Leita í fréttum mbl.is

Rússlandi komið fyrir á byrjunarreit

Séð frá þilfari USS Eisenhower: Átta þúsund tonna tundurspilli bandaríska sjóhersins snúið við á títuprjónshaus

****

Þeir sem fylgjast með vita hvers vegna refsiaðgerðir voru settar á Rússland. Það var vegna formlegrar yfirtöku landsins á Krím, sem tilheyrt hafði Úkraínu og gerir það enn

Stuttu síðar setti Rússland í gang hinar hefðbundnu áróðurs- og svimaaðgerðir í sovéskum stíl. Þeim var ætlað að koma vestrænum andstæðingum landsins úr jafnvægi og skapa innbyrðis deilur. Þetta tókst um tíma í Bandaríkjunum þar sem rifist hefur verið um "þátttöku" Rússlands í forsetakosningunum. Þátttaka Rússlands í þeim var náttúrlega engin, því þeir höfðu ekki kosningarétt í þeim. En allskyns reyk- og speglaaðgerðir Rússlands hafa hins vegar valdið deilum innan Bandaríkjanna og á vissan hátt lamað þau og valdið sundrung

En þeim kafla lauk í gær þegar bandaríska þingið ákvað að herða refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi svo um munar. Frá og með nú verða þær ekki mjúkar eins og þær hafa verið, heldur harðari og víðtækari. Rússland hefur þar með skotið sig í báða fætur með gamaldags sovétaðferðum sínum. Og sá sem látinn verður blæða fyrir hina misheppnuðu herferð áróðurs- og svimaaðgerða, verður væntanlega sá sem stjórnaði þeim, þ.e. forsetinn Pútín. Þetta var það eina sem Rússland hafði efni á: þ.e. lyklaborðsaðgerðir

Það er skoðun bandaríska þingsins að Vestur-Evrópa sé einn af orsakavöldunum fyrir því hvernig málum er komið. Vestur-Evrópa hefur markvisst unnið að því að veikja varnir Úkraínu og landa Austur-Evrópu með því að aftengja sérstaklega Úkraínu frá strategísku mikilvægi hennar fyrir alla Evrópu. Vestur-Evrópa hefur saman með Rússlandi unnið að því dag og nótt að orka frá Rússlandi til Vestur-Evrópu þurfi ekki lengur að fara um Úkraínu, heldur sé henni veitt framhjá henni til Vestur-Evrópu. Ráðist Rússland inn í Úkraínu og inn í Pólland, þá muni það ekki lengur kosta lönd Vestur-Evrópu neitt því orkan frá Rússlandi fljóti áfram til hennar þó svo að allt sé í báli og bruna á austurvígstöðvunum, sem Bandaríki Norður-Ameríku hafa skuldbundið sig til að verja. Þannig að á meðan bandaríski herinn og hermenn Austur-Evrópuríkja þyrftu að berjast fyrir lífi sínu og landa sinna, þá gætu lönd Vestur-Evrópu, sérstaklega Þýskaland, haft það gott í sófanum á meðan upplýstur himinn í austri er baðaður í blóði annarra landa, sem þar með væru einnig að verja sjálfa Vestur-Evrópu. Vestur-Evrópa myndi þá hafa auðveldað Rússlandi að ná Úkraínu á sitt vald

Það er þessa vegna sem bandaríska þingið ákvað að láta einnig þá gjalda sem eiga í beinum orkuviðskiptum við Rússland. Og þar með erum við komin að Þýskalandi, sem er yfir-nurlari Evrópu. Í stjórn dótturfélaga rússneskra orkufyrirtækja situr sósíalistinn Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands

Svo þá er hringum lokað og Rússland er komið á byrjunarreit á ný. Engin útþensla þess hefur borgað sig og allar aðgerðir þess hafa misheppnast. Mest vegna klaufaskapar og dugleysis öryggisþjónusta landsins, sem aðeins hafa náð þeim árangri að reita Bandaríkjamenn enn frekar til reiði. En það eru fyrst og fremst Bandaríkin sem bera hitann og þungann í vörnum Austur-Evrópu gegn Rússlandi og ef til vill einnig gegn Þýskalandi. Þetta þvingar Þýskaland til að hugsa sig um og melda hreint út um hvar og með hverjum það stendur. Fróðlegt verður að fylgjast með útreikningum Þýskalands. Þeir eru samkvæmt venju óúreinkanlegir því Þýskaland er óútreiknanlegt gerviland ofið umhverfis pening. Sem sjálfbært land á það ákaflega litla framtíð fyrir sér, vegna þess að stofnun þess árið 1871 snérist fyrst og fremst um að þýsk þjóð væri að mestu efnahagsleg hugmynd, eins og Evrópusambandið er í dag, eins og sést langa vegu að

****

Í stórfurðulega sérkennilegum sumarafleysinga-leiðara Morgunblaðsins í dag er fjallað um svo kallaða "upplýsingatækni". Já, sú tækni er öll komin frá bandaríska hernum. Apple fann upp þó nokkuð. Microsoft fann upp ekkert. Facebook fann upp minna en ekkert, og eldgamla stafrófið kemst ekki einu sinni fyrir á Twitter. Morgunblaðið varð upplýsingatæknilegur "samfélagsmiðill" um leið og það var stofnað og byrjaði að koma út árið 1913. Hraðinn var bara annar. Í dag hafa svo kallaðir "samfélagsmiðlar" minna samfélagslegt gildi en einn vatnsdropi hefur í miðju Þingvallavatni. Hraði þvælu bætir ekki þvælu og gerir hana ekki að upplýsingum með aðstoð tækni. Upplýst þvæla er og verður áfram þvæla. Hún minnkar velmegun því hún tefur fyrir landsframleiðslunni með þvælu

1. Bandaríski herinn fann upp örgjörvann til að stýra kjarnorkuvopna-eldflaugum sínum á nákvæmlega rétta staði í Sovétríkjunum

2. Bandaríski herinn fann upp farsímann til samskipta í herleiðöngrum

3. Bandaríski herinn fann upp GPS til að staðsetja sig í herleiðöngrum

4. Bandaríski herinn fann upp stafrænu myndavélina til að geta hætt að henda Kodak-filmupökkum frá njósnagervihnöttum til jarðar

5. Bandaríski herinn fann upp það sem varð DOS

6. Bandaríski herinn fann upp Internetið til að flytja vísindaleg kjarnorkuvopnagögn á milli rannsóknarstöðva

7. Og bandaríski herinn lét gera fyrir sig gagnagrunninn sem er Oracle í dag

En bandaríski herinn má ekki hafa einkaleyfi á neinu. Það er honum óheimilt. En séu hins vegar uppfinningar bandaríska hersins ekki ríkisleyndarmál lengur, þá eru uppfinningar hans látnar renna til almennings. Úr þessu hefur einkafyrirtækjum þó ekki enn tekist að bæta einum eyri við landsframleiðsluna né framleiðni síðustu marga áratugina. Það gerði hins vegar bandaríski herinn. Það er engin lítil nýsköpun í gangi í dag. Bara blaður. Nema í bandaríska hernum

Fyrri færsla

Frakkland að falla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Sæll Gunnar.

Voru Rússar ekki að sprengja skotfærabirgðastöð í Úkrainu með dróna ( birgðir uppá eina biljón dollara )í gær ?

Björn Jónsson, 28.7.2017 kl. 17:38

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlit og skrif Björn.

Þetta veit ég bara ekki.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.7.2017 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband