Leita í fréttum mbl.is

"Skattaafsláttur væri skynsamlegur" suðið

Frétt: Skattaafsláttur væri skynsamlegur

Athugasemd: Ef fólk hefur ekki efni á að gerast eigandi í fyrirtæki án aðkomu ríkisins, þá hefur það sannarlega ekki efni á að tapa peningunum

Allir þeir sem kaupa hlut í fyrirtækjum verða að vera tilbúnir að tapa þeim öllum. Menn eiga ekki að kaupa neitt nema að hafa efni á því. Hlutabréf er skírteini fyrir eignarhlut í fyrirtæki. Og honum fylgir skynsemdarábyrgð og mikil heimavinna. Og þess utan verður þú ekki þátttakandi í rekstrinum, heldur ertu passífur/óvirkur eigandi. Það er hins vegar stjórn fyrirtækisins sem fær laun fyrir að stjórna því. Venjulega allt allt of há. Þannig að því sem haldið er fram í fréttinni ("hvetja almenning til þátttöku í atvinnurekstri") er einfaldlega ekki rétt með farið

Þess utan er sá hlutabréfamarkaður að mestu ónýtur og í besta falli hættulega flöktandi sem stjórnast af skattafrádrætti veittum af stjórnmálamönnum frá ári til árs. Hvað er að mönnum. Halló! Vilja menn ekki vandaðan markað?

Þegar fólk óskar eftir því að kaupa hlut í fyrirtæki verður ástæðan fyrir þeim kaupum að vera bjargföst trú á fyrirtækinu sjálfu, vörum þess, þjónustu þess og stjórnendum þess. Hafi maður ekki þessa trú á maður alls ekki að kaupa heldur selja strax

Þessi markaður kemst líklega ekki í gang fyrir en að bankar og fjármálastofnanir koma aftur í Kauphöllina samhliða því þegar tveir í sömu götu gera allt í einu það sama, því þá fylgja hinir á eftir þeim til að tryggja sig gegn því að vera álitnir asnar (e. hedging against the neighbor). Þannig mun þetta byrja, þ.e. þess sem óskað er eftir í viðtengdri frétt. Og svo mun það sem beðið er um hrynja þegar allir í götunni eru loksins komnir um borð og þar með allir orðnir sömu grasasnarnir á ný

Svona gengur þetta á eyrinni, og mun alltaf ganga þannig

Um leið og ég frétti af því að fjölda-frú X og fjölda-herra Y séu komin með stóran hlut í fyrirtækinu Z-eta, þá sel ég hlut minn og bíð eftir næsta hruni og kaupi hann aftur fyrir slikk þegar blóð þeirra hjónanna flýtur niður eftir götunni. Það get ég, af því að ég var eini maðurinn í götunni sem hlustaði ekki á sérfræðinga

Raunverulegir fjárfestar eru maraþonhlauparar. Þeir hlusta ekki á svona sveiflusuð og þeir sjá ekki svona sveiflu-sérfræðinga. Þeir þurfa þess ekki, af því að þeir vissu frá upphafi hvað þeir voru að gera. Þeir unnu heimavinnuna. Að fjárfesta er að leggja fram peninga sína með fullvissu um að fá enn meira af þeim til baka

Það er mjög erfitt að ávaxta fé. Mjög erfitt. Þess vegna eru svona margir blankir og hafa ekki efni á að tapa því litla sem þeir eiga. Og þar við situr um sinn. Vinsamlegast gerið heimavinnuna ykkar upp á nýtt. Þetta suð ykkar er ekki nógu gott. Om igen!

Það þarf enga svona steingelda afsökun til að lækka skattana. Það er nóg að horfa bara á þá og það sem eftir er í pyngjunni, til að sjá að þeir eru allt allt of háir. Niður með skattana!

Hins vegar myndi ég veita fólki mikinn og glæsilegan skattaafslátt fyrir að eignast þriðja barnið sitt - og þau sem á eftir koma. Það myndi ég gera án þess að hugsa mig um í eina sekúndu. Af hverju er þetta ekki gert!

Fyrri færsla

Árin 1917 - 1985 - 1991 og 2008 voru afgerandi tímamót


mbl.is Skattaafsláttur væri skynsamlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Gunnar. Ætli ríkisstjórnin að gefa afslátt af sköttum munu þeir fyrst hækka skattana um þann afslátt sem þeir hyggjast veita, þannig er pólitíkin.

Ég er það vitlaus að mér dettur ekki í hug að fjárfesta í hlutabréfum, ég einfaldlega treysti ekki á slíka blinda aðkomu af hlutafélögum, búinn að brenna mig einu sinni og ætla ekki í þá vegferð aftur.

Hvað barneignir varðar og barnauppeldi þá á vissulega að veita hjónum veglegan skattaafslátt fyrir barneignir og ekki síður fyrir að sjá um sín börn sjálf, ala þau upp sjálf en láta þau ekki í hendur vandalausra og treysta þeim til að ala börnin fyrir sig og innræta með allskonar þvaður. Best fer á því að fólk sjái um sín eigin börn, uppeldi þeirra og kenna þeim góða siði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.7.2017 kl. 11:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Tómas fyrir innlit og skrif.

Já ég er alltaf fylgjandi því að peningarnir fylgi barninu og að fólki sé þannig gert kleift að velja það sem því sjálfu hentar.

Fólk verður að sá fræjum. Annars verður enginn hér til að kaupa hvorki skuldabréf ríkissjóðs né neina aðra pappíra. Sá þarf fræjum og uppskera þannig áframhaldandi glæsta framtíð fyrir landið okkar. Forfeður okkar sáðu fyrir okkur. Það verða allar kynslóðir að gera. Við höfum að minnsta kosti efni á að styðja við þessa rækt með áburði, svo ekki sé meira sagt. 

Það er ekki nógu gott að fólk kaupi hlut í fyrirtæki af því að einhvern annar segir því að það sé góð hugmynd. hugmyndin verður að fæðast hjá því sjálfu vegna trausts.

En eins og er, þá fæðist sú hugmynd hjá fólki helst ekki. Sumir segja að það sé vegna vantrausts. Sjálfur held að ekki sé um fyrst og fremst vantraust að ræða, heldur að um vonbrigði sé að ræða. Fólk varð almennt fyrir miklum vonbrigðum með bæði stjórnmálamenn og stjórnendur fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem voru skráð á markaði. Vonbrigðin eru þarna ennþá. Enda hefur hvorugum hópnum tekist að vinna sig í álit hjá almenningi á ný. Vonbrigði fólksins með elítur landsins sitja föst. Mjög föst. Þau er ekki hægt að þvo burt nema á löngum tíma og með góðum fordæmum.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.7.2017 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband