Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Þjóðmál útkomið. Seðlabankinn og þjóðfélagið

Sælir kæru lesendur

Ég leyfi mér að vekja athygli á nýútkominni vetrarútgáfu Þjóðmála, sem er útgáfa númer 4 árið 2008. Þar skrifa ég 10 blaðsíðna grein sem ber heitið:

Seðlabankinn og þjóðfélagið

Hugleiðingar í tilefni af linnulausum árásum á Seðlabanka Íslands og íslensku krónuna

 Efnisyfirlit greinarinnar

  • Bókavinur minn André Kostolany
  • Seðlabankinn og gjaldþrot ríkja
  • Þegar seðlabankinn í Danmörku fór til Þýskalands
  • og Færeyjar einnig – nálægðin við samfélagið
  • Til varnar stefnu seðlabanka á opinberum vettvangi
  • Langhlaup en ekki spretthlaup
  • Eru seðlabankar mikilvægir?

Brot úr inngangi greinarinnar fer hér

Þjóðmál : Vetur 2008 Númer 4 2008

Þokan í Frankfurt er mér minnisstæð því þar fór grátt í grátt svo oft saman og hljóp síðan yfir í blýgrátt við enda dagsins. Ég er að tala um gráu þokuna og gráu steinsteypuna við innkeyrsluna í þýska seðlabankann, Deutsche Bundesbank. Gráar Mercedes Benz bifreiðar komu brunandi upp að varðskýlinu sem ennþá er þarna fyrir framan þennan gráa seðlabanka Þýskalands. Enginn vissi hvort nokkur væri inni í þessum gráu bifreiðum því rúðurnar voru svo dökkar. En stuttu seinna komu nokkrir gráir menn í gráum jakkafötum fram í sjónvarpinu og sögðu aftur nei. Þetta endurtók sig mörgum sinnum í nokkur ár. Nei, nei, engin stýrivaxtalækkun núna. Þetta var bankinn sem gárungarnir kölluðu Bunkers-bankann, með tilvísun í sprengjuheld þýsk steinsteypubyrgi úr fyrri styrjöldum sem hafa verið ekki svo fátíðar á þessum slóðum hin síðustu hundrað ár. Nei og aftur nei. Allir biðu í eftirvæntingu, en enginn vissi neitt eða gat gert neitt. Hvað munu þessir gráu menn í þýska seðlabankanum gera núna? Munu þeir lækka vextina?

Smellið á myndina til að skoða greinagott efnisyfirlit Þjóðmála, eða bara hér  ]

Ég hvet þá sem vilja landi og þjóð okkar vel að lesa þessa grein í Þjóðmálum, því þar er komið inn á hluti sem lítið hafa verið uppi í þeirri örþrifaumræðu sem ennþá geisar á Íslandi. Umræðan um grundvöllinn fyrir farsælli tilveru þjóðarinnar í sjálfstæðu Íslandi. Ekki er allt sem sýnist . . . 

En það er miklu meira en þetta í Þjóðmálum 

Það er magt fleira athyglisvert og fróðlegt í þessari fjórðu útgáfu Þjóðmála þetta árið - árið 2008 sem mörg okkar seinna munum minnast sem annus horribilis

  • Ragnar Önundarson skrifar um efnahagsmál og rifjar upp varnarorð sín um hvert stefndi í fjármálalífi þjóðarinnar og sundurgreinir ennfremur þann vanda sem við var að etja
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson dregur fram í dagsljósið nýjar upplýsingar um veru Íslendinga í byltingarskólum í Moskvu á fjórða áratug 20. aldar
  • Björn Bjarnason skrifar um þjóðrembu útrásarinnar
  • Davíð Þorkelsson fjallar um lagaumhverfi nýs bankakerfis
  • Geir Ágústsson heldur uppi varnarorðum fyrir kapítalismann
  • Margt fleira

[ Ritið Þjóðmál fæst í öllum bókabúðum Pennans og Eymundsson, bensínstöðvum Olís og nokkrum fleiri stöðum. Einnig er hægt að kaupa einstök hefti og gerast áskrifandi í Bóksölu Andríkis (Vef-Þjóðviljinn). Þá er hægt að gerast áskrifandi og kaupa einstök hefti í síma 698-9140. Þjómál kostar 1.300 krónur. Útgefandi Þjóðmála er Bókafélagið Ugla, Hraunteigi 7, 105 Reykjavík, sími 698-9140 ]

Forsíða þessa bloggs

fyrri færsla: Mesti fjöldi gjaldþrota í Danmörku. Íslenskir bankar aftur á hausinn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll kæri nafni,

Hér er góð grein um "monetary nationalism"

"The world needs to abandon unwanted currencies, replacing them with dollars, euros, and multinational currencies as yet unborn."

Ég skil ekki alveg afstöðu þína Gunnar varðandi upptöku nýs gjaldmiðils. Rökin hafa verið að við verðum að get fellt gengið, en hvenær hafa gengisfellingar virkað?

Þær eru alltaf framkvæmdar löngu eftir að gengið er fallið í raun og veru.

Nú, það er auðvelt að finnast Seðlabankinn fá á sig stanslausar árásir því þannig er það. Gengisóvissan er algjör og spekúlantar spila upp á hagnað af gengi krónunnar allan ársins hring, bæði innlendir og erlendir.

gjaldmiðill er ekki eitthvað sem segir til um hverrar þjóðar við erum og er bara alveg stórhættulegt að festast í því hugarfari.

Það eru alveg stórmistök að ganga ekki beinustu leið inn í sterkt myntsvæði. Allir græða, það eykur eftirspurn eftir gjaldmiðlinum sem styrkir hann. Öll viðskipti fara fram í sama gjaldmiðlinum og aðgangur að lánsfé er á góðum kjörum sökum þessa. 

Tékkaðu á Panama nafni, þar virkar þetta alveg eins og í lygasögu, nema það er ekki lygasaga, dæmið rokkar feitt. Enginn Seðlabanki þar.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 04:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Gunnar og takk fyrir


Ísland er ekki bananalýðveldi, a.m.k. ekki ennþá. En já, það er viss ástæða fyrir því að sum ríki halda áfram að vera bananalýðveldi og önnur ekki. Alþingi Íslendinga hefur starfað núna í 1078 ár og mun halda áfram að starfa og tryggja áframhaldandi lýðveldi og lýðræði byggt á stjórnarskrá Íslands, nema náttúrlega að þjóðin sé að breytast í vesalinga sökum ofdekurs undanfarinna fárra ára. En því trúi ég nú ekki.

Þetta stóra mál um gjaldmiðilinn er mun dýpra mál en hægt er að afgreiða á sama hátt og bankastarfssemi og útrásargandreið útvaldra Íslendinga undanfarinna ára var afgreidd frá bankabryggju. Þetta er málefni sem varðar sjálfsæði þjóðarinnar næstu 1000 árin. Svo allir menn á Íslandi ættu að hugsa sig vel og vandlega um í nokkur ár áður en þeir taka ákvörðun. Það er alls ekki hægt að byggja framtíð Íslands næstu 1000 árin á örþrifaaðgerðum í hræðslukasti.

En það er ekki af tilviljun einni að Ísland er núna þriðja eða fjórða ríksata land í Evrópu og það land sem Sameinuðu Þjóðirnar kusu sem besta landið að búa í árið 2007.

Upp með flaggið aftur!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.12.2008 kl. 19:43

3 identicon

Tja, sitt sýnist nú hverjum um bananalýðveldismál.

Ég fæ ekki betur séð en að bananalýðveldið Ísland eigi en eftir að finna lausn á sínum málum.

Kosturinn við Ekvador er þó að þar vaxa þó allavega bananar og sveltur því enginn í hel.

Ég veit ekki almennilega hvað gerir Íslendinga fría undan bananalýðveldisskilgreiningunni. Kannski höldum við en að við séum öðruvísi en annað fólk, merkilegri kannski, fallegri, með sterkari dómgreind og/eða menntun.

Á ferðum mínum um Suður-Ameríku rakst ég á hærri standard á öllum sviðum en við höfum náð hér á landi.

Tækniháskólinn í Monterey á í beinum nemendaskiptum við Harward. Háskólar í Mexíkóborg eru iðulega á lista yfr 100 bestu háskóla í heimi. Slík sannindi má fynna í ýmsum greinum víðsvegar um Suður-Ameríku á mörgum sviðum. 

"Bananalýðveldi", hvað er það?  -  Ísland

Ég held það sé komin tími til að fólk leggi frá sér þessar hugmyndir sínar um eigið ágæti í alþjóðlegu samfélagi þar sem að sveitamennskan hefur nú ekki bara drullað langt upp á bak heldur allt í kring líka.  

sandkassi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:00

4 identicon

Þó til að gæta sanngirni þá er standard í Suður-Ameríku mikið til einangraður við einkageira. En það er reyndar á þeim vettvangi sem framfarir eiga sér oft stað.

sandkassi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:18

5 identicon

"En það er ekki af tilviljun einni að Ísland er núna þriðja eða fjórða ríkasta land í Evrópu og það land sem Sameinuðu Þjóðirnar kusu sem besta landið að búa í árið 2007."

En er þetta ekki liðin tíð Gunnar? Bankarnir komu sér í skuldir sem nema alls yfir 12 milljarða sem er 160 milljónir á hverja fjölskyldu með 2 börn. 

Þó að einungis verði reynt að standa við sparifjártrygginguna þá eru það engu að síður svo gríðarlegar skuldir að þær munu vera hengingaról á íslenskan almenning á næstu árum. Þá er lánstraust okkar einnig sviðin jörð og öll samningsstaða á alþjóðlegum vettvangi farin út í bláinn.

erum við ekki að gleima skuldum?

sandkassi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:28

6 identicon

Gunnar, ertu ekki örugglega fulltrúi á landfund Sjálfstæðismanna n.k janúar?

Palli (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:25

7 identicon

Ég geri ráð fyrir að þú sért að beina máli þínu til Gunnars Rögnvaldssonar. Ég myndi styðja það að hann talaði þar, eiginlega þyrftum við að fara að fá hann heim úr Danaveldi til að tala niður ESB sönginn.

Það veitir ekki af mönnum eins og honum hér heima þessa dagana.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:20

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Gunnar og Palli.


Nei, ég er ekki fulltrúi eins né neins, nema að ég er Íslendingur og vill vera það áfram. Íslendingur áfram í friði fyrir örþrifagerningum byggðum á örþrifahugsun í alþjóðlegu fárviðri.

Ég kýs þá sem vilja standa vörð um sjálfstæði Íslands, og mun kjósa þá fast.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2008 kl. 17:27

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bananalýðveldi? Frekar loftbólulýðveldi. Eða e.t.v. Gúmmítékkland, enda væru þegnarnir þá réttnefndir: Gúmmítékkar! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband