Leita í fréttum mbl.is

KGB opnar í Evrópusambandinu

Ágætu lesendur. Í tilefni af komandi 1. desember, sem er fullveldisdagur Íslands, þá hef ég breytt fyrirsögninni á þessum pistli. Hún var "Bananalaust lýðveldi í Evrópusambandinu. Gengisfelling nauðsynlegt frelsi?" en þessi iReport frá Juris Kaža fékk mig til að breyta henni. Núna virðist Lettland einmitt vera komið með banana, svipað þeim sem El Salvador hafði og hefur enn. Núna er árið 2008. Það er eins gott að hagfræðingar og greiningadeildir banka á Íslandi þurfi ekki að vinna í "fyrirbyggjandi" KGB umhverfi eins og þeir þurfa í Evrópusambandsríkinu Lettlandi, samkvæmt þessari skýrslu frá Juris, því þá myndi gengi krónunnar vera svo ofmetið að það þyrfti að borga peninga fyrir að fá að geyma krónur í bönkum 

KGB opnar í Evrópusambandinu 

Myndband Juris Kaža: My CNN iReport on the repression of free speech 

Skoðana- og málfrelsi í Lettlandi í vandræðum. Hagfræðingar í fangelsi

Lettnesk-bandaríski blaðamaðurinn Juris Kaža skrifar á blogg sínum að hagfræðingurinn Dmitrijs Smirnovs við háskólann í Ventspils í Lettlandi hafi verið handtekinn og haldið í fangelsi í einhverja sólarhringa fyrir það eitt að hafa opinberlega lýst skoðun sinni á efnahagsmálum Lettlands, hérundir líkum á gengisfalli lats (LVL) og ástandi bankakerfis Lettlands. Dmitrijs á að hafa verið fangelsaður fyrir að hafa meðal annars sagt að kreppan í Bandaríkjunum sé smávægileg miðað við það sem bíði Lettlands. - "Vandamálin í Evrópusambandinu eru einungis að hefjast og sem mun þýða að við getum orðið fyrir barðinu kreppu sem verður kanski 10 til 20 sinnum verri en Bandaríkjamenn hafa fengið að kenna á. Þetta mun bitna á okkur. Sænsku bankarnir geta ekki lengur lánað okkur ódýra peninga í gegnum útibú sín hér í landi. Þeir munu hinsvegar fara fram á að við borgum þessi lán til baka. En hvernig eigum við að fara að því, - kanski með fasteignum? Við eigum engar eignir til að borga með. Þessi pýramídi hefur verið byggður og nú er bara að bíða þess að hann hrynji. Það eina sem ég get ráðlagt fólki núna er: ekki geyma peningana ykkar í bönkum og ekki spara upp í lats, það er mjög hættulegt núna" 

Verðbólga í Lettlandi

Ummæli Dmitrijs Smirnovs um "eignir og fasteignir" er til dæmis hægt að skoða í ljósi verðhruns á fasteignum í Lettlandi. Í höfuðborg Lettlands, Riga, hefur íbúðaverð til dæmis hrunið um 25% síðustu 12 mánuði (mælt frá júní 2007 til júní 2008). Verðbólga í Lettlandi hefur verið afskaplega há, eða svipuð og á Íslandi og stundum enn hærri. Flest fasteignalán í Lettlandi eru veitt í evrum. Vextir á lánum til skemmri tíma í Lettlandi eru um 25% á ári. Um 850 þúsund manns búa á Riga höfuðborgarsvæðinu

Talsmaður öryggislögreglunnar, Kristine Apse-Krumina, segir að - "hinn handtekni sé ekki fjölmiðlafulltrúi og að handtakan hafi verið gerð í tengslum við birtingar efnis í dagblöðum". En hvernig var það: var það ekki embættismaður ESB í Lettlandi sem á að hafa lagt til að bloggarar og bloggsíður þeirra ætti að ritskoða í öllu Evrópusambandinu? Var þetta ekki tillaga frá embættismönnum eða þingmönnum Evrópusambandsins í Lettlandi? Vinsamlegast leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér. Ert þú fjölmiðlafulltrúi? Juris Kaža segir að aðgerðir öryggislögreglunnar af þessu tagi hafi byrjað fyrir ári síðan

En semsagt. Fer maður í fanglesi á Íslandi fyrir að segja að gjaldmiðill Íslands sé "ónýtur"? Nei, það gerir maður EKKI. Maður fær hinsvegar launaða atvinnu hjá hinu opinbera RÚV, hjá hagsmunasamtökum, hjá dagblöðum, hjá allskonar fjölmiðlum, jafnvel hjá þjóðinni sem Alþingismaður, einnig sem háskólaður "sérfræðingur" og "fræðimaður" til þess eins að geta sagt þjóðinni að gjaldmiðill hennar sé "ónýtur". Ef þessir aðilar segja þetta nógu oft við alla þjóðina og nógu lengi þá eru líkur á að "allir" fari að trúa þeim. Það er mér hulin ráðgáta hvernig menn á launum geti tekið sér orðið "ónýtur" í munn þegar um virði og gengi gjaldsmiðils á markaði er að ræða. Þessi ummæli réttlæta í mínum huga ekki launagreiðslur til svona, tja mér fallast alveg hendur hér,- og því nota ég orðið fábjánar yfir þessa menn. Ég finn því miður ekkert betra orð og ég biðst afsökunar á því. Ég vona að ég verði ekki hand-tekinn fyrr að kalla þessa menn fábjána. En já: fábjánar, og ofaníkaupið á launum fyrir að segja það sem fábjánar einir segja! 

Jarðsamband

Dow Jones fréttaveitan heldur því fram að sú hjálp sem Lettland mun fá hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF) muni verða skilyrt því að Lettland felli gengið og leggi niður bindingu lats við evru. IMF var gagnrýndur harðlega fyrir að hafa fjármagnað bindingu argentínska peso við bandaríska dalinn á árunum 1991 til 2002, með slæmum afleiðingum. Þetta kæmi mér ekki á óvart því það að binda gengi sitt við aðra gjaldmiðla er hreint og beint brjálæði. Þetta gildir einnig um það að taka upp mynt annarra landa. Þetta er brjálæði og mun einungis gera allt illt miklu verra því þetta mun gera alla efnahagsstjórn, kjör allra og efnahagskilyrði allra miklu verri. Lengi getur vont versnað. Þetta eru Frankenstein hugmyndir í efnahagsmálum og ættu ekki að sjást á prenti á 21. öldinni

Þorskar

Lögin við vinnuna verða nú leikin aftur

Skattahækkanir verða nú leiknar af hljómplötum í boði jöfnunarmannanna Alistair Darling og Gordon Brown í Bretlandi á næstunni - þ.e.a.s. skattahækkanir á þá ríku sem ennþá eru eftir í Bretlandi. Þetta verða lögin við vinnuna þar. En sem kunnugt er þá er þetta alltaf lausnin sem gripið er til í kreppum. Kreppt hugsun. Svælum þá ríku út! Þetta mun gagnast Bandaríkjunum ákaflega vel því þangað flytja þeir sem eru of ríkir til að geta búið í Evrópusambandinu. Þetta gildir einnig sérstaklega um hámenntað fólk með Phd gráður. Silicon Valley, hér komum við hinir ríku frá Evrópu! Við sem sitjum eftir í Evrópu getum huggað okkur við að allt er þar núna mun jafnara en áður. Beinn, breiður og sléttur vegur, en þó alltaf smávegis og smávegis meira upp í móti allan tímann. Þökk sé vegheflinum. Nema að sumir vegaspottar séu kanski jafnari en aðrir. Langar þig í jafning, væni minn

Fyrri færsla: Evrusvæðið í kreppu - skuldabréfaútgáfa Þýskalands floppar

Forsíða þessa bloggs

Tengt efni: Ónýtir gjaldmiðlar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Krónan er ónýtur gjaldmiðill í þeim skilning að það er að verpa afar takmarkað sem maður getur keyft fyrir hann eða skifta honum fyrir aðra gjaldmiðla. Þyrfti að fara að hugsa um að stofna hérna mynt með raunvirði, t.d. ein kóna = 5 gr. af áli. Eða einhverskonar karfa af útflutningsvörum landsins. Það er fásinna að vera með mynt sem heldur bara virði sínu í krafti þess að ekki sé prenntað of mikið af henni. Slíkt gengur ekki til lengdar og er það ókostur við jafnt Evru sem bandaríkjadollar.

Héðinn Björnsson, 26.11.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er góð áminning Gunnar, um afleiðingar þess fyrir efnahagslega vanþróað þjóðfélag, að halda úti eigin gjaldmiðli. Þú hefur rétt fyrir þér að öllu leyti nema hvað varðar hinn alþjóðlega gjaldmiðil Dollar (eða Evru). Þú segir:

Dow Jones fréttaveitan heldur því fram að sú hjálp sem Lettland mun fá hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF) muni verða skilyrt því að Lettland felli gengið og leggi niður bindingu lats við evru. IMF var gagnrýndur harðlega fyrir að hafa fjármagnað bindingu argentínska peso við bandaríska dalinn á árunum 1991 til 2002, með slæmum afleiðingum. Þetta kæmi mér ekki á óvart því það að binda gengi sitt við aðra gjaldmiðla er hreint og beint brjálæði. Þetta gildir einnig um það að taka upp mynt annarra landa. Þetta er brjálæði og mun einungis gera allt illt miklu verra því þetta mun gera alla efnahagsstjórn, kjör allra og efnahagskilyrði allra miklu verri. Lengi getur vont versnað. Þetta eru Frankenstein hugmyndir í efnahagsmálum og ættu ekki að sjást á prenti á 21. Öldinni.

Það að taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil, eins og Dollar, er að engu leyti hliðstætt því að vera með smáann gjaldmiðil sem er "fast-tengdur" Dollar. Svona "fast-tenging" er ekkert annað en blekking, gerð til að láta almenning halda að um alvöru gjaldmiðil sé að ræða.

Eins og ég bendi á í nýlegu bloggi > Dollar Strax - kosið með veskinu ! < kemur upptaka Dollars í veg fyrir gengisfall gjaldmiðilsins. Það eru aðrar myntir sem lækka eða hækka, án þess að Dollar-svæðið verði fyrir verðbólgu-áhrifum. Ef Lettar hefðu verið komnir með Dollar, hefðu þeir hvorki upplifað gengisfall síns gjaldmiðils né þurft að þola verðbólgu, eða teljandi atvinnuleysi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Iceland = Collapse.  Hefur verið brennt í bækur hins alþjóðabankakerfis. Staðreynd komin til með að vera næstu áratugina. Af hverju að skipta íslenskum krónum fyrir Dali? Einfaldlega af því  það er arðbærast. Efnhagsblokkin USA&ASÍA ber einfaldlega höfuð og herðar yfir EVRÓPU&RÚSSLAND. Hvaða forsendur er fyrir því að uppsveipla verði í (auðlindasnauðri) ESB næstu áratugina. Nei, frjálsmarkaður með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi hefur alltaf haft vinninginn þegar upp er staðið. Ófarir Íslands má aðalega rekja til ESB samningsins [skert frelsi Íslendinga til sjálstæðra ákvarðanna og vals á þeirra eigin forsemdum] og samhliða æði nokkurra óprúttina Íslendinga sem ekki hafa haft hagsmuni Íslensku markaðanna að leiðarljósi, heldur einungis sinna sem einstaklinga. Í ljósi verðurfarsins liggur Ísland milli USA og ASÍU. Dalurinn er valdið; okkar er valið. Litla gula hæna bauð svíninu og hinum að vera með. ESB þarnast okkar það þýðir ekki að við þörfnust þess. Sælla er að gefa en þiggja. Dalinn strax.

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur fyrir innlitið


Loftur: Ég vil benda á að ISK þurfti einmitt á gengisfalli að halda, og fékk það. Hún var bólugrafin af bönkum og fleiru. Graftarkýlin voru stór. Ef ekkert er gengið undir svona kringumstæðum þá hefði þurft að reisa eitthvað sem líkist súpueldhúsi fyrir 310.000 manns á Íslandi. Viltu það heldur? Það voru engir góðir kostir í stöðunni. Einnig þurfti ISK á smá hvíld að halda, og fékk það (heft fjármagnsflæði). Ég endurtek - það voru engir góðir kostir til í stöðunni. Engir.

Núna þurfa flest hagkerfi heimsins að berjast fyrir lífi sínu á næstunni. Þau sem hafa mesta og flesta takkana til að spila á munu vinna og komast hjá því að þurfa reisa súpueldhús fyrri þjóðir sínar í vítahring verðhjöðnunar, samdráttar, ofur-atvinnuleysi og armæðu. Ísland mun vinna þessa áskorun, eins og svo oft áður. Meðal annars vegna þess að Ísland hefur eigin gjaldmiðil sem vinnur með hagkerfinu og ekki á móti því. Ísland hefur eigin gjaldmiðil, eigið gengi og eigin fjármál. Því miður getur íslenska ríkið ekki prentað dollara án þess að lenda í fangelsi eins og hagfræðingurinn í Lettlandi gerði fyrir það eitt að segja Lettum brot af sannleikanum um evrubandið. Ef Lettland fær ekki gengisfellingu þá verður að reisa súpueldhús fyrir alla Letta. Pest er verri en kólera.

Þessi alþjóðlega efnahagskreppa getur hæglega orðið versta efnahagskreppa nokkurntíma ef illa verður haldið á spöðunum. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er afl og dugleiki ríkisstjórna og fullt efnahagslegt athafnafrelsi þeirra til mikilla og öflugra aðgerða. Núna er alls ekki rétti tíminn til að hugsa um hvort það eigi að skipta um byggingu eða sökkul undir byggingunni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.11.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnar, ef við hefðum verið með Dollar, hefði bólan aldreigi myndast og engin graftarkýli !

Þú hefur sjálfur lýst því vel hvernig Bandaríska hagkerfið stendur stöðugt þótt ólgusjóir gangi yfir önnur smærri hagkerfi. Þótt allt fari til fjandans í Japan, haggast Bandaríska hagkerfið varla. Það eina sem getur haggað Dollara-landi eru innri aðstæður.

Gengisfelling er nauðvörn frumstæðra hagkerfa, sem líkja má við hund-hvolp sem bítur í rófuna á sér. Þessu viljum við að linni á Íslandi. Lettar mega halda áfram sínum Hrunadansi ef þeir vilja, en við höfum fengið nóg.

Dollar Strax !

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 11:54

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Loftur. það er ekki í boði. það er ekki boði í dag að taka upp annan gjaldmiðil. meðan þú tautar og raular um annan gjaldmiðil þá eyðuru tíma þínum og annara. það er bara ekki möguleika að skipta um gjaldmiðil í dag. 

við þyrftum allt IMF lánið til þess og meira til. IMF myndi aldrei nokkurntíman leyfa það.

getur talað um frumstæð hagkerfi eins og þú vilt en staðreyndirnar segja sitt. við erum framleiðslu samfélag og við þurftum á lægri krónu að halda heldur þeirri sem var á fölsuðu gengi. gengið er of lágt í dag, en það er bara þynnkan eftir fylleríið. 

gallinn við að taka upp dollar að það væri hægt að taka hann og færa allann úr landi, á einu bretti. 

Fannar frá Rifi, 26.11.2008 kl. 12:14

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Loftur: Það er enginn vandi að búa til verðbólgu þó svo maður hafi gjaldmiðil annarra. Það eru til ótal dæmi um slíkt og er Lettland gott dæmi um þetta. Maður eys bara út fjármagni til hægri og vinstri, slakar á kröfum til veðhæfni húsnæðislána, gleymir öllu um áhættumat og arðsemi fjárfestinga, eykur fákeppni og auðhringamyndun og hendir peningunum í ódýran innflutning og þar með leggur niður allt innlent og flytur allt inn öllum til skaða nema þeim sem þér selja erlendis. Svo vinna 15% við að annast það sem verður að lofti.

Bandaríska hagkerfið er sterkt vegna þess að þar er frelsið meira, ríkið minna og miðstýring minni. Hvatinn er þar til staðar. Gjaldmiðillinn er ekki lykillinn að "proseperitiy" Bandaríkjamanna. Hann er afleiðingin. Dollarinn er fínn og góður gjaldmiðill, en hann er ekki á valdi neinna nema ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrir Bandaríkin only.

Nei, Loftur. Gengisbreyting krónunnar var ekki gengisfall heldur viðbrögð markaðarins við því sem gerðist. Gamaldags gengisfall er svona eins og var á haftatímabilinu. Evran hækkaði meira en 100% gagnvart dollar á síðustu árum. Það er einnig hægt að segja að dollar hafi fallið 50% gagnvart evru. Ef þetta er ekki stór gengisbreyting þá veit ég ekki hvað. En það sem raunverulega skiptir þig máli Loftur, er full atvinna, góð laun, full nýting á auðæfum og hér undir nýting á mannauði, sterkur hagvöxtur, lágir skattar og hófsöm ríkisafskipti (stærð hins opinbera) og góð hagstjórn sem endurspeglast í raunhæfu gengi => hvorki of háu né of lágu gegni. Þetta er það sem skiptir máli.

Gjaldmiðillinn mun alltaf endurspegla það sem fer fram í hagkerfinu og ekki öfugt. Annars væri jú hægt að henda öllum hagfræðibókum á haugana og loka öllum hagfræðideildum bestu hagfræðiskóla heimsins.

Þessutan þá varðar gjaldmiðillinn sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og menn ættu því ekki að tala um þetta mál eins og að tala um sleikipinna eða eins og hægt sé að velja og hafna án fórna og án afleiðinga.

Ekkert getur fallið án þess að það sé kaupandi á hinum enda spýtunnar. Núna kaupa margir ISK á lágu verði og bíða. Það sama gildir um næstum öll hlutabréf í heiminum. Ekkert getur fallið nema að það séu kaupendur í hinum endanum þegar um frjálsa markaði er að ræða. En eftirspurnin er bara ekki nógu mikil til að lyfta verðum. Demand er lagging vegna kreppu. En þeir harðsoðnu eiga svo sannarlega krónaða daga núna.

Við skulum ekki vera linsoðnir aftur og kaupa allt sem skríður á okurverði úti í heimi einungis vegna þess að það er úti í heimi. Þetta er harður skóli. Það þarf að herða stálið.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.11.2008 kl. 12:37

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég fullyrði að þér skjátlast Fannar. Það er í boði að taka upp Dollar, en auðvitað ekki Evru. Núna er einmitt rétti tíminn til að taka upp Dollar. Með Krónu eru hremmingar okkar rétt að byrja.

Sýnt hefur verið fram á, að ef við tökum upp Dollar, munum við ekki einu sinni þurfa lánið frá IMF. Við erum þegar búnir að fá viðurkenningu IMF á efnahags-áætlun stjórnvalda, samanber heilræði Robert Z. Aliber !

Lestu tvö síðustu blogg-færslurnar hjá mér og þá muntu líklega skilja hvað efnahagslega vanþróað hagkerfi merkir. Í stuttu máli er það hagkerfi sem ekki nær að rétta sig af með framleyðni-aukningu eftir gengisfellingu, heldur verður að gleypa hækkanir á erlendum vörum. Afleiðingin er óviðráðanleg verðbólga og eftir stuttan tíma hefur verðbólgan étið upp öll "jákvæð" áhrif gengisfellingarinnar og hagkerfið á við sömu vandamál að stríða og áður, auk bullandi verðbólgu.

Dollar Strax er eina úrræðið !

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 12:43

9 identicon

Hvílíkt rugl - það er nánast ómögulegt að komast í gegnum þennan texta í miðri lýsingu á ástandinu í Lettlandi kemmur innskot algerlega úr samhengi þar sem þú ferð að andskotast út í einhverja sem voga sér að hafa aðra skoðun en þú - eru fábjánar. Og svo koma hérna inn frjálshyggjupésar sem hreint ekkert skilja í því að guð þeirra (markaðurinn) hafi yfirgefið þá. ... og kenna ESS samningnum um! jeeez er hægt að vera illa heftur? ... og vondum kapítalistum er líka um að kenna!! OMG - það er alveg sama hvað líkingu við bregðum upp sama við hvað við berum okkur saman - þetta er rugl. Hinn frjálsi markaður virkar þannig að hver maður reynir að græða og græða eins mikið og hann getur og honum er skítsama um hverjir verða undir - þannig að ef sumir kapíalistar eru vondir af því þeir vilja græða of mikið er kapítalisminn vondur! Ef hinn öflugasti innan kerfisins veldur öðrum skaða með atgangi sínum sem þó er innan lögmál kerfisins, er kerfið ótækt. allar tiraunir á öfgum til hægri og vinstri sýna svo ekki verður um villst að við þurfum control á hli-utina - en ekki of mikið - blandað hagkerfi er það eina sem virkar.

en svo ég bendi ykkur á nokkur atriði sem nauðsynlegt er að hafa inn í upplýstri umræðu um gjaldmiðilinn ISK.

Á Íslandi eru 2 gjaldmiðlar þ.e. króna og verðtryggingarkróna - annar gjaldmiðillinn er notaður í daglegum viðskiptum, við launagreiðslur og annað. Hinn gjaldmiðillinn verðtryggingarkrónan er notuð ef um langtímaviskipti er að ræða og í nánast allri lánastarfsemi. Ekki hefur fengist heimild hjá stjórnvöldum til að nota eingöngu annan gjaldmiðilinn - en notkun eins gjaldmiðils myndi breyta miklu - og minnka kröfuna um annan gjaldmiðil verulega

Það er engin leið að taka dæmi frá fyrri tíð og bera sama við undangengin 10-15 ár - aldrei hafa einkafyrirtæki, einstakir sjóðir og bankar orðið jafnstórir í hlutfalli við rikisvald og nú, þess vegna eru einstakir smærri gjaldmiðlar auðvekt skotmark spákaupmanna eða öllu heldur stöðutakenda - vegna þess að það er svo auðvelt að hafa áhrif á gengi þeirra. Stærri myntir ganga einar og þar myndi dollar sennilega virka best fyrir Íslendinga ... nenni þessu þvaðri ekki lengur....

Dabbi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:24

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nei Gunnar, Lettland er ekki dæmi um Dollara-svæði. Þarna var rekin gamaldags fastgengis-stefna, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Það er líka rangt að þú getir búið til verðbólgu á afmörkuðu svæði innan Dollara-lands, sem er mjög langt umfram verðbólgu svæðisins alls.

Til skamms tíma, er verðbólga ekki nákvæmlega sú sama alls staðar á stóru myntsvæði, en til lengri tíma er hún sú sama. Ef laun hækka (verðbólga) á afmörkuðu svæði, mun atvinnuleysi vaksa og þrýstingur myndast til lækkunar launa. Með Dollar sem gjaldmiðil taka efnahagslögmál í taumana. Það sem þú lýsir sem einkenni á Dollara-svæði á einmitt ekki við, heldur gildir það um efnahagslega vanþróað hagkerfi, með eigin vanþróaða gjaldmiðil. Lýsing þín er sígild um þannig samfélag:

Maður eys bara út fjármagni til hægri og vinstri, slakar á kröfum til veðhæfni húsnæðislána, gleymir öllu um áhættumat og arðsemi fjárfestinga, eykur fákeppni og auðhringamyndun og hendir peningunum í ódýran innflutning og þar með leggur niður allt innlent og flytur allt inn öllum til skaða nema þeim sem þér selja erlendis.

Það er rangt að segja, að Dollar sé einungis fyrir Bandaríkin. Dollar er eini alþjóðlegi gjaldmiðillinn, með um 65% hlutdeild í heims-viðskiptunum. Allar hrávörur eru skráðar í Dollar og almenningur í heiminum er langt kominn með að framkvæma óformlega Dollaravæðingu. Íslendingar eru líka búnir að framkvæma óformlega Dollaravæðingu, með opnun gjaldeyrisreikninga, innistæðum í erlendum bönkum og víðtækum viðskiptum stórfyrirtækja með Dollar, utan lands jafnt sem innan. Ef Krónunni verður fleytt, mun hin óformlega Dollaravæðing hérlendis vaksa að miklum mun. Við eigum bara eftir að stíga lítið skref til formlegrar Dollaravæðingar, það er að segja upptöku Dollars.

Ekki skiptir máli Gunnar, hvað þú nefnir gengislækkun Krónunnar, gengisfall, gengissig, aðlögun að aðstæðum eða "viðbrögð markaðarins". Þetta er allt sama tóbakið og afleiðingarnar eru alltaf þær sömu. Vandinn er kerfis-vandi, sem allar þjóðir með vanþróað efnahagskerfi glíma við. Ísland er eitt þessara hagkerfa og það er alveg sama þótt við elskum okkar Krónu, hún hentar ekki við þessar aðstæður. Flestir hagfræðingar hafa lengi séð þessa staðreynd og ekki þarf að henda þeim hagfræðibókum á haugana sem sýna skilning á þessu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 15:52

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei Gunnar, Lettland er ekki dæmi um Dollara-svæði. Þarna var rekin gamaldags fastgengis-stefna, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Það er líka rangt að þú getir búið til verðbólgu á afmörkuðu svæði innan Dollara-lands, sem er mjög langt umfram verðbólgu svæðisins alls.


Ísland er ekki á fjárlögum sambandsríkja BNA (23% af US GDP) og mun þessvegna ekki sveiflast í neinum takt við eitt né neitt í BNA_USD_landi og Ísland er heldur ekki með í The Federal Reserve System, svo Ísland yrði mun verr statt en versta nýlenda í svona fáránleika. Nánast ekkert væri hægt.

Lettlands 15% verðbólga er akkúrat og einmitt dæmi um verðbólgu undir mynt annara landa. Erlendir bankar munu loka Lettlandi niður. Argentína var annað dæmi. Panama var með 15% verðbólgu undir dollar árið 1980, why? East Tomor er núna með 8% verðbólgu undir dollar og 15% útlánsvexti. The Fed base rate er að nálgast núll núna. Verðbólga á Íslandi er 18%. Á að galdra hana niður? eða á að rúlla út stórum gaddavírsflækjum aðgerða í ríkisfjármálum og ríkisafskiptum út í hagkerfið til að ná stjórn á verðbólgu með engu stýrivaxtavopni? Þá yrði nú fyrst gaman á Íslandi.

Lettland er peggað við EUR - gæti alveg eins verið USD. Það skiptir nákvæmlega engu hvað gjaldmiðillinn heitir. Hann mun endurspegla það sem er að gerast í hagkerfinu - NEMA bara ekki þegar maður er að nota myntir annarra ríkja eða er í myntbandalagi við aðra (Alþýðubandalaginu) eins og þú ert að leggja til. Það er 18% verðbólga á Íslandi núna og stýrivextir eru sem sagt 2% í BNA.

Myntsamstarf við raunveruleikann er alltaf best. Ísland er búið að prófa að vera nýlenda svo þar er óþarfi að endurtaka það.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.11.2008 kl. 17:01

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stýrivextir að kröfu IMF.  Flýta fyrir minnkandi eiginfé fyrirtæka og þar af leiðandi auðvelda alla uppstokkun. Ísland er ríkt land og almenningur eyðir nú 20% meira í fjármálkerfið hann hefur ekkert val.

Væri USA nokkuðu mótfallin að liðka fyrir upptöku dollars í vissu um að Íslendingar myndu ekki ganga í ESB?

Gæti ESB ekki sprungið ef það á eftir að harna á dalnum og væru ekki Bretar líklegastir til að vera fyrstir til að fagna frelsinu?

Allt gengur nú út á græða. Og velja sér bandamenn [Stóra bróður] í samræmi. Það getur allt gerst þó enginn geri sér grein fyrir því, ekki satt?

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 17:55

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú ert að rugla saman Gunnar, löndum með Dollar sem gjald-miðil og hins vegar löndum með eigin gjaldmiðil og svonefnt "fast gengi". Þótt menn segist ætla að halda genginu föstu, eru slíkar yfirlýsingar einskis virði og þetta veit allur almenningur í þessum löndum.

Lettland er EKKI með Evru sem gjaldmiðil ! Panama er EKKI heldur Dollara-land því að þeir eru með sinn gjaldmiðil sem heitir Balboa. Þeir nota samt mikið Dollar, eins og flest lönd heims. Ef þeir leyfa verðbólgu að grafa um sig, munu þeir verða að falla frá 1:1 gengi á móti Dollar. Það eru örugglega til skýringar á hvers vegna Panama var með 15% verðbólgu fyrir 30 árum. Núna er verðbólgan líklega um 8%, sem stafar líklega af eyðandi áhrifum kommúnista. East Timor er EKKI heldur Dollara-land.

Verðbólga er útreikningur á verðlagsbreytingum aftur í tímann, venjulega á grundvelli 12 mánaða. Ef verðlag, aðallega laun er fryst í nærstu 12 mánuði, verður verðbólga núll nærstu 12 mánuði. Með upptöku Dollars frystum við nærstum verðbólguna. Ef þú nefnir þetta galdra, þá eru það galdrar !

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 18:08

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólgunni á Íslandi undafarandi ár var velti inn í verðbætur á afborgunum húsnæðislána. Fyrirhyggjusamir látnir borga fyrir óráðsíu annarra í hverrjum mánuði. Afleiðingar eru líka að koma fram í skoðannakönnum. Almenningur sér ekki árangur erfiði síns. Og  velja "jafnarstefnu" næst Evru. Af því þeir þekkja ekkert annað: hafa aldrei eignast ekki neit nema afborgunarrétt. Maður á lifa þegar maður hefur heilsu til þess og taka því rólega þegar henni hrakar.

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 19:28

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alls ekki lögmál að sama verðbólga sé þar sem sami gjaldmiðillinn sé notaður.  Þannig má færa fyrir því rök að það hafi hugsanlega ekki verið sama verðbólga á Raufarhöfn og í Reykjavík undanfarin ár.  Húsnæðisverð, flutningskostnaður og annað slíkt spilar þar inn í og verðhækkanir þurfa því ekki að vera þær sömu.

Hér má sjá frétt GlobeandMail, þar sem sýnd er mismunandi verðbólga innan Kanada.  Munurinn er ekki gríðarlegur, en þó eftirtektarverður.  Athugið að hér er verið að tala um svæði sem hafa sama Seðlabanka, sömu alríkisstjórn, að mestu leyti sömu bankana og oft sömu verslunarkeðjurnar, en ekki bara sama gjaldmiðilinn.

Það er því ekkert sem segir að verðbólga verði sú sama á Íslandi og í Bandaríkjunum, þó að við tökum upp dollar, eða sú sama og í Frakklandi þó að við tökum upp euro (enda er verðbólga ekki sú sama í eurolandi).

Það má þó leiða líkum að því að hún myndi lækka, en það er engin trygging fyrir því.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2008 kl. 21:20

16 Smámynd: Sturla Snorrason

Ef að ég, Loftur, Júlíus og aðrir hafa að jafnaði 25 usd á tíman og það verður verðfall á fiski og áli, fáum við þá bara greddan hluta af laununum og restina einkvertímann seinna ef að þá það fiskur og ál hækkar þá nokkur tímann aftur?

Sturla Snorrason, 26.11.2008 kl. 21:47

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað skeður Sturla með fyrirtæki sem rekið er með tapi ? Að því kemur að því verður lokað, er það ekki ?

Hvaðan heldur þú að fyrirtæki fái tekjur ? Er það ekki af þeim verðmætum sem það skapar ?

Heldur þú að gengisfellingar skapi verðmæti ? Ég fullyrði að þær gera það ekki. Hins vegar færa þær til verðmæti, þannig að til dæmis laun lækka að verðmæti. Hvort vilt þú frekar lækka launin um einhverja krónutölu eða láta verðbólguna éta þau upp ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 22:16

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sturla til að byrja með sennilega og ef ekkert annað skilaði útflutnistekjum til langframa og það væri öruggt þá myndi ég löngu hafa fengið mér eitthvað annað gera. Annars gæti gullforði og dollarasjóður Íslensks Seðlabanka tryggt lánafyrirgreiðslur til að brúa skammtíma verðfall.  Við eigum líka margt annað ferðaiðnað, tölvutengdaniðnað, tónlistariðnað, hlut í olíulindum, útfutning á jarðhita og vatnsafls þekkingu, vistvænar afurðir og fullt að öðrum hátekjumöguleikum. Síðan væri hugsanlegt að vera með markaðsjóði í þeim tilgangi að verja markaði óvæntum verðföllum. Hinsvegar ef við eigum að deila veiðréttindum okkar og fylgja hugmyndafræði ESB þá held ég 10 usd væru tekjurnar á tíman í besta falli. Í ljósi þess að Seðlabankar þeirra eru að tæmast við að fela atvinnuleysi sem byrjaði fyrir meiri en 20 árum. ESB er ímynd og markaðsetning sem hefur lifað á tengingum sínum við fyrrverandi nýlendur. Á enga framtíðarmögleika í samkeppni um betri lífskjör. Enda eiga þeir ekki barnabörn, slík er framsýnin. 

Júlíus Björnsson, 26.11.2008 kl. 22:48

19 Smámynd: Haraldur Baldursson

Gjarnan er El Salvador nefnt til sögunnar sem eðal-dæmi um Dollaravæðingu. Frekar en að fella dóma datt mér í hug að lesa mér til um landið á Wikipedia. Ef flett er niður að Economy má lesa sér til ýmislegt fróðlegt um ástandið þar. Vissulega er þetta takmörkuð lesning og ekki vert að láta hana vera alsráðandi í skoðanamyndun sinni. En samanburður á Íslandi og El Salvador er ekki raunhæfur að mínu áliti. Landið er statt á allt öðrum stað í þróun en okkar ástkæra sker. Auk þess er vert að benda á vöruskiptajöfnuð El Salvador...nokkuð sem líkist tímasprengju...Ég legg því til að betri lönd verði fundinn sem dæmi en El Salvador ef menn vilja mæra Dollara, eða Evru-væðingu. Að stytta sér leið verður alltaf spennandi, en forsendur okkar halda áfram að vera góðar ef við tökum slaginn og leysum úr okkar málum sjálf...og já með krónunni :-)

Haraldur Baldursson, 26.11.2008 kl. 23:02

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Haraldur, lang flestir hagfræðingar telja El Salvador og Ísland vera mjög samanburðarhæf varðandi viðkvæmni efnahagslífsins. Bæði hagkerfin voru efnahagslega vanþróuð, vegna þess að þau brugðust eins við utanaðkomandi áreiti (innstreymi og útstreymi fjármagns) og skuldasöfnun - gengisfalli - verðbólgu. Með Dollara-væðingu El Salvador, var komið á miklum stöðugleika, miðað við það sem áður var. Hins vegar er Ísland í sama foraðinu !

Vöruskipti El Salvador við útlönd skila halla, en gjaldeyrissjóðurinn hefur stækkað frá 1999 um 35%, sem ekki er mikið, en þurfa þeir stóran sjóð í eigu ríkisins ? Búið er að einkavæða mikið af ríkisholum og hleypa rottunum út. Fjármagnið er komið í hendur almennings. Það sem stendur undir vöruskiptahallanum er laun frá útlöndum. Svona er sagt frá því:

Remittances from Salvadorans living and working in the United States, sent to family in El Salvador, are a major source of foreign income and offset the substantial trade deficit of $4.12 billion. Remittances have increased steadily in the last decade and reached an all-time high of $3.32 billion in 2006 (an increase of 17% over the previous year), approximately 16.2% of gross domestic product(GDP).

Dollar Strax !

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2008 kl. 23:59

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessi samanburður á Íslandi við El Salvador er gersamlega út í hött.


Landið hefur nýlokið borgarastyrjöld þar sem 75.000 manns misstu lífið. Lýðræði er mjög brothætt og stefnir nú til vinstri vegna félagslegs ömurleika þar sem allt að 60% af þjóðinni hefur ekki fulla atvinnu þó svo að skráð atvinnuleysi sé miklu lægra. Allir bankar í landinu eru núna í erlendri eigu eftir dollaravæðinguna. 20% af efnahag El Salvador byggir á þeim peningum sem íbúar landsins senda heim til ættingja sinna heima í El Salvador. Þetta eru fyrrverandi íbúar sem hafa flutt brott og búa núna flestir hverjir í Bandaríkjunum. Ekki beint meðmæli með hamingjunni heima fyrir.

Þjóðartekjur á mann í El Salavador eru $ 6,000 eða svipað og í fátækasta landi Evrópu, Albaníu, á meðan þjóðartekjur eru $ 40,400 á mann á Íslandi. Þetta er eins og að bera saman hjólbörur og geimfar.

Ég er nokkuð viss um að El Salvador sé því miður lýðveldi með banana ennþá því misskipting er svakaleg og mun varla lagast á meðan landið er rekið eins og nýlenda með dollurum. Búnir að missa alla monetary möguleika, búnir að missa taugakerfi efnahagslífsins á erlendar hendur (fjármálakerfið) svo núna er bara að bíða eftir næstu borgarastyrjöld. It just plain works.

Engin lítil og þróuð lönd þola að missa sína monetray vöðva (peningastefnu og virkan seðlabanka) því þetta tvennt er svo stór hluti af sjálfstæði þjóða. Það gengur ekki upp og mun aldrei ganga upp.

Þessi mynt-sjúkdómur sem byrjaði sem sameiginleg mynt fyrir tvær styrjaldarhrjáðar þjóðir í Evrópu, Þýskaland og Frakkland, er því miður að blinda ykkur. Þetta var og er fyrst og fremst pólitísk mynt sem er lyf þessara tveggja þjóða. Hvort það muni virka mun sagan leiða í ljós.

Ef einhverjir hagfræðingar segja að Ísland og El Salvador séu sambanburðarhæf lönd að bara einhveru leyti, þá geri ég ráð fyrir að þeir hagfræðingar séu lokaðir inni í herbergi einhversstaðar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2008 kl. 11:31

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góðan daginn Gunnar. Ég sé að þú hefur ekki sofið vel í nótt og ert hálf sofandi ennþá. Hver er munurinn á 500 Króna seðli og 5000 Króna seðli ? Örlítill stærðarmunur, en að öðru leyti bara mismunandi lita-klessur ! 

Enginn eðlis-munur er á hagkerfum El Slvador og Íslands. Sömu efnahagslögmál ríkja í báðum báðum löndum og þetta er auðvelt að sanna með hagtölu-samanburði.

Það er eðli allra lítilla hagkerfa, með eigin gjaldmiðil, að ganga í gegn um efnahagslegar kollsteypur. Þetta er þyngdarlögmál efnahagslega vanþróaðra hagkerfa.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.11.2008 kl. 11:46

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í skýrslu IMF voru upphaflega bent á fjóra galla. Gjaldmiðill var einn þeirra. Nú er komið í ljós að ekki hefur tekið tillit til þessarar forsendu. Finnst mér að IMF sé ekki að öllu einráður um úrræði. Fara úr öskunni í eldinn er að reyna að verja kerfið sem var og viðhalda því. Nýtt vín á gömlum belgjum. Frjálsmarkaður vex úr grunninum en verður ekki þvingaður fram að ofan með tilskipunum. Frelsi einstaklingsins er honum í blóð borin. Það er ekki hægt að pína fólk til að hafa trú á íslenskri krónu. Alls ekki þá sem eru ekki Íslendingar.

Júlíus Björnsson, 28.11.2008 kl. 17:56

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Var að lesa fyrstu athugasemd þína og finnst hún bæði rökrétt og skynsamleg.  Sveigjanlegt kerfi á innlendum forsendum ásamt heilbrigðu athafnafrelsi mun koma okkur útúr þessu ástandi ef þjóðin fær tækifæri til þess.  En fær hún tækifæri til þess??

Ég hef engar áhyggjur lengur af ESB, núverandi mynd þess springur þegar þjóðir þess fara að taka sinn hag fram yfir heildina.  Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af skuldsetningunni og yfirgangi erlendra kröfuhafa.  Þess vegna langar mig að spyrja þig um þína framtíðarsýn.

1. Hvernig sérðu það fyrir þér að við losnum við krónustöðuna án þess að ganga á lán IFM.

2. Ef við göngum á IFM lánið, borgum 200-300 milljarða vegna Icesave, 500 milljarða vegna Nýju bankanna, auk endurfjármögnunar erlendra lána (3300 millj. næstu 2 árin), hvernig sérðu það fyrir þér að þjóðarbúið standi undir þessu?  Bjartsýni er ágæt en hvernig rýmar hún við raunveruleikann?

3. Hvaða skoðun hefur á eignarhaldi erlendu kröfuhafanna á nýju bönkunum.

Ég spyr vegna þess að mér finnst allar þessar bollaleggingar um aðra gjaldmiðla, nýsköpun og sprota, traustar stoðir og hvað þetta heitir allt saman, vera "búlshit" þegar skuldahítin er annarsvegar.  Skuldirnar borga sig ekki sjálfar, það mun enginn borga þær fyrir okkur og í því hruni sem er fyrirsjánlegt í vestrænum hagkerfum (og víðar) þá mun enginn banki lána okkur krónu næstu 5 árin hið minnsta.  Ég spyr þig vegna þess að þú hefur greinilega hugsað ýmislegt síðustu mánuði og lifir ekki í neinum ESB draumi.  Þessa umræðu vantar sárlega áður en það verður búið að skuldsetja okkur útúr kortinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2008 kl. 22:57

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég veit að við fáum alls ekkert lánað út á krónu. Ég tel líka að líka að kreppan í USA hafi byrjaði fyrr. Minnkandi  ávöxtun á Lágvörumörkuðum um 1996. Rýmkun veðheimilda í Kaliforníu um 1998. Til að auka peninga í umferð: veldur ekki verðbólgu í USA ef lánstími vex að sama skapi. Hinsvegar vex veðlánahöfuðstóll verð[bólgu]bóta hér óháð lánstíma. Sem ýtur undir launakröfur sem hækka neysluvöru. Sem er mælikarði á CIP. Upptaka dollars auðveldar samræmingu lánsforma miðað við það sem gerist annarsstaðar.

Það er búið að skuldsetja okkur út úr kortinu. Annars værum við ekki í gjörgæslu að kröfu lánadrotta. Svipt fjárræði, nauðug, viljug  fórum við undir IMF. Það hefur enginn trú á bankastarfsemi Íslendinga í ljósi reynslunar. Hækka innlánsvexti um 2% hljómar saklaust í eyrum hins almenna Íslendings. En hvað er það mikið ef hóflegir innlánsvextir í ESB eru 1.5% kannski 230% hækkun.    Útlánsvextir 3,5% þykja hóflegir þá verðbólga er lítil eða enginn í ESB að uppfylltum veðtryggingum tel ég. Því fasteigna veð í stórborgum kemur í stað gullfótar. Íslenska fjármálkerfið á sínum forsendum[m.a. krónunni] er "búlshit" Dollar sem fyrst á  ráðherrahraða Strax.

Júlíus Björnsson, 1.12.2008 kl. 03:48

26 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

3. Hvaða skoðun hefur á eignarhaldi erlendu kröfuhafanna á nýju bönkunum.

Ég spyr vegna þess að mér finnst allar þessar bollaleggingar um aðra gjaldmiðla, nýsköpun og sprota, traustar stoðir og hvað þetta heitir allt saman, vera "búlshit" þegar skuldahítin er annarsvegar. Skuldirnar borga sig ekki sjálfar, það mun enginn borga þær fyrir okkur og í því hruni sem er fyrirsjánlegt í vestrænum hagkerfum (og víðar) þá mun enginn banki lána okkur krónu næstu 5 árin hið minnsta. Ég spyr þig vegna þess að þú hefur greinilega hugsað ýmislegt síðustu mánuði og lifir ekki í neinum ESB draumi. Þessa umræðu vantar sárlega áður en það verður búið að skuldsetja okkur útúr kortinu.

Takk fyrir Ómar. Ég hef ekki reið svör við spurningu 1 og 2. Ég er að reyna að gera mér heildarmynd af þessu öllu. Svo til að byrja með vísa ég á IMF Country Report No. 08/362 og á frétt Moggans í dag Halli ríkissjóðs 470 milljarðar til ársins 2011

En eitt er víst. Ísland nýtur aðstoðar IMF undir þeim forsendum að Ísland hafi sinn eigin gjaldmiðil undir eigin stjórn og noti hann virkt við að lækna efnahaginn. IMF aðstoðin fer í að 1) byggja upp stöðugleika á okkar eigin gjaldmiðli sem byggir á: Exchange Rate Regime: Flexible exchange rate regime og til að hindra frekari stórt gengissig. 2) Endurreisa hrunið fjármálakerfi. 3) Stuðpúðamyndun vegna þessara áfalla.

Varðandi spurningu 3 þá er það mín tilfinning að það væri best fyrir Ísland og Íslendinga að bankanir væru í eigu hins opinbera næstu tvö árin. Að það muni koma íslenskum efnahag best til góða því núna þarf ríkið að ganga berserksgang í því að koma í veg fyrir atvinnuleysi og sjá til þess að hin öfluga 8 cylendra aflvél íslenska hagkerfis keyri á öllum cylendrum og vinni það verk sem enginn annar getur unnið => að djöflast í því að byggja upp. Þetta getur hagkerfið gert á undraskömmum tíma ef vélin fær að keyra á fullu afli, að það verði ekki mikið atvinnuleysi tap í mannauði og atvinnu. Ríkið þarf því að hafa FULLT frelsi til að öflugra aðgerða.

Bankakerfi útlendinga eru lömuð, illa löskuð og svo að segja á hausnum, svo þeim er alls ekki treystandi til að geta sinnt hlutverki sínu við atvinnulífið eins og vera ber á næstu árum. Þetta bankakerfi hér í ESB mun kyrkja allan hagvöxt hér því það er lamað í öndunarvél og á eftir að fá mörgum sinnum verri sjokk að glíma við en nú þegar er orðið. Þetta er einungis byrjunin hér. Efnahagsástand í ESB og Evrópu mun halda áfram að versna MIKIÐ næstu 12 mánuðina. Í sumum löndum mun koma ísöld og súpueldhús fyrir marga.

Nei, ekki setja bankana á hendur erlendra aðila núna. Það yrði ekki gott fyrir hagvöxt á næstu árum því bankageirinn hér í Evrópu mun ekki valda hlutverki sínu á næstu árum. En svo mun ríkið selja bankana aftur og þá fá miklu betra verð fyrir þá sem hægt veður að nota í að borga niður skuldir. Þá finnst mér að Íslendingar ættu að fá forkaupsrétt því það verður þjóðin sem mun hafa unnið fyrir því og eiga það skilið.

Einnig finnst mér að lífeyrissjóðirnir eigi að fjárfesta í framtíð Ísland af öllum mætti og þrótti. Það er ekkert gaman fyrir þá að tapa peningunum í útlöndum núna. Það er betra að tapa peningum á Íslandi, ef þá um tap verður að ræða.

Satt að segja hef ég hef litlar áhyggju af skuldum Íslands ef það tekst að koma í veg fyrir massíft atvinnuleysi. Ég hef fulla trú á að muni takast = þökk sé króunni og sveigjanlegu gengi hennar. Útflutningur mun æða áfram. Skuldirnar munu hverfa fljótt aftur vegna þess að sveigjanlegt hagkerfið með eigin mynt mun vinna sig hratt út úr þessu. Hér mun Ísland setja heimsmet og horft verður til Íslands með undrun og aðdáun. Það er ég viss um.

Það eina sem getur eyðilagt framtíðarhorfur Íslands er að Ísland fái massíft atvinnuleysi vegna afglapa við það að ganga í vesalingabandalag Evrópu og inn í geðbilun ERM ferlis. Þá væri voðinn vís fyrir Ísland. Það væri ávísun á armæðu sem fáir Íslandingar gera sér grein fyrir hversu slæm yrði. Ég skora á ykkur að fylgjast grannt með baltísku löndunum á næstunni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.12.2008 kl. 11:39

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Gunnar.

Takk fyrir.  Eg er sammála þér með bankana.  Þeir eiga að vera okkar stjórntæki og þegar við ráðstöfum þeim þá á það að vera á okkar forsendum.  Hef aldrei skilið röksemdirnar hans Vilhjálms því ég tel einu verðmæti þeirra vera veðin og ef útlendingar eignast þau fyrir slikk, þá er þetta búið.  Þessi skoðun mín hefur ekkert með útlendinga andúð að gera eða andúð á erlendri fjárfestingu.  Þetta þarf bara allt að gerast á jafnræðisgrundvelli og vera þjóðfélaginu til hagsbóta.

En ég er ekki eins bjartsýnn og þú með skuldirnar.  Í mínum huga er þetta eitthvað deilingardæmi með 300 þúsund.  Ég veit ekki einu sinni hvort þetta gengi þó við gerðum út árlega lið til að vinna stóra pottinn í Monte Carlo, og það hefði heppnina með sér í hvert skipti.  Ég bíð því spenntur að lesa útkomu pælinga þinna. 

Ég held svei mér þá að enginn sé að reyna svara þessarri spurningu á vitrænan hátt og meðan get ég ekki persónulega skrifað uppá þá speki að þjóðfélag borgi skuldir einkabanka, hvað sem æru og heiðri líður.  Tel mig ekki mega það tvíbura minna vegna.  Betra sé að bíta í skjaldrendurnar og þrauka þar til allir eru hvort sem er komnir á hausinn og enginn muni hvers er hvað og hverjum sé hvurs.  En ég ræð litlu um það en mig vantar rök fyrir voninni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2008 kl. 23:59

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil að svo að þegar bankarnir verði seldir. Þá verði það í 330.000- hlutum sem verða skráði á nafn allra Íslendinga. Og Rukkaðir í gegnum skattinn þeir sem ekki vilja svo hald sínum hluti selja hann í kauphöllinni. Reglur verði svo að eiginn einn megi eiga meir en 2,9% hlut. Hluthafa fundur þá minnst 35 einstaklingar kjósi Bankastjóra sem velur í sín bankaráð. 

Júlíus Björnsson, 2.12.2008 kl. 02:52

29 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Sæll Gunnar

Ég held að tíminn vinni með þínum hugmyndum.  Ég held að við göngum ekki í ESB.  Ég trúi ekki að landinn sé svo vitlaus

Ég er búin að vera eins og jó jó milli þess að við ættum að taka upp Dollar eða nota krónuna áfram og ef við notum krónuna áfram verður að breyta peningamálastefnunni og hætta að  verðtryggja

Eftir að hafa hlustað á þennan fyrirlestur hallast ég að krónunni

Ef þú hefur tíma til að hlusta á hann en hann er mjög merkilegur væri gaman að fá þitt álit á honum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 21:08

30 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Gunnar Ásgeir og þakkir fyrir slóðina. Ég mun kíkja á þetta og ég þakka þér enn aftur fyrir slóðina á málið um Nýfundnaland, sem ég hef hugsað mér að rannsaka nánar.

Það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hve alvarlegt mál það er að leggja niður sjálfstæðan gjaldmiðil sjálfstæðra þjóða. Þetta á alveg sérstaklega við um þjóð eins og Íslendinga sem eru ekki landfræðilega eða á örlagaríkan hátt samtvinnaðir t.d. Evrópusambandinu. Að taka einhliða upp dollar væri algert glapræði því það myndi þýða nýlenduhagstjórn fyrir Ísland og það væri aldrei hægt að fá gamla gjaldmiðilinn sinn til baka. Enginn virðist t.d. hugsa út í skuldabréfaútgáfu-möguleika ríkisins undir erlendum gjaldmiðli, hann yrði náttúrlega enginn.

Mér líst ennfremur afskaplega illa á þá hugmynd að láta erlenda banka koma inn í bankarekstur á Íslandi núna við þær aðstæður sem núna ríkja á Íslandi og í ESB. Þetta gæti auðveldlega þýtt að bankarnir gætu hæglega farið á hausinn aftur eða verða lokað aftur því stór hluti af bankageiranum í ESB á eftir að fara á hausinn eða að örðum kosti veða þjóðnýttur. Ef hann verður þjóðnýttur þá verður að loka á Íslandi eða selja bankana til Íslendinga aftur. Northern Rock þurfti til dæmis að loka í Danmörku þegar þeir voru þjóðnýttir í Bretlandi. Erlendir bankar munu einnig nota Íslendinga eins og mjólkurkýr á næstu árum sé þeim gefinn kostur á því. Þetta eru hrapalleg mistök, og sérstaklega séð með tilliti til atvinnulífsins því bankar í ESB munu alls ekki geta sinnt skyldum sínum við atvinnulífið á næstu árum. Því munu þeir kyrkja allan hagvöxt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.12.2008 kl. 21:54

31 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil taka sterklega undir orð þín Gunnar, varðandi þá óhæfu að ætla að gefa útlendingum bankana. Að vísu gætu verið klækir á bak við þessa ráðgerð, en eru Íslendsk stjórnvöld nægilega klók ? Er Ingibjörg á bak við þessa áætlun til að koma okkur inn í ESB, með góðu eða illu ?

Hvað varðar upptöku USD eða ISD (Íslendsks Dollars) þá ferð þú villtur vega. Til dæmis er það algjörlega fráleitt, að halda því fram að skuldabréfaútgáfa verði ómöguleg. Raunar er það ekkert tilhlökkunarefni að stjórnvöld taki aftur til við skuldasöfnun, en auðvitað verður útgáfa skuldabréfa miklu auðveldari en með Krónu. Með gengisfellingar útilokaðar, þurfum við ekki lengur að borga annað en það sem við fengum að láni, í eigin gjaldmiðli. Hvílíkur munur !

Dollaravæðing með Myntráði: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.12.2008 kl. 22:29

32 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég held að það eigi ekki að gefa bankanna. Heldur að lán sem viðgetum ekki greitt strax verið greidd sem hlutur í bönkunum. Og Erlendu hluthafarnir fá þá við hækkun á eiginfé [lánið er orðið traustari eign]  og hirða samstundis arð í samræmi við vaxtatekjur umfram skuldir. EF þetta eru bara Bankar frá ESB þá auðveldar þetta beauro-krötunum að ná fram markmiðum sínum. Hvað gera þá Íslenskir banka-kratar eða útvegs-kratar,... , almennir kratar?

Júlíus Björnsson, 3.12.2008 kl. 00:40

33 identicon

Mér er alveg sama þótt við séum harðósammála um einhliða upptöku nafni, ég fer ekki ofan af því að þú ert minn uppáhaldsbloggari.

Ég bara hreinlega veltist um af hlátri alveg út í eitt við lesturinn. Guði sé lof fyrir fyndna menn!

sandkassi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband