Leita í fréttum mbl.is

Um móðir allra fjármálakreppu. Ný haustútgáfa Þjóðmála

Þjóðmál : Haust 2008

Sælir kæru lesendur. Ég leyfi mér að vekja athygli á nýútkominni haustútgáfu Þjóðmála. Þar skrifa ég átta blaðsíðna grein um evruna og tilurð hennar

Yfirskriftir greinarinnar

Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?
Fyrsta og annað farrými hagkerfa

  • Visna vöðvar frelsisins ef þeir eru ekki notaðir?
  • Vöxturinn er ekki hér
  • Afturljós hagkerfanna
  • Var evran nauðsynleg, eða var hún pólitískt verkfæri?
  • Móðir allra fjármálakreppu
  • Skammsýni og múgsefjun evruumræðu

 

Brot úr greininni fer hér

Enginn hefur enn svarað grundvallarspurningunni um evru, en hún er þessi: Af hverju? Álíka fáir hafa þó rætt afleiðingar evru fyrir evrulöndin sjálf: Hver er árangurinn? Eða eins og Kaninn segir: „Show me the money?“ (Hvar eru peningarnir?) Sjálf framkvæmdin hefur vissulega tekist framar vonum, en hvernig hefur sjúklingurinn það? Hver er árangurinn? Engin áþreifanleg aukning í verslun og viðskiptum á milli evrulanda, lítill sem enginn hagvöxtur á 65% af evrusvæðinu og viðvarandi mikið atvinnuleysi öll árin. Jú, það er komið pólitískt svar við stóru spurningunni um af hverju, en það er væntanlega ekki það svar sem hefur stýrt þeirri örþrifaumræðu sem við höfum orðið vitni að undanfarna mánuði á Íslandi. Umræðan á Íslandi hefur eingöngu verið efnahagslegs eðlis, en í þeim efnum er nákvæmlega ekkert að sækja fyrir Ísland með upptöku evru, því evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri

 

Ég hvet þá sem vilja landi og þjóð sinni vel að lesa þessa grein í Þjóðmálum, því þar er komið inn á hluti sem alls ekki hafa verið uppi í þeirri örþrifaumræðu sem hefur geisað um málefni ESB og evru á Íslandi. Samkvæmt þessari umræðu er evra líklega ekki það sem þú heldur að hún sé

Sjálfur hlakka ég mikið til að lesa grein Vilhjálms Eyþórssonar, blaðamanns, en hann skrifar ádrepu um það sem hann kallar „flathyggju“. Magt fleira athyglisvert er í Þjóðmálum að þessu sinni. Meira og betur er fjallað um þessa haust-útgáfu Þjóðmála í Vef-þjóðviljanum 

Ritið Þjóðmál fæst í öllum bókabúðum Pennans og Eymundsson, bensínstöðvum Olís og nokkrum fleiri stöðum. Einnig er hægt að kaupa einstök hefti og gerast áskrifandi í Bóksölu Andríkis (Vef-Þjóðviljinn). Þá er hægt að gerast áskrifandi og kaupa einstök hefti í síma 698-9140. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Ólafsson

Sæll Gunnar,
Hef lítillega fylgst með herför þinni gegn evrunni og nánast öllu því sem evrópskt er. Rökfærsla þín minnir mig meira á gamlan mann sem ég þekki sem bölsótast út í bíla og reiðhjól. Segir alla komast leiðar sinnar án þessara farartækja enda allir með lappir tvær til að komast á milli staða.
Mín skoðun er sú að Evran sé m.a grundvöllur hagkvæmra vöruskipta, trygging fyrir stöðugleika og verkfæri markaðarins til að tryggja eðlilega samkeppni. Hugsaðu um það næst þegar þú sest uppí leigubíl á leið út á völl hvernig væri að fara fótgangandi. Það ,,gengi" ágætlega en væri seinfarið, óhagkvæmt og þú myndir þurfa að hafa kostnaðarsama skó til skiptanna.

Kveðja til Evrulands,
Bergur Ólafsson

Bergur Ólafsson, 12.9.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Bergur

Reiðhjól er víst of djúpt í árinni tekið ef lýsa á hraða hagvaxtar á evrusvæðinu. Þríhjól ætti betur við, eða jafnvel kökukefli, hugsanlega einnig veghefill og grjótmulningsvél.

Mér er nokkuð sama hver gjaldmiðillinn er því kortið mitt lítur alltaf eins út, því nota ég það, einnig til að fylla á kaggann minn. En ef ég get ekki greitt vegna lélegrar frammistöðu hagkerfis mín, þá verð ég súr. Skítt með vöruskiptin, Vörunar rata alltaf á þá markaði sem borga best og sem nota mest af þeim, þ.e. ef það ríkir sæmilegt frelsi og ef sjálfsbjargarviðleitni manns er sterk. Þess vegna eru Danir dálítið reiðir í dag, því ESB bannar þeim að gera gagnkvæma viðskiptasamninga við Japan upp á eigin spýtur. Nú missa Danir því af tekjum og mörkuðum sem fara til landa í Asíu og í Suður Ameríku, því þau lönd hafa gert samninga við Japan upp á eigin spýtur um m.a. landbúnaðarútflutning. Hugsaðu þér, að framkvæma eitthvað uppá eigin spýtur! Hvar endar þetta ef viðskiptafrelsi þjóðanna fær að brjótast svona óhindrað út um allar jarðir Bergur.

En ESB krefst að allt fari í gegnum Doha-samningaborðið, sem er afskaplega takmarkandi hugsunarmeinloka fyrir þessi 27 lönd í ESB. Þau verða því hér einni tönn fátækari, og þurfa í endann að fara uppá kökukeflið. Svona enda allur áætlunarbúskapur. Núna eru ESB-löndin öll að bíða eftir mömmu. Bíða eftir Brussel.

EUs handelsstrategi koster Danmark dyrt

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2008 kl. 13:03

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Kannski komið tími á að leggja af útgáfa peninga á Íslandi og leyfa notkun hverrar þeirrar myntar sem henntar fólki hverju sinni.

Héðinn Björnsson, 12.9.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þessa stórgóðu grein Gunnar sem vonandi sem flestir
ESB-trúboðar og evru-unnendur lesi. Því þarna er maður eins og þú
í atvinnulífinu í Danmörku sem TALAR AF REYNSLUNNI til FJÖLDA ÁRA, nokkuð sem ENGINN hér búandi á Íslandi getur gert.  Hvet þig einnig mjög Gunnar til að skrifa reglulega í blöðin hér heima um þessi mál því ekki veitir af upplýstri vitrænni umræðu um þessi Evrópumál hér eins
og ESB-áróðurinn er hér skefjalaus.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 21:17

6 identicon

Ef  efnistök í  greininni eru í samræmi  við málvillurnar í  fyrirsögninni, þá  efast ég um að  ég nenni að lesa greinina  þegar ég fæ hið annars ágæta  tímarit Þjóðmál í hendur:

Um móðir allra fjármálakreppu í haustútgáfu Þjóðmála

Eiður (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér góð orð til mín Guðmundur.


Eiður, ég vildi að ég gæti þakkað þér góðar ábendingar um málfar. Ef þú hefur tillögur eða athugasemdir þá þigg ég þær með þökkum. Það er alveg öruggt að ég er haldinn töluverðri málvillu eftir alla þessa fjarveru, og ekki bætir úr skák hversu setningamyndun brenglast við að búa svona lengi á málsvæði sem líkist íslensku eins mikið og danskan gerir. En þetta er samt betra en danska á sunnudögum, er það ekki Eiður? ;)

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2008 kl. 22:17

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Héðinn.


Já þú segir nokkuð. En er þetta ekki í gangi nú þegar? Til dæmis púnktakerfi, gjafakort og slíkt. Spurningin er alltaf hverju menn treysta.

Færeyingar lenda stundum í vandræðum með mynt sína þegar þeir eru í Danmörku. Þeir eru með danskar krónur, gefnar út af seðlabanka Danmerkur, en hafa þó fengið að velja um útlit mynta og seðla. Svo þegar þeir koma til Danmerkur þá vilja sumar verslanir ekki taka við þessum dönsku krónum einungis vegna þess að það er önnur mynd á myntum og seðlum Færeyinga. Segja má að Færeyingar séu í myntbandalagi við dönsku krónuna.

En árið 1924 þá andaðist Skandinavíumyntin undir fótum Íslendinga í sjálfu inngönguferli Íslendinga í þetta myntbandalag. Meira um þetta hér: Gengið á gullfótum yfir silfur Egils

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Hef lítillega fylgst með herför þinni gegn evrunni og nánast öllu því sem evrópskt er."

Nokkrar staðreyndir sem ég hefði að óreyndu ekki talið að það þyrfti að minna á.

1) Evrópusambandið er ekki Evrópa.

2) Það sem Evrópusambandið tekur upp á er ekki allt sem evrópskt er.

3) Ef eitthvað er hin eina sanna evrópska hugsjón þá er það frjáls samvinna sjálfstæðra þjóðríkja á jafnréttisgrunni. Miðstýrt, ólýðræðislegt, yfirþjóðlegt skriffinskubákn sem ætlunin er að breyta í eitt ríki hvort sem almenningi líkar betur eða verr er ekki hin eina sanna evrópska hugsjón.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband