Leita í fréttum mbl.is

OECD varar við skattahækkunum

The flight manual: "do not reduce engine power during takeoff"

Tilraun til flugtaks 

Varúð: dragið ekki úr vélarafli hreyfla í flugtaki

OECD hvetur ríkisstjórn sósíalista Spánar til að fresta fyrirhuguðum skattahækkunum í landinu. OECD segir að skattahækkanir núna muni seinka því að efnahagbati komist í gang og muni jafnvel hafa þau áhrif að landið fari inn í nýja kreppu. OECD spáir -3,6% hagvexti á Spáni á þessu ári, 0,3 á því næsta og aðeins 0,9% hagvexti árið 2011; El Pais

Fyrri færsla

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það væri nú munur ef við hefðum vitiborna flugstjóra við stjórnvölinn en ekki þessa meðvitundarlausu vitleysinga sem stefna beint í næstu fjallshlíð  

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Anna. Þetta lítur víst þannig út já.

Þetta er verst hugsanlegi tími til svo mikið sem að gæla við hugsunina um að hækka skatta. Þetta er algerlega öndvert við alla heilbrigða skynsemi. Mér segist svo hugur að þetta sé nátengt ESB- og Icesave stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Öll stefna ríkisstjórnarinnar virðist vera hengd og límd upp á þá spýtu.

Yfirvofandi hætta er á að við við endum einmitt í fjallshlíðinni og að stefna ríkisstjórnarinnar geri allt miklu verra

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Velkomin á bloggið mitt: siggigretar.blog.is. Ég lýsi þar yfir stuðningi við tillögur Sjálfstæðismanna um að skattleggja lífeyrisgreiðslur við innborgun. Ég hef aldrei horft á málefni þjóðfélagsins með lituðum pólitískum gleraugum eins og þú Gunnar (og Anna) virðist gera, hef þó verið flokksbundinn maður frá 18 ára aldri.

Ég hika ekki við að styðja skynsamar tillögur frá pólitískum andstæðingum, betur að fleiri gerðu svo.

Svo ætla ég að vona að þið bæði tvö Gunnar og Anna farið að hugsa um bakgrunn málanna, hugsa um þau og ræða af yfirvegun og skynsemi og málefnalega án stóryrða og skítkasts.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 20.11.2009 kl. 17:26

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Sigurður Grétar og þakka þér kærlega fyrir heimboðið á blogginn þinn. 

Ég hef ekki kynnt mér tillögur Sjálfstæðismanna. Ég trúi og treysti því að þingheimur, eins og verjulega, sé fær um að leysa þau mál sem þarf að leysa, sama hvað flokkar eru við völd. Ég veit að á meðan Alþingi Íslands er stofnun fullvalda lýðveldis okkar allra, að þá er ekkert að óttast. Það munu koma kosningar á 4ára fresti og þá geta Íslendingar allir kosið sér þá ríkisstjórn sem þeir vilja hafa. 
 
Það sem ég hinsvegar kann mjög illa við, og sem fær öll aðvörunarljós til að blikka hjá mér, er sú staðreynd að þessi ríkisstjórn vinnur ekki fyrir Ísland. Hún vinnur fyrir ESB og hún vinnur að því að koma landinu okkar undir erlent vald,  gegn vilja þjóðarinnar - og hún vinnur að því að leggja niður lýðræði okkar eins og við þekkjum það á Íslandi. Það var ekki Þetta sem 1918 og 1944 snérist um. Verði lýðræðið kosið undan þjóðinni þá kemur það aldrei aftur. 
 
Flestar tillögur og úrræði þessarar ríkisstjórnar eru samanhnýttar við ESB málið. Ríkisstjórnin þorir ekki að verja Ísland af ótta við að vörnin skemmi fyrir ósk 20-28% kjósenda á Íslandi um ESB-aðild. Annar flokkurinn sveik öll kosningaloforð sín innan nokkurra vikna og roðnaði ekki einu sinni við þann verknað.
 
Því er ég hræddur. Ég óttast þessa ríkisstjórn því ég treysti henni ekki lengur. Hún er handlings-lömuð og getur ekki unnið við varnir landsins vegna ESB ástríðunnar. Hún er líka komin á brauðfætur.
 
Ísland mun aldrei þola það að verða hluti af ESB, sem er prívat hækjuklúbbur Þýskalands og Frakklands. ESB er þeirra magnyl tafla, bæði uppá vont og gott. Þetta er þeirra lyf og ekki okkar. Hvor að muni virka þegar mest ríður á, veit enginn ennþá.  En ESB er stórhættulegt fyrir Ísland og einnig algerlega ónauðsynlegt.   
 
Ég hef ekkert á móti vinstri stjórnum. Kerfis-breytingar eru oft nauðsynlegar. En þetta ESB mál er gengið of langt og lyktar illa. Mjög illa. Þetta mál getur eyðilagt landið okkar. Því er ég andsnúinn þessari ríkisstjórn af öllum mínum mætti. Henni skal ekki takast að hafa af okkur fullveldið og það aðeins kannski í pólitískum hrossakaupum. Aldrei. 
 
Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2009 kl. 18:41

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég sem er fæddur á meginlandi Evrópu með ættir mínar að rekja til meginlandsins og verið í mörgum ríkjum meginlands EU og kynnst mörgum siðum og kynnt mér söguna eða menningar arfleiðina vil benda löndum mín hér á það að EU byggir til vist sína á örhagkerfum svokölluð region með svipuðum fólksfjölda og Ísland. Öll hafa þau sitt local svipað Reykjavík að fólksfjölda. Nokkur slík eru svo grunnur borgar [stórborgar ef menn kalla local borg]. Nokkra slíkar undirundir Miðstýringar er svo oft undir kostnaði Höfuðborgar. Í dag eru þessar höfuðborgir hlutdeildaraðilar í og undir EU miðstýringu. Miðað við árangur frumherjanna Frakka og Þjóðverjar eru litlar líkur á að þeim takist ekki að fullkomna samþættinguna. Fórnarkostnaðar svo sem innlimun tekjuhærri en Frakka á haus Meðlima-Ríkja mun skila sér eða er búin að því.

Stórborgarinn í EU skilur þörf Íslands að innlimast en geri Ísland það þá skulum við skilja að staða okkar verður eins og annarra örhagkerfa í EU. Við hæfi eða viðeigandi.

Allar höfuð borgir hafa sjálfsábyrga efnahagslögsögu og eru í hefðbundin nú innri lokaðri samkeppni.

Þar gildir frá förnu fari að neytendur eigi markaðinn í sinni borg og tyggir hag stórborgar  eða verndar hana frá samkeppni utanaðkomandi.

Ísland innlokað innan EU eykur ekki tekjur sínar á kostanað annarra í EU. Fær sinn hlut 0,5% ef eftirfylgni er sterk í sameiginlegum hagnaði EU samkeppninnar gegn restinni 92% af heiminum. 

Þetta er ekki bara bláahöndin þetta er blái líkaminn.

Júlíus Björnsson, 21.11.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband