Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing Donalds Trump um "eld og brennistein", "regn" Trumans og Guam

Yfirlýsing Harry Trumans í ágúst 1945

Heimurinn þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum einræðisherra Norður-Kóreu við yfirlýsingu Donalds Trump í gær, þar sem hann sagði að "eldi og brennistein" myndi rigna yfir einræðisherraveldið ef það léti verða af hótunum sínum:

Wall Street Journal segir frá:

"Within hours of Mr. Trump’s comments, North Korea made its most specific threat against the U.S. yet. Through its official media, North Korea said it was considering firing missiles at Guam, a U.S. territory in the Pacific, and making the U.S. “the first to experience the might of the strategic weapons of the DPRK”—the Democratic People’s Republic of Korea, North Korea’s formal name.” | WSJ |

Það er nefnilega það

Hér fyrir ofan má hlýða og horfa á yfirlýsingu Harry Trumans forseta Bandaríkjanna í ágúst 1945, er hann lýsti því yfir að "eyðileggingum sem veröldin aldrei áður hefur séð myndi rigna yfir Japan af himnum ofan ef það gæfist ekki skilyrðislaust upp" - "they may expect a rain of ruin from the air, the like of which has never been seen on this earth"- sagði hann

Það sem einræðisherraveldi Norður-Kóreu sagði samkvæmt WSJ í gær, var það að þeir væru að íhuga að gera árás á Guam-hluta Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Hvorki meira né minna

Það er nú svo að Guam er hluti af Bandaríkjunum og þar búa rúmlega 160 þúsund manns. Þar er Andersen flugherstöð Bandaríkjanna í Vestur-Kyrrahafi og hún hýsir strategískar B1-B Lancer, B-2 Spirit og B-52 sprengjuflugsveitir Bandaríkjanna í Vestur Kyrrahafi ásamt flotastöð. Almannavarnir og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna héldu kynningu á fundi á vegum viðskiptaráðs Guam-eyju miðvikudaginn 31. maí, þar sem borgaralegar öryggisvarnir voru kynntar íbúunum vegna stöðunnar á Kóreuskaga

Í Japan hafa yfirvöld hafið borgaralegar öryggisæfingar þar sem Japönum er kennt að leita skjóls. Japanska ríkisstjórnin birti um helgina skýrslu sem segir að Norður-Kórea sé komin mun lengra áleiðis í að verða kjarnorkuvopnaveldi en flestir héldu. Japan hefur hækkað ógnarmat sitt á hættunni sem að því steðjar frá Norður-Kóreu

Í gær kom út skýrsla frá öryggisupplýsingastofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins (DIA) sem segir að Norður-Kóreu hafi þegar tekist að koma sér upp kjarnorkusprengjum sem koma má fyrir í eldflaugum. Þ.e. að þeim hafi tekist að þjappa þeim svo saman að þær komast fyrir framan á eldflaug. Stofnunin segir að Norður-Kórea ráði nú þegar yfir 60 kjarnorkusprengjum

Óstaðfestar fregnir þessa dagana herma að Kína sé að setja á svið flotaæfingar undan Kóreuskaga - og að Bandaríkin séu reiðubúin að aðstoða Filippseyjar í baráttu þess við Ríki íslams, með loftárásum. Og að Rússland fann víst nýjan viðskiptavin til að bæta sér upp tap Rússlands vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna og Evrópusambandslanda. Þeir hafa því gert samning við Indónesíu um sölu á orrustuþotum til þess fjölmennasta íslamíska ríkis á plánetunni, sem telur 263 milljón sálir

Áttavitinn minn

Áttaviti minn snýst í hringi. Það er erfitt að leggja mat á stöðuna. En þó sýnist mér að víglínurnar á milli hins "frjálsa heims" og hins "einveldislega einræðisheims" séu að skerpast. Þ.e. hinn frjálsi heimur gegn veldum á borð við Norður-Kóreu, Kína, Rússlandi, Íran og Ríkis íslams

En hver er "hinn frjálsi heimur"? Hver er það? Það er að verða álitamál hvort að Evrópusambandið sem stofnun geti lengur talist til hins frjálsa heims, því þar eru frjálsar kosningar að komast því sem næst í fjölskyldu með hryðjuverkum, stjórnvöld óttast þær svo mikið. Og þar er löndum hent í skuldafangelsi til að bjarga bankakerfum voldugustu ríkja samsteypunnar. Svo ætli hinn frjálsi heimur verði ekki fyrst og fremst að teljast vera hinn enskumælandi heimur (the Anglosphere) og Ísland. Hvað segið þið um það?

Áttaviti minn vísar vestur

Fyrri færsla

Auðvitað vilja þeir ekki ríkisrekið heilbrigðiskerfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Satt kompásinn snýst í hringi og hvernig verður hann þegar allt geislarykið bætist inn í loft hjúpinn. Hvað verður um AlGor þá.

Ég var einmitt að svara Einari em mér finnst hann verða vinstri og heimsvaldasinni nema ég misskilji hann. Ég vil að við enskumælandi göngum í beint bandalag við BNA sleppum Sameiniðuþjóðunum sg styrkjum böndin á þann veg. Við verðum að styrkja BNA annars ná Globalismin tökum þar aftur.

Samkvæmt upplýsingasíðu CIA þá er Ísland með fjögur ..native..tungumál Ísl. enska Norðurlanda málin og þýska. Fyrir nokkrum árum var bara íslenska.    

Valdimar Samúelsson, 9.8.2017 kl. 10:37

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kínastjórar og Rússastjórar (t.d. klónaði Pútin) gera allt bak við tjöldin til að etja Bandaríkjastjórum og Norður Kóreustjórum saman. Því miður.

Best að biðja almættisviskunnar algóðu orku í alheimsgeimi að stjórna þessum valdasjúku ófriðar-sigandi stríðsherrum. Ekki veitir af.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2017 kl. 11:20

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar.

Bandaríkin munu ekki grípa til kjarnorkuvopna í þessari deilu. Það er öruggt. Þau vopn henta ekki hér. En hins vegar fylgist Íran náið með því hvernig Bandaríkin taka á þessu máli, því Norður-Kórea hefur verið náinn samstarfsaðili Írans í 30 ár og einnig Sýrlands. Svo Íran  horfir náið á framgang mála. Og lausn þessarar deilu mun móta svipaðan metnað þeirra og Norður-Kórea hefur, á komandi árum.

Það styttist í að Suður-Kórea verði send í áhorfendastúkuna, því hún mun ekki fá forgang fram yfir varnarmálahagsmuni Bandaríkjanna sjálfra. Þetta er auðvitað mjög miður.

Suður-Kórea verður að horfast í augu við að Bandaríkin halda lífinu í henni, en að lífi og limum Bandaríkjamanna heima í heimalandi þeirra verður ekki fórnað til að koma Suður-Kóreu hjá því að taka áhættu. Þetta veit Suður-Kórea mjög vel, en það er erfitt að horfast í augu við þessa ömurlegu staðreynd.

Það er enn styrjöld á milli Norður og Suður-Kóreu, þó svo að vopnahlé sé.

Ég trúi ekki öðru en að Japan drífi brátt í því að herða síðustu skrúfurnar sem vantar til að kjarnorkuvopnatækni landsins komist í gagnið. Þeir geta ekki lifað með þessa ógn. Ekki mikið lengur úr þessu.

Sem sagt: Bandaríkin bera nú ábyrgð á öryggi Bandaríkjanna sjálfra, Japan, Suður-Kóreu og flestra landa Austur-Evrópu.

Þegar James Mattis varnarmálaráðherra segir að bandaríski herinn geti vel höndlað og ráðið við Norður-Kóreu, þá veit ég að hann segir satt. Svo það er það sem Bandaríkin munu gera, með svæsnu ofurefli og án þess að hlaupa af verðinum annars staðar.

Hattur minn ofan fyrir þeim

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 11:30

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Anna, og það fyndnasta við þetta er það að forseti Rússlands segir að forseti Bandaríkjanna sé "valdalaus maður".

Pútín og Rússar skilja líklega aldrei að forseti Bandaríkjanna mun einmitt aldrei hafa þau völd sem forsetar einveldis- og einræðisríkja hafa. Hinn bandaríski kollegi þeirra kemst ekki hjá því að fara eftir þeim lögum sem þingið setur honum. Að einhver skuli halda að annað sé slæmt en að hinn bandaríski forseti hafi aldrei slík einræðisleg völd, er brandari og móðgun við þá sem aðhyllast lýðræðislegt stjórnarfar.

Bandaríkin virka. Sama hver er forseti þeirra. Þau eru stærri en einn maður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 11:41

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Gunnar. 100% sammála.

Valdimar Samúelsson, 9.8.2017 kl. 12:13

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Gunnar Rögnvaldsson!

Ef að N-myndi skaða eitthvert fólk með sínum eldflaugum; hvernig myndir þú vilja að BANDAMENN brygðust við?

Jón Þórhallsson, 9.8.2017 kl. 15:19

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

 

Sæll Gunnar Rögnvaldsson!

Ef að N-Kórea myndi skaða eitthvert fólk með sínum eldflaugum að fyrra bragði; hvernig myndir þú vilja að BANDAMENN brygðust við?

Jón Þórhallsson, 9.8.2017 kl. 15:20

8 identicon

Sæll Gunnar

Þegar nýtt ríki eignast kjarnorkuvopn og kemst í kjarnorkuklúbbinn þá geta hinir sem eru fyrir ekki bara sprengt hann úr klúbbnum með kjarnorku, þá er klúbburinn ónýtur sem ógnaröryggisfyrirbæri. Það sama á við um nýja meðliminn í klúbbnum. Þó hann ráði nú yfir nýja vopninu, þá getur hann ekki notað það vegna sömu ástæðu. Þetta er nánast fullkomið catch 22. Það eina sem nýji aðilin getur gert er að ógna út og suður til að verða á endanum samþykktur, meðvitað eða ómeðvitað, sem hluti af hópnum. Í krafti þess rífur Kim kjaft.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 16:05

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigþór.

Það sem þú ert í raun að tala um er munurinn á "nucelar clarity" (staðreyndir) og "nuclear ambiguity"(röfl og hótanir).

Staðreynd: Sjáið ég sprengdi sprengju með vopni sem dugar. Ég er kominn í klúbbinn og þið getið ekkert gert í því. Of seint að stöðva. Ég hóta engum því ég þarf þess ekki því ég er með vopnin.

Röfl og hótanir: Ég er með tunnu-sprengju sem ég get fírað af í tunnu neðanjarðar og ætla að sprengja hana með vopni. Ég hóta og ég hóta og get verið að ljúga, en er samt ekki kominn í klúbbinn. Þið getið enn stöðvað mig því ég röfla og hóta og á ekki vopn til að sanna mál mitt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 18:29

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón.

Norður-Kórea og bandamenn hennar eru þegar búnir að valda miklum skaða.

Ég myndi vilja að þeir yrðu teknir úr umferð með þeim ráðum sem þjóð mín myndi veita mér umboð til að gera.

Í tilfelli Norður-Kóreu myndi ég vilja taka herinn þeirra úr umferð, eyðileggja getu þeirra til að terrorisera nágranna sína og heiminn allan með kjarnorkuvopnaprógrammi, því ég treysti þeim ekki til að fara með nein völd í þessum heimi.

Ég myndi vilja fara inn í landið, friðsamlega sem og einnig ófriðsamlega ef með þarf, og leggja prógramm þeirra í rúst þannig að það myndi aldrei upp standa úr þeirri ösku aftur. Svo myndi ég fara til míns heima ef ég kæmist þangað aftur, og ef óhætt væri að láta landið um sig sjálft. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 18:46

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heimurinn stendur frammi fyrir útrúllun sex nýrra kjarnorkuvopnavelda (nuclear break-out):

1) Norður-Kórea: (erfitt og vont mál sem hægt er að stöðva)

2) Suður-Kórea: (þurfa bara að herða síðustu skrúfurnar þá eru þeir klárir). Ekki hægt að stöðva nema að Bandaríkin vilji stöðva þá.

3) Japan: (þurfa bara að herða síðustu skrúfurnar, þá eru þeir klárir, ef þeir taka ákvörðun um það). Ok. Ekki hægt að stöðva.

4) Taiwan: Ok. Ekki með fullu réttmæti hægt að stöðva þá ef þeir taka ákvörðun um það). Nema að málið með NK gangi vel. 

5) Íran: (erfitt og vont mál sem hægt er að stöðva).

6) Þýskaland: Tæki þá sex mánuði ef þeir taka ákvörðun um það (erfitt og vont mál sem enn er hægt að stöðva ef pólitískur vilji Bandamanna er fyrir hendi).

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 19:10

12 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þannig að þú myndir jafnvel vilja að BANDAMENN  ættu frumkvæði að því að eyðileggja öll hernaðartól í N-kóreu að fyrra bragði án kjarnorkuvopna?

Það gæti verið verkefni fyrir einhverja fjölmiðla að sýna okkur 50  hættulegustu herstöðvarnar/eldflauga-skotpallana/ staðina í       N-Nóreu á landakorti sem að þyrfti að eyðileggja í fyrstu atrennu til að takmarka gagn-árás.

Jón Þórhallsson, 9.8.2017 kl. 19:13

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í heiminum eru nú fjögur ríki sem höfðu kjarnorkuvopn, en sem hafa þau ekki lengur:

1) Úkraína

2) Kasakstan

3) Hvíta-Rússland

4) Suður-Afríka

Og í heiminum eru nú sjö ríki sem höfðu kjarnorkuvopna-prógramm í gangi, en sem hafa það ekki lengur:

1) Líbýa

2) Sýrland

3) Írak

4) Taívan

5) Suður-Kórea

6) Argentína

7) Brasilía

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 19:23

14 identicon

Þakka svarið Gunnar

Ég hafði ekki hugmyndaflug í "kjarnorkudulúð" eða "kjarnorkuskýrleika." En það er jú einhvað á þá leið sem um ræðir. Báðir aðilar eru í klúbbnum samkvæmt þinni skilgreiningu. NK sprengt 2-3 á meðan BNA hefur sprengt fleiri hundruð. Vandamálið er að heimurinn getur illa sætt sig við NK í þennan klúbb, skiljanlega. Það eina sem báðir aðilar geta gert í stöðunni er að röfla og hóta í formi leikjafræðar MAD er var notast við í kalda stríðinu. Ef einhver sprengir, þá er leikurinn búinn.

Þetta er í raun úlfur úlfur leikur þar sem má aldrei nota vopnið sem hótað er með. Ef það er notað, þá er leikurinn mögulega búinn fyrir alla.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 19:26

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Það hljóta nú einhverjir í NorðurKóreu að átta sig á að Kim Jong Il er geðveikur.Getur verið önnur skýring á hans atferli?

Er enginn Stauffenberg þar í landi? Er þjóðin sjálf í þvílíkri spennitreyju kúgunar að hún getur ekki annað en að vera  tilbúin að fremja miklu stærra sjálfsmorð en Þjóðverjaar undir Hitler?

En hann sjálfur virðist vera alveg tilbúinn að fórna öllu landinu og þjóðinu fyrir sig og sína persónu.

Hitler hafði slíkt við orð og vildi skilja við sviðna jörð.Hann bara gat ekki framkvæmt það. Alveg var hann líkt  hugsandi eins og KimJongIl sem er tilbúinn að horfa á þjóð sína hverfa með sér Yfirlýsingar hans eru alveg eins og hjá Dolla sem fannst þjóðin ekki samboðin sér. Svona kallar hafa þvílíkt sjálfsálit að það er svo kolklikkað að þaðer ekki hægt að tná sambandi við þá. Hitler hafði þó þá glóru að stúta sér þegar hann gat ekki unnið meira tjón á öðrum, var patt og leiklaus.

Spurning er hvort Bandaríkjamenn geta  eimað upp öll flugskeyti N-Kóreeu með vanjulegum vopnum þar sem Falloutið af kjarnorkunotkun leggst ekki bara lókalt? Maður veit ekki neitt um það.

En er StauffenbergJongIL hvergi að finna í Pngjang? 

Halldór Jónsson, 9.8.2017 kl. 19:38

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Eða heitir hann KimJongUn?

Halldór Jónsson, 9.8.2017 kl. 19:39

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigþór fyrir innlegg og mun betri íslenskun á þessum tveim hugtökum.

Tja. Málið er að NK hefur ekki enn sannað neitt. Þeir gætu hafa sprengt nokkur þúsund tonn af TNT neðanjarðar til að hræða heiminn. Held ekki að nein ísótópa-spor með fingrafari þeirra hafi fundist í andrúmsloftinu. 

Þetta er auðvitað einkennið á hryðjuverkaríki. Þau lifa á terror, sama hver hann er. Þau ríki er ekki hægt að lifa með.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 19:46

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Halldór.

Hef hér litlu við að bæta, þú segir þetta mikið eins og það er er.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 19:49

19 identicon

Gunnar

Ég skil hvað þú átt við þ.e. að Kim sé að "feika" það. Það er vonandi að það sé rétt hjá þér. 

Annars er þetta rétt sem Halldór kemur inn á. Maðurinn er snarklikkaður og stútfullur af sjálfum sér. Var hann ekki sýndur á hæðsta tindi NK á lakkskóm og í frakka í sjónvarpi NK?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 20:34

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigþór. 

Vandamálið með Norður-Kóreu er það að stjórnvöld eru alls ekki snar-klikkuð. Það er það versta við þetta. Þau eru snillingar í terror. Og þau hafa náð langt með nákvæmlega útreiknuðum terror sínum. Bæði innanlands og erlendis. Kjarnorkuvopnaprógramm þeirra hófst undir vernd Sovétríkjanna fyrir meira en 55 árum síðan.

Ef þetta væri klikkað fólk þá væri vandamálið ekki svona stórt. Norður-Kórea er þaulskipulagt þræla og hryðjuverkaríki. Heil stór valdastétt hefur það gott í landinu og mun hvergi annars staðar í veröldinni geta haft það eins og gott og heima í þrælaríki þeirra.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 21:00

21 identicon

Sæll Gunnar.

Trú mín er sú að innan
skamms verði Kim Jong-un
ráðinn af dögum og þá
munu þessir Dóminókubbar falla
að þeirri fléttu sem sett verður upp.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 23:59

22 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Húsari.

Ég tel ekki það myndi skipta neinu máli þó svo að sá maður yrði ráðinn af af dögum. Enginn einn maður getur haldið þessu landi í þeim greipum sem það er í. Það er heil valdastétt sem fylgir honum að málum og sem jafnvel stýrir honum á svipaðan hátt og Leonid Brezhnev var haldið heilabiluðum lifandi á kústskafti valdaklíkunnar í Sovétríkjunum. Heil og stór einræðisstétt ræður ríkjum í Norður-Kóreu og völd hennar eru alger og gerræðisleg. Þetta er ekki eins manns verk, því fer fjarri.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2017 kl. 01:54

23 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sjáiði, Truman flissa (2 min og 20 sekúndur)? Ekki beinlínis viðeigandi.

Wilhelm Emilsson, 10.8.2017 kl. 03:01

24 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Wilhelm.

Þessi kvikmyndaða upptaka var gerð og hljóðrituð um borð í USS Augusta og þetta sýnishorn hér að ofan er óklippt, eins og þú sérð. Hér er úrdráttur úr hinni fullunnu útgáfu á C-Span.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2017 kl. 06:53

25 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Gunnar

Hver kaupir allan þennan áróður sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum og MSM- fjölmiðlar (mainstream media) eru og hafa verið að fullyrða varðandi Norður Kóreu?
Á sínum tíma þá sagði hann Trump, að hann ætlaði að "drain the swamp", en það er eins og hann Trump karlinn sé bara "the Swamp" eða Mýri.

Only Morons Believe What The US Government Says About North Korea


Hann Putin talar um að það séu þessir aðstoðarmenn hans Trumps í svörtum fötum með skjalatöskur sem að stjórna honum Trump.
  
Aðeins að öðru hérna, því að eftir því sem að aðrir fjölmiðlar segja, þá eru Bandarískir hermenn að styðja Saudi Arabíu (UAE-hired mercenary) í stríðinu gegn Yemen.

US Troops Join Gulf Allies In Major Yemen Offensive, More Deployments Expected


Nú og þeim hjá CIA hefur alls ekki gengið nægilega vel með að nota þetta lið frá Mexiko og Kólumbíu til að steypa honum Nicolás Maduro og ríkisstjórn hans frá völdum í Venesúela.

"US Central Intelligence Agency Director Mike Pompeo has admitted the US is working to change the elected government of Venezuela, and collaborating with Colombia and Mexico to do so"(Shock Horror! CIA Director Admits US Trying to Overthrow Venezuelan Government).


KV.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.8.2017 kl. 07:49

26 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: 4 people, meme and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.8.2017 kl. 07:57

27 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

North Korea is sitting on a stockpile of minerals worth trillions

Eins og þeir segja "Oh dear! DPRK definitely gonna get some US freedom and democracy now"

Brian Williams: Its Our Job to Scare People To Death Over North Korea

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.8.2017 kl. 10:03

28 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kastljós heimsins ætti að beinast miklu meira að framkv.st.SAMEINUÐU-ÞJÓÐANNA sem LEIÐTOGA  þessarar jarðar heldur en að caos yfirlýsingum stríðandi fylkinga.

Það er hann sem að ætti að setja N-kóreu einhverja úrslitakosti opinberlega fyrir hönd SAMEINUÐU-ÞJÓÐANNA.

Fjölmiðlar gera oft illt verra með því að beina kastljósinu of mikið að ringulreiðinni og ala á hana-ati.

Jón Þórhallsson, 10.8.2017 kl. 10:05

29 identicon

Hér er gott innlegg í umræðuna http://www.bbc.com/news/world-asia-40882877

Til að draga saman þá er lítil hætta á ferð á meðan þetta er stríð orða og ekkert annað þ.e. á meðan áróðurinn flýtur... Afleiðingarnar af raunverulegu stríði yrðu erfiðar fyrir báðar fylkingar og engin mundi græða neitt á öllu ruglinu.

Held að það sé circa málið, þetta er of kostnaðarsamt fyrir alla að framkvæma.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 14:49

30 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gefum okkur að N-korea myndi senda eldflaugar á þessar GUAM-eyjar og eyðileggja þær.

Ber framkv.st.SAMEINUÐU-ÞJÓÐANNA/ÖRYGGISRÁÐIÐ enga ábyrgð fyrir að hafa ekki stöðvað gjörninginn í fæðingu?

Jón Þórhallsson, 10.8.2017 kl. 19:53

31 identicon

Sæll Gunnar

Vonandi reynir hann Kim að senda sprengjur á Guam. Þetta þyðir þá að Kim segir bless við NK. Það verð núna míkið press á Kim og co. að finna leið út úr þetta hót.

1, Kim sendir sprengjur á Guam = Kim segir bless við NK.

2, Kim gerir ekki neitt = Kim missir andlitið.

Það er spurning hvort Kim geta missa andlít.

Merry (IP-tala skráð) 10.8.2017 kl. 22:20

32 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur öllum fyrir innlit og skrif.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.8.2017 kl. 23:01

33 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Gunnar

Þú kannski skoðar þetta við tækifæri, en það er greinilegt að Banka- og fjölmiðla- elítan er að þrýsta á ríkisstjórn hans Donalds Trumps með fara í stríð, eða bara eitthvað stríð (með fake pretext) fyrir banka- og vopnaframleiðendur.

Putin: North Korea Doesn't Have Nuclear Weapons, It Has Trillions in Minerals


Angry China warns US on North Korea: back off and talk or risk disaster


Top Geopolitical Expert Issues Dire Warning: ‘Beware of False Flag’ Blamed on North Korea   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2017 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband