gleðja lesendur með Þýsku leiðinni, En þar hækkar og hækkar atvinnuleysið því meira og dýpra sem Þýskaland sekkur ofaní eymd og volæði Atvinnuleysissambands Evrópu, ESB

Atvinnuleysi í Þýskalandi

Meira tengt efni:

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins: þriðja ríkasta þjóð Evrópu hefur ekki lengur efni á að vera sjálfstæð 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband