Leita í fréttum mbl.is

ESB mun stefna Bretum fyrir óreiđu í ríkisfjármálum

Ađalstöđvar ESB ćtla ađ stefna Bretum fyrir ađ ţađ muni verđa halli á fjárlögum breska ríkisins á nćsta ári. ESB er búiđ ađ reikna sig fram til ađ ţađ mun verđa mun meiri halli á fjárlögum breska ríkisins en sem nemur ţeim ţrem prósentum sem leyfileg eru samkvćmt stöđugleika sáttmála ESB. En ţađ er stöđugleika sáttmáli ESB sem heimilar ţessum áđur sjálfstćđu ríkjum ađ ţjóđarskúta ţeirra megi hallast um allt ađ ţrjár gráđur á slagsíđu stjórnborđsmegin. 

 

Ef hallinn á ţjóđarskútunni verđur meiri ţá hefur hann hingađ til veriđ leiđréttur međ ţví ađ ţeir skipverjar sem sunda vinnu sína stjórnborđsmegin verđa ađ leggjast í kojur sínar bakborđsmegin og halda kyrru fyrir í rúmum sínum ţar til skipiđ er aftur komiđ á jafna siglingu. En stundum skeđur ţađ ađ skipiđ fer ađ halla of mikiđ á bakborđa vegna ţess ađ allir skipverjar eru komnir í koju og sofnađir. En ţetta vandamál er venjulega leyst međ ţví ađ henda nógu mörgum sofandi skipverjum fyrir borđ ţar til aftur er komiđ á jafnvćgi. En ţá er veiđum ţó yfirleitt hćtt og siglt í land til ađ sćkja nýjan mannskap. Ţetta skapar ţví mikla atvinnu fyrir nýja skipsverja.

 

En ţađ er ţó ekki hćgt ađ sekta Breta fyrir ađ hallast um ţćr 3,7 gráđur sem ESB er búiđ ađ reikna sig fram til ađ ţađ muni gera. Nei, Bretar eru nefnilega ekki međ í peningaklúbbi ESB, sem núna heitir evra, stundum kölluđ GaldraPappír á Íslandi. En ţađ er ţó hćgt ađ draga ţá í réttinn og setja ţá í skammakrókinn. Ţetta hjálpar yfirleitt til viđ ađ halda góđum og jákvćđum anda á međal skipverja.          

 

En ţrátt fyrir ţetta ţá eru Bretar - sem einu sinni voru sjálfstćđ ţjóđ og eru ţađ einnig ađ nokkru leyti enn - mjög móđgađir. Ţeir eru núna komnir í skammakrók ESB ásamt Ungverjalandi. Bretum finnst ESB ekki taka neitt tillit til lágra skulda Breta, og heldur ekki tillit til viđskiptaárstíđa Bretlands sem hagkerfis (koma og fara á örđum árstímum en á meginlandinu), og alls ekki taka tillit til fjárfestinga Breta í hinum opinbera geira og innviđum breska ríkisins.

 

Bretar hafa fengiđ frest fram til október á nćsta ári til ađ henda fleiri skipverjum í sjóinn. 

 

Britain told to rein in deficit by EU 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband