Leita í fréttum mbl.is

Standa í fæturnar: Bandaríkin munu ná sér fljótt aftur og Ísland einnig. Bréf frá frænda

Nú hrynja gamlir blá- og rauðbirknir sófa-vitringar út úr skápunum í öllum flokkum. Nú er það gamla 78 snúninga hljómplatan sem er sett á fóninn aftur: Bandaríkin eru nefnilega búin að vera og hinn frjálsi markaður og hin svokallaða frjálshyggja er búin að vera. Frelsið og sjálfstæðið er ekki vinsælt lengur því það krefst að staðið sé fast í eigin fætur.

Leonid Brezhnev

Á stöðnunartímabili áttunda áratugs síðustu aldar þá sprungu út bústnar kinnar akademískra sófamanna sem básúnuðu að Bandaríkin væru að tapa leiknum og það yrðu Sovétríkin sem myndu sigra og verða þjóðfélagsskipan framtíðarinnar. Gerum eitthvað annað. En nú eru Sovétríkin hrunin til grunna sem þjófélagsskipan og eftir standa Bandaríkin sem eina stórveldið í heiminum sem virkar, sterkari og öflugri en nokkru sinni fyrr.

Svo kom fjármálakreppa sparisjóða í Bandaríkjunum í enda níunda áratugs síðustu aldar. Þá komu bústnu sófa-kinnarnar aftur úr úr skápnum og nú var það Japan sem var viðundrið. Gerum eitthvað annað. En nei. Japanska undraverkið reyndist vera byggt á sandi. Þar hafði markaðurinn misst sjónar á eiganda sínum, þ.e. misst sjónar á hinum samfélagslegu undirstöðum sínum. Japanska viðundrið reyndist því miður vera bóla. Japan fór inn í varanlega kreppu á meðan Bandaríkin fóru inn stóru í hagvaxtarárin fram til 2001. Þessu missti ESB alveg af eins og öðrum framfaratímabilum

Ronald Reagan

Bandaríkin yfirvinna yfirleitt kreppur og krísur mjög hratt. Það er vegna þess að markaðurinn er virkur, samkeppni er virk og skattalækkanir eru framkvæmdar þegar þess er þörf. Skattalækkanir sem lítil fyrirtæki á borð við litla Microsoft nutu góðs af á sínum sokkabandsárum. Hvaða þjófélag vill ekki eiga fyrirtæki á borð við Microsoft í dag? Eða Apple eða Cisco eða Intel eða AMD og IBM. Já skattalækkanir og hvatning til lítilla fyrirtækja sem vaxa sig stór og öflug. Nú þurfa fyrirtæki á borð við Microsoft og Apple ekki að leita til banka því þau eiga tonn af fjármunum sem þau hafa lagt fyrir í góðæri. Þau eru því það sem við köllum "stöndug". Þau standa á eigin fótum, standa sterk til að mæta erfiðum árum. Já tonn af peningum

Davíð Oddsson

Á Íslandi gerðist það sama og í Bandaríkjunum. Fjárhúsin voru opnuð og búfénaðurinn stökk bjartsýnn út í vorið. Ríkisvaldið var sett í megrun og frelsi okkar allra aukið. Flestum gékk vel og Ísland varð miklu ríkara fyrir vikið. Landið nötraði af orku og athafnagleði þegnana. En sum fyrirtæki gerðu afdrifarík og stefnumótandi grundvallarmistök í uppsetningarferli sínu og því eru þau dauð núna, eða í andaslitrunum. Þetta voru stór fjármálafyrirtæki sem gerðu afdrifarík mistök í stefnumótun sinni. Þau máluðu sig inni í horni og köfnuðu úr súrefnisleysi. En án mistaka munu aldrei koma neinar framfarir. En sjálft Ísland er ekki hlutaféalg heldur frjálst og sjálfstætt samfélag okkar mannana og mun því lifa að eilífu á meðan svo er. Þetta verðum við að muna

Öll fyrirtæki eiga eftirfarandi sameiginlegt: Þau eiga sér upphaf og endi. Fjarlægðin frá upphafi fyrirtækis til enda fyrirtækis er háð hæfileikum fyrirtækisins til að breyta og aðlaga sig að nýjum aðstæðum. Í stuttu máli – hæfileikinn til að breyta fyrirtækinu á réttann hátt og á réttum tíma er afgerandi fyrir lífslengd þess

Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind

Sveigjanleg hagkerfi munu vinna sig hraðar út úr erfiðlekum en önnur hagkerfi, miklu hraðar. Það er nefnilega frelsið, sterk sjálfsbjargarviðleitnin og sjálfsæðið sem vinnur verkin. Í núverandi ástandi er hætta á að stjórnmálamenn fari út í það að gefa út straum af nýjum og illa skilvirkum reglugerðum sem munu hefta virkni markaðssamfélags okkar og einnig hefta virkni sjálfstæðis okkar. Ef svo verður þá mun það einungis leiða til verri virkni hins frjálsa markaðar og til verri virkni okkar sjálfra sem þeirra einstaklinga sem skapa verðmætin sem allir aðrir munu njóta góðs af. Þetta ber að varast því annars munu allir verða fátækari

 

Geir H Haarde

Það borgar sig alltaf að standa í eigin fætur. It just plain works

Við Íslendingar erum töffarar, það vita allir. Þessvegna mun Ísland taka sig saman og töffa sig út úr núverandi vandræðum - saman

Bréf frá frænda 

Ég fékk bréf frá ungum frænda mínum. Mér finnst það svo gott að ég tek mér það bessaleyfi að birta það hérna:

Kæri frændi. Já, það er af svo mörgu að taka að maður veit ekki hvar skal byrja. Það er svona helsta ástæðan að ég hef ekki haft samband fyrr en nú. Alltaf endað með að froðufella og rífa í hár mitt og skegg yfir heimsku og "nævisma" fólks áður en ég gat sett niður nokkur orð. Hlakka mjög til að heyra frá þér á morgun og vona svo sannarlega að Ísland verði enn inn á heims kortinu þegar þið komið næsta vor! Ef rétt verður staðið að hlutum hér þá er engin spurning að við munum koma okkur út þessu með slíkum hraða að það verður tilefni til enn frekari endurskoðunar á hagkerfum heimsins og virkni þeirra. Eftir að hafa legið yfir þessum kreppu og hagkerfis málum undanfarnar vikur verða ég að segja að ég sé Ísland í allt öðru ljósi en áður. Ég er vægast sagt stoltur af þjóðerni mínu og þessu dýrmæta og einstaka landi sem Ísland er. Að hugsa til þess að við gætum endað sem bara smá hérað í ESB er sorglegra en tárum tekur. Við mundum missa allt. ALLT. Nóg höfum við látið vaða yfir okkur núna. Ef við færum í ESB yrði okkur einfaldlega bara nauðgað og sagt að halda kjafti á meðan. Já já og jamm . . við skulum bara biðja um svipuna hjá IMF svo við getum síðan farið rakleitt á hreppinn hjá ESB. HVAÐ ER AÐ ÞESSU FÓLKI?? Spurning hvort Gunnar í Krossinum geti ekki bara af-ESBÉAÐ þetta fólk? Þetta ESB lið ætti að lesa Íslandsklukkuna eftir Laxness. Og spyrja sig síðan hvort við værum betur sett nú í ESB en þá, þegar Jón Hreggviðsson á Rein var dæmdur til hýðingar fyrir að stela snærisspotta.Manstu þegar Ísland var síðast í sviðsljósi heimspressunnar? 320.000 manna þjóð að keppa um gull í hóp-íþrótt á Ólympíuleikunum í Peking. Nokkuð sem ætti að vera tölfræðilega útilokað. Við munum aldrei gefast upp. Gordon Brown á eftir að komast að því.
ÁFRAM ÍSLAND!!!!

 

Eftirmáli: við verðum að muna þetta:

Vikings Good Guide to Business Guðrún Forlag

Þurfa Íslendingar að laga eitthvað hjá sér? Nei, ekkert að ráði. Þeir voru einungis að lenda á flugvelli frjálsra hagkerfa nútímans í fyrsta skipti, og það með braki og brestum. Það er erfitt að lenda á nýjum flugvelli í fyrsta skiptið. Það gerist aðeins einusinni í lífi hverrar þjóðar. Frá með núna munu Íslendingar aldrei fá tækifæri til að haga sér á sama hátt og þeir gátu síðan hið litla opna og alþjóðavædda hagkerfi þeirra var tekið í notkun, án þess að nokkur tæki eftir því. Einusinni kunnu Íslendingar lítið í fiskveiðum. En núna kunna þeir þær. Eins verður með það að reka opið og frjálst hagkerfi í ólgusjó alþjóðafjármála nútímans. Íslendingar mega fyrir alla muni aldrei hætta að vera þeir sjálfir, því þá myndu þeir hætta að virka. Íslendingar þurfa ekki á neinni fjarvistarsönnun að halda vegna svartar fortíðar. Það er ekkert að fela. Þeir þurfa ekki að dulbúa sig sem nýtt og fallegt heimsveldi sökum þess að gamla heimsveldi þeirra er runnið þeim úr greipum. Nýi Heimurinn er ekki þannig

Við skulum ekki gera eitthvað annað. Allt um þetta mál stendur í Sögum okkar því þetta er ekki neitt nýtt tilbrigði af raunveruleikanum. Okkar fólk hefur reynt þetta margoft áður - saga okkar er þarna til að læra af henni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Frábært innlegg hjá þér í umræðuna Gunnar og skáldlegt ! Ég trúi að þú hafir rétt fyrir þér (í megin atriðum að minnsta kosti).

Mér sýnist að ríkisstjórnin muni ekki kikna í hnjánum. Við þurfum ekki mjög langan tíma til að sjá í gegnum hríðina.

Nú er að koma að EB. Spánverjar eru nú þegar komnir með 11,3% atvinnuleysi og fer hratt vaxandi. Þeir gætu hæglega misst einhverja banka í gjaldþrot.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

Fjármál.

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 19.10.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

Kreppa ,áfram ísland.

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 19.10.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott. Umfram allt skulum við þó kappkosta að minnast ekki á þá íslenska stjórnmálamenn sem vöruðu við þessu meðan enn var tími til að stíga á bremsurnar. Við skulum gleyma mönnum eins og Jóni Magnússyni frjálslyndum, Steingrími J. vinstri grænum og Ögmundi Jónassyni sem auk þess krafðist þess á Alþingi að bankar okkar á erlendri grund yrðu klipptir frá íslenskum móðurfyrirtækjum. Og við skulum gleyma hinum reynda bankastjóra Ragnari Önundarsyni og hans mörgu blaðagreinum´með öll rauð ljós logandi. Og við skulum gleyma skýrslum erlendra fjármálaérfræðinga sem unnu skýrslur fyrir banka og stjórnvöld- skýrslur em síðan var stungið undir stól. Við skulum gleyma þeim alþingismönnum sem kröfðust þess að Alþingi yrði kvatt saman síðsumars til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú væri komin upp og yrði að bregðast við. Við skulum gleyma forystu Samfylkingarinnar sem var í óða önn að ræða um upptöku evrunnar þegar fyrsti neyðarfundurinn var boðaður í Seðlabankanum. Við skulum gleyma að við áttum ruglaðan Seðlabankastjóra sem talaði eins og myndugur forsætisráðherra um viðbrögð gegn kröfum Gordons Brown. Við skulum gleyma þeim orðum Geirs H. Haarde að aðvaranir þær sem tilvitnaðar eru hér að ofan séu "svona eftirá skýringar." Og að fyrsta comment formanns Samfylkingarinnar í viðtali við fréttamann Sjónvarps var á sömu lund. Við skulum umfram allt tala um alla íslenska pólitíkusa í sama pakkanum.    

Árni Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 22:12

5 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

fsakið það er eitthvað að hjá mér í tölvuni ,biðst velvirðingar á því . KVEÐJA DRENGUR.

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 19.10.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Gunnar og þökk fyrir þín skarpskyggnu skrif. Það hressir mann í svartnættinu að lesa bréf þíns unga frænda. Í rauninni tel ég að það vanti aðeins að einhverjar stóriðjuframkvæmdir fari í gang á Íslandi til að kreppan svífi undan eins skjótt og hún kom. Við höfum allt til alls til taks, hendur, hausa, tæki og tól. Úrræðaleysið gegn vá sem við festum ekki hendur á er það versta. Ef við fyndum kröftum okkar stað myndi margt breytast fljótt.

Það er því miður enginn  replay-takki á tilverunni. Þetta er bara svona. Heimkomin hafði frú Ingibjörg Sólrún ekki annað að segja við Geir Haarde: Fyrst í IMF og svo beint í EBE. Var þetta útspil ekki alveg  í það minnsta á pari við sjónvarpsviðtal Davíðs ?

Sem betur fer erum við Íslendingar ekki með Evru um þessar mundir. Þá fyrst væri komið hér erfitt ástand með allt þetta fók úr fjármálageiranum atvinnulaust.  Nú getum við notað krónuna til að örva efnahagslífið sem við gætum ekki með sífelldum evruskorti. 

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það væri hægt að gera árið 2009 að afborgunarlausu ári  hjá Íbúðalánasjóði og setja þá gjaldaga afturfyrir á höfuðstólinn. Bara svona til að reyna að glæða fólk von og bægja frá kvíðanum sem hrjáir unga fólkið.   Og að sveitarfélög skipuleggi ný smáíbúðahverfi þar sem lóðir verða látnar niðurgreiddar með greiðslufresti í því skyni að fólkið fari aftur að nota eigin hendur við að bjarga sér í stað þess að reyna að græða á tölvuskjáunum.

Fólkið vantar von fyrir stafni, nýjar lendur að nema. Ljónsöskur eins og Churchill sagði að hefði verið sitt hlutverk á stund neyðarinnar.

Halldór Jónsson, 19.10.2008 kl. 23:34

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góð lesning

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.10.2008 kl. 23:42

8 identicon

Þegar harðir kapitalistar eru flúnir í faðm ríkisins með bón um hjálp, þá held ég að frjálshyggja Reagans og DO, sé dáin. Allt annað er óskhyggja um liðin tíma. Eins og Frederik Braconier segir í SVD í dag.

"Finanskrisen orsakar ett ideologiskt jordskred. När stater tar över banker och tvingas garantera hela det finansiella systemet har tron på den fria marknadens självläkande krafter fått en knäck. "

og seinna "Därmed har nyliberalismen åtminstone temporärt kastats på sophögen. Staten behövs när marknadskrafterna har kört i diket. Att staten då har 20 procent i en av storbankerna framstår knappast som stötande."

Það getur vel verið að hinn anglosaxnesku hagkerfi séu fljótt að jafna sig en markaðshagkerfið eins og við þekkjum það í dag er farið. Sú heimsskipan sem byrjaði með Nixon hefur liðið sitt skeið.

Ég á von á því að Ísland jafni sig fljótt en ég vona að við berum gæfum til þess að sleppa ríkisforsjáni og leggjum frekar áherslu á gott regluverk. En við þurfum líka góðan heimamarkað (ESB-löndinn) og traustan gjaldmiðill (Evru) til þess að okkar kraftar nýtist sem best. Til þess að við eigum að geta jafnað okkur, þá þurfum við að lækka allan viðskiptakostnað sem mest við megum. Við þurfum stóran heima markað,

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já auðvitað mun Noregur, Sviss og Ísland sökkva í sæ ásamt öllum öðrum löndum heimsins nema þeim 27 sem eru í ESB. Það hljóta allir að sjá alveg eins og þeir sáu ljómann frá austri og niðri á fyrri tímum

-------------------

• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)

-------------------

• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB

-------------------

• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB

-------------------

• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi

-------------------

Halló !!

Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2008 kl. 15:44

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er gaman að fylgjast með ykkur á þessari síðu. Það sem þið eruð að skrifa um er svo á skjön við raunveruleikann og það sem ég er að upplifa úti í þjóðfélaginu að það er hreint út sagt með ólíkindum.

Það eru sjálfstæðismenn unnvörpum að skipta um skoðun og aðhyllast nú ESB á meðan þið látið eins og ekkert hafi gerst, þetta sé sé smá skúr - ekki einu sinni él - og að allt muni ganga sinn vanagang, þegar álversframkvæmdirnar í Helguvík verða komnar á fullt. Ekki misskilja mig, því ég vil álversframkvæmdir hér á Suðurnesjum og fyrir norðan!

Við erum núna að taka lán upp á 1/2 þjóðarframleiðsluna, sem mun skuldsetja hvert mannsbarn um 2,2 milljónir króna. Þetta mun samt duga skammt, því mér skilst að skuld okkar í útlöndum sé eitthvað um 12 milljónir króna á hvern Íslending.

Vaknið endilega!

Ef við hefðum verið með evruna hefðum við aldrei fengið að skuldsetja okkur svona og þar að auki hefði evran tryggt rekstur bankanna og við hefðum ekki upplifað þetta gengisfall og þessa verðbólgu.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 17:06

11 identicon

BNA hafa þegar verið í djúpri kreppu um þónokkurt skeið og samkv. spá frá Deutsche Bank sem þú vísar sjálfur í hér er ekki mikil von um að ástandið í BNA skáni, því þarna er spá fyrir árið 2009 sem segir: "USA ventes at gå i recession med et minus på 1 pct".

 Það er augljóst að þetta blogg þitt byggir á óskhyggju frekar en öðru...

BigBrother (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:50

12 identicon

Guðbjörn: "Ef við hefðum verið með evruna hefðum við aldrei fengið að skuldsetja okkur svona og þar að auki hefði evran tryggt rekstur bankanna og við hefðum ekki upplifað þetta gengisfall og þessa verðbólgu".

Talandi um óskhyggju...

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:01

13 identicon

Þakka þér fyrir góðann pistil Gunnar. Satt best að segja mætti heyrast meira af viðhorfum sem þessum.

sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:40

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innleggin

Big Brother

Ég held að þú sért að misskilja eitthvað:

  • BNA hefur átt við fjármála- og húnsæðiskreppu að etja í næstum því tvö ár núna.  
  • En samt hafa þeir haft meiri hagvöxt en ESB allan þennan tíma
  • Og þrátt fyrir þetta hefur BNA haft miklu miklu minna atvinnuleysi en ESB - og það einnig áratugum saman
  • Samt eru húsnæðisskuldir heimilanna í BNA miklu mikli minni en í ESB miðað við tekjur heimilanna
  • 36% af öllum heimilum skulda ekkert í húsnæði sínu 
  • Ef maður getur ekki lengur borgað af húsnæði sínu í BNA þá skilar maður því til lánastofnunarinnar og labbar burt, laus mála. Þessvegna eru lánastofnanir í BNA í svona miklum erfiðleikum
  • Í ESB er húnsæðis og fjármálakreppan að hefjast. Húsnæðisverð í mörgum ESB löndum á EFTIR að falla um 30-50%
  • Þessvegna segir spá Deutsche Bank að þjóðarframleiðsla BNA muni falla minna (1%) en í ESB (1,4%) því kreppan er einungis að hefjast í ESB.  

ESB mun ekkert geta gert til að sporna við því að atvinnuleysi fari upp í hæstu hæðir nokkurntíma. Sjálfur spái ég 15% atvinnuleysi í ESB sem mun þýða allt að 20% atvinnuleysi í sumum löndum ESB. Það verður ekkert hægt að gera við þessu því evran hindrar atvinnusköpun ?  

Evran og ESB mun sjá fyrir því að bilið á milli efnahags ESB og BNA og Íslands hinsvegar mun einungis halda áfram að breikka og verða enn verra en það er nú: árangur Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsin 

Ég mæli með:

Breytt mynd af ESB - höfuðstefna

og Tíu þýsk forstmörk

og Skatta-OPEC Evrópu - Evrópusambandið - árangur

Stöðugleikur ESB 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2008 kl. 19:09

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég legg til að menn skoði úttekt á Spáni sem ég var að setja á bloggið mitt. Ég held að Spánn fari jafnvel verr út úr kreppunni en Ísland. Atvinnuleysi þar er nú þegar komið yfir 11%.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.10.2008 kl. 21:55

16 identicon

Nei Gunnar, ég er ekki að misskilja neitt, ég er bara að vísa í sömu skýrslu og þú gerðir.

Skýrslan sem þú sjálfur vísar í sýnir annað en þú fullyrðir. Það er bara svona þegar þú handvelur einhverjar tölur úr skýrslum til að nota í áróðursskyni og minnist ekki á allt annað, að þú færð það svo léttilega í andlitið aftur þegar betur er að gáð.

Svo má líka benda á þetta hér sem spáir efnahagsbata í Evrópu á næsta ári en það líka allt annað en þú fullyrðir. Enda er þetta Evrópuhaturs- og Bandaríkjaástarblogg þitt meira byggt á trúarbrögðum og óskhyggu en nokkruð öðru.

BigBrother (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:28

17 identicon

BigBrother: Þeir sömu ágætu menn (IMF) sem spá nú efnhagsbata í Evrópu á næsta ári, höfðu þetta að segja um langtíma efnahagshorfur Íslands í skýrslu sinni sem birtist í júlí 2008. (Athugaðu dagsetninguna! Hún er þó nokkuð skondin eins og skýrslan öll sjálf í heild sinni.. eða hvað?)

Iceland—2008 Article IV Consultation Concluding Statement

July 4, 2008

This document contains the conclusions of the IMF mission that visited Iceland during June 23-July 4, 2008. The mission team would like to thank all participants in the meetings for excellent cooperation, frank discussions, and the usual warm hospitality.

Introduction

1. The Icelandic economy is prosperous and flexible. Per capita income is among the highest and income inequality among the lowest in the world. Labor and product markets are open and flexible. Institutions and policy frameworks are strong, and the government's debt is very low. The remarkable management of the country's natural resources has enabled Iceland to diversify the economy and help ensure sustainability. Against this backdrop, the long-term economic prospects for the Icelandic economy remain enviable.

-----------------------

Ef efnahagshorfur hér ættu að teljast öfundsverðar, nú tæpum fjórum mánuðum eftir að ofangreind spá er birt, þá held ég að þú og hinir píslarvottarnir sem þrá himnaríki á jörðu innan ESB, ættuð að leggjast á hnén og biðja fyrir himnasmiðunum í Brussel. Það eru nú bara 436 dagar til dómsdags. En trúin flytur fjöll, ekki satt?

Frosti (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband