Leita í fréttum mbl.is

Lánstraust Evrópusambandsríkisins Lettlands lækkað niður í rusl. Hörmungar Lettlands ætla engan endi að taka

Grátlegur er endir lettneska þjóðfélagsins í faðmi Evrópusambandsins

Mannfjöldi Lettland 1992-2008 

Í fyrradag tilkynnti hagstofa Lettlands að því sem næst einn fimmti hluti hagkerfis Lettlands væri nú horfinn miðað við efnahag landsins á öðrum ársfjórðungi á síðasta ári. Samdráttur í þjóðarframleiðslu Lettlands var hvorki meira né minna en heil 19,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þetta er verra en á fyrsta fjórðungi ársins en þá var samdrátturinn 18% á meðan hann var aðeins 3,9% á Íslandi á sama tíma

  • Smásala í Lettlandi dróst saman um 28%
  • Hótel- og veitingarekstur dróst saman um 35%
  • Iðnaðarframleiðsla hrundi um 19%

Í tilefni þessarar tilkynningu hagstofu Lettlands í fyrradag notaði lánshæfnismatsfyrirtækið Standard & Poor’s tækifærið til að lækka lánshæfnismat ríkissjóðs Lettlands niður í rusl í gær (frá BB+ niður í BB)

Í leiðinni var lánshæfnismat ríkissjóðs Eistlands lækkað úr A niður í A- og sænska krónan sett á neikvæða listann yfir gjaldmiðla sem álitið er að muni falla á næstunni

Bandaríski bankinn Brown Brothers Harriman segir að það séu undur og stórmerki að opinbert lánshæfnismat Litháen skyldi ekki vera lækkað niður í rusl í leiðinni því það sé sú einkunn sem bankinn gefi landinu

Í tilefni þessara atburða sagði Win Thin greinandi hjá Brown Brothers Harriman þetta:

  • Somehow, Lithuania escaped this time but it should have been cut from the current BBB, as we rate it BB- vs. actual BBB/A3/BBB. The only surprise to us was that the downgrades weren’t deeper, as we see eventual junk status (below BBB-) for all three. As we noted in our most recent FX quarterly, the ratings agencies have been overly generous with Eastern Europe, particularly the Baltics. Our sovereign rating model puts Estonia at a BB/Ba2/BB rating, way below actual ratings of A-/A1/BBB+. For Latvia, we rate it B- vs. actual BB/Baa3/BB+. Others that are overrated in the region include Bulgaria (we rate it BB vs. actual BBB/Baa3/BBB-), Hungary (we rate it BB- vs. actual BBB-/Baa1/BBB, and Romania (we rate it BB vs. actual BB+/Baa3/BB+).
  • We fully expect Estonia, Lithuania, and Bulgaria to follow Latvia and Romania into IMF programs. Our negative view on the Baltics still underscores our bearish calls on SEK given the high levels of Swedish banking exposure to the region, and helps explain why SEK was the worst performer today vs. USD and EUR… Just look at Latvia. It just reported Q2 GDP as contracting 19.6% y/y vs. an 18% drop in Q1. The banking regulator has reported that all overdue loans rose to 23.5% of total loans in June... Those numbers will only get worse, as we see little relief in sight for the economy…   

Lúxus bankakerfis Evrópusambandsins sannar sig fyrir fjárfestum  

Sem sagt: vanskilahlutfall á öllum útlánum bankakerfis Lettlands hækkaði upp í 23,5% af öllum útlánum bankakerfis þessa lands. En þetta land er svo heppið að vera aðnjótandi hins fulkomna bankakerfis Evrópusambandsins, sem smá skítaríki á borð við Ísland geta ekki megnað að töfra fram samkæmt erlendum sérfræðingi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Bankakerfi Evrópusambandsins hvíla sig nú í öndunarvélum skattgreiðenda stórríkja sambandsins, sökum örmögnunar fjármögnunar. Þetta útskýrir væntanlega af hverju það eru 15,4% útlánsvextir á smá yfirdráttarheimild smáfyrirtækis míns hér í 0% verðbólgunni og 1,5% stýrivöxtunum í Danmörku. Hinn fullkomni banki minn í stórríki ESB þarf kannski að þéna inn það sem hann tapar svona stórt í Lettlandi núna, eða hvað? Eða er þetta bara svona fullkomið að ég skil þetta ekki? Kannski er ég bara svona lélegur pappír af því ég skulda ekki nógu mikið 

Fæðingartíðni Lettland 1970-2006 

Er þetta endastöðin fyrir þjóðfélag Lettlands? 

Hvað gerist í Lettlandi þegar þorri kvenna á frjósemisaldri er horfinn úr samfélagi Lettlands, hvernig á þjóðin þá að halda áfram? Þjóðinni fækkar og fækkar, meðalaldur þýtur upp og barnseignir eru katastrófal fáar. Gamla fólkið mun þurfa að halda kyrru fyrir en hinir ungu fara til Norðurlandanna. Skattgreiðendur eru að stinga af. Kassinn verður tómur. Munu örlög Íslands og íslensku þjóðarinnar verða þessi í faðmi Evrópusambands Samfylkingarinnar og Vinstri grænna?

En þetta eru samt góðar fréttir segir vefsíða Evrópusamtakanna á Íslandi 

Sumir greinendur gerðu ráð fyrir enn meiri samdrætti í Lettlandi. En spár margra greinenda undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hafa einnkennst af yfirdrifinni svartsýni því þeir vildu ekki verða uppvísir af fyrra háttarlagi sínu; sem var hömlulaus og yfirdrifin bjartsýni án mikils samhengis við raunveruleika hagkerfanna. Það er meðal annars vegna þessa sem við nú sjáum svona margar fréttir sem bera yfirskriftina "afkoma reyndist yfir væntingum". Þetta kaupa svo aðilar markaðarins í stórum stíl núna og því ríkir "bull market" stemming á mörgum mörkuðum eins og er. En svo mun náttúrlega allt hrynja aftur, því ekkert, ég endurtek, ekkert, ber þessar hækkanir á mörkuðum núna, annað en óskhyggjan ein. En jarðsambandið mun alltaf koma aftur. Bíðið bara róleg. Þetta kemur  
 
Þeir sem hafa það gott halda yfirleitt að allir aðrir hafi það gott svo lengi sem þeir hafa það gott sjálfir. Svona eins og flestir Íslendingar sem hafa það gott hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Þeir Íslendingar sem eiga til dæmis sumarhús á Suður Spáni vita sennilega ekki mikið um að það er einmitt 30% atvinnuleysi á Suður-Spáni. Þar sem maður hefur það gott sjálfur þar hljóta jú allir aðrir að hafa það gott líka, ekki satt? Það eru engin lík fljótandi á götunum svo allt er í besta lagi. Ég sá það sjálfur þegar ég heimsótti Ísland í vor. Þar voru engin lík fljótandi á götunum í Reykjavík og það var ljós á sjúkrahúsunum, strætisvagnar gengu og fólk gékk um í fallegum fötum. Veitingahúsin voru þétt setin og bílar voru þar margir og nýjir. Svo ef 29 af 51 sjúkrahúsi Lettlands verður lokað á næstunni vegna fjárskorts, þá eru það væntanlega góð teikn samkvæmt Evrópusamtökunum á Íslandi: hver tekur eftir lokuðum sjúkrahúsum, ég bara spyr?
 
Tjörnin í Reykjavík
 
Upplýsandi efni um málefni Lettlands, togstreituna á milli IMF og Brussel og framtíðarhorfur Lettlands 
Eina uppspretta mannlífs Lettlands í framtíðinni munu verða fátækir innflytjendur frá Mið-Asíu og Norður Afríku. Öngvir aðrir munu vilja snerta á þessu landi með eldtöngum. Sagan er skrifuð. Evru-Víetnam-styrjöld Lettlands reyndist landinu um megn  
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Varðandi fólksfjölgunina....þarf ekki að fara að Gin-og-Viagra blanda drykkjarvatnið. Flúor'ið er ekki að skila þessu í lag, sinnir aðeins tönnunum.

En grínlaust, þá þarf að byltingu andans til að snúa trend'inum við.

Í orðalagi sagnfræðinnar, þá er Evrópa hnignandi menning. Ef óbreytt stefna fær að hafa sinn gang mun Evrópa líða undir lok sem menningarheimur.

Haraldur Baldursson, 12.8.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar:

Hvar er Paradísin - ekki er hún vestan hafs! 

Stal þessu úr pistli eftir Hermann Guðmundsson af Pressunni: 

Erlendar skuldir BNA voru 4,5% af öllum skuldum heimsins árið 2007 en í dag tveimur árum síðar eru þær orðnar 9%. Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa erlendar skuldir Bandaríkjanna farið úr 17% og uppí 35% á tveimur árum. Það sem verra er, að hvergi sér fyrir endann á þeim halla sem er á vöruskiptajöfnuði þeirra og því er ljóst að skuldasöfnun mun halda áfram á ægihraða enn um sinn. 

Þekktur hagfræðingur sagði eitt sitt: „ef að eitthvað getur ekki haldið áfram endalaust þá mun það ekki gera það“. Með öðrum orðum: Slík skuldasöfnun mun taka enda þar sem það verða engir kaupendur að skuldaviðurkenningum Bandaríkjamanna.
Skuldir ríkisins eru nú um 14 billjón USD eða rúmlega 100% af GDP og þar af eru erlendar skuldir ríkissjóðs BNA í lok maí 2009 3.3 billjón USD. Útlit er fyrir að erlendar skuldir BNA hækki um 50% á þessu ári og næsta og vegna gríðarlegs halla á vöruskiptum en ekki síður vegna rekstrarhalla ríkissjóðs. Þegar horft er á það hvaðan skuldir BNA eru fjármagnaðar má sjá nokkrar athygliverðar niðurstöður.


Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.8.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bandaríkin hafa alltaf fjármagnað sig mjög vel Guðjón. Það er eru langtímahorfurnar sem gilda.

Framtíð Evrópusambandsins er því miður alltaf að verða dekkri og dekkri, hún er eiginlega orðin kolsvört og alveg sérstaklega til lengri tíma litið.

Evrusvæðið er dautt sem hagvaxtarsvæði

Austur Evrópa er steindauð sem hagvaxtarsvæði

Eystrasalt er hola ofaní jörðina hagvaxtarsvæði

Suður Evrópa er á skallanum og svarthol sem hagvaxtarsvæði

Ég hef engar, endurtek, engar áhyggjur af Bandaríkjum Norður Ameríku, engar. Þessi háborg velmegunar heimsins er margbúin að sanna gildi sitt. En nú þarf ESB að fara að hætta að lifa á Bandaríkjunum einum saman og hér mun munnvatn Brussel ekkert hjálpa því. Tími Bandaríkjanna sem neytandi alls heimsins til þrautarvarna er búinn í bili. Nú þarf til dæmis elliheimilið Þýskaland að fara að standa á eigin fótum í fyrsta skiptið á stuttri æfi sinni.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég minni á frammistöðu Evrópusambandsins miðað við Bandaríki Norður Ameríku samkvæmt hinum svo kölluðu Lissabon 2000 markmiðum Evrópusambandsins: samkvæmt þessum markmiðum eigum við hér í ESB að verða orðin rík eftir aðeins 142 daga. Þessi markmið settu blómaskreytingarmenn ESB sér sjálfir árið 2000 og skáluðu svo mikið fyrir eigin pappírshugviti þarna í borginni einu Lissabon í landinu hans herra Barroso, hið nýliðna einræðisherraríki Portúgal sem er ennþá á brauðfótum

Hverjir búa til atvinnu í ESB?

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guðbjörn - átti það að sjálfsögðu að vera, afsakið

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2009 kl. 23:24

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skyldu þeir hafa brotið lögin um Samhlutfallslega samleitni  grunnforsenduna fyrir stöðugu efnahagsvaldajafnvægi milli Meðlima-Ríkjanna á Miðstýrða samkeppnigrunninum?  

Þá geti þetta verið kveikja að vandamálunum.

Grein 7 Þvingunar ákvæði

 

(úr-grein 7 TUE)

 

1.         Að tillögu rökstuddri af einum þriðja Meðlima-Ríkjanna, af Evrópska Þinginu eða af Evrópsku Umboðinu, getur Ráðið, sem úrskurðar með meirihluta fjórum fimmtu sinna meðlima eftir samþykki Evrópska Þingsins, staðfest augljósa áhættu um að alvarlegt lögbrot geti verið til staðar af hálfu Meðlima-Ríkis á gildunum með skírskotun til greinar 2. Áður en komist er að þessari niðurstöðu, veitir Ráðið Meðlima-Ríkinu áheyrn um það sem málið varðar og getur beint til þess tilmælum, og úrskurðar eftir sama réttarfari.

Ráðið sannprófar reglulega ef tilefnin sem hafa leitt til slíkrar niðurstöðu haldi áfram að vera í gildi.

2.         Evrópska Ráðið, sem úrskurðar einróma að tillögu þriðja Meðlima-Ríkjanna eða Evrópsku Umboðsins og eftir samþykki Evrópska Þingsins, getur orðið var við tilvist alvarlegs lögbrots og þráláts af hálfu Meðlima-Ríkis á gildunum með skírskotun til greinar 2, eftir hafa boðið þessu Meðlima-Ríki að setja fram allar athugasemdir í málinu.

3.         Þegar hefur verið komist að niðurstöðunni með skírskotun til málsgreinar 2, getur Ráðið, sem úrskurðar með hæfum meirihluta, ákveðið að nema úr gildi ákveðin réttindi  sem fylgja í kjölfar beitingu samninganna á Meðlima-Ríkið sem málið varðar, þar með talin réttindi fulltrúa ríkisstjórnar þess Meðlima-Ríkis að kjósa innan Ráðsins. Þannig gjört, Ráðið tekur tillit til hugsanlegra afleiðingar slíkrar sviptingu á réttindum og skuldbindingum einstaklinga og lögpersóna.

Skuldbindingar sem falla í hlut Meðlima-Ríkisins sem málið varðar lögbálka samninganna halda áfram að vera í gildi í öllu falli þvingandi fyrir þetta Ríki.

4.         Ráðið, sem úrskurðar með hæfum meirihluta, getur ákveðið eftir á að breyta úræðunum sem hann hefur beitt í nafni málsgreinar 3 eða binda endi á þau til að svara umskiptum ástandsins sem kom því til að grípa þessi úræði.

5.         Kosningahættirnir sem, viðkomandi tilgangi þessarar greinar, eiga við um Evrópska Þingið, um Evrópska Ráðið og um Ráðið eru skorðaðir í grein 354 samnings um starfsemi Evrópsku Sameiningar.

Júlíus Björnsson, 13.8.2009 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband