Leita í fréttum mbl.is

Skyldur Evrópu við Bandaríkin

Í gær skrifaði ég um NATO og Trump. Hægt er að setja tilvistarvanda NATO upp á eftirfarandi hátt:

a) Evrópa hefur áhyggjur af því að Bandaríkin yfirgefi NATO. b) Bandaríkin eru hins vegar enn að velta því fyrir sér hvenær Evrópa ætli að ganga í NATO. Ég velti því einnig fyrir mér hvenær Ísland ætli að ganga í NATO

Hið sama gildir um tilvistarvanda Evrópusambandsins. Rússland þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort og hvenær Rússland ætli að ganga í Rússland, né heldur af því hvort að Rússland muni yfirgefa Rússland. Það sama gildir um Bandaríkin. Þarna haggast ekkert. Enginn þarf að hafa slíkar áhyggjur af þesskonar tilvistarvandamálum þar

En þetta gildir hins vegar ekki um nein 27-lönd Evrópusambandsins, né heldur um Evrópusambandið sjálft sem stofnun. Þar hafa allir í öllum löndum viðvarandi áhyggjur af því að landið þeirra ætli að yfirgefa sjálft sig og ganga úr sér og í öll, en samtímis engin, önnur ákveðin lönd sambandsins. Og sambandið sjálft sem stofnun hefur viðvarandi áhyggjur af því að gufa upp þegar eitt land ákveður að hætta í skrípaleiknum og ganga í sjálft sig á ný. Geðið í þessum félagsskap mun bila, það er ekki spurning, og þegar það gerist þá mun það gerast sem geðbilun

Þetta er tíminn þar sem í ljós mun koma hvort að Bandaríkin og Evrópa eigi yfir höfuð samleið lengur og hvort að Bandaríkin muni láta Evrópu sem heild sigla sinn sjó, og einbeita sér að því eina þjóðaröryggismálamarkmiði sem þau hafa í Evrópu: að koma í veg fyrir að nein ein pólitísk eining geti nokkru sinni ráðið yfir öllum Evrópuskaganum á meginlandi Rússlands. Því markmiði geta Bandaríkin náð með því að einbeita sér að ríkjum Intermarium-svæðisins. Þar er fleygurinn sem skilur á milli lífs og dauða fyrir meginland þess sem þar hefur öldum saman verið. Og það eru bara Bandaríkin sem geta rekið þann fleyg á réttan stað. En ekkert NATO þarf hins vegar lengur til þess. Bandaríkin virðast eiga lítið sameiginlegt með restinni af meginlandi Evrópu, sem er útkjálki út úr meginlandi Rússlands, og það er staða mála sem Evrópa hefur skapað sjálf

Næsti forseti Bandaríkjanna verður sá sem mun segja þetta. Það er alger tilviljun að sá maður heitir Donald J. Trump. Þetta lá í loftinu og hefur legið í loftinu frá því að Evrópa gekk úr sjálfri sér og inn í ekkert

Fyrri færsla

Segir Donald Trump satt um að NATO sé úrelt - eða ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband