Leita í fréttum mbl.is

Evrópskir bankar falla nú eins og spilaborgir

11 Hlemmur-Féll

Í gær féll Fortis í Belgíu, Hollandi og Lúxemburg. Glitnir á Íslandi, Bradford & Bingley í Bretlandi. Í Þýskalandi var Hypo Real Estate fjármálastofnuninni bjargað, en hún er einn af hornsteinum þýska fjármálakerfisins. Í Danmörku voru þrír minni bankar sameinaðir í eins dags hraðferð leiðar 11 Hlemmur-Féll. Írski hlutabréfamarkaðurinn datt dauður niður um 12.7% á einum degi. Írskir bankar urðu illa úti t.d. féll Anglo Irish Bank um 46%.

Það sem af er þessum degi er komið að fransk-belgíska stórbankanum Dexia að leggjast í öndunarvel á sjúkrahúsi peningamarkaða. Sögur herma að ítalskir og grískir bankar séu einnig að hugsa um að taka þátt í svona bólför. Ef svona heldur áfram munu margir athafnamenn einnig leggjast í rúmið. Þá getum við öll eytt tímanum í að bora í nefið á okkur allann daginn - á launum frá "hinu opin-bera". Þú veist -  H I N U    O P I N B  E  R A

Flestir hlutir falla hratt í verði núna. Korn, matvæli, málmar og olía. Ef olíuverð hrynur þá mun norska krónan verða tekin í karphúsið eina ferðina enn, sem svo mun þýða hærri stýrivexti og þar með hærri vexti fyrir norska húseigendur og þar með aukin hætta á hinu og þessu fyrir banka. Gengi gjaldmiðla sveiflast eins og lauf í vindi. Stærstu hreyfingar hafa verið t.d. á japönsku yeni og ástralska dollar, 11,3% breyting á 30 dögum. Evra og yen 6,3% - ástralskur dollar og bandarískur dollar 6,8%. 

Gereyðingarvopnin sem allir hafa verið að leita að segja gárungarnir nú að séu fundin, þau fundust í bandaríska þinginu í gær og fyrsta tilraunasprengingin náði að þurrka út 1.3 trilljón dollara af verðmati á hlutabréfamörkuðum Bandaríkjanna í gær.

Njótið þessarar sýningar. Næsta sýning er nefnilega fyrst eftir 100 ár

Er komið að þessu?

Flestir bankar eru fullir af peningum en þeir þora ekki að lána þá út til annarra banka. En þeir myndu þó þora að lána þessa peninga til seðlabankana því það er eina traustið sem er eftir í markaðinum. Menn hafa ennþá traust á seðlabönkum vegna þess að þeir eru beintengdir við vasa skattgreiðenda, og allir vita að svoleiðis vasar eru ótæmandi auðlind því ríkið hefur ótakmarkaðan einka-aðgang að þessu forðabúri peninga, svo framarlega að það sé einhverja at-vinnu eða neyslu hægt að hafa af þegnunum. Er ekki hægt að leyfa seðlabönkum að greiða fyrir vexti á innlánum? Þá gætu seðlabankar lánað þessa peninga aftur út til viðskiptabanka sem fá ekki fjármagn sökum ótta í markaði ? - eða er þetta kanski alger vitleysa hjá mér?

Hvenær mun traustið koma aftur? Það er traustið sem er grundvöllur allra viðskipta 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband