Leita í fréttum mbl.is

Harðasti DDR-kapítalisti vestursins?

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði að menn mættu ekki gleyma því, að Íslendingar beri ábyrgð á Icesave-skuldbindingum. „Það voru Íslendingar sem fóru út í heim, stofnuðu til þessara skuldbindinga og lögðu á okkar herðar," sagði Árni Þór.

 

Já endilega !

Einkavæða gróðann væni minn og þurrka svo tapinu yfir á þjóðina. Svona á að gera þetta herra hæstvirtur þingmaður! Þetta var lagið. Skyldi þingmanninum og ríkisóstjórninni allri nokkurn tíma hafa dottið það í hug að forsenda kapítalismans er að illa rekin fyrirtæki fari á hausinn og drepist. Þjóðin á ekki að erfa skuldir þeirra. En þetta er kannski sérútgáfu-kapítalismi? DDR-kapítalismi? Skuldamúrinn sem féll vestur á bóginn og yfir þjóðina?     

Sumir menn eru skelfingu lostnir yfir því að 130 bankar séu farnir á hausinn í Bandaríkjunum. En það eru þó hin raunverulegu gleðitíðindi. Mikil gleðitíðindi. Því fyrr sem rotin tré falla í skóginum því fyrr verður skógurinn heilbrigður og meira pláss skapast fyrir sterk tré sem þola stóra storma.

Trésortir íslensku bankamannanna voru útráparar og glannar með diskóljós. Bankarnir deildu út eldspýtum með brennistein til óvita. Útkoman varð spýtnarusl og brunagildur ofvaxinna illgresistegunda sem fjármálaeftirlit Samfylkingarnar átti að hafa auga með, en gerði þar minna gagn en ekki neitt. Þessar eldspýtnahrúgur voru alger vanvirðing við markaðinn, enda flestar reknar með montprikum grobbhana. Bankarnir ólu þessar spýtnahrúgur upp.  

Á þjóðin að borga fyrir þetta? Bara svo ríkisstjórn þingmannsins geti haldið áfram að svíkja kjósendur sína og grafa undan landi og þjóð?

Skógur níðstanga hefði þá betur verið reistur en skógur eldspýtna úr öskubökkum útrápara bankanna.

Skófla er skófla 

En það er auðvitað Evrópusambandið sem ræður þessu. Það vitum við vel. Þú þurftir því ekki að segja þetta svona herra þingmaður. Þú hefðir getað sagt þetta hreint og beint. Ekkert Icesave, ekkert ESB. Við erum ekki eins heimsk og þú heldur.  


mbl.is Klár og hrein tengsl Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Gunnar,  ég verð bara að segja að Árni Þór er heimskastur meðal jafningja á Alþingi í dag.  Þvílíka og aðra eins speki hef ég ekki lesið lengi.

Sigurður Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér er það fyllilega ljóst að stórheimur mannkyns aðhyllist hugmyndir um einsleitt samfélag það sem allar eigir eru sameiginlegar og þar sem ábyrgð og afnotaréttur líka.

Raunveruleiki er sá að samfélög í þá veru fundist í Afríku og Regnskógum Brasilíu síðast er ég vissi.

Í þessu felst líka að sumir Íslendingar geti varpa sérábyrgð sinni á aðra Íslendinga, þótt flestir þiggi góða þóknun og hagnaðar von fyrir að axla ábyrgð. 

Ég lít svo á að allir skattar eigi ekki að fara í kennitölugreiningarálit sama hver prósentan er.

Grunnurinn eiga alltaf að vera forsenduvaki allra Miðstýringarákvarðanna heildarinnar. 

Lægstu framfærslutekjur séu grunnur allar tekjuskiptingar í samfélagi jafnara tækifæra.

50% t.d. á því að leggja á slíkar tekjur til gróða fyrir þann sem þiggur og Miðstýringin veitir. Síðan lagar samkeppni innan heiðarlegra markaða geira: lágmarks fjöldi þátttakanda hliðstæður fjölda banka í USA [0,6% gjaldþrot lítið mál] sig að grunnreglunni. Það þarf enga ofurkostnaða yfirbyggingu í samfélagi sem á nóg af orku og auðlindum, meðan þjóðréttur er ennþá viðurkenndur á alþjóðamælikvarða. Þjónustugeiri er mestur þar sem afætu rökfræðin ræður ríkjum: mælikvarði á lága meðalgreind, lítið af náttúruauðlindum. Hækka virðisauka skatt á veitingahúsastarfsemi byggist að mínu mati á nýja EU miðgengi krónunnar til langframa. M.ö.o. meðal launþegar EU munu ekki setja hann fyrir sig.

Ég er ekkert hrifin fyrir mína þjóð af þessu lágvöru virðisauka túrisma sem er í farveginum.

Íslendingar vegna legu og fámennis, meint mannauðs eiga alfarið að byggja á honum um uppbygging eigin innri virðisauka og beina viðskiptum sínum til þess markaðar sem sá hluti mannkyns sem er efstur í fæðukeðjuna deilir. Þetta eru um 60 milljónir þar af um 5 milljónir í EU. Í samræmi við mannauðin sem ráðamenn hika ekki við storka öðrum ríkum alþjóðsamfélagsins með í ræðu og riti.

Þegar talað er um mannauð hjá siðuðum þjóðum er það nauðsynlegur fjöldi sem skiptir öllu máli: gæði en ekki magn. Mannauður Íslands kemst í hálfkvist við þann í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi,....

Laun þeirra hæfu í einkageiranum erlendis ákvarðast af heildarveltu rekstrareiningar og Íslendingar sem hafa átt kost á því að gera það betra erlendis en hér heima hafa alltaf tryggt sér störf erlendis og hæfnin breytist ekkert þótt búið sé að skuldfesta þjóðina innan EU til framtíðar.  

Það væri mjög hagstætt að losna við 1/3 hluta þjónustugeirans sem ekki skilar pundum og evrum til að greiða Icasave. Af reynslu marga EU ríkja skila þessir á braut farnir launþegar gjaldeyri heim til gamla þjóðríkisins í minnst tvær kynslóðir.

Júlíus Björnsson, 18.11.2009 kl. 22:50

3 identicon

Það var rétt! Látann hafa það óþvegið.

The Outlaw (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 06:09

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er öruggt að Árni Þór Sigurðsson hafi sagt þessa heimskulegu setningu ?

„Það voru Íslendingar sem fóru út í heim, stofnuðu til þessara skuldbindinga og lögðu á okkar herðar"

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.11.2009 kl. 17:57

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Öruggt. Loftur? Þú sérð vonandi að þetta er tilvitnun í frétt Morgunblaðsins. En ég nefndi engin nöfn, bara svona til öryggis. En það er ekki nema um 33 mínus (innst inni) marga að ræða. Ég myndi skjóta á að um bara einn væri að ræða. Þennan sem einmitt er nefndur í frétt Morgunblaðsins.  

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Morgunblaðið getur ekki heimildar og ég finn þessi ummæli ekki á Netinu. Það er verra ef þessu er logið upp á karlinn.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.11.2009 kl. 00:28

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað fær þig til að segja þetta Loftur? Hefur þingmaðurinn borið á móti að hafa sagt þetta?

Kveðja 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2009 kl. 00:36

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smáþjóð eins og við þurfum að sitja uppi með miklu meiri skell en stórþjóðirnar sem kappkosta að koma honum yfir á aðra. Þetta kom vel fram í þætti BBC s.l. miðvikudagskvöld í Sjónvarpinu.

Það er því ekki unnt að bera þetta saman þrot Lehmann Brothers og bankahrunið hér. Íslenska ríkisstjórnin setti þessi neyðarlög 6. okt. 2008 sem urðu til að Bretar urðu æfir og settu á okkur hermdarverkalögin. Bretar beittu Bandaríkjamenn aldrei hryðjuverkalögunum og það gerir gæfumuninn.

Að draga einn mann til ábyrgðar sem EKKI hafði tekið þátt í fyrri Icesafe samning við Breta og Hollendinga er ekki sanngjarnt. Af hverju er reiðinni ekki fremur að Geir Haarde sem þó átti hlut að máli?

Það er því miður oft svo að bakari er hengdur fyrir smið.

Sigurður Líndal sagði í blaðagrein fyrir ári að við yrðum að gera okkur grein fyrir að við værum sigruð þjóð vegna léttúðar og glapræðis í fjármálum okkar. Við ættum því engara annarra kosta en að ganga til samninga um Icesafe enda okkur fyrir mestu um vert að koma atvinnulífinu sem fyrst af stað. Síðan hefur Sigurður dregið í land og hefur snúið öllu meira og minna við. Er hann kannski orðinn Framsóknarmaður?

Vonandi ekki. Þeir hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband