Leita í fréttum mbl.is

Joe Stiglitz og bananalýðveldi Evrópusambandsins

Úr glugganum í viku 42 

Þriðjudagur 13. október 2009  

David McWilliams hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankamaður á Írlandi
Joe Stiglitz, eins og írski hagfræðingurinn David McWilliams kallar hann, var í heimsókn á Írlandi til þess að segja vinum okkar Írum að þeir eigi heima í bananalýðveldi núna. Næstum hvergi annarsstaðar en í bananalýðveldum hefur það viðgengist sem liðið er í evrulandinu Írlandi núna. Þar er látið viðgangast að heilu bankakerfi og skuldbindingum þess við aðra banka og alla viðskiptavini sé hent yfir á herðar skattgreiðenda í landinu. Þetta sást, að sögn Stiglitz, áður fyrr eingöngu í bananalýðveldum. “Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum að sjá að þetta er ekki aðeins að gerast í bananalýðveldum, heldur einnig í þróuðum ríkjum”, sagði Stiglitz. Hann segir ennfremur að um 100 bankar séu fanir á hausinn í Bandaríkjunum og það hafi bara gengið ágætlega því reglum kapítalismans hafi verið fylgt. David McWilliams á erfitt með að kyngja því að Stiglitz skuli líkja aðferðunum á Írlandi við verklag í bananalýðveldum. En þó grunar mig að þetta komi David alls ekki á óvart, því sjálfur hefur hann lýst frati á þessa ríkisvæðingu tapsins og einkavæðingu gróðans. Hann vill fara "íslensku leiðina", henda evrunni, koma bönkunum á hausinn, taka upp gamla írska pundið og fella það massíft. 

Josef Stiglitz í silfri Egils á RUV
 
"He is comparing Nama and what is happening in Ireland – a country with which he is very familiar – to a smash and grab banana republic exercise."
 

N.A.M.A er skammstöfun fyrir “ríkiseignaumsýslustofnun Írlands” e. National Asset Management Agency. Þessi stofnun á að halda utanum þær eitruðu eignafærslur sem mygluðu og eiga eftir að mygla í bókum evru-bankakerfis Írlands. Eignafærslur sem ríkisstjórn Írlands ákvað að taka yfir á herðar írska ríkisins. Þetta gerðist eftir að ríkisstjórn Írlands sá sig nauðbeygða til að gangast í ábyrgð fyrir innistæðum og skuldbindingum nær alls evru-bankakerfis landsins, svo innistæður hinna evruvæddra banka Írlands myndu ekki flýja landið í leit að betri ríkisábyrgðum í öðrum evrulöndum. Síðasta haust kallaði ég þessa yfirboðsstarfsemi ríkisstjórna á evrusvæðinu fyrir "efnahagslega borgarastyrjöld innan evrusvæðisins". Peningarnir leituðu auðvitað þangað sem best var ríkisábyrgðin. Ríkisstjórnirnar yfirbuðu hverja aðra. Hlutabréfaverð í bönkum og fjármálastofnunum hækkaði og lækkaði í takt við hvað boðið var af ríkisábyrgð í hverju landi. 

Aðalstöðvar evrópska seðlabankans í Frankfurt
David McWilliams minnist einnig á verðhjöðnunina á Írlandi og fær út svipaða raunvexti eins og ég skrifaði um í gær. Hann segir raunvexti vera 11,972% á Írlandi sem eru kjálkagapandi háir raunvextir. Hvað varð um hið margrómaða “stöðuga verðlag” og “innri stöðugleika” seðlabanka myntbandalags Evrópusambandsins á Írlandi? Sýnist bankanum verðlag vera stöðugt þegar það er hrunið um 6,5% á 12 mánuðum? Hvað ætlar seðlabankinn að gera í þessum galhoppandi óstöðugleika á Írlandi núna? Ekki neitt. Hann getur nefnilega ekkert gert og Írar sjálfir geta heldur ekkert gert, því þeir hafa enga stjórn á sínum eigin peningamálum. Sú stjórn er alfarið í höndum hjónana herra Þýskalands og frú Frakklands. Er því ekki vel við hæfi að segja hér að seðlabanki myntbandalagsins sé “ónýtur” -  og að myntin hans sé “ónýt” líka? Jú það passar ágætlega við á Írlandi. Ónýtur seðlabanki og ónýt mynt fyrir fjóra og hálfa milljón Íra. Írland kemst aldrei út úr myntbandalagi evrópusambandsins, hversu heitt sem þeir kunna að óska sér þess í framtíðinni. Það er engin leið til baka út úr evru. Engin leið; David McWilliams | tengt; Förum íslensku leiðina, hendum evrunni
 
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er merkilegt að nú þegar Stiglitz segir að íslendngar eigi að snúa baki við AGS, þá storma menn eins og Jónas Haralz og vega að mannorði þessa heimsfræga hagfræðings. Þannig á að draga úr áhrifum orða hans, því án AGS verður etv. ekkert um Icesave skuldaklafanna, og án Icesave verður ekkert ESB. Þetta er mikið hugðarefni Jónasar... ég spyr því : hver á meiri hagsmuna að gæta í þessu máli Jónas, eða Stiglitz....

Haraldur Baldursson, 16.10.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Haraldur

Já ég hafði séð þetta og undrast mikið að Jónas skyldi gera sér sérstaka ferð á torg með þetta. Það er mjög algengt að hagfræðingar séu ósammála um flest. Það er í raun alveg bráðnauðsynlegt, því það er alltaf ósamkomulagið sjálft sem skapar framfarir. Samkomulag leggur yfirleitt lok á framfarir. Opinber sannleikur drepur framfarir alveg. En að setja þetta svona fram að það sé eitthvað óeðlilegt við það að vera ósammála AGS er ekki gott hjá Jónasi.

Það er svona sem allt er að verða hér innan vébanda Evrópusambandsins. Ef maður er ósammála ESB-veldinu þá er maður dæmdur í einskonar intellectual Gúlag hér í Evrópusambandinu.

Ef maður er svo ósvífinn að vera ósammála sjálfri tilvist Evrópusambandsins hér í ESB þá er maður gerður að nokkurs konar fyrrverandi manneskju eins og gert var á tímum Stalín í Sovétríkjunum. Þá segja jafnvel kjörnir þingmenn að þeir vilji frekar ræða saman við nasista en við ESB-andstæðinga.

Fróðleikur 

En fyrrverandi manneskja í Sovétríkjunum var yfirleitt manneskja sem hugsaði eða sagði eitthvað sem féll stjórnvöldum ekki í geð. Svona manneskjum var gert að afhenda Sovétstjórninni öll skilríki sín og fjölskyldu sinnar. Kennitala var afmáð, læknisþjónusta var þér bönnuð. atvinna var þér bönnuð, börnin þín gátu ekki gengið í skóla, þú og fjölskylda þín fengu opinberan status sem "fyrrverandi manneskjur" í Sovétkerfinu => þið voruð ekki til lengur.

Þú varðst eins og geimvera í þínu eigin samfélagi. Samneyti við landa þína var þér gert ómögulegt og tilvist þín í samfélaginu var gerð þér, og öllum sem átti samneyti við þig, óbærileg. Þetta fólk var til í miljónum í Sovét. Það veslaðist flest upp og dó úr hungri og vosbúð.

Ég er alls ekki að segja að ESB sé orðið svona, en það er örugglega á leiðinni þangað. Ein útópía enn er í smíðum í Evrópu.

Ég ráðlegg sem flestum sem vilja kynna sér þessi mál Evrópu að lesa bókina Gúlag og gleymska, harmleikur Rússlands og sameiginlegt minnistap Vesturlanda; eftir prófessor Bent Jensen við háskólamiðstöðina á Suður Jótlandi:

Bók Bent Jensen 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband