Leita í fréttum mbl.is

Málið er ekki endilega svona einfalt

Besta lausnin á þessum vanda er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en hann leggur áherslu á að einhliða upptaka evru gagnist ekki að þessu leyti enda felur hún ekki í sér stuðning Seðlabanka Evrópu við íslenska bankakerfið. 

Málið er ekki endilega svona einfalt. Árið 1992 var Breska Pundið (GBP) bombað út úr gjaldmiðlasamstarfi EB (þá kallað EMS á meginlandi Evrópu en ERM í Bretlandi) og gengisfellt allt að 15% á einum degi. Dagurinn var kallaður Black Wednesday.Þáverandi "Seðlabanki Evrópu" gat ekki varið breska pundið. En ekki nóg með það. - viljinn til harðara varna fyrir hönd Bank of England var ekki fyrir hendi því ECB var ekki sammála peninga- og stýrivaxtavaxtastefnu breska seðlabankans og efnahagsstefnu breska ríkisins. Þessvegna gafst ECB upp og Pundið féll stórt, þrátt fyrir gagnkvæmu bindinguna.

Til þess að ECB verji einhvern gjaldmiðil fyrir áhlaupi þarf viðkomandi land og fjármálakerfi þess að vera undirgefið allri stefnu og skimálum ECB og ESB. Einungis þá er hægt að eiga von á að ECB hlaupi undir bagga og þrautverji. En ég efast um að við þessar aðstæður muni fjármálageirinn á Íslandi uppfylla þær kröfur, og jafnvel alls ekki á næstu árum.

En ef þetta ætti að koma til greina, yfir höfuð, þá þyrfti Ísland fyrst að ganga í ESB og komast í gegnum nálarauga þeirra upptökuskilyrða. Þetta tæki nokkur ár, kanski 4-5 ef vel tekst til. Næstu árin þar á eftir yrði að semja um upptöku Evru, og það tæki einnig nokkur ár.

Mér finnst miklu vænlegra að Íslensku stórbankarnir setji á stofn sameiginlegan vinnuhóp færra hagfræðinga, sem einnig hafa starfað utanlands, og sem vinna eingöngu að því að finna lausn á málum hins íslenska, og nú alþjóðavædda, fjármálageira Íslands. Ef Sviss og Noregur geta það, þá geta Íslendingar það einnig. Seðlabanki Íslands mun einnig vaxa sínu hlutverki, en hann þarf tíma til þess. Stóru viðskiptabankarnir hafa ferðast all hratt undanfarin ár.

Ég efast sterklega um að Íslendingar hafi áhuga á að ganga í hinn vaxandi fátæktkar-klúbb sem heitir ESB. Klúbbur 27 þjóða sem eru alltaf að verða fátækari og fátækari miðað við Bandaríkin.

Og já, - það er alveg rétt að einhliða binding við Evru væri óðs manns æði. Svíar reyndu að verja einhliða bindingu sænsku krónunnar við EMS árið 1992. Sænski Riksbanken þurfti að hækka stýrivexti sína í 500% í því tilefni í október 1992. En allt kom fyrir ekki - sænska króna féll eins og steinn.

Kæru Íslendingar, takið ykkur góðann umhugsunartíma áður en nýju föt keisarans í Evrópu verða mátuð.


mbl.is Íslensku bankana vantar lánveitanda til þrautavara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband