Leita í fréttum mbl.is

Er aðalhvati alþjóðaviðskipta hinn lægri flutningskostnaður og tækniframfarir? Nei, aldeilis ekki!

Sælir kæru lesendur. Það er búið að berja því inn í hausinn á flestum að aukin alþjóðaviðskipti séu háð fallandi flutningskostnaði og tilkomu nýrrar tækni. Við eigum að halda að aðalhvati alþjóðaviðskipta sé háður þróun eins og:

  • frá seglskipum til gufuskipa => sigla hraðar
  • frá gufuskipum til gámaskipa => sigla hraðar og meiri hagkvæmni
  • lækkandi orkuverð => lækkandi flutningskostnaður
  • stöðugra gegni t.d. myntbandalög => svokallaður stöðugleiki myntar

En nei, þessu vísar ný rannsókn að miklu leyti á bug hér: Globalisation and trade costs: 1870 to the present

Fyrsta stóra uppsveifla alþjóðlegra viðskipta átti sér stað á milli 1870 og 1913. Þá stórjukust alþjóðleg viðskipti. Svo stoppaði þróunin með tilkomu fyrri heimsstyrjaldarinnar og stóru hrun-kreppunnar sem kom í kjölfarið þ.e. 1929 kreppan. Það er ekki fyrr en um miðjan áratug 1990 að við sjáum sambærilega aukningu í alþjóðaviðskiptum.

En hvað er það sem knýr aukin alþjóðaviðskipti? Þessi rannsókn segir að það séu ekki tækniframfarir, ekki lækkandi olíuverð og ekki fast gegni, nema að takmörkuðu leyti. Hvað er það þá ? Jú, það er aukið ríkidæmi þegnana og meira frelsi. Meira frelsi þýðir alltaf aukið ríkidæmi, og meira frelsi þýðir einnig minni verndun í formi færri tolla, færri innflutningshafta og minni skriffinnsku. Þetta knýr semsagt aukningu í alþjóðaviðskiptum. Viljir þú minnka alþjóðaviðskipti þá skaltu byrja á því að minnka frelsi, fátæktin mun svo koma alveg sjálfkrafa í kjölfarið. Þetta er auðvelt. Maður stækkar bara hluta ríksins af þjóðarkökunni

En hvernig verður maður ríkur? Með því að eiga hlutabréf í ríkisreknum Landsbanka? • eða hlutabréf í bæjarútgerðinni? • í grænmetisverslun ríkisins ? • í útvarpsviðtækjaverslun ríksins • sementsverksmiðju ríksins ? Á ég að halda áfram ? Nei Gunnar, ekki gera það!

Verður Ísland ríkt á því að ganga í Evrópusambandið ? Nei það verður Ísland ekki. Evrópusambandið er nefnilega ekki á leiðinni að verða ríkt. Það er á leiðinni að veðra fátækara vegna þess að það er rekið af áætlunargerðarmönnum sem lama frelsi og sjálfsábyrgð. Stærð hins opibera geira í Evrópusambandinu er orðinn allt allt of stór og skattar í ESB eru því komnir í 40% hlutfall af þjóðarframleiðslu ESB. Það var enginn sem hafði planlagt iðnbyltinguna og heldur enginn sem hafði planlagt dot.com byltinguna. Hvorugt var verk áætlunargerðarmanna og hvorugt átti sér stað í Brussel.

Ríkið ætti að senda ljósgeisla vonar og væntinga til þegnana, núna!  

Ljósgeisli skattalækkana á sögulegum bakgrunni fjallkonu Íslands

Hvað er þá til ráða í þessu alþjóðlega hræðslukasti sem ríkir núna? Jú það fyrsta sem menn þurfa að gleyma er hræðslan. Ekki leggjast á kné og biðja ríkið um að redda málunum því það mun einungis gera flest enn verra og einungis þýða fleiri áætlanir og þær eru oftast slæmar og senda peningana á viltausa staði þar sem þeir vinna illa. Það sem þarf að gera núna er að senda ljós vonar og væntinga til vöðva þegnana. Von um að ríkið fari í felur og að það láti fara ennþá minna fyrir sér en það gerir í dag. Ríkið sendi þannig út tilkynningu til þegnana um að vegna þess hve þegnarnir séu svo miklu duglegri að vinna úr þeim auðæfum sem eru til umráða að þá hafi ríkið ákveðið að draga sig enn frekar í hlé og láta virka vöðva þegnana um að annast enn stærri hluta þjóðarkökunnar en áður. Að ríkið ætli því að stórlækka skatta því þeir peningar séu alltaf miklu betur komnir í höndum þegnana heldur en á nafnlausum höndum ríkisins. Ríki og sveitarfélög ættu að senda þessa fréttatilkynningu út núna, og láta skattalækkunina koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Svona er hægt að minnka hræðslu með því að senda út hvetjandi taugaskilaboð vonar og væntinga til vöðva þegnana. Þetta setur í gang undirbúningsþjálfun vöðvaafls þegnana og minkar offitulömun ríkisins sem því miður er orðin allt of mikil

Tengt efni:

Rit Seðlabanka Íslands: Saga gjaldmiðils á Íslandi 

Viðskiptaráð Íslands: Útþensla hins opinbera: orsakir, afleiðingar og úrbætur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Heyr heyr. Tek undir með Laissez.

Fannar frá Rifi, 21.8.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Gunnar, leiftrandi gott fram yfir miðja grein, en svo fer að sækja að sú hugsun, að hér sé við ramman reip að draga – er ekki ríkið alltaf að auka við loforðum um það sem það hyggst bæta við á góðgerðaskrá sína? Bráðlega verður t.d. farið að niðurgreiða skólabækur. – En sem EBé-viðnám er þessi grein afar góð. EBé er ekki á leið með að auka hlut sinn í atvinnulífi og viðskiptum í heimi hér – því er einmitt þveröfugt farið, segja spár um allra næstu áratugi.

Jón Valur Jensson, 22.8.2008 kl. 01:57

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur innleggin


Um niðurgreiðslur á skólabókum. Það eru skattgreiðendur sem greiða fyrir skóla sína og barna sinna og á meðan svo er þá á skólinn að skaffa verkfærin. Annað er fjarstæða. Athugið að skattgreiðendur borga ekki bara fyrir skólann einusinni heldur alla æfi. Er hægt að gera þetta betur í einkarekstri? Geta þegnarnir rekið skóla betur en opinberir starfsmenn á launum hjá ríkiskassanum og skaffað betri og ódýrari verkfæri (bækur)? Ég hugsa að svarið sé yfirleitt já.

Núna eru margir starfsmenn skóla sem eru hámenntaðir kennarar og skólastjórar grafnir djúpt niður í pappírsdyngjum ríkisins (eftirlit) á meðan afleysingakennarar eru að sinna viðskiptavinunum (nemendunum). Þetta er svipað og ef forstjórar einkafyrirtækja væru í vörumóttöku í staðinn fyrir að leiða og þróa fyrirtækið áfram og hvetja starfsmenn sína til dáða. Það flýtur allt í pappírum og reglugerðum (eftirlit) og allt of mikið af tímanum fer í próf (eftirlit) á meðan hann ætti að fara í kennslu (framleiðslu og þjónustu). Svo lendir stór hluti af kennslunni á foreldrunum hvort sem er því það er ekki tími til að kenna vegna sífelldra prófa (eftirlit).

Ég hugsa að margir myndu vilja verða stærstu hluthafar í sjálfum sér og í börnum sínum ef þeim byðist möguleikinn - þ.e. borga sjálfir væru skattar lægri. Ef maður vill það ekki, af hverju ætti þá einhver annar að vilja það? Af hverju ætti ríkið að vilja börnum þínum betur en þú sjálfur?

En svona er þetta alltaf í opinberum rekstri. Það er nær ógerningur að bæta framleiðni og afköst því allir opinberir starfsmenn vita að ef það sparast eitthvað einhversstaðar þá verða þeir bara reknir, störfum fækkað. Svo hvað gerir hinn opinberi geri þá? Jú hann heldur áfram að þykjast vera ofhlaðinn störfum því annars minnka bara fjárveitingarnar. Framleiðni í opinberum geirum á mjög erfitt uppdráttar miðað við framleiðni í einkageiranum. Þetta er nær ógerningur viðfangs og versnar í mörgum löndum með ríkisrekna skóla. Þeir verða dýrari og dýrari, og lélegri og lélegri og það verður minna og minna pláss fyrir alla sem ekki eru "normal" því skólarnir eru hættir að geta kennt. Þeir hafa ekki tíma.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 22.8.2008 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband