Leita í fréttum mbl.is

Fjármálaráðherra Trumps hjólar í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn

B52-Stratofortressa Bandaríkjamanna á flugi yfir Berlínarborg - teppasprengingar Þýskalands á evrusvæðinu eru nú til athugunar hjá Donald J. Trump

Steven Mnuchin nýskipaður fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur krafist þess að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn rannsaki gengisstefnur aðildarlanda sjóðsins og skili af sér niðurstöðum um það mál. Þetta gerði hann á fundi með Christine Lagarde forstjóra sjóðsins í dag

Fjármálaráðherrann skírskotar með þessu til kengriðins viðskiptajöfnuðar Þýskalands og einnig Kína og Japans. Líta ber á teppakall hans sem fyrsta aðvörunarskotið frá Donald J. Trump í þessum málum

Þýskalandi og Kína er hér með gert að leggja raunsætt mat á hvort löndin meti meira; a) tengsl sín við Bandaríkin, eða b) sín eign efnahagslíkön

Í stuttu máli má segja að efnahagslíkan Þýskalands sé banvænt fyrir evrusvæðið og heimsbyggðina alla, og að efnahagslíkan Kína sé banvænt fyrir heiminn og Kína sjálft

Í tilfelli Þýskalans má líklega tala um efnahagslega nauðgun sem fór fram með því að setja í stjórnarskrá bann við hallarekstri á sama tíma og landið misþyrmdi og kveikti í Húsi fjötranna (evrusvæðinu) til að koma gengi þess neðar og til að fylla þannig á tanka eigin hagkerfis á kostnað annarra

Í austri hefur Bandaríkjaher undir stjórn James Mattis nú lokað Þýskaland af með því að brynverja Austur-Evrópulönd Intermarium svæðisins gegn Rússlandi. Þjónar sú brynvörn einnig sem útgöngubann á Þýskaland til Rússlands

Franski forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen fór í gær í heimsókn til kristinna manna í Líbanon. Á dagskrá hennar í dag var svo fundur með æðsta yfirvaldi múslíma í landinu. En ekki gat orðið af þeim fundi, því við komuna til fundarstaðarins var Marine Le Pen gert að hylja sig með slæðu. Því neitaði franski forsetaframbjóðandinn, snéri við í anddyrinu og ók á brott í svörtum átta strokka bandarískum Chevrolet Suburban

Sænska vefblaðið Fria Tider hefur skyndilega tekið upp á því að birta á ensku fréttir um gang mála Svíþjóð. Þar má horfa á myndskeið og lesa grein blaðsins: English: Riots and looting in Stockholm - sést þar sænska lögreglan berjast á götum úti í borgarhluta þar sem 75 prósent íbúanna eru af erlendu bergi brotnir. Kannski er það fjölmenningar-þakklæti sem lýsir borgarhlutann svona upp. Svíþjóð gekk í efnahagslegu hræðslukasti í Evrópusambandið árið 1995

Fyrri færsla

Horfið á það, í gærkvöldi, sem er að gerast í Svíþjóð, sagði Donald Trump


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband