Leita í fréttum mbl.is

Vandamálahælið Evrópa - fundur í Antalya

Eins og þeir sem vilja vita vita, þá gengur lítið sem ekkert með neitt í Evrópusambandinu. Sambandið þolir engin áföll og það sópar til sín vandamálum sem, meðal annarra, en einkum, af tilvist þess hafa skapast. Í stað þess að leysa vandamál, þá safnar sambandið vandamálum. Það er orðið eitt stórt vandamálaveldi. Og löndin sem í sambandinu eru, veslast upp á færibandi. Myntsvæði þess er versta efnahagssvæði veraldar. Myntin á því svæði er gagnslausasta mynt veraldar. Hún hefur ekkert með efnahagsmál að gera, heldur er hún einn pólitískur peningur með gati út i gegn

Í miðju gati peningsins býr þeytivinda. Hún heitir Þýskaland. Og í miðju Þýskalands býr banki. Hann heitir Deutsche Bank. Hann er eldri en Þýskaland. Og hann er á hausnum. Í vikunni gerði bankinn tilraun til að skaffa sér ferska peninga. Hann bauð þeim sem eiga peninga að kaupa hlut í bankanum á 39 prósent afslætti. Bréfin í bankanum hrundu umsvifalaust um 6 prósent. Bankinn á í lausafjárvandræðum. Hann er óformlegur hluti af ríkisstjórn Þýskalands og formlegur hluti af öllum stærstu fyrirtækjum þess. Hann er á hægfara leið í þrot

Enginn hefur trú á bankanum. Hann er á evrusvæðinu og kominn með eyðniberkla Evrópusambandsins. Og þetta evrusvæði er myntsvæði Evrópusambandsins. Bæði eru þau ónýt. Ganglaust ónýt og gagnslaust getulaus skápur þar sem hrúgað er inn vandamálum sem aldrei verða leyst. Bankakerfi evrusvæðis halda því áfram að hristast og skjálfa sem sá geislavirki Royalbúðingur sem þau eru

Evrópa endaði 1991. Þar endaði heimsálfan, því þá féll síðasta veldi hennar í rúst: Sovétríkin. Síðan þá hefur Evrópa ekki haft hin minnstu áhrif á neitt í þessum heimi og hún mun ekki hafa það nokkru sinni á ný. Á þrjátíu árum tókst Evrópu að koma sér úr stöðu heimsveldis með veraldaráhrif og yfir í hernumda rúst. Þetta hefur aldrei áður gerst í sögu mannkyns. Að heil heimsálfa stútaði sér á aðeins 30 árum. Evrópa mun ekki leysa nein vandamál í framtíðinni því hún er vandamálið sjálft. Hana þyrfti helst að hernema á ný áður en hún og fólk þess kemst að því að Evrópusambandið er berklahæli, þar sem eina lyfið sem til er í skápnum heitir Meiri berklar

**

Æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna, Rússlands og Tyrklands héldu fund í tyrknesku borginni Antalya. Það er athyglisvert. Það er virkilega athyglisvert. Láið er líta út sem svo að þessir æðstu menn þriggja hefafla ræði saman um ýmis dagleg vandamál. En það gera þeir ekki. Það gera þeir ekki. Ekkert hefur lekið út um raunverulegt efni fundarins og ekkert mun leka út um það

Fyrri færsla

Ísland: heimsmethafi í hagvexti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hvert var hið raunverulega efni fundarins Gunnar?

Smá forvitni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2017 kl. 09:20

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Ómar

Held að rétta orðið sé frekar stór-forvitni en smá-forvitni.

Hvað er það sem fær menn til að undirbúa í tvo mánuði fund yfirmanns alls hins yfirgnæfandi herafla Bandaríkjanna með hinum rússneska kollega sínum í vottaðri áheyrn hins tyrkneska kollega þeirra beggja.

Hvað eru hinir fornu Bandamenn að segja við hvorn annan og svo við Tyrki?

Ég veit það ekki. En að minnsta kosti sögðu þeir í alvörunni ekkert af því sem opinberlega er sagt að þeir hafi sagt í alvöru.

Mig grunar að Donald J. Trump sé að reyna að leggja grunninn að því að að kveða Rússagrýluna niður í eitt skipti fyrir öll og að hann vilji hafa Rússa sterkt með sér á næstu komandi áratugum.

Stefnumarkandi nýtt samkomulag um betri og skilningsríkari samvistir Bandaríkjanna og Rússlands í heiminum gæti verið í smiðum. Gæti verið í smíðum.

Þeir munu báðir þurfa á því að halda gegn 1,6 miljörðum múslíma á næstu áratugum. Og hvorugir þola þeir Kína.

Mið-Austurlönd og þar með hinn íslamski heimur er kominn í enduruppsetningarfasa (reconfig). Síðasti virki fasi hans varaði í 1000 ár. En þessu er hugsanlega hægt að stúta í fæðingu í þetta skiptið. Getan er til staðar.

Ég veit þetta ekki. En ég hugsa samt mitt. Svo mikið er víst.

En stefnumarkandi fundur er þetta. Annað er afar ólíklegt. Svona menn ræða ekki smotterí.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2017 kl. 11:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei svona menn ræða ekki smotterí.

En skil þetta með Rússana og þá tilefnið sem þú nefndir.  Sé þá ekki samhengið með að hafa Tyrki í ráðum.  Vissulega voru Tyrkir veraldavæddir fyrir um 100 árum síðan en mér vitanlega ræður þar maður ríkjum sem er hægt og rólega að færa klukkuna til baka um 100 ár eða svo.

Og eftir því sem ég best veit þá er hugmyndafræði hans af sömum rótum og Sauda og Isis, hann er bara svona hin mjúka ásýnd þeirrar miðaldamennsku.

Og síðan ef tilefnið er þetta, væri þá ekki betra að hafa Kína með í ráðum, þetta er jú sameiginlegur óvinur. 

En allavega, hafðu þökk fyrir svar þitt Gunnar, það er alltaf gaman, í merkingunni ánægjulegt, að lesa svör þín sem og pistla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2017 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband