Leita í fréttum mbl.is

Nýtt viðtal við varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

CBS-viðtal við James Mattis

Það er ekki á hverjum degi sem James Mattis ráðherra varnarmála talar við fréttamenn um nýjar áherslur í varnarmálastefnu Bandaríkjanna. Hún breytist í eðli sínu aldrei og getur ekki breyst, því hún mótast af legu Bandaríkjanna sem ein heild í veraldarhafinu. En nýjar áherslur verða þó til. Þær taka mið af því sem brennur á Bandaríkjunum sem táningi með yfirgnæfandi heimsáhrif, sem áður tilheyrðu Evrópu í 500 ár. Þeim stútaði Evrópa sjálf á 30 árum, eða frá 1914 til 1945. Hún gerði sig að engu og verður aldrei aftur neitt annað en þýðingarlítill landmassi með 52 ríkjum á, því annað er ekki hægt. Evrópuskaginn út úr Móðir Rússlandi býður ekki upp á neitt annað

Fjórði hver dalur heimsframleiðslunnar verður til í Bandaríkjunum. Fjörutíu prósent einkaneyslunnar fer fram í Bandaríkjunum, því hið opinbera sem neytandi er svo hlutfallslega lítið miðað við flest önnur lönd. Í Bandaríkjunum er stærsta samhangandi landbúnaðarsvæði veraldar, svo stórt og frjósamt að það getur brauðfætt flestar manneskjur á plánetunni. Um það streyma siglanleg fljót sem eru lengri og ódýrari flutningaleið en öll samanlögð önnur siglanleg fljót jarðarinnar. Sjöundi hver gámur sem fluttur er út frá Kína fer til aðeins einnar verslunarsamstæðu í Bandaríkjunum, Walmart.

James Mattis segir að hugmyndin á bakvið Ríki íslams sé banvænn hugmyndafræðilegur ruslahaugur sem sviðinn verður niður í rót og malbikað yfir. Og Norður Kórea er bein ógn við Bandaríkin, segir hann. Þarna hafið þið það. Og Rússland er úti að aka í bensínlausri nafnlausri bifreið sem hann botnar ekkert í. Gefum hermanni Mattis orðið, en þar hóf hann feril sinn árið 1969, eða fyrir 48 árum, í bandaríska hernum

Eldflaug skotið upp frá Wonsan í Norður Kóreu flaug ca. þessa leið 28. maí 2017

Ágiskuð stefna er mín: 450 km gul loftlína dregin

Norður Kórea skaut annarri eldflaug upp í gærkvöldi. Að sögn þeirra sem skrifa fréttir flaug hún 450 kílómetra frá Wonsan og lenti í efnahagslögsögu Japans. Giskað er á að þetta hafi verið sovéskt hönnuð flaug sem í stærstu útgáfu nær jafnvel til höfuðbogar Japans, eða þúsund kílómetra. Sem er aðeins rúmlega tvöfalt lengra en hryðjuverkandi flaugin í gærkvöldi var látin fljúga

Fyrri færsla

Norður-Kórea nú eða aldrei?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætti kastljósið ekki að beinast oftar að

framkv.stj. SAMEINUÐUÞJÓÐANNA?

Er hann ekki bangsapabbinn í Hálsaskóginum?

Hvað vil hann gera í þessum málum?

Jón Þórhallsson, 29.5.2017 kl. 10:11

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón. Aðalritarinn getur ef til vill notað tímann til að skoða ályktanir Sþ gegn Norður-Kóreu. Nóg er til af þeim.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.5.2017 kl. 12:34

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bandarísk flotayfirvöld hafa tilkynnt að USS Nimitz (CVN-68) láti úr höfn flotastöðvarinnar í Bremerton í  Washingtonfylki á vesturströnd Bandaríkjanna þann 1. júní 2017.

1. Flugmóðurskipið USS Nimitz og árásarhópur þess leggur sem sagt í hann á fimmtudaginn. Förinni er heitið til Vestur-Kyrrahafs, en þar er land sem heitir Norður-Kórea. Hópurinn verður viku á leiðinni. Þar mun hann sameinast flota:

2. USS Carl Vinson (CVN-70) og árásarhópi þess sem staðsett er undan Kóreusaga. Heimahöfn CVN-70 er San Diego í Kaliforníu.

og svo

3. USS Ronald Reagan (CVN-76) og árásarhóp þess, sem einnig er staðsett undan Kóreuskaga. Heimahöfn CVN-76 er Yokosuka í Japan.

Er þá allt þegar þrennt er? Það hugsa ég.

Eða þarf að panta heila opnu í fjölmiðlum til að auglýsa það sem er að gerast beint fyrir framan augun á öllum sem augu hafa.

Norður-Kórea, starir nú niður í ofboðslegt hyldýpi sem er að opnast.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.5.2017 kl. 12:53

4 identicon

Sæll Gunnar 

Það er hughreystandi að heyra Gen Mattis tala. Hann svarar spurningum strax og beint og þú sérð að hann er leiðtogi og kraftur sem á að reikna með.

Það var gaman að heyra hann svara spurningunni um "hvað heldur þér vakandi á nóttunni" svar hans var - "ekkert - ég gera það erfiðara fyrir annað fólk að sofa".

Trump er þegar byrjað þegar han talaði við Arab staterna nyligen og er búinn að einangra Íran - nú ætla hann að stoppa NK. USA eru líka að fá NATO til að vakna.

Merry (IP-tala skráð) 29.5.2017 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband