Leita í fréttum mbl.is

Undanþáguflokkur ESB-sinna

Samfylkigin varð undanþágumiðstöð banka- og viðskiptalífs frá veruleikanum. Sú undanþága endaði með svo gott sem fullkomnu hruni alls þess sem hrunið gat, af því að Samfylkingin sagði: "menn þurfa að verða djarfari"

Samfylkingin varð undanþágumiðstöð landráðalegra pólitískra afla sem ætluðu sér að stúta fullveldi þjóðarinnar. Samfylkingin sagði: "menn þurfa að verða djarfari"

Samfylkingin varð svo undanþáguendastöð eins kjördæmakjörins þingmanns frá veruleikanum. Þessi flokkur og flokkar af þessari gerð eiga varla að geta vera til. Þeir krefjast undanþágu, því Samfylkingin sagði: "menn þurfa að verða djarfari" - með annarra manna fé og fullveldi

Allt sem Samfylkingin og útbú hennar standa fyrir er áfram vont. Mjög vont og verður alltaf vont. Og menn þurfa að verjast því sem vont er. Menn þurfa að varast og verjast "þróaðri stjórnmálatækni" Samfylkinga. Jafnvel enn fastar en þeir áttu verjast "þróaðri fjármálatækni" hennar

Samfylkingin er lús á þjóðum og hana á ekki að viðreisa því hún tæmir þjóðir. Þetta eru þjóðir Vesturlanda að læra á hinn harða máta

Fyrri færsla

Of ungir "þingmenn"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband