Leita í fréttum mbl.is

SA: Heimilin þola ekki skattahækkanir

SVARTHOLIÐ

Heimilin þola ekki skattahækkanir

Þessi orð Vilhjálms Egilssonar formanns Samtaka Atvinnulífsins ættu að standa brennimerkt ofaní skrifborðsplötur allra stjórnmálamanna núna og á næstunni.

Skattahækkanir eru vísasta leiðin til að drepa hagavöxt. En hagvöxtur er einmitt það sem vantar núna. Þeir sem hafa gert lítið úr þýðingu þess að þjóðartekjur á hvern þegna skipti höfuðmáli þegar frammistaða hagkerfa er mæld, ættu að skoða fallið í þjóðartekjum með ferskum augum núna og minnast þess að eilífu að skattahækkanir drepa alltaf hagvöxt. Alltaf.

Það sama gerir einnig óhófleg útþensla hins opinbera því hún býr alltaf til of mörg léleg störf og of mörg léleg afleidd störf sem skila litlu öðru en kostnaði og ræna dýrmætum starfskröftum frá þeim atvinnugreinum sem skaffa peningana í kassann hjá hinu opinbera. Atvinnugreinar sem þurfa á þeim að halda þegar uppsveiflan er komin í gang og til að koma í veg fyrir þensluverðbólgu vegna launaskriðs þegar málin lagast aftur. Þá er ekki gott að allir vinni hjá ríki og bæ því þá hættir fjármögnun velferðarsamfélagsins að geta átt sér stað. Það þarf alltaf að muna það að stjórnmálamenn vita allra síst hvernig á að fara með peninga. Annars værum við öll rík, en svo er ekki.   

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kallar eftir stefnu þeirra sem hyggjast mynda nýja ríkisstjórn og varar eindregið við því að hækka tekjuskatt einstaklinga meira en orðið er. „Þá er verið að veita fjölmörgum fjölskyldum náðarhöggið sem eru að berjast við það að standa í skilum,“ segir Vilhjálmur á síðu samtakanna en þar er vitnað til orða hans á báðum sjónvarpsstöðvunum við vegna stjórnarslita og myndunar nýrrar ríkisstjórnar.

 

Öll fréttin á AMX

SA: Heimilin þola ekki skattahækkanir 

Fyrri færsla:

Fjármagnsþurrð á evrusvæði. Ekki hjálpar evran Slóveníu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Danir voru nú víst að hækka skatta á stjórnenda fyrirtækja. Það tel ég hæpið hér því tekjurnar fara þá bara einhverjar aðrar leiðir út.

Hinsvegar er búið að hækka skattbyrði flestra með gengisskráningunni og lækkun hæstu launa ríkisins og skera niður yfirvinnu hjá ríkistarfsmönnum.

Ég tel kostnað við stjórnsýslugeira og fjármálageira mesta vandamálið hér.

Það ætti nú frekar að minnka skattbyrðina á tekjum undir 350.000 sem ég tel um 70% þjóðarinnar búa við. Þá myndi kannski hagvöxtur rjúka upp.

Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það þarf að stoppa í 150 milljarða fjárlagagat með einhverjum hætti. Best er að hægt sé að gera það, sem mest með lækkun ríkisútgjalda. Hins vegar held ég að það sé útilokað án eihverra skattalækkana.

Sjálfstæðismenn slepptu einu besta tækifærinu til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð án skattlagningar á almenning og fyrirtæki. Þeir gáfu kvótakóngum 30 þúsund tonna veiðiheimild á þorski í stað þess að setja þær veiðiheimildir á markað.

Sigurður M Grétarsson, 28.1.2009 kl. 09:48

3 identicon

Blessaður Gunnar

Sammála þér um skattahækkanir. Eins eru háir vextir versti óvinur hagvaxtar, jafnvel enn verri en skattahækkanir. Rétt væri að lækka vexti niður í 2-3%. Fyrir utan það sé ég ekkert athugavert við mikinn halla á ríkissjóði í kreppu. Það er hægt að ná því til baka í næsta góðæri.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:31

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Sammála um að hallarekstur ríkissjóðs að vissu marki er í lagi í kreppuástandi. Frelsið er þarna til þess að það sé notað og iðkað.

En besta kjarabót allra er sú að verðbólgan sé barin niður og burt úr kerfinu því næsta uppsveifla verður helst að vera verðbólgulaus. Einnig þarf að gera öllum ljóst að verðbóga verður aldrei þoluð.

Það góða við stýrivexti er að þeir koma í öllum stærðum og gerðum en þó alltaf í samræmi við verðbólgustig, nema náttúrlega í myntbandalögum. Í myntbandalögum er það því hengingaról ríkisafskipta sem þarf að vinna bug á verðbólgu nema að maður heiti Þýskland eða Frakkland. Og þá er líða allir - bæði þeir sem hafa hagað sér skynsamlega í peningamálum og þeir sem haga hagað peningamálum sínum miður vel.

Það væri glapræði að lækka stýrivexti án tillits til verðbólgu því þá myndu heimilin fyrst í unnvörpum fara á hausinn og sparifé landsmanna brenna til ösku á því óðaverðbólgubáli. Sem sagt besta kjarabótin verður sú að verðbólga verður barin niður miskunarlaust og ýtt út í hafsauga og aldrei liðin.

Það þarf að bíða aðeins með þensluskapandi aðgerðir eins og beinar skattalækkanir á vinnandi fólki en það væri þó gott að tilkynna um þær núna, koma með yfirlýsingarnar núna.

Til að bæta stöðu fyrirtækja hér og nú er hægt að lengja virðisaukaskattstímabilið tímabundið um 2-3 mánuði, það virkar instant og myndi bjarga sumum störfum. Svo væri hægt að lækka virðisaukaskatt um 4% yfir alla línuna og stuðla þannig að og flýta fyrir nauðsynlegri verðhjöðnun.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Leiðrétting: neðsta málsgrein: á að vera "lengja greiðslufrest virðisaukaskatts um 2-3 mánuði í viðbót" = aukin kredit hér og nú.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2009 kl. 11:40

6 identicon

Ef persónuafsláttur yrði hækkaður töluvert samhliða skattahækkunum þá gætu heimilin þolað þetta en ég stórefa að það yrði mikil hamingja með það hjá þeim sem hafa hærri tekjur.

Það er mín skoðun og meining að við höfum ekkert með AGS lánið að gera og eigum ekki að leggja IceSave á þjóðina.  Bönkunum hefði bara átt að loka og leyfa þeim að fara á hausinn.

Ríkið hefði síðan getað sett þá fjármuni sem þeir eru búnir að vera að moka út í vindin við að reyna að blása lífi í ónýta banka í að tryggja innistæður fólks í nýjum ríkisbanka.

Erlendir lánadrottnar og IceSave hefðu svo bara getað pikkað í þrotabúin hjá þessum bönkum og við gætum löglega afskrifað öll erlend lán sem eru að koma heimilunum og fyrirtækjunum um koll.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:04

7 identicon

Ef að vextir þurfa að vera umfram verðbólgu á Íslandi, af hverju þarf þess ekki í Bandaríkjunum og Bretlandi?

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:18

8 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Með þessa ríkisstjórn er það ávísun á skattahækkun því nú verða þeir svo góðir og ausa peningum út í smátíma til að fá örugga kosningu í vor svo þarf að borga þann fjáraustur. Þetta er staðreynd

Guðrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:28

9 identicon

Merkileg afstaða hjá þessum Arnari Geir - og reyndar fleirum - að það eigi alltaf að refsa þeim sem spara og sýna ráðdeild. Strika út sparifé almennings, hvort sem er í bönkum eða lífeyrissjóðum, svo þeir sem skuldsettu sig upp fyrir reykháfa á síðustu misserum, geti sloppið? Við erum ekki bara að tala um helvítis gamlingjana, sem á nú bara að skjóta, einfaldasta lausnin er það ekki? Það er t.d. déskoti mikið af fermingarpeningum barna, sem eru inni í bönkum og sumu ungu fólki, sem ég þekki, tekst að leggja fyrir, jafnvel af lágum launum. Sumir eru hinsvegar alltaf að eyða peningum, sem þeir eiga ekki og munu aldrei eignast. Þá ber að verðlauna, ekki satt, Arnar Geir?

Þorskhaus (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:04

10 identicon

Þoskhaus, enda sagði ég það að þá peninga sem notaðir hafa verið í að endurlífga þetta ónýta bankakerfi mætti nota í að tryggja innistæður okkar landsmanna.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:17

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll og blessaður Björn.

Þú spyrð: Ef að vextir þurfa að vera umfram verðbólgu á Íslandi, af hverju þarf þess ekki í Bandaríkjunum og Bretlandi?

Tilraun til svars:

1) Kjarnaverðbólga í USA er einungis 0,3% núna % þrátt fyrir að olíuverð hækkaði þar einna mest í heiminum undanfarna 24 mánuði vegna þess að olíuverð er í dollurum. Lækkun dollars hefur komið Íslandi og Evrópu til góða þannig að þessar miklu verðhækkanir á olíu hafa alls ekki slegið í gegn á Íslandi og í Evrópu af nándar nærri sama hrottalega umfangi og þær gerðu í Bandaríkjunum á sama tíma. En þrátt fyrir þetta, og ásamt 40-120% hækkunum á heimsmarkaðsverði á ýmsum hráefnum og matvælum á sama tímabili er kjarnaverðbólga aðeins 0,3% í Bandaríkjunum núna. Verðbólgan á Íslandi er um 18% um þessar mundir - og - sem sé - aðeins 0,3% í Bandaríkjunum og fer lækkandi.

2) Húsnæði hefur víða lækkað um 20-30% í Bandaríkjunum á síðustu 24 mánuðum. Á ýmsum svæðum í Bandaríkjunum hefur lækkunin verið yfir 30%. Nauðungaruppboð fara fram í stórum stíl, og verð lækkar enn hratt. Verð á húsnæði hefur ekki lækkað að neinu verulegu ráði á Íslandi á síðustu 24 mánuðum í heildina, en lækkunin er þó hafin. Það á eftir að falla enn meira. Lækkunin er því ekki komin til skila í verðbólgu Íslands ennþá. Verðbólgan á Íslandi er um 18% um þessar mundir og aðeins 0,3% í Bandaríkjunum.

3) Fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa þurft að afskrifa um ca. trilljón dollara vegna taps á húsnæðislánum og enn er botninum ekki náð. Enginn banki á Íslandi hefur þurft að afskrifa mjög mikil töp á húsnæðislánum ennþá - a.m.a.k ekki að neinu stórkostlegu ráði, en þetta á þó eftir að versna. Á síðustu 9 mánuðum hafa 200.000 manns misst vinnuna á Wall Street og um 2 milljón manns annarsstaðar í hagkerfi Bandaríkjanna. Margir hafa misst vinnuna á Íslandi en ferlið er þó einungis nýlega hafið. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum fer stöðugt hækkandi og er ennþá miklu hærra en á Íslandi.

4) Verðbólgusaga Íslands er hrikaleg, mannskæð og grátleg. Þetta veit Davíð Oddson manna best. Ef hann sæti ekki sem seðlabankastjóri núna væri sennilega komin óðaverðbólga á Íslandi - einu sinni enn!

Sem sagt það er ákveðinn tímamunur á hrakförunum og mun því lækkunarferli Seðlabanka Íslands hefjast seinna en í Bandaríkjunum. En það mun koma og sennilega gerast ansi hratt.

Einnig setur hrun alls bankakerfis Íslands strik í reikninginn því það gerir hlutvek Seðlabankans ennþá flóknara. En allir vita að seðlabankar geta yfireitt aldrei beitt öllum vopnum sínum í einu (The Impossible trinity)

Þó svo að The Fed og BoE lækki stýrivexti þá mun sú lækkun taka 100 sinnum lengri tíma að skila sér út til smásölubanka og til neytenda en á Íslandi því bankakerfi þessara landa hefur enga verðtryggingu sem öryggisnet undir fjármunum sínum og þeir eru einnig að sleikja sár sín sem eru mjög djúp.

Þó svo að stýrivextir séu lægri í BNA og UK þá hafa þeir ekki skilað sér ennþá til neytenda. Þetta gildir einnig um Danmörku því á sama tíma og seðlabanki Danmerkur hefur lækkað stýrivexti sína undanfarna mánuði þá hafa viðskiptabankarnir hækkað útlánsvexti.

Það er heldur ekki hægt að líkja saman hlutverki The Fed og BoE saman við hlutverk Seðlabanka Íslands því hlutverk hinna fyrri er svo óendanlega miklu flóknara í hinu alþjóðlega hagkerfi

Ég gæti trúað að stefna The Fedreal Reserve undanfarna 10 mánuði hafi haft sem stefnumark að forða hagkerfinu frá verðbólgu og stöðnun hagvaxtar og hrikalegu atvinnuleysi með því að berja fyrst niður það peningaflæði sem var inní spákaupmennsku í olíu, hráefnum og matvælum, þ.e. fjármagnið hefur leitað þangað og burt frá fjárfestingum og hlutabréfamarkaði og yfir í þessa spá markaði.

Seðlabanki Bandaríkjanna var því m.a. að þvinga fjárflæðið til að leita yfir í hlutabréf og fjárfestingar með því að gera peninga það ódýra að það sé ekki hægt að sitja á þeim engum til gagns, órefsað. Þvinga þá burt úr spákaupmennsku í hráefnum, matvælum og olíu.

Það lítur úr fyrir að seðlabanka Bandaríkjanna hafi tekist þetta og því þarf hann ekki að óttast verðbólgu lengur og leggur því grunninn fyrir næstu 5 ára verðbólgulausu uppsveiflu í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

Seðlabanki Bandaríkjanna mun reyna að endurtaka ekki "týnda áratug Japans" með aðgerðarleysi. Þeir eru einnig reyna að þvinga afskriftir bankanna í gegn. Hreinsa klósettið - strax. Sturta niður. Þeir munu varla leyfa bönkunum hægt, en bítandi, að kyrkja hvaðvöxt vegna falinna og óframkvæmdra afskrifta á töpuðum lánum. The Fed rennir því að þvinga vöxt í gang aftur og sá vöxtur mun alls ekki geta skeð nema með því að hlutabréfamarkaðurinn fari í gang fyrst.

Flæði ferskra pengina eftir áföll er oftast svona:

1) fyrst fara þeir til hlutabréfamarkaðarins

2) svo fara þeir til fyrirtækja

3) svo fara þeir til fjárfestinga

4) svo koma til til neytenda í launum og framgangi

5) svo fara þeir inn í húsnæðismarkaðinn

Sem sagt. Ef hlutabréfamarkaðurinn fer ekki í gang, þá skeður akkúrat ekki neitt. Þetta veit seðlabanki Bandaríkjanna. Og þeir vita að vaxtalækkun ER vopn sem ALLTAF virkar.

En sem sagt í það heila og stóra þá er það mælieiningin tíminn sem kemur í veg fyrir að allir hlutir gerist á sama tíma allsstaðar. Tíminn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2009 kl. 15:58

12 identicon

Þegar Bandaríski Seðlabankinn lækkaði vexti í haust voru þeir alltaf vel undir verðbólgu. T.d. voru stýrivextir í september undir tveimur prósentum en verðbólga 4,94%. Sama gilti í Bretlandi (þar sem ég bý) Atvinnuleysi í Bandaríkjunum og Bretlandi var vitlausu megin við fimm prósent í síðasta mánuði en tæplega 5% á Íslandi. Alls staðar vaxandi. Þannig að munurinn á Íslandi og þessum löndum (fyrir utan stærðina) er hversu verðbólgan er mikil á Íslandi.

Ég held að tíminn eða öllu heldur tímamunurinn sem er aðalatriði hér. Ekki bara hvert einstök ríki eru komin í sínum vanda, heldur hitt. Hvort kemur á undan verðbólga eða vextir.

Verðbólga á Íslandi á rætur að rekja til gengisfallsins. Ekki þenslu. Þess vegna tel ég ekki alveg augljóst að háir vextir bíti á verðbólgu. Ég tel alveg eins líklegt að röksemdin fyrir háum vöxtum sé annað hvort pólitísk (vernda sparifjáreigendur) eða til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta, sem er óþarfi, þar sem hann er óheimill í bili.

Mín skoðun er sú að við eigum að fara amerísku leiðina, sem sagt, taka frekar sjokkið í hörðum og snöggum eignabruna, frekar en að gæla við verðbólguna með 25-30%. 

Það má ekki gleyma því að á Íslandi ríkir haftastefna í augnablikinu. Það er enginn að fá lán hjá bönkum, þannig að vextir virka bara aftur fyrir sig. Það er enginn að fara að flytja peninga til útlanda, það er bannað. Þannig að vextir hafa engin áhrif á eftirspurn eftir krónu.

Þetta eru hugleiðingar leikmanns, meira til sýnis en notkunar.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:23

13 identicon

Gunnar, það sem þú ert að segja um peningaflæðið er það sem gerir kapítalismann slæmann.

Pólítíkin er farin að þjóna hagsmunum þeirra sem eiga peninga en ekki vinnandi mannsins.  Kapítalisminn sem slíkur er ekkert slæmur en þegar pólítíkin stjórnast af honum þá fer það að bitna verulega á almenningi.

Líkt og stjórnvöld eru að gera í dag.  Öll þeirra orka og peningar fara í að bjarga verðlausum bréfum og ónýtum bönkum.  Ef bankarnir hefðu bara verið settir á hausinn.  Þá hefðu eigendur þeirra farið á hausinn með.  Þjóðin sæti samt eftir svo til skuldlaus þar sem við gætum jú afskrifað stærstan hluta skuldana.  Og þyrftum ekki að taka á okkur IceSave reikningana.

En nei þeir ætla að reyna að bjarga "vinum" sínum frá gjaldþroti og láta alla hina borga fyrir það.  Það er ekki eðlilegt.  Bankarnir og auðmennirnir og allir aðrir hlutabréfaeigendur eiga bara að fá að fara á hausinn og almenningur á þekki að þurfa að finna svona mikið fyrir þessu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:11

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vextir og vaxtakostnaður hljóta að vera aðal tekjustofn íslenska fjármálageirans og ef hann er hlutfallslega alltof stór fyrir 330.000- manna efnahagseiningu þá hlýtur það að vera megin skýringin á háum vaxtakostnaði innlands.

700 manna forréttinda stétt sem sérstakan kjaradóm til að skammta sér tekjur hlýtur líka að vera byrgði fyrir utan að lýðræðislega óréttlát.  

Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 18:25

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

sem hefur

Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 18:26

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Björn:

Þú ert að tala um verðbólgu neysluvísitölu (CPI inflation) en The Fed fer mikið/mest eftir kjarnaverðbólgu (core inflation) því land eins og Bandaríkin sem á mynt sem er stærsta mynt heimsins og er mikið notuð sem gjaldeyrisforði annarra þjóða getur ekki byggt peningamálastefnu sína á flöktandi (voilatile) þáttum verðbólgunnar. Kjarnaverðbólgan í BNA hefur ekki farið yfir 5% síðan 1990. Hún var langt undir þessum verðbólgutölum sem þú nefnir: CORE CPI INFLATION Quarterly change, annualized NY Fed

Núna er Ísland í þeirri dapurlegu aðstöðu að vera í prógrammi hjá IMF og því er ríkisstjórn og Seðlabanki ekki alveg sjálfráð um vaxtastig eins og er. En ég held að þetta sé alveg á tröppunum og muni fara í þrepum niður. Já, ég held einnig að það þenslubensín sem var enn eftir á gólfinu í hagkerfinu í stórum skömmtum þegar bankarnir hrundu sé nú að mestu gufað upp. Það er einnig ákaflega heppilegt að það skuli vera búið að berja verðbólgu kryppuna úr olíu og hrávöru alþjóðamarkaða. Það hjálpar mikið.

Það er einnig gott að eiga 18 skotfæri eftir í byssunni núna því á undanförnum mánuðum hefði ekki þýtt neitt að nota þau. Bankahrunið sá fyrir því.

Arnar:

Vinnan er afleiða fjármagns. Hagvöxtur er afleiða fjármagns. Engir peningar => engar fjárfestingar => engin vinna. Ef það er hægt að græða á hlutunum þá fá menn vinnu. Ef það er ekki hægt að græða á hlutunum þá fara peningarnir eitthvað annað. Það besta við bankahrunið er það að bankarnir eru gjaldþrota núna og því hægt að hreinsa út. Það hefði verið verra ef þeir hefðu verði eins og steinn um hálsinn á Íslendingum næstu 40 árin undir ríkisábyrgð skattgreiðenda (ég er ekki að tala um tryggingu innistæða sparifjáreigenda sem var minnsti hlutinn af skuldbindingum bankanna)

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2009 kl. 19:05

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hægt að bæta við hér að kjarnaverðbólga er neikvæð í BNA núna: -0,3%

Sumir eru fanir að hafa áhyggjur af því að stærri lönd þurfi að koma sér upp verðbólgumarkmiði þ.e, markmiði um að halda verðbólgunni uppi.

Þetta er víst ekki vandamál Íslands í dag. En í slæmu verðhjöðnunarástandi er hætta á að fjárfestingar stöðvist því þær eiga á hættu að verða að engu og fjárfestar flýja svona ástand og almenningur þarf að fara að borga bankanum peninga fyrir geyma peningana sína. Þá er eins gott að grafa þá niður úti í garði.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2009 kl. 19:41

18 identicon

En miðað við neysluvísitölu þá eru vextir neikvæðir.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:39

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei. CPI í jan var -0,7% og er fallandi. Core CPI var 0,0%. Allir verðbólguhagvísar í BNA eru fallandi og eru búnir að vera það í marga mánuði og flestir komin í mínus = verðhjöðnun. En 12 mánaðatölur eru sennilega ennþá í plús eða rétt svo.

.

Eitt af aðal áhugamálum og krónísku áhyggjuefnum Ben Bernanke er einmitt verðhjöðnun og baráttan við hana. Ég gæti trúað að það sé farið að fara um hann einmitt núna eftir að bankakerfið er komið á kné.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2009 kl. 21:37

20 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eins og hér hefur komið fram þá er verðhjöðnun ekki beinlínis vandamál hér, en hins vegar er verðbólgan að lækka. Las einhver staðar að hún væri núna, miðað við tölur Hagstofunnar des-jan, liðlega 7%.

Einhver er að gera eitthvað rétt og það er örugglega ekki "ríkisstjórnin" sem er í burðarliðnum.

Þetta er kannski ástæðan fyrir því að Samfylkingin þurfti að rjúfa stjórnarsamstarfið í skyndi. Hún hefur kannski viljað eigna sér árangurinn.

Ragnhildur Kolka, 28.1.2009 kl. 21:49

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ragnhildur. Alltaf þegar verðbólga fer upp þá er það Seðlabankanum að kenna og þegar hún fer niður er það ríkisstjórninni að þakka.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2009 kl. 22:12

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sækir kálfurinn þangað sem er kvaldastur. Nýjasti fundastjóri [Forsætisráðherra samkvæmt stjórnarskrá 1947] Hr. Ólafs, hún segir lagasmiði VG mikið betri samstarfsmenn í átt til formlegar innlimunar ESB, en Sjálfstæðisflokkinn. Segir það ekki allt sem segja þarf um framtíðina.

Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 23:30

24 identicon

Er ekki líklegt að "core inflation" á Íslandi (þ.e. verðbólga án matar og bensíns) sé mun lægra heldur en neysluvísitölu verðbólga?

Sá punktur sem ég er að reyna koma að, er að mér finnst við hljóta að skoða hvort við eigum ekki að bregðast eins við og Bandaríkjamenn í vaxtamálum.

Ef "core inflation" hjá okkur er 10% en neysluverðbólga  18% þá myndi Kaninn lækka vexti niður í 11% (einsog reyndar Davíð og co. reyndi að gera en IMF sló á puttana).

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 01:03

25 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jú Björn, stýrivextir verða alveg örugglega lækkaðir þegar verðbólgan lækkar eða þegar það er örugglega farið að draga úr verðbólguhraðanum. Breyting á milli mánaðanna des08-jan09 var sú minnsta síðan jan08, svo það bendir til að það sé farið að hægja á hraðanum. Sönnunin fæst vonandi við næstu mælingu.

Kjarnaverðbólga 1 (VNV án búvöru, grænm.,

ávaxta og bensíns) síðstu 12 mánuði er: 18,2% á Íslandi. Des jan breyting er +0,7% (eða 8,4% á ári ef trendinn heldur)

En Ísland er ekki Bandaríkin svo það er varla hægt að nota samlíkinguna nema til gamans. 

Hérna er mynd af verðbólgunni. Það blasir við að mjög harðrar og óvinsælar aðgerðir voru bráðnauðsynlegar og er ennþá þörf. Verðbólgubarátta er ömurleg en óðaverðbólga 100 sinnum verri.

verdlagstrhoun1208

Gunnar Rögnvaldsson, 29.1.2009 kl. 01:55

26 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Myndin er frá Seðlabanka Íslands

Gunnar Rögnvaldsson, 29.1.2009 kl. 02:05

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sem gerist er þegar kaupmáttur minnkar almennt þá minnkar eftirspurn [betri nýting og skynsamari neysluvörukaup]. Söluaðilar sem eiga mikið eigið fé geta gengið á það ef minnkun er skammvin. Núna eru væntingar aðrar almennt tel ég. Fyrirtæki mjög skuldsett: miða við að halda uppi sömu nettó fjarmagnstekjum til að greiða niður skuldir, þá er helst til ráðs að lækka rekstrarkostnað: starfsmannalaun, og hækka verð útseldrar þjónustu og vöru.

70% fyrirtækja eru talin sterk. 30% hluti þeirra getur endurfjármagnað sig vonandi ef rekstur í venjulegu árferði stendur undir væntingum, hinsvegar tryggja háir stýrivextir að lánastofnanir endast betur og ríkissjóður tapar ekki á ofurgóðvild lánastofnanna.

Íslenska vandamálið er sérstakt hrun ofurstórs fjármálageira sem stendur að mestu leyti en hvað varðar kostnað þjóðarbúsins.

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 16:11

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].

Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.

Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.

Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.

Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.

Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni

Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni að flestu leyti síðan 1947

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband