Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem það gera eru þjóðernissinnar

Vorkoma Evrópusambands Vinstri grænna og Samfylkingar

Ef ég hefði verið fæddur og haft kosningarétt árið 1918 og 1944 þá hefði ég kosið með sannfæringu þjóðernissinna Íslands sem voru 99 prósent þjóðarinnar. Það hefði ég gert vegna þess að ég er þjóðernissinni. Ég aðhyllist sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þeir sem það gera eru þjóðernissinnar

Þrjár ESB-ríkisstjórnir hafa nú lýst yfir stuðningi við ESB-ríkisstjórnina í Madríd í baráttu hennar með ofbeldi við heimastjórn Katalóníu, sem handtekin var að hluta til í síðustu viku af lögreglu og þjóðvarðliði frá Madríd, sem beitti síðan bareflum og gúmmíkúlum á þá borgara Katalóníu sem vildu greiða atkvæði um sjálfstæði sitt, eða ekki, á sunnudag

Þetta eru ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Hollands. Utan ESB er það ríkisstjórn Serbíu sem lýst hefur yfir stuðningi við Madrid. Þar er það Kosovomálið sem ræður afstöðu Belgrad

Innan ESB hefur ríkisstjórn Tékklands hins vegar gagnrýnt Madrid. Prag þekkir svona vorkomur ákaflega vel

Miðstýrð mynt- og bankamálin ráða afstöðunni í Berlín og París og Holland gerir ekkert sem styggt getur Berlín. Þýskaland þolir ekki að neitt land hverfi út af efnahagssvæði þess og Frakkland þolir ekki að neinn yfirgefi ESB-lögsöguna sem það hefur búið til sem fóðurkál handa Þýskalandi

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum allra ríkisstjórna í Evrópu við því sem er að gerast í Katalóníu. Mjög fróðlegt

Sautján danskir þingmenn hafa sent aðvörunarorð til ESB-ríkisstjórnarinnar í Madrid

Spáni hefur mistekist að búa til eina þjóð úr mörgum þjóðum. Og Spáni hefur einnig mistekist að búa til ríki sem rúmað getur margar þjóðir. Spánn er hvorki sambandsríki né þjóðríki. Það er ESB-upplausn í hnotskurn og stjórnarskrá þess frá 1978 er ónýt, eins og stjórnarskrá Evrópusambandsins er líka og sömu sögu er að segja um stjórnarskrárdómstóla beggja

Á Spáni var stjórnarskrárdómstóllinn notaður sem pólitískt verkfæri Madrid-stjórnarinnar gegn Katalóníu árið 2010. Fyrir allt Evrópusambandið er ECJ-dómstóll þess hins vegar notaður sem leiðin til alræðis (e. totalitarianism) þar sem ólöglegt er að lifa lífi sem stangast á við samruna. Evrópusambandið hatar því þjóðernissinna. Þeim þarf helst að útrýma. Dómstóllinn dæmir þá samrunanum í hag

Í sovétríkjunum mátti hins vegar ekki lifa lífi sem stangaðist á við kommúnisma. Fólk og fyrirtæki sem slíkt gerðu voru send í gúlag og gerð upptæk. Dómstóllinn dæmdi þá kommúnismanum í hag

Fyrri færsla

Setulið í Katalóníu með samþykki miðstjórnar ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband