Leita í fréttum mbl.is

Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?

 

Bretland no longer an idependent state150 

Breska Bruges Group spyr:

Er Bretland ennþá sjálfstætt fullvalda ríki?

smellið og lesið pistilinn á vefsetri mínu www.tilveraniesb.net

Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki? 

 

 

 

Fyrri færsla

Fyrrverandi seðlabankastjóri Belgíu: Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs 

Forsíða þessarar blogsíðu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður pistill, Gunnar. Sérstaklega nú þegar Samfylkingin er komin á fullt flug inn í sambandið með VG á stélfjöðrunum.

Það var líka frábær ræðan hjá Daniel Hannan á EU-þinginu um þetta sama efni. Hannan tíndi til afglöpin sem Gordon Brown hefur gert á ferlinum, meðal annars að koma skuldastöðu þjóðarbúsins í 10% af landsframleiðslu og endahnútinn batt hann þegar hann lýsti Brown "gjaldþrota forsætisráðherra gjaldþrota ríkisstjórnar".

Daniel Hannan er ekki bara flugmælskur hann flytur líka innihaldsríkar ræður.

Ragnhildur Kolka, 27.3.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú veist sjálfsagt að þessi stofnun er tengd íhaldsflokknum í Bretlandi?

af wigipedia

The Bruges Group is a Eurosceptic think tank based in the United Kingdom.

The group is often associated with the Conservative Party, though it is independent of it and remains an all-party organisation. Its Honorary President is Baroness Thatcher, and its co-chairs are Brian Hindley and Barry Legg. A number of Labour politicians have been associated with the group, including Lord Shore, Frank Field and Gisela Stuart. [1]

Þessi stofnun var sett upp eftir einhverja ræðu Margret Thatcher Og hún er heiðursforseti hennar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.3.2009 kl. 12:49

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bretland er reyndar helst leppríki Bandaríkjanna og það er síst með vilja Evrópu að þeir hafa farið undir hæli Bandaríkjamanna með stríð á hendur öðrum þjóðum. Þá kúga þeir og nota sér Samveldislöndin 54 til að fylgja sér að málum hjá Sameinuðu þjóðunum og víðar sem veitir Bretum mikið vald.

Þetta nota Bandaríkjamenn sér í gegnum Breta og af þeirri ástæðu geta Bandaríkjamenn vart ráðskast með heiminn nema hafa leppríki sitt Bretland í þægum taumi.

Þeir sem fyrir alla muni vilja viðhalda og efla heimsveldishagsmuni Bretlands í gegnum Breska-samveldið reka sífellt stífan anti-Evrópu áróður og frá þeim er komið slagorðið að horfa til heimsins fremur en Evrópu sem merkir bara að efla yfirráð og ítök Bretlands yfir ríkjunum í Breska-samveldinu. Dariel Hannan vinur ykkar  er einn þeirra og dylur það ekkert að hann er Samveldismaður.

„Heimssýn“ á því rætur sínar í heimsveldisdraumi Bretlands.

Í Samveldinu eiga líka sum bresk stórfyritæki mikla viðskiptahagsmuni og leggja ómælt fé til að eiga fultrúa sem berjast fyrir hagsmunum sínum sem felast í sterkari tökum Bretlands í Samvelddinu þó það væri á kostnað tengsla við ESB.

Bretland er það ríki heims sem hefur mest völd yfir öðrum ríkjum og Bandaríkin nýta sér það.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Ef nokkurntíma skyldi læðast að manni efi um skaðræði Evrópusambandsins fyrir Evrópu þá munu athugasemdir í stil við kommenta Helga og Helga alltaf leiða mann á rétta braut aftur. Þakka ykkur kærlega Helgi og Helgi.

Það er nefnilega þannig að EF var í upphafi óskabarn íhaldsmanna. En svo komu sósíal-demó-kratar og sósíalistar á borð við Helga og Helga og sjanghæuðu EF og breyttu því í EU. ESB lifir núna sínu eigin lífi og alveg fullkomlega í trássi við vilja og skoðanir þegnana á þessu nýja miðstýrða sósíalsvæði heimsins. En þetta gerist sjálfsag alltaf í svona samsteypum sem losa sig við lýðræðið með undirförulum hætti.

Það er m.a. vegna þessa að menn eins og formaður ESB þingsins sagði í dag að 10 miljón Tékkar myndu aldrei voga sér að ganga á móti vilja 500 milljón manns. En hann gleymir þó einu blessaður maðurinn, nefnilega því, að þessir 500 milljón manns hafa aldrei verið spurðir um eitt né neitt. En þetta lýsir vel þeirri þróun sem sósíal-demó-kratar og sósíalistar hafa sett í gang í Evrópu. Þetta er ný leið til ánauðar þjóðanna.

ESB-lýðræðið í framkvæmd

Vegna vantrauststillögu á ríkisstjórn Tékklands í fyrradag (og sem var samþykkt) þá féll ríkisstjórn Tékklands og forseti Tékklands þarf núna að finna nýjan kandidat til að leiða landið. Nýja stjórnarskrá ESB sem enginn fær að kjósa um liggur og bíður samþykktar (og ekki höfnunar) Tékka. ESB er búið að panta samþykki á þessu makkverki.

Í tilefni þessa sagði forseti ESB-þingsins í gær:

"I can not imagine that 10 million Czechs will turn against 490 million EU citizens"

Hafið þið heyrt annað eins? En þessir "490 million EU citizens" hafa alls ekki veið spurðir að því hvort þeir vilji lifa tilveru sinni í vasa þessa manns.

Sem sagt, miðstýrt einræði í Evrópu all over again. Þetta kemur. Bara rólegir, þetta kemur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.3.2009 kl. 15:01

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

EFTA var stofanað að tilstuðlan breskra íhaldsmanna sem leið til að komast hjá EB aðild og til að gæta heimsvaldahagsmuna Breta í breska samveldinu. - Svo vart er hægt að halda því fram að það hafi verið sérstakur draumur íhaldsmanan almennt þó alltaf hafi verið hópur íhaldsmanna sem studdi EB - þeir vildu halda í sem mest af heimsveldisdraumnum í gegnum Samveldið.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 15:20

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, varðandi þennan belgíska gæa og evruna, þá er ég ekki alveg að fatta hvernig þú leggur útaf efninu.

Renndi yfir greinina á Bloom.  Það sem hann er beisikallí að segja er að kostirnir við Evruna fyrir þjóðirnar séu svo miklar að engum detti í hug að kasta henni.  Allt og sumt. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.3.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Því hann kemur með rök fyrir sínu máli og bendir á heimildir og vitnar beint í orð manna. annað en þegar óskhyggja og ímyndunarsmíði koma frá mönnum eins og þér Jón. frá þér kemur ekkert annað er skítkast og heimatilbúinn tilvitnun í áróður. tilvitnanir sem þú dregur fram eru allar í þeim anda sem greiningardeildir og fjölmiðlar útrásar-samfylkingar-víkingana. aldrei neitt ljót um það sem þú styður, sama hversu langt skíturinn er kominn upp á bak. 

Fannar frá Rifi, 28.3.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband