Leita í fréttum mbl.is

Verðbólga í Evrópu

 Mikið er rætt um verðbólgu. Undanfarna marga mánuði hafa dunið yfir heiminn verðbólguskot af ýmsu tagi. En mestar hafa þó verið hækkanir á matvælum og fyrir Bandaríkjamenn hefur olíuverð hækkað einna mest því olíuverð er í dollurum. Evrópubúar hafa sloppið nokkuð vel hér því dollari hefur lækkað mikið gangavart evru.

Hér í Danmörku hefur allt hækkað, meira eða minna. En þó koma hækkanirnar seinna út í verðlag hér en á Íslandi því hagkerfið hér hefur mun lægri pass-through virkni en á Íslandi. Það er meiri dýnamík á Íslandi og virkni hagkerfisins er miklu stærri og hraðvirkari þar en hér.

Til að nefna eitthvað sem dæmi þá hefur t.d. líter af mjólk hækkað 28% á síðustu 24 mánuðum og brauð hefur hækkað um 22% á sama tímabili. Stærsti hluti hækkunarinnar hefur verið á síðustu 12 mánuðum.  Konan mín er ennþá hoppandi af bræði yfir að ferjumiðinn með bílaferjunni frá Árósum til Sjálands Odda var hækkaður um 34% á einu bretti fyrir tveim vikum.

 

Verðbólga í Evrópu - apríl 2007 til apríl 2008 - prósentur (heimild: Eurostat)

Latvia (LV) 

17,4

Bulgaria (BG) 

13,4

Lithuania (LT) 

11,9

Estonia (EE) 

11,6

Iceland (IS) 

10,7

Romania (RO) 

8,7

Hungary (HU) 

6,8

Czech Republic (CZ) 

6,7

Slovenia (SI) 

6,2

Greece (EL) 

4,4

Cyprus (CY) 

4,3

Luxembourg (LU) 

4,3

Poland (PL) 

4,3

Spain (ES) 

4,2

Belgium (BE) 

4,1

Malta (MT) 

4,1

Slovakia (SK) 

3,7

Italy (IT) 

3,6

EU (EICP) 

3,6

EEA (EEAICP) 

3,6

France (FR) 

3,4

Austria (AT) 

3,4

Denmark (DK) 

3,4

Ireland (IE) 

3,3

Finland (FI) 

3,3

Euro area (MUICP) 

3,3

Sweden (SE) 

3,2

United Kingdom (UK) 

3

Norway (NO) 

2,7

Germany (DE)

2,6

Portugal (PT) 

2,5

Switzerland (CH)

2,3

Netherlands (NL) 

1,7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samt brara 3,4% verðbólga í Danmörku samkvæmt Eurostat...

gfs (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það er rétt. Mest öll verðbóga hér er vegna hækkunar á matarverði 7,5% - sem er mikið í landi sem er landbúnaðarland og framleiðir matvæli fyrir 15 milljón manns og þar af eru 10 milljónir sem búa utan landsins þ.e.a.s útflutnningur. Og svo einnig allur kostnaður vegna húsnæðis (þó ekki vegna kaupa þar sem fasteignaverð lækkar núna) svo sem leiga og innréttingar og viðhald.

Föt og skór hafa lækkað í verði um 2,5% - en það er einmitt sú vörutegund sem snillingarnir í bönkunum eru farnir að ráðleggja kúnnunum að spara við sig -> úthungruð 12 ára merkjavörudýr í last last year fashion - omg!

Svo er það kostnaður vegna menntunar og hótel- og veitingahúsaheimsóknir sem hefur hækkað einna mest.

Þar á eftir kemur "transport" (flutningar og ferðir) t.d. til og frá vinnu, vöruflutningar og þar fram eftir götum. Meðal Dani ekur mun fleiri kílómetra á hverju ári en meðal Íslendingur. Margir aka 100 km til vinnu á hverjum degi, því byggð landsins er svo dreifð að hún svarar til þess að það byggju aðeins 60.000 manns á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og að mjög mörg fyrirtæki þyrftu að gera það upp við sig hvort árshátíðin yrði haldin á Akureyri, Ísafirði, Egilstöðum eða í Reykjavík.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2008 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband