Leita í fréttum mbl.is

Raunverð húsnæðis í Þýskalandi frá aldamótum

Sælir kæru lesendur. Ég sat í sófanum og var að "hugga mig" við að glugga í seinustu útgáfu rits Seðlabanka Íslands Peningamál nr. 10 (e. Monetary Bulletin Vol. 10 no. 2 July 2008). Þetta rit er vel unnið og maður laðast sjálfkrafa að því vegna þess hve vel það er uppsett og útlit fallegt. Í þessu riti rakst ég á þessa mynd. 

Raunverð húsnæðis :: graf frá Seðlabanka Íslands :: Peningamál 2/7 2008

Myndin sýnir raunverðbreytingar á húsnæði í nokkrum löndum heimsins frá aldamótum. Margir þættir þessarar myndar eru mönnum vel kunnir. En ég efast þó um að margir hafi veitt því eftirtekt að þau pensladrög sem lýsa hinum þýska og japanska þætti myndarinnar eru öll strokin niður á við í myndinni. Niðuráviðisminn virðist hafa náð tökum á þeim sem máluðu bæði þýska og japanska hluta myndarinnar. Hvernig getur þetta verið? Hvernig getur verið að tvö af stærstu hagkerfum heimsins hafa skorið 20% og 25% ofan af raunvirði húsbygginga sinna? Þýskir húseigendur hafa hér tapað 20% á því að hafa keypt sér húsnæði í heimalandi sínu Þýskalandi, á aðeins 8 árum. Mér finnst þetta merkilegt. Hafið þið skýringu á þessu kæru lesendur? Sjálfur hef ég drög að útskýringu. Hún er sú að Þjóðverjar eru svo að segja hættir að eignast börn og meðalaldur Þjóðverja er orðinn það hár að við kosningarar á næsta ári þá mun helmingur allra kjósenda í Þýskalandi vera orðnir sextugir, eða um sextugt. Ég geri ráð fyrir að myndin sé svipuð í Japan.

Er þá einhver von um að eitthvað annað í Þýskalandi muni ganga betur en mínus tuttugu prósent á næstu átta árum? Eða jafnvel á næstu tuttugu árum? Allir sem eru orðnir fimmtugir vita að draumarnir breytast með aldrinum. Draumurinn um fína stóra húsið, stóra Jagúarinn og þar fram eftir götum er þá byrjaður að fölna að minnsta kosti um eina eða tvær tennur. Munu Þjóðverjar draga gluggatjöldin alveg fyrir á næstu 8 eða 20 árum? Hvað heldur þú? Þeir drógust allavega saman um 0,5% í hagvaxtarlagi í dag, og ekki var það vegna skyndilegs samdráttar á húsnæðismarkaði  þeirra, hann er jú steindauður fyrir.

Tengt efni: 

» Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erfitt að álykta svona víðtækt um þessar tölur, það væri betra að taka 20-30 ára tímabil.  Japan og Þýskaland er ólíkt saman að jafna.  Langvarandi deifð hefur verið yfir efnahag Japans eftir mikinn uppgang á níunda áratugnum inní þann tíunda.  Ég gæti einnig trúað að sameining þýskalands hafi haft langvarandi áhrif á íbúðarverð þar. 

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Jósep og takk fyrir innleggið


Þýskaland á það sameiginlegt með Japan að bæði löndin eru á botninum hvað varðar hagvöxt í OECD. Hagvöxtur Þýskalands frá 1993 til 2007 er svo lélegur að hann liggur, ásamt Japan og Ítalíu, á botninum í OECD. Það eru 30 lönd í OECD

Þýskaland 27,8

Ítalía 23,7

Japan 23,7

Svo það er lítill munur á Japan og Þýskalandi hvað þetta varðar. Sameiningu Þýskalands má líkja við þau hagstjórnarmistök sem Japan hefur iðkað í áratugi, þau eru bara annars eðlis. Fertility rate í Þýskalandi er komið niður í 1,2 - 1,4 börn á hverja konu, svo með þessu áframhaldi munu Þjóðverjar vera horfnir að mestu af yfirborði jarðar innan 100 ára. Meðalaldur Þjóðverja hækkar ört. Þetta er svipað ástand og er í Japan í dag.

Fáir gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur á efnahag svona þjóðfélaga og á efnahag nágranna þeirra. Þýskir neytendur eru núna að verða svo aldraðir að það er mikil hætta á að efnahagur þjóðverja muni detta inn í neikvæða skrúfu verðhjöðnunar við hvert hið minnsta neikvæða áreiti. En verðhjöðnun er hin últimatíva hryllingsmynd allra fjárfesta, því þar verður allt að engu. Nei,við kaupum þetta ekki í dag, þetta veður ódýrara á morgun

- næsta dag -

nei við kaupum þetta ekki í dag, þetta veður ódýrara á morgun

- næsta dag -

nei við kaupum þetta ekki í dag, þetta veður ódýrara á morgun

- næsta dag -

nei við kaupum þetta ekki í dag, þetta veður ódýrara á morgun

- næsta dag -

nei við kaupum þetta ekki í dag, þetta veður ódýrara á morgun

- næsta dag -

nei við kaupum þetta ekki í dag, þetta veður ódýrara á morgun

Þetta er alger andsæða verðbólguhugsunarháttar. Vandamálið er að það er mun erfiðara að stoppa svona neikvæða skrúfu verðhjöðnunar því hún er eilíf frestun ákvarðana um neyslu og fjárfestingar í von um að verð lækki enn meira í framtíðinni. Þessi neivæði spírall á mun auðveldara með að festa rætur í hjörtum eldra fólks því það er jú búið að upplifa blóma lífsins, og er búið að fjárfesta. Það þarf ungt og hugrakkt blóð til að blása lífinu aftur í kulnaðar glæður svona hagkerfa. Það er eiginlega ekki hægt með efnahagsaðgerðum. Í leiðinni munu þessi lönd svo draga nágranna sína niður í svaðið með þeim, því þau munu pressa niður laun og kjör í öllu sínu nánasta umhverfi, stærðarinnar vegna.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband