Leita í fréttum mbl.is

Er allt Þýskaland orðið að DDR-Austur-Þýskalandi?

Eurointelligence 20 desember 2016 - tilvitnun

Eina málefnalega og gagnlega staðreyndin sem fram var færð í Þýskalandi eftir kvöldið og nóttina sem ríkisstyrkta fjöldamorðamenningin hóf á ný framkvæmdir sínar í höfuðborg landsins, já hún kom frá talsmönnum stjórnmálaflokksins Valkostur fyrir Þýskaland (AfD: Alternative für Deutschland). Þeir sögðu réttilega að þýska þjóðin hefði þurft að leita til Engilsaxneskra fjölmiðla til að komast að því hvað var raunverulega að gerast í landinu þeirra

Þýskir fjölmiðlar neituðu að horfast í augu við veruleikann og gerðu hann að að því sem þeir hafa stundað í 40 ár: þöggun, ritskoðun, afvegaleiðingu, fölsun og lýðræðislegu skemmdarverki. Þeir umgangast veruleikann of mikið með hjátrú að vopni. Bannað er að tala um það sem allir vita. Bannað er að bregðast við því sem allir vita að muni gerast og bannað er að segja satt. Reiðin magnast því meðal almennings og býr um sig í þjóðarsálinni. Hún mun svo brjótast út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aðeins "réttar" skoðanir komast á skjáina og pappírinn

Þýskir fjölmiðlar hafa (þó ekki þeir einu) að miklu leyti lagt sig sem pólitískt kúgunarok ofan á þjóðina sem heldur þessum lélegu fjölmiðlum uppi. Þeir hafa tekið heila þjóð sem eins konar gísl. Ástæðan er pólitískur rétttrúnaður. Fjölmiðlarnir eru í óskráðri vinnu fyrir ríkisstjórnina, vissar stéttir og Evrópusambandið, og jafnvel í eigu ríkisins eins og hér heima. Þeir gera allt til að styðja við bakið á hinum nýja sjálfskipaða einræðisherra Evrópu, Angelu Merkel, sem upp á sitt einsdæmi hefur drekkt álfunni í vandamálum sem vaxið hafa þjóðum ESB yfir höfuð, ofan á allar tortímingarafleiðingar ESB-misfóstursins, sem brugðist hefur öllum svo hörmulega á flestum sviðum; efnahagslega, öryggislega og friðarlega

Fjölmiðlar eru svo hræddir við að upp um svik þeirra komist að þeir gera allt til að styðja við stjórnmálin sem þeir reka fyrir de facto einræðisherrann sem Evrópusambandið skapaði fyrir sig, en ekki fólkið

Þjóðir Evrópusambandsins hafa misst þjóðaröryggið. Því hefur verið fórnað á altari pólitísks rétttrúnaðar. Borgararnir standa einir. Þeir vita að Lügenpresse er komin aftur. Hún var síðast notuð í pólitískri umræðu í Þýskalandi árið 1933. Nú vita allir hvert skútan stjórnlaust getur stefnt. Þetta var óhugsandi undir PaxAmericana. Þar fékk þjóðin þó fréttir. En svo kom ESB

Mælist ég til að íslenskir fjölmiðlar feti ekki í fótspor fjölmiðla meginlands Evrópu, því þeir eru sannarlega engum til neins gagns, nema ógagns

Í gær birti Financial Times þær fréttir að þýska leyniþjónustan --stundum kölluð öryggisþjónusta-- hafði uppgötvað moldvörpu innan eigin raða sem gerði hana að óöryggisþjónustu. Yfirmaðurinn sem átti að sjá um að hafa eftirlit með róttækum íslamistum í Þýskalandi var sjálfur róttækur íslamisti. Ekki fylgdi sögunni hvernig þannig moldvörpumálum er háttað í þýska þinginu og innan ríkisstjórnar landsins. En leyniþjónustur Bandaríkjanna fylgjast grannt með Þýskalandi í hlustunarpípum sínum. Og er það eins gott

Allt getur nú aftur gerst í Evrópu: allt!

Tvær krækjur

- FAZ, Michael Hanfeld: Der Unfall, der ein Anschlag war ("óhappið" sem var hryðjuverk)

- FAZ, Berthold Kohler: Die Saat des Terrors (fræ ógnar- og hryðjuverka; frjáls Vesturlönd eru að leysast upp)

Fyrri færsla

Syttist í helvíti hins lágrétta ríkisfyrirkomulags?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Sú hræðilega staðreynd blasir við
að Angela Merkel hefur unnið þjóð
sinni slíkt óbætanlegt tjón
að Adolf Hitler er sem saklaust reifabarn
í samanburði við þau ósköp.

Áður en þetta kom til var þegar ljóst
að Merkel á minni möguleika en alls enga
á endurkosningu.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 12:13

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Húsari

Það er ekkert sem getur fengið Adolf Hitler til að líta út sem saklausan stjórnmálamann, sama hvert viðmiðið er.  

En ágætt er að muna að jafnvel Hitler var kosinn til valda. Samt er ég á engan hátt að bera þessi tvö saman. 

Þýska þjóðin kaus Angelu Merkel til að gæta hagsmuna Þýskalands. Hún kaus hana ekki til að drekkja Þýskalandi og síst af öllu hafði hún umboð til að gera það sem hún kallaði yfir aðrar þjóðir sem eru í Evrópusambandinu.

Versalasamningurinn gekk ekki út á að skapa frið heldur gekk hann út á að halda Þýskalandi sem krypplingi og að viðhalda pólitísku ójafnvægi.

Í dag gengur pólitík Merkels hins vegar út á að  halda stórum hluta Evrópu með ESB í rassvasanum sem krypplingi og að viðhalda pólitísku ójafnvægi, sem er að enda í einum allsherjar pólitískum óstöðugleika. Þetta hefur hún gert í óþökk þjóðarinnar.

Andstæðingar Merkel í Þýskalandi, til dæmis AfD, segja að enginn hafi síðan 1945 valdið eins miklum skemmdum á Þýskalandi eins og Angela Merekl. Og að þegar hún láti af völdum verði hún öryggis síns vegna að flýja til Suður-Ameríku, eftir gömlu flóttaleiðunum sem Erich Honecker fór síðastur þýskra valdamanna. 

Ekki skal ég dæma um það. En enginn á hins vegar að reyna að hjálpa annarri þjóð með því að drekkja sinni eigin þjóð. Það endar illa, eins og við sjáum. En að drekkja öðrum löndum í vandamálum í leiðinni, er algerlega óásættanlegt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.12.2016 kl. 13:47

3 identicon

Sæll Gunnar.

Þakka þér svarið skýrt og skorinort;
magnaður texti og góður.

Í stuttu máli er ég þér sammála og finnst
aukinheldur að þessi samantekt þín sé allgóð.
(allgóð = mjög góð; fornt mál, atviksorð)

Í upphafi máls þíns tekur þú einmitt á því
sem öllu skiptir þegar horft er til framtíðar:

Á ofanverðri 21. öld eru nánast engar líkur
á því að þeir sem þá ráða málum í Þýskalandi munmi
sætta sig við það að liggja undir því ámæli
að þeir hafi nánast einir borið ábyrgð á
Síðari heimsstyrjöld og þeir skuli einir gjalda fyrir það til eilífðarnóns.

Ég held meira að segja að við séum við upphaf slíkra breytinga í afstöðu manna.

Þetta er fyrst og síðast pólitík.

Uppgjör við kommúnimann hefur ekki farið fram
og þeirri umræðu allri er ævinlega drekkt með
því að horfa út í loftið eins og hundur sem er
að eta gras og segja svo þetta magíska orð: nazismi.

Fjölmiðlar hafa verið notaðir óspart
til að þagga niður allt tal um grimmdarverk Stalíns
og reyndar koma þessir þátttakendur allir meira og minna
við sögu en það hentar ekki að segja það.

Eins og einn ritstjóri sagði við mann nokkurn
sem færði honum heim sanninn um það að blaðið færi
rangt með hvað hann varðaði: Góði maður! Okkur
varðar ekkert um sannleikann ef blaðið selst!!

Húsari. (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 22:34

4 identicon

"Þjóðir Evrópusambandsins hafa misst þjóðaröryggið....."

líklega vegna þess að

102.000 deyja árlega úr krabbameini í Þýskalandi (360 ísland)

3700 deyja árlega á þjóðvegum Þýskalands

7400 sjálfsmorð eiga sér stað (50 Ísland)

og hryðjuverk 9 ?

Talan 9 er sorglega há en þjóðaröryggi ???

Kv Sveinn

Sveinn Ólafsson (IP-tala skráð) 22.12.2016 kl. 01:43

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

What is your point Sveinn Ólafsson?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.12.2016 kl. 04:18

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Naði í þetta innlegg á Gatestone Institute, en þar er tekið undir með þér með ábyrgðina sem hvílir á öllum sem samþykkt hafa þessa innrás Íslam. Fjölmiðlarnir eru bara bergmálshvelfing pólisku elítunnar.

    Let no-one tell you that only the perpetrators of these crimes are to blame. The politicians, who welcomed Islam into their country, are guilty as well. And it is not just Frau Merkel in Germany, it is the entire political elite in Western Europe.

    Ragnhildur Kolka, 22.12.2016 kl. 10:46

    7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

    Sammála Pútín 

    Kveðja frá Las Vegas

    Jóhann Kristinsson, 25.12.2016 kl. 00:27

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Gunnar Rögnvaldsson
    Gunnar Rögnvaldsson

    Búseta: Ísland.
    Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
    tilveraniesb hjá mac.com

    Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

    Bloggvinir

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband