Leita í fréttum mbl.is

Pasta í súrkáli grillað í hollenska þinginu

Ábóti ECB-aukaseðlabanka Þýskalands, herra Útópíus Draghi evrupáfi III, sat fyrir svörum í hollenska þinginu í gær. Þar staðfesti hann þrennt mikilvægt

1) Myntin evra býr til útkomur sem háðar eru þjóðerni og litlu öðru. Á lægsta enda skalans yfir útkomuna úr hinni sameiginlegu mynt er Grikkland, sem evran hefur lagt í rúst. Í hinum enda skalans yfir útkomuna úr evrunni, þ.e. í sæti sigurvegarans, er Þýskaland. Það hefur sigrað á meðan Grikkland hefur tapað svo stórt að það liggur í rúst sem flokka má, því sem næst, sem misheppnað ríki (e. failed state). En Þýskaland stendur sem alger sigurvegari með stærsta viðskiptahagnað nokkurs ríkis veraldar (Current Account) í dölum talið. Þetta er mun betri efnahagslegur árangur og hagfelldari landvinningar en innrásir og herseta færðu Þýskalandi í Síðari heimstyrjöldinni. Þýskaland á Evrópu núna og það mun forma hana til sem þýska. Loksins tókst það

Ábóti ECB-aukaseðlabanka Þýskalands, Mario Draghi, staðfestir hér frammi fyrir hollenska þinginu að Holland, sem gervitungl á réttri sporbraut umhverfis Þýskaland, sé einmitt í hópi sigurvegaranna. Það hefur hagnast á evrunni. Holland er eitt af þeim löndum sem "þénuðu á evru", segir hann. Það er auðvitað engin tilviljun, því evru-kerfið var skrúfað saman fyrir Þýskaland og þau lönd sem líkjast því mest. Þetta er þá eftir allt saman bara einfaldur evru-nasismi sem evran er byggð á (svo ég noti nú hið viðtekna en ranga heiti sem klaskað var á sósíalisma Hitlers). Hún framleiðir sigurvegara og tapara, háða þjóðerni. Það sem mestu máli skiptir í þessu tortímingarkerfi evrunnar er hvað þú heitir og hvar þú ert fæddur. Þetta er sprenghlægilegt, því ein af áróðursbrellum sambandsins var að það átti að koma í veg fyrir einmitt nasisma í hvaða formi sem er. Þetta var náttúrlega lygi frá upphafi til enda. Evrópusambandið og evran voru sett á laggirnar til þess að gefa þeim sem hönnuðu það einn möguleika í viðbót á að níðast á öðrum. Svo einfalt er þetta bákn. Enda er það þegar langt komið með að eyðileggja flest gott

2) Í þessu kerfi evrulanda er innbyggður mekanismi sem kjósendur hafa enga hugmynd um að sé til. Hann heitir TARGET2 og hann yrði stimplaður algerlega ólögmætur í hvaða einasta lýðræðisríki, ef um hann hefði sérstaklega verið fjallað í þeim stofnunum sem kenna sig við lýðræðislegt stjórnarfar. Fari Holland úr evrunni þá fær það ekki þá peninga til baka sem það á inni í kerfinu, segir Útópíus Draghi, og sem aðrar þjóðir kerfisins eru óafvitandi orðnar ábyrgar fyrir. En ef að hins vegar eitt ríki sem er í skuld við kerfið skyldi ætla að yfirgefa það, að þá hefur seðlabankastjóri hins peningalega Frankensteinveldi evrunnar, Útópíus Draghi, sagt að það land geti ekki sloppið út fyrr en það hafi gert skuld sína upp við kerfið. Hér hangir ekkert saman, heldur er þetta eitt stórt einveldi geðþótta. Verða herir landanna þá kannski notaðir sem innheimtustofnanir þeirra ríkja sem eiga mest inni í kerfinu - eða verða kerfis-skuldalöndin einfaldlega gerð upptæk? Ein ensk trilljón evra er ekki smápeningur. Hún er ein billjón

3) Draghi segir einnig að evran sé óafturkræfur gjörningur. Að lönd sem einu sinni taki upp evru geti aldrei um alla eilífð hætt á henni. Að hún sé verri en heróín fyrir löndin sem hafa álpast þar inn. Þetta er hann búinn að segja tvisvar sinnum á skömmum tíma. Þegar þriðja fullvissandi staðfesting um þetta kemur úr munni hans, þá veit heimurinn allur að þetta er lygi og að allt heila dótið mun brasa saman ofan á ríkin og þjóðir þess. En sem evrukerfið hefur nú gert farlama og svo ósjálfbjarga að flest er þar á heljar þröm eftir aðeins eitt minniháttar áfall, miðað við svo margt annað í sögu heimsins. Þetta drasl er allt saman eitt handónýtt kerfi sem aðeins er fært um að framleiða styrjaldarástand

Þegar þjóðir evrusvæðis Evrópusambandsins munu standa frammi fyrir þeim ískalda veruleika að stjórnmálamenn þeirra hafa komið yfirríkislegum strúktúr fyrir í ríki þeirra og sem yfir höfuð er ekki hægt að fjarlægja, komast úr né vinda ofan af innan ramma hins lýðræðislegs stjórnarfars, sem er sjálfur hornsteinn þjóðríkjanna, já þá mun helvíti opnast og læsa klóm sínum um þann litla frið sem eftir er í þessum löndum. Þegar þeim verður ljóst að ekki er hægt að komast út öðruvísi en með hjálp skriðdreka á götum landa þeirra og járntjalda við landamærin, þá vita allir hvað verður næst. Og eftir þann hildarleik munu rannsóknarnefndir þjóðþinganna ekki skera neinar tillögur til refsinga við nögl. Hin gamla suður-ameríska flóttaleið pólitískra agenta svona kerfis, mun þá skyndilega hitna á ný

Evran er, enn sem komið er, hin borgaralega útgáfa Víetnamstríðsins. Hertæknifræðingar ráða för. Þeir kalla sig "sérfræðinga". En þeir eru veruleikafirrtir, því þeir vita svo lítið um fólkið. Vita næstum ekkert um þá andstæðinga sína. Vita næstum ekkert um það sem knýr fólk þjóðanna áfram. Tap er það eina sem þessir "sérfræðingar" framleiða. Eins og "þróuð fjármálatækni" og "stjórnmálatækni" Samfylkinga gerði og gerir hér heima enn. Hrun

Fyrri færsla

Hræðslubandalagið sigraði í Frakklandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Snilld;

"Evran er, enn sem komið er, hin borgaralega útgáfa Víetnamstríðsins. Hertæknifræðingar ráða för. Þeir kalla sig "sérfræðinga". En þeir eru veruleikafirrtir, því þeir vita svo lítið um fólkið. Vita næstum ekkert um þá andstæðinga sína. Vita næstum ekkert um það sem knýr fólk þjóðanna áfram. Tap er það eina sem þessir "sérfræðingar" framleiða".

Takk fyrir enn eina eldræðuna Gunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2017 kl. 17:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér.

Góðar kveðjur austur til þín og forfeðranna Ómar.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.5.2017 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband