Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu heimsveldin öll að líða undir lok

1. Síðasta heimsveldið sem leið undir lok var sovéska heimsveldið. Það hrundi í reynd 1989 og var formlega leyst upp á jóladag 1991. Þetta var heimsveldi kommúnista. Alþjóðabylting þeirra mistókst, sem betur fer. Hrunferli Sovétríkjanna hófst þó miklu fyrr

2. Evrópusambandið er hafnað í sömu stöðu og Fyrsta ríkið endaði daga sína í; þ.e. hið Heilaga rómverska ríki, sem formlega var leyst upp 1806. Við tók Annað ríkið; þ.e. sameinað Þýskaland undir keisara og endaði sem Þriðja ríkið, eða miðstöð brunarústa Evrópu. ESB er hraðspólun á þessu ferli. Veldi Evrópusambandsins er nú eins og Fyrsta ríkið var þegar það nálgaðist endalokin; sundurleitur massi að splundrast. Með lögum og reglum er ríki ekki hægt að byggja, nema með því að viðhafa terror við stjórnun þess. Aðeins ein þjóð getur byggt upp farsælt ríki. Þjóðríki þjóðar sem lifir og segir:

"þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð"

3. Kínverski kommúnistaflokkurinn (CCP) er seinasta Dynasty eða heimsveldi Kína. Í þessum mánuði mun ein mikilvægasta allsherjarráðstefna flokksins fara fram, þar sem kínverski keisarinn Xi Jinping mun gera örvæntingarfulla tilraun til að herða CCP-dynasty-flokkinn að innan svo hann með hertri harðstjórn geti haldið síðasta heimsveldi kommúnismans saman utan múra aðalstöðva flokksins. Mannfjölda-imperíalismi dugar ekki til að halda heimsveldi saman

Þessi tvö stóru hrunferli sem eru í gangi núna, munu ekki ganga þegjandi og hlóðalaust fyrir sig. Þvert á móti

Það eina sem lifir þetta allt af er þjóðríkið Bandaríki Norður-Ameríku. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öll í nafni Bandaríkjanna

Fyrri færsla

Ónýt geðheilbrigðisvottorð gáfumenna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þú þekkir greinilega afskaplega lítið til þjóðmála hér í Bandaríkjunum og heimsmála almennt ef þú trúir því, sem þú skrifar í síðustu málsgrein.  

Arnór Baldvinsson, 8.10.2017 kl. 23:20

2 identicon

Maðurinn er blindur í trúnni, sérstaklega þegar maðurinn ælir úr sér "þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð".  Maðurinn hefur ekki einu sinni lesið biblíusögurnar ... eða ekki skilið þær.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband