Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað er NATO úrelt - eins og það er núna

Mikið, ákaflega flott og tilætlað fjaðrafok í kjallaraholum meginlands Evrópu hefur orðið vegna ummæla Donalds Trump um NATO. Hann segir að NATO sé úrelt. Þrjú orð: NATO er úrelt og menn svitna í ESB. Svitna bókstaflega

En það er ekki þar með sagt að hann hafi sagt að sjálft hlutverk NATO sé úrelt. Hann er að segja að NATO eins og það er núna, er ófært um að gegna því hlutverki sem það á að gegna í þerri stöðu sem ríkir núna. Og sú staða er einungis algerlega dæmigerð. Hún er á engan hátt einstæð né hvað þá sérstæð

Menn hafa beintengt NATO um of við (bölvunar) þróun Evrópusambandsins. En það samband hefur verið í upplausnarferli frá því að tilvist þess byrjaði að reyna á það. Það er vonlaus góðvirðisstofnun sem á engan hátt er hægt að tengja við NATO á neinn hátt. En samt hefur það verið gert. Og það er ekki gott. Það er slæmt

NATO sjálft hefur engan her. Það eru meðlimir þess sem hafa her, en það eru í reynd einungis Bandaríkin og Bretland sem hafa raunverulegan her. Hvort að Frakkland er með eða ekki með, veit enginn fyrir víst fyrir utan sex mánaða fyrirvara

Grundvöllur NATO eru útgjöldin sem skapa bandalagið. Og útgjöldin koma frá fullvalda ríkjum sem vilja verjast. Bandaríkin borga 650 milljarða dala af grundvelli NATO sem í heild er 900 miljarðar á verðlagi ársins 2016. Bretland borgar 60 milljarða dala. Kanada borgar 16 milljarða dala. Restin af öllu NATO, þ.e allt meginland Evrópu, borgar 170 milljarða dala. Bandaríkin, Kanada og Bretland halda NATO uppi með því að borga 80,5 prósent af þeim útgjöldunum sem mynda afl NATO - og sennilega borga þau 200 prósent af getu þess inn í framtíðina. Það er að segja: 430 milljón manns á meginlandi Evrópu borgar svo að segja mjög mjög lítið og Ísland borgar að því ég best veit ekki neitt, sem er alger skandall, ef rétt er. Við eigum að minnsta kosti ekki neitt okkur til varna nema loft

Við Íslendingar erum næstum því að helmingi til jafn fjölmenn þjóð og Ísraelsríki var við stofnun þess 1948 og sem barðist þá eitt fyrir sjálfstæði sínu gegn fimm ríkjum samtímis og sigraði: Egyptalandi, Jórdaníu, Írak, Sýrlandi og Sádi Arabíu. En við! já við, eigum ekkert til að verjast með; ekkert! Við getum ekki einu sinni löggað loftrými okkar. Þetta er svo skammarlegt að varla er hægt að segja neinum manni frá þessu. Við ættum nú þegar að hafa fjórar væng-stöðvar á landinu til að lögga lofthelgi okkar með orrustuþotum. En hér er bara hola ofan í jörðina. Tóm hola. Af hverju er þetta svona aumingjalegt!

Ef ég væri Donald Trump þá myndi ég hugsa svona: Helsta ríkið á meginlandi Evrópu er Þýskaland. Þetta ríki þykist eiga Evrópu núna, en gallinn við þetta ríki er að það er svarthol. Og það er ekki hægt að byggja sólkerfi umhverfis svarthol. Það hagar sér þannig. Og af hverju slær þetta ríki þá ekki einnig eignahaldi sínu á vandamál meginlandsins og leysir þau með því að borga fyrir þau. Af hverju hefur meginland Evrópu ekki séð um varnir á austur"strönd" þess, gagnvart Rússum?, sem þess utan eru á brauðbótum eins og er. Af hverju ver Þýskaland ekki Austur-Evrópu gegn Rússlandi? Hvað er að? Jú það sem í raun og veru er að, og þegar til kastanna kemur, er að Þýskaland veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Það hefur í reynd gamla drauma um að stofna stórveldi saman með Rússlandi, sem storkað getur Bandaríkjunum á veraldarvísu. Þýskaland er geðklofið ríki í þessum málum og það er fæðingargallað 1871-veldi sem enn er að ryðja sér til rúms á meginlandinu, með mestmegnis ömurlegum afleiðingum. Það er enn óþekkt stærð. Og vegna þessa, þá eru það auðvitað ennþá Bandaríkin sem eru ábekingur Austur-Evrópu, en ekki NATO. Allar þær varnaraðgerðir sem gripið hefur verið til í Austur-Evrópu eru á beinum vegum Bandaríkjanna sjálfra og Intermarium ríkjanna (Pilsudski), en ekki NATO, þar sem einróma samþykki allra meðlima þarf til aðgerða

Vegna þessa mun ég, Donald Trump, senda shock, awe og terror skilaboð til meginlands Evrópu og henda mönnum þar sofandi úr söðli sínum. Hrista upp í aulaveldi Evrópu og sjá hvað gerist. Í leiðinni vil ég helst losna við Evrópusambandið sem stofnun, því það stendur í vegi fyrir því að NATO geti orðið það sem það var, og ESB býr samtímis til vandamál sem eru óleysanleg

.."the right of all peoples to choose the form of government under which they will live" - sáttmálaörkin frá 1941

En NATO var frá meira en upphafi þess varnarbandalag fullvalda ríkja - þið munið þetta kannski enn; Atlantshafssáttmálaörk (e. Atlantic Charter) Roosevelts og Churchills frá árinu 1941, sem um borð í skipi á flóa við Nýfundnaland, meitluð var í þeirra daga steintöflur sem staðfesting á Gamla testamentinu um þjóðfrelsið. Hófst þar með samstillt barátta bandalags frjálsra fullvalda þjóðríkja gegn heimsveldi (imperial-state-hönnun) Adolfs Hitlers kanslara Þýskalands, sem var uber-imperialisti og ætlaði sér að ráða yfir öðrum ríkum og vera konungur yfir mörgum ríkjum og hneppa þjóðir þeirra í þrældóm. Þessum tilgangi NATO hafa hinir frjálslyndu, þ.e. imperíalistar nútímans, algerlega gleymt. Og það sem verra er; hinir "frjálslyndu" fatta ekki hvernig þeir eru orðnir sjálfir; þ.e. ný-imperíalistar

Eftir þessi ummæli Trumps, skemmti ég mér konunglega við að horfa á kínverja Evrópu, Þýskaland, svitna við að halda utanum illa feginn gróða sinn af því Evrópusambandi sem er að rústa Evrópu. En rústuð Evrópa þarf ekki NATO, hún þarf leiðtoga eins og Donald Trump til að byggja upp handfestu og staðfestu. Mann sem veður í gegnum sýnilega sem ósýnilega múra á hverjum andskotans degi og tekst það! Hann er líklega öflugasti leiðtogi sem Bandaríkin hafa átt síðan ég veit bara ekki hvenær. En auðvitað sjá menn það ekki núna, því þeir eru svo önnum kafnir við að baktryggja sjálfa sig gegn því að líta úr sem bjálfar, ef leiðtoganum skyldi nú ekki takast það sem takast þarf: að byggja upp Vesturlönd á ný

Eins og James Mattis sagði: "Ef NATO væri ekki til í dag, þá yrðum við að finna það upp". Já, NATO er ekki til í dag. Trump er að finna það upp. Það gengur sennilega svona fyrir sig, subbulega

Stofnun Evrópusambandsins byggðist á því að láta sambandið líta út sem gjafabúð í augum asna til að verða ríkur á. Allir áttu að geta tekið út, en enginn átti að þurfa að leggja neitt inn. Þetta drasl er allt saman algerlega gjaldþrota í dag. ESB er búið að vera. Það er eitrað svarthol, stofnað til höfuðs fullvalda ríkjum. Út með það - og aftur inn með þá ríkjaskipan Gamla testamentisins sem Roosevelt og Churchill meitluðu út í stein og börðust svo hart fyrir; þjóðfrelsi og fullveldi þjóða. Ekkert annað afl en bandalag þeirra geta ráðið niðurlögum ófreskja. Án þeirrar ríkjaskipunar mun heimurinn fara aftur til fjandans

Fyrri færsla

Donald J. Trump segir satt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Réttara hjá mér er að segja að grundvöllur NATO sé ávallt tilgangur/markmið bandalagsins (e. the mission statment). Það eru útgjöldin sem hins vegar gera NATO kleyft að ná tilgangi sínum, hver sá sem hann er.

En meðlimir NATO eru hins vegar ekki lengur sammála um tilgang bandalagsins, því hótunin sem við blasir á hverjum tíma frá því að Kalda stríðin lauk, já hún hefur ekki sömu/jafna þýðingu fyrir alla meðlimi þess lengur.

NATO-svæðið (NATO-area) er í dag miklu meira mis-kalt eða mis-heitt en áður. Staðan er heit fyrir Austur-Evrópu á meðan hún er köld fyrir okkur og til dæmis Spán. Og áttavillt Þýskaland segist samþykkja Rússland upp að landamærum Póllands á meðan Pólverjar eru að brjálast yfir kæruleysi Þýskalands og allrar Vestur-Evrópu. Bandaríkin eru því miklu meiri bandamenn Póllands en bæði Þýskaland og allt ESB er til samans. Allt ESB utan Austur-Evrópu býr á annarri plánetu miðað við Pólland, gagnvart Rússum, þegar að NATO kemur. Vestur-Evrópa reynir svo að velta þessu öllu yfir á Bandaríkin.

Staðan í Kalda stríðinu var önnur. Því er tilgangur NATO einnig annar í dag en hann var áður. Staðan í Evrópu minnir núna meira á stöðuna eins og hún var eftir Fyrri heimstyrjöldina, en á stöðuna eftir Síðari heimstyrjöldina. Og þá láðist bæði Bretum og Frökkum að taka stöðuna nægilega alvarlega og því fór sem fór.  Þeir voru óviðbúnir og sofandi.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.1.2017 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband