Leita í fréttum mbl.is

Finnskur ráðherra: mistök að Finnland skyldi taka upp evru

Paavo Väyrynen

Það voru mistök að Finnland skyldi að taka upp evru

Viðskipta- og þróunarráðherra Finnlands, Paavo Väyrynen, segir í viðtali að það hafi verið mistök að Finnland skyldi að ganga í myntbandalag Evrópusambandsins

 

Lesa nánar hér á tilveraniesb.net  Finnskur ráðherra: mistök að Finnland skyldi taka upp evru 

Fyrri færsla

Forsíða þessarar bloggsíðu

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að þakka mönnum eins og þér fyrir það að 18 miljón króna lánið sem ég tók það þarf ég að borga 17 falt til baka. Þegar upp verður staðið eftir 40 ár mun ég hafa borgað til baka 300 miljónir, þökk sé úrtölumönnum sem eru á móti ESB. Ef við gengjum í ESB þá myndu vextir á fyrirtæki og heimilin í landinu lækka um 228 miljarða á ári, hugsaðu þér hvað fólk ætti mikin afgang um hver mánaðarmót ef það þyrfti ekki að borga alla þessa vexti? En þökk sé þeim sem eru á móti ESB, þá þurum við að borga þennan fórnarkostnað fyrir það að vera fyrir utan ESB. Eftir að hafa rent yfir bloggsíðuna þína þá myndi ég nú frekar segja að það væru trúmál hjá þeim sem vilja ekki ganga í ESB, frekar en að það séu trúmál hjá okkur sem viljum ganga í ESB. En sem sagt, takk enn og aftur fyrir að ég þurfi að vinna myrkrana á milli alla vikuna til að ég hafi efni á að greiða af láninu mínu á meðan ESB búar þurfa ekki að vinna nema 35 tíma á viku til að endar nái saman og eiga afgang.

Valsól (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 11:22

2 identicon

Já auðvitað, ég tók eftir því í kynningu þinni að þú ert búsettur í Danmörku og ert þar með fyrirtækjarekstur. Er ekki gott að vera í ESB landi núna? Fínn og flottur vinnurðu gegn aðild okkar sem sitjum hérna heima í súpunni á meðan þú fleytir rjóman úti í Danmörku. Auðvitað, þetta er svo týpískt með ykkur Sjálfstæðismenn, að hugsa bara um sjálfa ykkur og skítt með alla hina.

Valsól (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér góðar kveðjurnar Valsól.

En.

Sannleikurinn er nú ekki þessi. Sannleikurinn er sá að þér er SAGT að vextir munu lækka á húsnæðislánum á Íslandi. En það þýðir ekki að það sé rétt. Sjáðu nefnilega til Valsól. Á meðan EURIBOR viðmiðunarvextir á evrusvæði hafa verið að lækka og lækka niður í gólfið síðustu 10 mánuði, þá hafa vextir á húsnæðislánum Spánverja hækkað um heil 15-20% á sama tíma. Peningastefna evrópska seðlabankans vikrar nefnilega ekki á Spáni núna. Hún virkar ekki vel á Spáni því Spánn er því miður orðinn lélegur skuldari. Spánn er það sem menn kalla á grófu máli - "á hausnum". Þú getur ímyndað þér hvernig vextir væru þá á Íslandi núna ef Ísland væri með evru. Þeir væri himinháir. Himinháir raunvextir. Raunvextir á húsnæðislánum eru mjög háir á Spáni og víða í ESB. Það er vegna þess að það er víða verðhjöðnun í gangi og húsnæðisverð í frjálsu falli. Bankar eru á hausnum og verðleggja peninga hátt. Þessutan þá verðleggja þeir eftir greiðslugetu og lífslíkum landa. Þess vegna njóta Svíar svona góðra lánskjara. Þeir hafa nefnilega sænsku krónuna. Svona tæki hafa Spánverjar, Írar og fleiri evruþjóðir ekki.

Ég þekki fólk hér í Danmörku sem er ennþá að greiða af þeim húsnæðislánum sem það tók í síðustu krassandi kreppu hér 1986-1993 - þó svo að það hafi misst húsnæði sitt á nauðungaruppboði fyrir 15 árum síðan - þar sem húsnæðisverð hrundi um 40%. Atvinnuleysi fór þá í 10-12% árum saman og stýrivextir voru 10-12% í 1.5% verðbólgu. Hvergi var hægt að fá lán, Hvorki til atvinnureksturs eða í húsnæði. Þetta var svona vegna þess að Danmörk tók upp fastengi við Þýskaland.

Vandamál í sambandi við húsnæðislán eru ekki bundin við Ísland. Þetta gersit einnig í örðum löndum og mera að segja í miðjum galdrabandalögum.

En af hverju léstu bankann þinn plata þig til að taka á þig 20-40 ára fjárskuldbindingu á herðar þér í erlendum gjaldmiðli? Sagði bankinn þér ekki að spákaupmennska í gjaldmiðlum er hættulegasta spákaupmennska sem til er. Þetta upplifðum við einnig hér þegar síðasta tilraun esb-manna til að steypa myntir saman í steypuklossa sprakk í tætlur 1992. Þá urðu margir illa úti hér.

Venjulegt fólk á að halda sig frá spákaupmennsku með húsnæði sitt. Þessutan þá er húnsæði til þess að búa í því. Ekki til að gambla með það á mörkuðum. Íbúðarhúsnæði eru verstu sepcultaion objects sem til eru. Það hentar ekki í spálaupmennsku. Betra er að spá í aðra og léttara seljanlegri hluti.

En ef gengið hefi nú farið á hinn veginn: hefðir þú þá þakka mér fyrir það einnig? Ef þú hefðir grætt?

En ég hef fulla samúð með þér og ölum sem eru í þessari aðstöðu. Ég þekki hana vel af eigin reynslu, innan sem utan galdrabandalaga.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eiginlega hélt ég Valsól að nýfengið fullveldi og sjálfstæði Íslands væri ekki til sölu.

En sé sé að mér virðist hafa skjátlast.

Lagarammanum fyrir efnahagslegum samruna landa Evrópusambandsins er að mestu lokið. Þetta benti m.a fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann Jensen, okkur Íslendingum á í sjónvarpinu fyrir stuttu. ESB er ekki um efnahagsmál. Ekki lengur. Það er pólitík.

Það sem núna er í gangi í Evrópusambandinu er hinn pólitíski samruni Evrópu. Því engin myntbandalög munu geta staðist án stjórnmálalegs samruna ríkjanna. Evrópusambandið hefur ekki mikinn tíma til stefnu. Þessvegna er nýju stjórnarskránni í orðsins fyllstu merkingu troðið ofan í okkur hér í ESB.

Evrópusambandið verður að fá eina ríkisstjórn ein fjárlög og einn seðlabanka til þess að myntbandalagið geti staðist. Það er m.a. þessvegna sem ESB er nýtt ríki í smíðum. Svo þarf nýjan forseta bráðum . Þetta mun taka ca. 20 ár.

En það var bara ekki þetta sem stóð í vörulýsingunni utan á pakkanum þegar ESB var selt sem efnahagsbandalagið EF til eldri þjóða ESB. Það sýður því mjög illilega mörgum Evrópubúum núna. Þetta reyndist fölsk markaðsfærsla

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2009 kl. 12:58

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Valsól, tókstu gjaldeyrislán fyrir íbúðarkaup? Hvers vegna?? Er það okkur að kenna sem vogum okkur að hafa þá skoðun að vilja Ísland áfram sjálfstætt??? Sagði ég eða Gunnar þér að taka það? Þú tekur ákvörðun um eitthvað og fyrst það kom illa út viltu fórna sjálfstæði þjóðarinnar í von um að það bæti fyrir þín mistök? Mikið er þetta málefnalegt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tek annars undir með Gunnari, það er ekki gaman að vera í þeirri stöðu sem þú lýsir. En þú ert engu að síður að hafa okkur sjálfstæðissinna fyrir kolrangri sök.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 20:25

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Í framhaldi af svörum til Valrósar. Þetta er afar þungur baggi að bera þessi gengistryggðu lán. Það er bara til ein leið að létta þá byrði...það er eg krónan hækkar aftur, sem hún mun gera. Krónan er ekki sá fantur sem hún er kennd við að vera, þvert á móti. Það er ekkert annað meðal til gegn gengistryggðum lánum en styrking hennar. ESB hefur ekkert með það að gera...verði skipt yfir í Evrur, mun það eingöngu tryggja að þú munt aldrei nokkurn tíma geta losnað úr viðjum skulda. Þannig hversu vel eða illa þér líka það er staðreyndin sú að eina björgunin felst í krónunni.

Haraldur Baldursson, 1.5.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Athugandi væri að: 

Lögsækja banka fyrir óábyrga hegðun og ráðgjöf, sem fjármálastofnun

Hinn 1. desember 2004 gagnrýndi Bodil Nyboe Andersen, seðlabankastjóri Danmerkur, viðskiptabankana fyrir að blanda saman sölustarfsemi og ráðgjöf. Slík blanda af sölu og ráðgjöf væri ekki í þágu viðskiptavina bankanna. „Það er ekki endilega mín skoðun að fjármálageirinn eigi við vandamál að glíma hér og nú, en það er ekki hægt að skapa vöxt í atvinnugreininni til lengri tíma ef maður hagar sér ekki vel og sýnir ábyrgð,“ sagði hún í ræðu á ársfundi samtaka fjármálastofnana í Danmörku. Meira: Seðlabankinn og þjóðfélagið 

Þeir sem vita eitthvað um peninga (yfirleitt gegnum dýrkeypta reynslu) vita að síðasti staðurin sem maður ætti að leita ráðgjafar hjá, í sambandi við peninga og fjármál, er einmitt í bankanum. Nema að þeir taki sig á og sýni ábyrga hegðun. Þetta gildir einnig um suma menn sem starfa hjá t.d. ríkisfjölmiðlum og nota þennan ríkisrekna imbakassa til að birtast - oft daglega - á skerminum til að segja þjóðinni sitt persónulega álit á peningamálum, án nokkurrar ábyrgðar, hvað þá menntunar og reynslu. Það er ekki nóg að kunna, menn þurfa einnig að geta hugsað. Bankanir hugsuðu ekki. Þeir kunnu, en hugsuðu ekki, Menntun er ekki mikils virði nema að menn hugsi einnig.

Það ætti að vera skilyðri að allir fjármálaráðherrar hafi að minnsta kosti einu sinni prófað af fara á hausinn og fundið á eigin líkama og sál hvernig það er

Kennneth Clarke fjármálaráðherra Bretlands 1993-1997 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2009 kl. 21:48

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

099 SIGNOFF PWRSYSDWN

Gunnar Rögnvaldsson, 1.5.2009 kl. 21:54

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kæri Gunnar, þessi gengisfellingar-hugmynd er algjörlega úrelt. Hún var í gangi á millistríðs-árunum og leiddi til kapphlaups þjóða við að fella gengið meira en aðrir. Afleiðingin var óðaverðbólga og efnahagsleg upplausn. Með gengisgfellingu er verið að lækka verðmæti allra launa og allra verðmæta í landinu.

Ef skoðað er dæmið um Svíþjóð og Finnland, þá eru Svíar að lækka sín verð á trjávörum, með gengisfellingu. Finnar gætu líka lækkað sín verð til samræmis ef þeir vildu. Þetta gætu þeir gert á margvíslegan hátt, til dæmis með niðurgreiðslum eða lægri launum.

Af þessum tveimur kostum er gengisfelling Svíanna verri, vegna þess að gengisfellingin leiðir beint til verðbólgu. Hjá okkur Íslendingum eru áhrif gengisfellinga þó miklu verri vegna þess hversu háðari við erum innflutningi en Svíar.

Árið 1944 komu Vesturlönd á Bretton Woods samkomulaginu, til að losna úr fáránleika gengisfellinganna. Þetta samkomulag var tvöfalt kerfi Myntráðs, þótt Seðlabankar stjórnuðu fyrirkomulaginu. US Dollar var festur við gullfót ($35 á únsuna) og aðrir gjaldmiðlar festir við USD, með vikmörkum þó. Þetta kerfi var við lýði til 1971/1973 og gafst mjög vel.

Gengisfellinga-vitleysan er á ensku nefnd "beggar thy neighbour policy". Ein þjóð er að koma sínum efnahags-vandamálum yfir á aðra, aðallega með breytingum á gengi gjaldmiðils, tollum eða kvótum. Ef allar þjóðir taka upp á þessu, eru afleiðingarnar skelfilegar og fyrirsjáanlegar.

Ef andstæðingar ESB-aðildar halda til streytu svona úreltum hagfræði-kenningum, getur afleiðingin ekki orðið önnur en að ESB-sinnum er færður sigur á silfurfati. Það er ekki bara að verðbólga (afleiðung gengisfellinga) veldur efnahagslegri hrörnun, heldur verður hún einnig banabiti lýðræðisins.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.5.2009 kl. 15:54

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað með gengihækkun Loftur. Ertu fylgjandi henni? Hækka gengið endalaust. How about that?

Hækka gengið endalaust þangað til þú ert ánægður. Svona eins og ECB hefur gert frá 2002-2006: 100% hækkun gagnvart dollar! Er það gott? Pathetic!!

En hvað með gengisfall dollar á móti? Er það gott? Betra? Best? Pathetic

En hvað með að frysta verð á húnsæði? Gegni húsnæðis? Þá kæmist á sá stöðugleki sem þú ert að ímynda þér að sé til. Það hefur verið mikil verðbólga í húsnæðisverði í ESB, BNA og á Íslandi. Þetta er aðal orsakavaldur verðbólgu í ESB BNA og ÍS. Þetta er bara ekki inni í verðbólgutölum. En knýr þær samt áfram.

En hvað með að frysta bara verð á hlutaféfum? Ekki leyfa gengis hækkun eða lækkun þar? Þá munu ekki fossa inn eða út fé úr lánastofnunum og yfir í ríkissjóð og lífeyriskerfi sem svo er hent á verðbólgu bálið þegar því er pumpað inn og út aftur

Ef þú ert að tala um "beggar thy neighbour policy" þá ættir þú fyrst og fremst að tala við big & huge surplus þjóðir á borð við Þýskaland. Þeim finnst þessi jákvæði ójöfnuður af einhverjum óskiljanlegum orsökum meira og "móalskt" réttur en neikvætt deficit. Mottó þeirra er: þú setur hlutina í gang, við seljum þér og kaupum ekki neitt af þér. Svona þjóðum, Loftur, á að kála með MASSÍFRI GENGISFELLINGU !! Þá geta þær lært að hætta að nassa svona á nágrönnunum. Såh kan de lære dét!!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2009 kl. 16:36

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnar, ég tel að stóru gjaldmiðlana eigi að festa einnig og tel raunar að það verði gert á nærstunni. Þessar rosalegu sveiflur á gjaldmiðlum eru óþolandi, sérstaklega vegna þess að hægt er að halda þeim í skefjum.

Húsnæðisverð er greinilega háð framboði á lánsfé og því myndi gengis-stöðugleiki minnka sveiflur á því. Húsnæðisverð er inni í vísitölunni, en vegur minna í USA en Íslandi. Mig minnir að USA sé með leiguverð, í stað byggingakostnaðar.

Ég er ekki andvígur því að markaðsverð sveiflist almennt, en smáríki sérstaklega eru dauðadæmd með "torgreinda peningastefnu". Gengi gjaldmiðla stórra myntsvæða er ekki sama alvörumál.

Framferði stórþjóða er sjálfsagt oftast á mörkum hins glæpsamlega. Ég mótmæli ekki því sem þú segir um þær.

Góð kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.5.2009 kl. 21:31

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Loftur

Gengi verður ALDREI fest við klumpfætur aftur Loftur. Aldrei. Það sem mun hinsvegar gerast er það að millibankamarkaður mun hverfa eins og við þekktum hann á síðustu áratugum. Bankarekstur mun einnig hverfa eins og við þekktum hann.

Þjóðir láta ekki útrýma sér bara til þess eins að halda gengi "stöðugu". Hvað ætlar þú að gera með "stöðugt" gengi ef allir eru dauðir í þjóðfélaginu in the long run.

Þess vegna muntu m.a. sjá upplausn og endurstilling myntráða Lettlands, Eistlands og Litháen í haust eða fyrir næstu áramót. Og massífa 50-60% gengisfellingu þessara mynta.

Söluverð/markaðsverð húsnæðis er ekki inni í vísitölunni. Það skiptir heldur engu máli hvort það er byggingakostnaður eða leiguverð/leiguvirði sem er mælt í CPI. Það kemur út á eitt því byggingaverð endurspeglast alltaf í leiguverði.

Það er stórir hlutir sem Ísland getur gert til að laga hjá sér basic structure á íslenska CPI, og þar af leiðandi þann grunn sem mynda stýrivexti. Þetta mun ég birta bráðum. Þessi ritgerð verður til sölu hjá mér bráðum. Þetta er candidatus dóttur minnar sem fór fyrir þjóðhagfræðimeistara Aarhus Universitet Economic department í síðasta mánuði. Og hún stóðst með glans. Ef enginn vill kaupa ritgerðina þá verður bara að hafa það.

Titillinn er: "Inflation Targeting in a Small Open Economy

VS. Inflation Targeting in a Monetary Union"

Bestu kveðjur til þín Loftur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2009 kl. 22:00

14 Smámynd: Haraldur Baldursson

Framtíðarmyndin með lokuðum millibankamarkaði mun þá að líkindum loka fleiru. Hætt er við því að óbeinir og jafnvel beinir tollamúrar rísi. Heimsviðskiptin munu þurfa að finna sér nýja fleti. Þeri fletir munu finnast, en markaðir munu þurfa að horfa inn á við. Sú draumkennda sín að hægt sé að ýta á einhvern stórann Reset-Hnapp til að núlla allar skuldir allra landa, allra þegna og allra fyrirtækja, mun sjálfsagt ekki finnast, enda ekki til.
Krónan mun þó vonandi fá verðugan sess sem mikilvægt verkfæri fyrir Ísland og íslendinga.

Gunnar, varðandi ritgerð dóttur þinnar , þá kaupi ég hana glaður, þegar hún fæst keypt af almenningi.

Haraldur Baldursson, 2.5.2009 kl. 22:15

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega Haraldur :)

Millibankamarkaður mun alls ekki hverfa. En hann mun breytast mjög mikið og verða mun meira "restrictive". Það er mín skoðun.

Einnig mun skuldastaðan hjá næstum öllum ESB-löndum versna stórkostlega og slá inn af fullu afli á akkúrat sama tíma og aldurshnignun (fækkun vinnandi fólks) mun slá inn fyrir alvöru í ESB - en bara ekki á Íslandi og ekki í Bandaríkjunum. Svo The European Debt Union verður næsta skrefið.

Bless hagvöxtur í ESB

Bless velmegun í ESB

Bless velferð í ESB

Bless ESB

Já ég er þér 100% sammála að þér að einmitt "heimsviðskiptin munu þurfa að finna sér nýja fleti". Ýmsa nýja fleti.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband