Leita í fréttum mbl.is

Auður er ekki sjálfgefinn þó myntin stækki

Dansk valutakurspolitik i et EU-økonomisk perspektiv

Danska hugveitan Ny Agenda, sem hefur sem markmið að skoða stöðu Danmerkur innan Evrópusambandsins og í hinu alþjóðlega samfélagi og að stuðla að auknu lýðræði í Danmörku, hefur nú birt nýja skýrslu eftir prófessor Jesper Jespersen við háskólamiðstöðina í Hróarskeldu. Titill skýrslunnar er

"Dönsk peningastefna í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins"

Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku. Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins.

Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum.

Tegundir peningamálastefnu

Höfundurinn kemur inná ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að frjálst fljótandi myntir geti stundum verið gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það séu færslur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi sem séu ráðandi á markaði myntarinnar. En höfundir nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu. Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema að alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi eins til dæmis við þær aðstæður sem sáust á Íslandi haustið 2008.

Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni hér:

Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU 

 

Um höfund skýrslunnar

Cand. Polit. Jesper Jespersen, f. 1948 Ph.D. & dr. scient. adm.

 

  • Fuldmægtig í Det økonomiske Råds sekretariat, 1995/76 og 1980/84
  • Ph.d. i international økonomi fra Det europæiske Universitet, Firenze, 1979
  • Lektor i international finansiering, Copenhagen Business School, 1986
  • Professor i samfundsøkonomi på Roskilde Universitetscenter, 1996
  • Medlem af ØMU-udvalget nedsat af Rådet for Europæisk Politik, 2000
  • Carlsberg fellow, Churchill College, Cambridge University, 2001/02 og 2004/05
 
Tengt efni: 

 


mbl.is Þarf stöðugri gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tillaga til úrbóta

Mín tillaga til úrbóta væri sú að Ísland þyrfti á stöðugri og heilbrigðari atvinnusköpun að halda heldur en útrásar fjármálastarfsemi eins og hún hefur verið stunduð undanfarin ár á Íslandi. Það er þessi starfsemi sem hefur leitt lýðveldið Ísland út í þær ógöngur sem það er í núna því starfsemin var tunduð af óheilbrigði. Engin mynt getur bjargað þeim vonlausu, sama hvað hún heitir. Ísland er því núna að hengja bakara fyrir smið. Þið hefðuð átt að hlusta á aðvaranir Seðlabanka Íslands.

Ef íslendingar hafa í hyggju að byggja fleiri stóra banka og fjármálafyrirtæki útrásar og sem taka inn ólöglega vaxtarhórmóna að staðaldri, þá ættu þeir að gera það í viðeigandi umhverfi, - á stærra sjúkrahúsi.

En núna eru engar líkur á að alþjóðleg fjármálastarfesmi verði annað en hola ofaní jörðina á næstu áratugum því fjármálageiri heimsins mun ekki ná sér næstu 40 árin og millibankamarkaður eins og við þekktum hann mun aldrei verða samur aftur. Það er meðal annars þessvegna sem það er búið að loka á peningaheildsölu til alls Spænksa bankakerfisins inni í miðju evrusvæði. Tveir plús tveir eru ennþá fjórir, sama hvað myntin heitir.

Það rökrétta gerðist einnig í Danmörku hinn 1. desember 2004 þegar Bodil Nyboe Andersen, seðlabankastjóri Danmerkur, gagnrýndi viðskiptabankana í Danmörku fyrir að blanda saman sölustarfsemi og ráðgjöf. Slík blanda af sölu og ráðgjöf væri ekki í þágu viðskiptavina bankanna. „Það er ekki endilega mín skoðun að fjármálageirinn eigi við vandamál að glíma hér og nú, en það er ekki hægt að skapa vöxt í atvinnugreininni til lengri tíma ef maður hagar sér ekki vel og sýnir ábyrgð,“ sagði hún í ræðu á ársfundi samtaka fjármálastofnana í Danmörku.

Meira hér: Seðlabankinn og þjóðfélagið

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2009 kl. 20:44

2 identicon

Verðmæti verða einungis til, sem afrakstur vinnu oft í samspili við

fjármagn og auðlindir.

 

Vinnan er frumuppspretta auðsins, öfugt við það sem sumir halda að það

sé fjármagnið sem skapi verðmætin eða einhver mynt.

 

Þetta er hægt að sanna á eftir farandi hátt: Það á að byggja varnargarð.

Það kemur vörubíll fulllestaður af peningum og sturtar þeim á staðinn.

Það gerist ekkert, enginn garður verður til.

 

Þá kemur rúta með verkamönnum og þeir hefjast strax handa við garðhleðsluna.

Brátt rís heljar mikill varnargarður.

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

ESB étur það sem úti frýs núna, talandi um stöðugleika.

Almennir Írar átu kartöflur þegar Íslendingar átu Fisk og Kjöt.

Dönsku frændur mínir átu súr epli og rúgmjöl; þegar þeir Íslensku ætluð að verða vitlausir yfir því að skemmd komst í eina sendingu af hveiti. Almenningur á Íslandi átti Spariföt þegar allmeninngur í Evrópu gekk í lörfum. Það er hefð fyrir stöðuleika í forræðishyggju og skrifræði í ESB og aumingja hjálp. ESS lífsreynsla síðust 20 ára er ESB regluverkið þegar best gekk í ESB.  Það voru aldrei stöðug eymd hér í íslandsögunni  og oftast minnst þegar áhrif erlendra efnhagsríka voru í lágmarki. 

Þakka þér fyrir þitt Gunnar. Ég mundi alvega treysta mér að nota Dollar sem viðmiðum.  

En veist þú nokkuð hver heildar  nettó ESBlandsframleiðla er á einstakling innan ESB?

Júlíus Björnsson, 8.1.2009 kl. 04:57

4 identicon

Jón Frímann, þessi stöðugleiki þinn er aðeins huglægur.

Þótt við tökum upp mílu í stað kílómetra og förum að aka á vinstri akgrein þá er ennþá sama vegalengd milli reykjavíkur og Akureyrar þótt talan sé önnur í mílum.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eiga að sjálfsögðu önnur lögmál við gjaldeyrinn en staðreyndin er einfaldlega sú að síðustu 10-15 ár höfum við ekki uppfyllt þau skilyrði að fá að taka upp evru og næstu 5 árin eigum við heldur ekki eftir að uppfylla þau.

Við værum í nánast sömu stöðu í dag og þótt við værum innan ESB, þar sem við hefðum ekki fengið evruna hvort sem er.  Ef við hefðum evru eða hefðum getað fest gengi okkar væri ástandið ekki ósvipað.  Fyrirtækin færu á hausinn og fólk væri að missa vinnuna líka.  Það eina sem væri öðruvísi væri að gengið væri ekki að leika okkur svona grátt.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:11

5 identicon

Arnar: Gengið að leika  okkur svo grátt?

Ef gengið hefði ekki látið undan þá hefði eitthvað annað þurft að gera það í staðin. Atvinnuleysi væri mun meira.

Eins nytum við ekki bætrar samkeppnisstöðu í kjölfar niðursveiflu. Ég bendi á að ferðamönnum er að fjölga hérna þrátt fyrir heimskreppu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:06

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Opinberir starfsmenn í Letlandi hafa samþykkt 25% launalækkun síðan í nóvember. Þetta varð að gera vegna þess að gengi Lettlands er frosið fast við evru. En evra er mynt sem hefur hækkað um 100% gagnvart dollar síðan 2003. En ef einhver veit þetta ekki þá er USA stærsti markaður heimsins og virkar alltaf sem neytandi alls heimsins til þrautvarna => world's first consumer of last resort.

Núna bíða Þjóðverjar eftir að geta selt honum Obama jarðýtur, vélar og áhöld til að byggja þær brýr og vegi sam hann ætlar að byggja. Þeir bíða og bíða, visna og visna, vona og vona.

Síðan hvernær ætla Íslendingar að reka heilt þjóðfélag með einni gengisskráningu. Á að vera ein löpp undir samfélaginu?

Hvaða stöðugleika eru menn að ímynda sér að fáist? Á að einangra ESB efnahagssvæðið frá umheiminum? Ef svarið er já þá mun það leiða samfélag þitt í glötun því það verður aldrei neinn hagvöxtur á evrusvæði það sem eftir er. Þetta er deyjandi efnahagssvæði sem dó á altari stöðnunar, og hefir verið að deyja all lengi. Stöðug afturför og stöðnun.

ALLIR sem hafa eitthvað vit á hagfræðilegum málun vita að gengi stærstu gjaldmiðla geimsins sveiflast einna mest. Þeir sem þekkja ekki flökt (volatility) íslensku krónunnar ættu ekki að fjalla um þetta mál. En flökt krónunnar er næstum það sama og evru.

HÆTTIÐ AÐ HORFA Á GENGIÐ EINS OG HJARTALÍNUTRIT og gerum eitthvað annað en að henda pappírum á milli eignarhaldsfélaga, sem virðist vera orðið sérsvið hinna talandi stétta á Íslandi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2009 kl. 16:59

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Mín tillaga til úrbóta væri sú að Ísland þyrfti á stöðugri og heilbrigðari atvinnusköpun að halda heldur en útrásar fjármálastarfsemi eins og hún hefur verið stunduð undanfarin ár á Íslandi." þetta er alveg hárrétt hjá þér en þú hefðir getað sleppt því sem á eftir kom. fleiri orð eru ekkert betri en fá og velvalin.

Þú ert nú með ESB á heilanum svolítið neikvætt.... bara einsog öll heimsins vandamál séu framleidd þar. Þar eru vandamálin líka og það mun aldrei breytast að evrópa verði laus við krefjandi vandamál þetta er allt svo samþætt hvort eð er og fullmikið gert úr einangrun ESB. Eiginlega er hún full máttlaus ef hún er þá nokkur að viti. Mest þessir sömu landbúnaðarverndartollar sem allar þjóðir virðast vilja halda í sama hvað.

Eflaust er margt að í þeim hluta heimsins en einsog finni nokkur sagði í viðtali við moggan í dag. Ef ESB væri ekki til yrði að finna það upp ekki seinna en í gær!!! (tilvitnunin er ekki orðrétt)

En þú og Júlíus hljómið svolítðið einsog bændur 1905 sem riðu suður á alþingi að mótmæla Landssímanum. ESB er meira samskiptatækni en nokkuð annað. Alls ekki sú besta og má endalaust bæta en tíminn er kominn til að við höfum þessa tækni "á valdi okkar".

(ég er ánægður með þessa síðustu klausu minni og krefst einkaeignar á henni hér með)

Gísli Ingvarsson, 8.1.2009 kl. 17:51

8 identicon

Það er bágborin sögufölsun að nota það í málefnaumræðu að bændur hafi verið á móti símanum. Þetta virðist vera ótrúlegalífseigt mál til að njóða í bændastéttina sem tákn um eitthvað gamaldags og lélegt.

Staðreynd málsins er sú að deilan stóð um hvort ætti að koma ritsími eða loftskeytasamband. Bændur vildu loftskeytasamband.

 

Um þetta er hægt að lesa í Öldin okkar 1901-1930 fyrir þá,sem vilja hafa það sem rétt er.

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:39

9 identicon

Leiðrétting: Á að vera  „ hnjóða “ = hallmæla, álasa.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:11

10 identicon

Gísli, og nákvæmlega hvernig ætlar þú að koma því í framkvæmd að hafa þetta "samskiptatæki" (ESB) á okkar valdi ?  Við höfum innan við 1% atkvæðisrétt á móti öllu evrópusvæðinu.

Það þekkist líka innan ESB að stóru ríkin fundi sín á milli og ákveði hluti áður en þeir samþykkja þá svo saman í mátti stærðar sinnar. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:20

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gísli Ingvarsson, skrifar: 

"Þú ert nú með ESB á heilanum svolítið neikvætt..."

Þessi bloggsíða er um ESB Gísli. Hún heitir "Tilveran i Evrópusambandinu". Hún er um málefni ESB og Íslands. 

Ef Samfylkingin væri ekki með ESB á heilanum, og væri ekki búin að halda því fram frá upphafi að ESB sé eina lausnin á hverskonar vandamálum allra manna á Íslandi frá upphafi byggðar á Íslandi, þá væri þessi bloggsíða ekki til, því þá hefði enginn Íslendingur áhuga á ESB, því ALLT gengur miklu verr í ESB en á Íslandi að staðaldri og hefur gert það síðan ESB var stofnað.

Samfylkingin selur ESB eins og volga sleikipinna til saklausra Íslendinga enda hefur henni aldrei dottið í hug að virkja eina heilafrumu í visnum líkama Samfylkingarinnar til eins né neins nema til þessa að leggja niður Ísland.

Slagorð Samfylkingarinnar er: NIÐUR MEÐ ÍSLAND.

Það þarf enginn að vera neikvætt innstilltur til að sjá að Evrópusambandið er á leiðinni á hausinn því þannig endar allur áætlunarbúskapur sem er gefifrjóvgaður. Það eina sem Ísland myndi hafa uppúr því að ganga í ESB væri fátækt, aumingjaskapur, stöðnun og framsal fullveldis og sjálfsbjargar til gæfu og gjörvuleika Íslands sem sjálfstætt og fullvalda fyrirmynda ríki í samfélagi þjóðanna. 

Frelsið svínvirkar og þolir ekki að það sé sett í spennitreyju ESB. Það er dýrmætasta auðlind Íslands. Hin sívirka auðlind.  

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2009 kl. 22:42

12 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þorsteinn: þetta er einsog að kirkjan hafi verið á móti framförum af því að Galileo fékkst dæmdur. Maður notar klisjur því miður of mikið. Ekkert illt vil ég herma uppá bændur.

Samskiftatækni myndi ég frekar kalla tilraun einsog ESB.

og Gunnar. Þú heur semsagt tekið álíka aftöðu gegn ESB einsog ég myndi taka á móti inngöngu í NAFTA og þar með USA svo ég skal virða það.

Gísli Ingvarsson, 9.1.2009 kl. 11:19

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

NAFTA er arðbærara einokunarbandalag til langframa fyrir Ísland þar sem sá meðfylgjandi Neytenda Markaður er almennt sá tekjuhæsti.

Hinsvegar á Ísland að standa utan Innlimunar og halda góðum samskiptum [viðskipalegs eðlis líka] við allar þjóðir heims.

Sérstaða Íslands liggur í gífurlegum auðlindum og hæstu vergu tekjum af Landframleiðslu [svört vinna og einkavinna meðtalin]  á einstakling í Heimi.  Sá sem hefur nóg að selja af hágæðavöru og frjálsan að gang að góðum samskiptum við alla markaði hefur mesta valið og minnstu áhættuna. Styrkur okkar felst í smæðinni við getum sérhæft okkur og í litlum hátekjumörkum innan allra markaða og lært að hámarka gróðann. Við þurfum ekki að selja hverjum sem er og getum valið sjálfir þá kaupendur sem borga best. Samanber net- tækni, viðskiptamenntaða og enskutalandi Íslendinga.

ESB er forneskja forréttindastéttar BeauroK-rata og ESB auðhringum með sínum almenning sem þarf að lifa við stöðuga forsjárhyggju og skrifræði: maður gæti sagt ráðstjórn.   Tækifæri til almennt hærri lífskjara felst í því að halda fullum eignarrétti á auðlindunum og fullum rétti á því að skila þeim í hágæðavöru sem allir ríkustu einstaklingar heimsins berjast í að kaupa. Smæðin gerir okkur kleyft að takmarka framboð til að halda uppi veriði, frelsi gerir okkur kleyft að skipta hratt um kaupendur.  Sníða sér stakk eftir vexti. Við þurfum ekkert að greiða niður Landbúnað. Við þurfum að hækka lægstu laun [auka almennan kaupmátt] og gera auknar kröfur um betri menntun og styttri námstíma og auknar kröfur um meiri afköst miðaða við styttri vinnutíma samfara því að halda fólksfjölgun í Lámarki. Hámarka gróða allra.

Júlíus Björnsson, 9.1.2009 kl. 12:17

14 identicon

Villtustu draumar bændastéttarinnar í loftskeytamálinu hafa ræst.

Allur almenningur víðsvegar í heiminum notar farsíma.

 

Bændur eru farnir að selja afurðir sínar í gegn um netsamband beint frá búi.

Íslenskir bændur hafa verið nýjungagjarnir varðandi tækninotkun

og ekki hægt að segja að þeir séu gamaldags.

 

 

Það er kvíði í bændum varðandi inngöngu í ESB. Þó má greina sóknarfæri fyrir þá.

Gnægð ræktarlands er fyrir hendi ólíkt því sem er í Evrópu þar sem í þéttbýlli svæðum

er farið að þrengjast um ræktarland og það svo að bændur eru í vandræðum að koma frá sér húsdýraáburði vegna landþrengsla.

 

Rúllubagga tæknin hefur fært íslenskan landbúnað á 58 breiddargráðu í meðalárferði

þar sem þeir geta hirt 2-3 uppskerur af heyfeng og fengið gríðarlega gott fóður auk þess sem kornrækt hefur aukist þó hún sé ótrygg.

 

Íslenskir bændur glíma nú við miklar skuldir vegna kvótakaupa og nýfjárfestinga í tæknibúnaði og fjósbyggingum. Markaður og verðmyndum á landbúnaðarvörum

er óbilgjarn og flestir telja það sjálfsagðan hlut að fá ódýrar landbúnaðarvörur, sem er ekki

sjálfgefið í síbreytilegum heimi.

 

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:33

15 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gunnar: þú hefur hæfileika til að kveikja á ótrúlega skemmtilegum umræðum, en ég verð að gera athugasemd við fyrstu færslu Þorsteins H. Ég er ekki sammála Þorsteini um að vinnan ein og sér skapi verðmæti. Nú vil ég ekki gera lítið úr verkamönnum, en skilningur þeirra á hagfræði nær varla mikið lengra en til skiptigildis peninganna.

Vinnan er grunnur sem krefst gulrótar. Markmiðið þarf að innihalda ávinning. Liggi ávinningurinn fyrir fótum þér er tómt mál að tala um að menn vindi sér í að hlaða garða.

Fjármagnsbólan varð einmitt til vegna þess að peningar lágu á lausu og allir héldu að  það, eitt og sér, dyggði sem verðmæti.

Ragnhildur Kolka, 9.1.2009 kl. 22:26

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vinnan er grunnur sem krefst gulrótar. 

Þetta var almenn staðreynd hér áður fyrr segjum 40 árum. Og gulrótin bragðist hreint ekki illa.

Almenningur í flestum þjóðum  ESB hefur því miður svo kynslóðum skiptir aldrei kynnst þessu nema eins og kosningaloforðum.

Það er engin furða að Íslendingar voru hér áður fyrr langafkasta mesta samfélag heimsins.

Júlíus Björnsson, 9.1.2009 kl. 22:44

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega

Já vinnan fer mikið fram í útlimum líkama hagkerfisins og hvati hennar er hinn persónulegi ávinningur síns & sinna. Vinnan er eitt það mikilvægasta. Svo sannarlega. En til þess að hún geti orðið til og búið til verðmæti þá er það nú svo að taugakerfi líkama hagkerfisins okkar (þ.e. kapítalismans) er sjálfur fjármálaþátturinn.  

Ef þessi þáttur - þ.e. fjármálaþátturinn og peningaþátturinn - virkar ekki vel, þ.e.a.s. ef þetta taugakerfi kapítalismans virkar ekki sem skyldi, þá fer hagkerfis-líkaminn að sprikla í ýmiskonar undarlegum, annarlegum og krampakenndum (loft) köstum sem geta leitt okkur inn í undirheima hinnar mannlegu tilveru, - eins og t.d. inn í kommúnisma, harðan sósíalisma og þesskonar afbrigði af mannlegum ömurleika. Eða jafnvel yfir í samfélög þeirra sem hafa og þeirra sem hafa ekki neitt, sem er bani almannaheillar okkar.

Fullt frelsi, fullur eignaréttur og virk ábyrgð er besta vörnin gegn því að þetta geti gerst. Taugakerfið verður að virka. Peninga- og fjármálamarkaðirnir verða að virka og það má ekki drepa hvatninguna og gróðavonina því þessi hjónakorn okkar búa til atvinnuna í sameiningu fyrir okkur öll.

Frelsið virkar. En það þarf að gæta þess vel.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.1.2009 kl. 23:25

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Mikið er ég sammála Ragnhildi um skemmtileg heit þinnar síðu.  Heppinn að Björn Bjarna er ESB andstæðingur, annars yrði þú settur inn þegar þú kæmir heim eins og blaðamaðurinn í Lettlandi (eða var það Eistlandi?).  

Græðgi er mjög óvinsælt orð hér á Íslandi í dag og víðar því hún virðist vera eins og svarthol ef ekki er hún taminn og haminn í upphafi.  Þess vegna tala menn um ávinning einstaklina og fyrirtækja en ekki gróða því menn vilja ekki fá á sig stimpilinn að aðhyllast sjálftöku á kostnað heildarinnar.  

En það sem mig langar til að spyrja þig að og hef reyndar reynt áður, er  hvar kemur samfélagsleg ábyrgð og félagsleg gildi inní það sem þú sagðir hér síðast.  Græðgin þarf bönd og samfélagið þarf lím svo fólk sé ekki alltaf að sprengja hvort annað eða gera endalausar byltingar eða kasta eggjum eða eitthvað annað sem truflar friðsama heimilisfeður frá Enska boltanum á laugardögum.  Ég hef tekið eftir því að þér er bæði illa við kratana og saklausa framsóknarmenn en bæði jafnaðarmennskan og samvinnuhugsjónin voru andsvar við ákveðna þörf um lím og stöðugleika.  Allir sjá hvernig fór fyrir frjálshyggjunni og hún er langt komin með að taka kapítalismann með sér í fallinu.  Sem væri auðvitað hin mesta ógæfa eins og þú segir hér skýrt og skorinort hér að framan.  

"Frelsið virkar en það þarf að gæta þess vel" segir þú og mikið til í því en Hvernig sérð þú fyrir þér þá aðgát?  Ef svar ykkar "markaðssinna" er ekki trúverðugt þá fáum við og flestar þjóðir Evrópu yfir okkur hið sænska regluverk sem þú hefur ranglega kennt við kratisma.  Staðreyndin er sú að Gustav Vasa þróaði það á 17. öld þegar hann vildi gera örríkið Svíþjóð að stórveldi.  Svíarnir hafa ekki ennþá losnað við þær krumlur og antimarkaðssinnar á Íslandi og víðar telja þessa stjórnsemi Sænskra aðalsmanna og embættismanna vera sitt draumahlutskipti, en mig langar t.d ekki að vakna upp við þá martröð.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 10.1.2009 kl. 02:09

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir


Ómar: um leið og þú ætlar að útrýma öllu illu þá muntu einnig útrýma öllu góðu. Kreppa er lækning. Það er svona sem markaðurinn leiðréttir sig og ef mönnum líkar það illa þá ættu þeir að prófa Kúbu, N-Kóreu eða slíkt. Já, þetta er sárt á meðan á því stendur en menn verða einnig að muna að grunnurinn að ríkidæmi flestra er alltaf lagður í kreppum.

Ef þú dettur af hestbaki þá er bara að stíga á bak aftur þar til þetta lærist. Reyndu aftur söng Mannakorn.

Það er alveg ástæðulaust að hætta við hestinn og leistann því heimurinn verður aldrei fullkominn, þó svo að sumir Svíar, Sósíal-demó-kratar, kommar og slíkt haldi það þegar illa viðrar - en sem samt eru svo manna ánægðastir með merkjavörunærbuxurnar sínar í merkjavörusófanum með merkjavörubjórvömb framan á maga sínum á meðan sólin skín.

Það er ekki gott að gera þegnana að velferðarfíklum, því þá hætta þeir að geta notað það sem Guð gaf þeim: heilann. En það er heilinn sem er vöðvabúnt velmegunar okkar og sem gengur fyrir eldsneyti ber nafnið FRELSI 100 oktan.

Svoleiðis, því miður, eru flest lönd Evrópusambandsins að verða. Samfélög velferðarfíkla þar sem ekkert getur átt sér stað nema að það fari fyrst í gengum heilabörk opinberra starfsmanna ríkisins og fái hinn almáttuga bláa stimpil þeirra fyrst.

"The best way to do a business is to stay in business".

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2009 kl. 21:26

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Sjálfu sér mikið sammála þér en hvert er límið sem á að halda samfélaginu saman.  Bismarck lagði grunn af nútíma velferðarkerfi Þýskalands.  Ég held að hann hafi gert það því hann var kristilegur íhaldsmaður en rætnar tungur sögðu að hann hafi gert sér grein fyrir því að svangir verkamenn nýtast illa í stríði. 

Hvort sem við nálgumst markaðinn frá vinstri eða hægri þá vill fólk sannfærandi rök fyrir því að næsta markaðsvæðing leiði ekki til blóðugrar borgarastyrjaldar.   Einhvern tímann þegar ég las um Churchill gamla þá las ég rök bresks íhaldsmanns sem sagði að það væri ekki sósíalismi að hækka skatta til að borga verkafólki atvinnuleysisbætur og byggja handa því mannsæmandi húsnæði.  Hann sagði eitthvað í þá veru að stærstu mistökin væru að vanmeta kostnaðinn við félagslegt óréttlæti, örlög Rússneskra aðalsins ætti að vera fólki stöðug áminning um það.

Frelsi til athafna er lítils virði ef það fer allt í skatthít en það er líka lítils virði ef allur ávinningur þess fer í eilífa varnarbaráttu við þá sem vilja vega gegn því. 

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 11.1.2009 kl. 00:37

21 identicon

Ómar, það getur vel verið að Bismarck hafi talið sig vera að hafa Kristin gildi í hágvegum.  En staðreyndin er sú að vinnan göfgar manninn.  Það segir biblían og það er staðreyndin.

Gott orðatiltæki er gefðu manni fisk og hann verður saddur einn dag, kenndu honum að veiða og hann bjargar sér það sem eftir er.

Eftir því sem þú ferð að gefa fólki meira í velferðarkerfi þeim mun ósjálfbjarga verður fólkið.

Það eru ekki kristinn gildi að vinna fyrir þeim sem að nenna ekki að vinna sjálfir.  Það að verða háður velferðarkerfi án þess að þurfa þess gerir engum manni gott.

Þú hefðir örugglega gaman af að lesa "Sjáumst á toppnum" Eftir Zig Ziglar en það er bók sem að gjörsamlega breytti hugarfari mínu og það sem að hún kennir er fyrst og fremst.
Þú getur fengið allt sem þú villt ef þú hjálpar öðrum að fá það sem þeir vilja!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 13:55

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arnar.

Takk fyrir kommentið.  Ég fór inná heimasíðuna þína til að fræðast og hafði gamann af.  Mér fannst pistillinn þinn góður um "að breyta búri í betrun".  Gott innlegg hjá þér um refsimál og mætti fleira ungt fólk mætti velta svona málum fyrir sér.

Ég veit ekki hvað þú hefur lesið mörg innslög eftir mig hérna hjá honum Gunnari en ef þú hefur fylgst með þá reikna ég að þú vitir að ég nálgast markaðinn einhverstaðar vinstra megin frá miðju.  Ég rakst á þess síða í Icesave örvæntingu minni og síðan hef ég verið fastagestur og skemmt mér hið besta.  Beittarri penna gegn ESB en Gunnar  finnur þú ekki á netinu í dag.  En ég hef stolist í heilabúið á Gunnari til að fá hans viðhorf um mál sem ég hef verið að velta fyrir mér.  Ég er ekki haldinn þeirri meinloku að fók þurfi að vera sammála í einu og öllu þegar það ræðir hlutina og öllum er hollt að kynna sér skarpann málflutning og skýrar greiningar þeirra sem skoðanir hafa áður en það sjált tekur afstöðu.  Með öðrum orðum þá er það rökstuðningurinn sem fræðir mig en mín niðurstaða getur verið allt önnur því fólk tekur afstöðu útfrá sínum grunnlífsgildum og persónuleika.  Svo má ekki gleyma framsóknargeninu sem enginn ræður hvort hann hefur.

Ástæða þess Arnar að ég er með svona langt mál um forsögu þess sem ég er að ræða við Gunnar um, er sú að aldrei þessu vant þá er ég að fræðast en ekki að taka slaginn við þá sem vilja að slást.  En mig langar að segja þér að þú miskilur hugsun velferðarkerfisins algjörlega þegar þú slærð því fram að það snúist um að einhverjir vinni fyrir aðra.  Þar sem þú ert kristinn á skalt þú kynna þér vel skoðanir kristilegra íhaldsmanna eins og Churchil, Adenauers og Geirs Hallgrímssonar, svo fáeinir séu nefndir. 

En ég var að velta fyrir mér kostnaðinn við frjálsan markað ef hann gætti ekki að samhljómunar við félagsleg gildi.  Til að einfalda málflutning minn þá skal ég fókusa vandann á einfaldann hátt. 

Ég er af fátækum kominn.  Foreldrar mínir höfðu getu til að menntast en gerðu ekki sökum fátæktar eins og algengast var með þeirra kynslóð.  Þegar ég kemst á menntaaldur þá var háskólinn ókeypis og LÍN veitti námslán sem duga til framfærslu.  Ef það hefði ekki verið og eins og mitt innræti er, þá hefði mér alveg getað dottið það í hug að gerast borgarskæruliði og tekið þátt í því að æsa til óeirða og jafnvel sprengja mann og annann, saklaust fólk sem þess eini glæpur væri að vera velmegandi (minnir að Bader hópurinn í Þýskalandi hafi verið mjög hrifinn af því).  Þú, á hátindi viðskipta þinna hefðir getað verið fórnarlamb slíkra óhæfuverka.  Þess vegna áttu í upphafi endinn skoða.  Það er of seint þegar byltingin er hafinn og þess vegna voru breskir íhaldsmenn mjög hugsi yfir örlögum Romanov ættarinnar.

Spáðu í þetta.  En ég las Sjálfstætt fólk, Vesalingana og Ég kaus frelsið þegar mínar grunnskoðanir mótuðust.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 12.1.2009 kl. 01:36

23 identicon

Sæll Ómar, takk fyrir innlitið á síðuna hjá mér.   Ég las það einhvernveginn útúr færsluni þinni að þú vildir auka umsvifin í velferðarkerfinu.

Ég er á þeirri skoðunn að það væri ekki nema til að auka kostnaðinn fyrir okkur hin og væri ekki lausn.  Mér þykir ríkisstjórnin líka beina athygli of mikið af því að bjarga einhverju fjármálakerfi sem verður ekki bjargað og þykir mér miður að málefni sem að mínu mati ættu að vera alger forgangsatriði fái að sitja á hakanum fyrir eitthvað sem er ekki í þágu nema brota brots af þjóðinni.
Ég myndi vilja sjá mikla atvinnusköpun og stuðning við atvinnulífið frekar en að setja fólk á atvinnuleysisbætur eins lengi og mögulegt er.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:28

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arnar.

Mikið sammála þér og hafðu það gott í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband