Leita í fréttum mbl.is

840 særðir í átökum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Í dag á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla meðal þeirrar þjóðar sem byggir Katalóníu, sem nú er hluti af Spáni, sem er hluti af ESB. Lögregla frá Madrid hefur hindrað þjóðina í að kjósa í dag og undanfarnar vikur. Að sögn Reuters var skotið með gúmmíkúlum og kylfum beitt á þjóðina til að koma í veg fyrir að hún gæti greitt atkvæði um framtíð sína

Spánn er í Evrópusambandinu gegn þjóðum. Því sambandi er mjög illa við þjóðir og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sambandið reynir að afmá þjóðirnar með nýju auðkenni sem heitir evrópuismi-ESB; eða evrópumenni

Það verður fróðlegt að sjá hver útkoma þessa mál verður. Þetta er mál sem spænska ríkisstjórnin með ESB í bakið getur ekki unnið, nema með hörmulegum afleiðingum

Bandamenn Evrópusambandsins á Íslandi er þessir:

  • Samfylkingin
  • Vinstri grænir
  • Viðreisn
  • Píratar
  • Björt framtíð
  • DDRÚV

Tengt

Vandamál: Pólland stendur fast gegn evrópuisma ESB

Fyrri færsla

Sögulegt: Danski herinn settur í lög- og landamæragæslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar

Þetta er söguleg atburðarás í ljósi sögu þessa staðar. Næst koma svörtu flöggin, þá verður áhugavert að sjá hvað gerist. Líklegt er að átökin eigi eftir að harðna verulega þá. Við vitum að bæði "Framkó" stjórnin og EU eru skíthrædd við svörtu flöggin.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 20:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú eru um áttahundruð slasaðir og tímaspursmál hvenær þeir drepa einhvern. Þeir fengu líka frjálsar hendur með Baskana. ESB snýr blinda auganu að. Þetta fellur ekki við "ever stronger integration" polisíuna sem fengin er að láni frá stjórnmálavitringum 1939.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2017 kl. 20:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Sigþór og Jón Steinar.

Já þetta er afar fróðlegt allt saman. Spor Madrid í spínatbeðinu eru djúp.

Þetta er einnig athyglisvert í ljósi þess að hagkerfi Katalóníu er stærra en hagkerfi Portúgals.

"Ef þetta er það sem fylgir því að vera evrópumenni þá viljum við ekki vera hluti af Evrópu", sagði einn stjórnmálamaður Katalóníu í kvöld.

En saga þessa máls er löng, eins og alls staðar í Evrópu. Minnið er stórt og ekkert gleymist. Burbónar bönnuðu til dæmis mikilvægustu pólitísku stofnanir Katalóníu á 18. öld en skömmu áður hafði Katalónía lifað lífinu sem lýðveldi undir vernd Frakklands. Franco kom svo og setti takmarkanir á hvernig Katalanir máttu nota þjóðtungu sína í sínu eigin landi.

Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig innvortis-málin í Madrid munu byrja að bejast um völdin og heimta höfuð ríkisstjórnarinnar á fati og svo framvegis.

Uppávindutækifærin vegna þessa máls eru endalaus.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2017 kl. 21:53

4 identicon

Þakka þér fyrir Gunnar, auðvitað nær sagan lengra en nef manns, áhugaverðar ábendingar.

Núna er verið að opna réttu kanalana fyrir svörtu og rauðu flöggin. Það á greinilega að virkja verkalýðshreifinguna til stríðs við "Framkó" samkvæmt þessari frétt mbl. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/10/01/kalla_eftir_allsherjar_verkfalli/

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband