Leita í fréttum mbl.is

Donald J. Trump kann ekki að vera forseti

Og það er það góða við kjör hans. Enginn sem verður forseti Bandaríkjanna ætti að kunna að vera forseti. Og það sem meira er, enginn ætti að kunna að verða forseti. Það kunni Donald Trump ekki heldur, en hann gat það samt. Hann gerði það samt. Fólkið kaus hann meðal annars vegna þess að hann kann ekki að vera forseti

Þetta er eitt af því sem sjálfsákvörðunarréttur þjóða byggir tilvist sína á. Að einn venjulegur úr þjóðinni, einn venjulegur ekki-sérfræðingur, sé forseti og leiðtogi hennar. Sérfræðingar í því að vera forsetar eiga ekki að vera forsetar. Þetta er ekki staða fyrir sérfræðinga

Þegar í embættið er komið þá verður forsetinn að ráða til sín sérfræðinga. Og það hefur hann gert. Ég elska þetta. Bara hreint út sagt elska þetta. Þetta er svo glæsilegur vitnisburður um frum-mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar þjóða. Að einn sem kann ekki að vera forseti geti orðið forseti og verði það

Auðvitað sýnist þetta vera subbulegt. En það á það líka að vera. Þetta er framkvæmdavald þjóðarinnar og það á að vera subbulegt, því annars er það bara sérfræðiveldi

Til hamingju Bandaríkjamenn, að hafa loksins fengið alvöru forseta en ekki sérfræðing

Donald J. Trump segir að Rússland verði að skila Krím til Kænugarðs. Það saggði blaðafulltrúi hans í gær. Þetta er ekki beint það sem menn áttu von á. Sérstaklega ekki í Rússlandi. Þessi afstaða forsetans útilokar þó engan veginn samvinnu við Rússland um tilvistarleg málefni Vesturlanda. Rússland er Vesturland, því það hefur Ritningarnar, hinar heilögu

Fyrri færsla

Afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar lög landsins kveða á um að hver sem er (innfæddur ríkisborgari) geti boðið sig fram til forseta, þá verða menn að vera viðbúnir því að hið ómögulega geti gerst.

Kjör Tromp er því sterkasta vísbending þess að lýðræðið er virkt í landinu.

Ragnhildur Kolka, 15.2.2017 kl. 20:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú heldur svo vel á penna Gunnar og undirstrikar aðdáun þína á skynseminni í sínum stórbrotnasta einfaldleika persónu sem gengur gegn eyðandi öflum.

(Það verkar illa á óvininn játi maður  ást á öðru en kynbundinni elsku,viðbrögðin;hann hengir haus.)  

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2017 kl. 20:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur.

Já Ragnhildur - og takk Helga.

Leiðarinn í gær:

"Nú er talið hugsanlegt að kosningar í ESB-ríki hafi einhver áhrif. Það er þó mjög fjarlægt."

- já hann sagði margt, sá leiðari. Sérstaklega þessi setning hans.

Já. Elíta Þýskalands skelfur. Hún er svo logandi hrædd við að missa "buffer-zone" stuðarann sem hún hefur byggt sem sogskálar umhverfis landið. Hún vill að sjálfsögðu allra helst engar kosningar neins staðar í þessum stuðara sem ESB er orðið fyrir Þýskaland.

Stuðarar eru áhugamál að minnsta kosti ekki bara herra Pútíns.

Held að ég lími landakort af Evrópu upp á vegg hjá mér áður en það úreldist, einu sinni enn. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2017 kl. 21:24

4 Smámynd: Elle_

Já hann eitthvað svo klaufalega mannlegur forseti oft. Lýðræðislega þangað kominn svo sannarlega. Það er slæmt hvað fólk gagnrýnir menn oft fyrir að vera mannlegir, vera brugðið, koma kannski illa fyrir inn í milli. Það skiptir máli en það skiptir líka máli að vera bara mannlegur og maður sjálfur.

Elle_, 15.2.2017 kl. 22:12

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnir aðeins á Jón Grann,sem sagði svo oft aðspurður um tilfinningu hans fyrir ehv---segjum að vera Borgarstjóri? = "Ég veit það ekki ég hef aldei verið Borgarstjóri áður" Óneitanlega skrítið þá...

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2017 kl. 01:41

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Afsakið ,,   Hæ maddam klikk! Gnarr skal hann heita þót gæti verið grann-

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2017 kl. 01:44

7 Smámynd: Elle_

Haha, ég tók ekkert eftir þessu, las það Gnarr.

Elle_, 16.2.2017 kl. 07:38

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það ætti að veita ykkur ofsa-hægri fólki einhverskonar vitleysis verðlaun.

Sjaldan sem maður sér ofsa-hægraliðið með svona allt gjörsamlega niðrum sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2017 kl. 12:40

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

There is no experience you can get that can possibly prepare you adequately for the Presidency.

- John F. Kennedy

Theódór Norðkvist, 16.2.2017 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband