Leita í fréttum mbl.is

Madríd sendir fleiri löggur

Nú hefur Madríd bætt í og komnir eru 17.000 lögreglumenn til Katalóníu, sem hún þangað hefur sent. Það verður fróðlegt að sjá hversu langt Madríd ætlar að ganga og hversu mikið vald hún ætlar að nota: Sjá: Spánn sýnir klær og skerpir

Misþyrming ESB á Spáni með samþykki ríkisstjórna í Madríd, hefur ekki farið vel niður í íbúa Katalóniu, sem ásaka Madríd fyrir að mergsjúga þá með sköttum undir niðurskurðahnífaveldi Berlínar í ESB-væddri spillingu

Það fer um ESB-menn í til dæmis París, því ef Katalóníu verður hleypt út þá mun Korsíka sennilega láta verða af því að yfirgefa Frakkland

Yfirvöld, hver sem þau kallast, með réttu nafni eða hjánefni (til dæmis Troika), eru því líkleg til að viðhafa sömu röksemdafærslu og látin er ganga yfir Bretland: þ.e. að reyna að sýna þeim sem hugsa slíkt hvað bíður þeirra ef þeir skyldu fá rangar hugmyndir

Og svo er þeim öllum sagt að þeir muni aldrei komast inn í ESB aftur, en sem ESB er að reyna að hindra að Bretland komist úr

Og nú hefur ESB-Rannsóknarrétturinn verið sendur til Póllands, til að kveða niður það sem eftir er af nýfenginni sjálfstæðri hugsun og til að særa út þær forboðnu hugmyndir sem Pólverjar hafa fengið um Evrópusambandið eftir að hafa kynnst því, þ.e. að Pólverjar ætla ekki sætta sig ekki við að hafa komist hálfdrepnir út úr einu Sovétríkinu til þess eins að vera nú komnir inn í annað slíkt. ESB hótar að bannfæra Pólland

Það hitnar í kolunum út um alla Evrópu og er sá hiti á ESB-fagmáli kallaður stöðugtleki. Man ekki lengur hvað Sovét-Kremlið kallaði svona ástand

Fyrri færsla

Spánn sýnir klær og skerpir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hmm.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að Evrópusambandið mun einangra Spán með sama einangrunarefni og notað var á Austurríki, þegar kjósendur þar kusu rangann mann. Þá átti að loka á dóm kjósenda, en nú á að loka á möguleika þeirra til að fá yfir höfuð að kjósa.

Hvað segir ESB-Rannsóknarrétturinn við þessu?

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2017 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband