Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisstofnun og grunnskólinn

Ótímabær hefur framleiðslu á grafarbökkum

Hér á landi eru skólar sem kalla sig grunnskóla. Ég skil reyndar ekki af hverju þeir heita grunnskólar. Hvaða grunn skyldu þeir kenna sig við. Kannski grunninn að þeim byggingum sem hýsa þá? Eða eru þeir kannski bara grunnur þannig grunnur. Nei það getur varla verið því þá myndu þeir heita grunniskólinn.

Ég spyr því ætla mætti að þessir skólar hefðu á höndum eitthvað grunnhlutverk, eða jafnvel grundvallarhlutverk

Þegar ég var barn þá gekk ég hins vegar í skóla sem passaði mér. Ég gekk í barnaskóla, en ekki grunnaskóla

Í barnaskólanum var mér á frekar stuttum tíma kennt að lesa íslensku. Þegar ég hafði lært það þá gat ég lesið íslensku. Það gat ég nefnilega ekki þegar ég fæddist, því fóstrið ég vissi ekki í hvaða tungumál ég myndi fæðast í. Öll börnin höfðu augu svo þau voru notuð við lestrarkennsluna

Svo var mér kennt að skrifa íslensku. Það tók ekki langan tíma því barnaskólinn var fyrir börn. Við skrifuðum stíla. Einbeitingin var mikil því það ríkti friður í kennslustundum, annað var auðvitað ekki liðið. Við þurftum nefnilega að einbeita okkur

Svo lærði ég að reikna. Það var ekki erfitt í byrjun því einn plús einn eru tveir. Þegar við kunnum það þá var byrjað að deila og margföldunartöflur lærðum við utanað, því þær kenndu okkur talnamunstrið, restin kom svo af sjálfu sér. Svona gekk þetta

Hið bóklega skólahald var 3-4 kennslustundir á dag. Við fengum líka lýsi og háfjallasól

Þegar þetta var komið á sinn stað, þá var byrjað að kenna okkur annað. Til dæmis Íslandssögu, ljóð, Biblíusögur og söng. Öll börn í barnaskólanum höfðu ókeypis raddbönd svo þau voru notuð við sönginn. Svo var einn tími á viku notaður í krass sem stundum endaði jafnvel með teikningum

Þetta var sem sagt barnaskólinn

En hvað skyldi fara fram í grunnskólum landsins. Skyldi til dæmis Umhverfisstofnun hafa gengið í grunnskóla. Ekki trúi ég því að hún hafi gengið í barnaskóla, því þar lærðum við að lesa, skrifa og reikna. Hún hlýtur að hafa gengið í grunnaskólann. Það hlýtur að vera

Ótímabær dauði Umhverfisstofnunar sorglegur er

Fyrri færsla

Ný bylgja farms mannsmyglara að skella á Ítalíu


mbl.is 80 ótímabær dauðsföll vegna svifryks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband