Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað vilja þeir ekki ríkisrekið heilbrigðiskerfi

Eitt af grundvallaratriðunum sem í hávegum voru höfð þegar Bandaríkin voru stofnuð, var og er enn það atriði að borgararnir vantreysta ríkisvaldinu af sögulega góðum og gildum ástæðum

Stofnun Bandaríkjanna, stofnanalega séð, snérist um að halda ríkisvaldinu í skefjum með því að innrétta þau þannig að ríkisstjórn þeirra virkaði helst illa og oft alls ekki, nema þá helst á neyðarstund. Stofnendum Bandaríkjanna var alls ekki illa við ríkisstjórnir, en þeir vissu af ástríðum fólksins og ríkisstjórnin er fólkið. Ríkisstjórnirnar varð því að hefta af því vantraustið á ríkisvaldinu er fullkomlega réttmætt, eins og sést um allan heim

Þess vegna hafa Bandaríkjamenn aldrei treyst ríkisvaldinu til að reka heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Það vantraust er fullkomlega réttmætt því ríkisrekin heilbrigðiskerfi verða aldrei betri en þær ríkisstjórnir sem stjórna þeim

Til dæmis er fullt af Íslendingum án heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag, þó svo að þeir séu búnir að borga fyrir hana og þó svo að þeir hafi skírteini í veskinu upp á að þeir eigi rétt á heilbrigðisþjónustunni. Þeir fá hana bara ekki afhenta vegna þess að ríkisvaldinu er ekki treystandi til að reka heilbrigðiskerfi

Íslendingar án heilbrigðisþjónustu er stórt vandamál. Þeir eru búnir að borga fyrir hana, segir ríkisvaldið okkur, en þeir fá hana samt ekki afhenta

Íslendingar eru sem sagt margir án heilbrigðisþjónustu af því að ríkið rekur heilbrigðiskerfið nákvæmlega eins og stofnendur Bandaríkjanna vissu að sá rekstur myndi verða

Kerfið í umsjá ríkisins er orðið biðlistaríkið og dauðasveitir hins opinbera - þ.e. heilt ríki embættismanna í ríkinu og læknastétta á gerræðislega háum launum - hjá þeim sem þeir svíkja um þjónustuna og svíkja peningana út úr af því að þeir starfa hjá ríkinu

Biðlistar eru ríkið í hnotskurn, af því að ríkið getur ekki rekið heilbrigt kerfi. Það gat ríkið ekki í Sovétríkjunum og það getur ríkið heldur ekki á Íslandi. Þessu verður að breyta

Og svo kölluð "heilbrigðisyfirvöld" um allan heim hafa þess utan farið gersamlega fram úr sér og lagt heilsu fólks í rúst með til dæmis ráðleggingum um mataræði sem aðeins er hægt að líkja við kukl og galdrabrennur miðalda. En miðaldir þóttust einnig hafa allt á hreinu, eins og öll ríkisvöld hafa alltaf haldið á öllum öldum alda

Fyrri færsla

Í skuggamynd Sovétríkjanna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll og blessaður Gunnar. Mig langar að taka aðeins upp hanskann fyrir heilbrigðisþjónustuna þótt ég geti verið sammála þessum pistli að mörgu leiti. Engu að síður þá er sú heilbrigðisþjónusta sem þó er veitt af bestu sort.

Vandamálið er að vegna þess að ríkið gín yfir þjónustunni og fullyrðir að þú eigir rétt á bestu heilbrigðisþónustu heldur fólk að það eigi ótakmarkaðan rétt; áfallahjálp við minnsta tilefni og allt það. Þetta eru falsloforð sem ríkisstjórnir útdeila af mikilli rausn en án innistæðu. 

Enginn getur staðið undir svona loforðum. Framfarir í læknavísindum eru dýrar og ekkert land getur staðið undir þeim gífurlega kostnaði. Jafnvel ekki Bandaríkin. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum og þá er betra að rifa aðeins seglin og halda sig við það sem mögulegt er.

Varðandi kuklið með mataræðið þá á ríkið að leyfa borgurunum að bera ábyrg á sjálfum sér og þá líka að bera þann kostnað sem af óstjórn hlýst.

Ragnhildur Kolka, 7.8.2017 kl. 09:07

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir innlit og skrif þín Ragnhildur.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2017 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband