Leita í fréttum mbl.is

Fimm uppvakningar í frekar mikilli klessu

Smá

Frá árinu 1996 -á síðustu tuttugu árum- höfum við orðið vitni að minnsta kosti fimm nokkurs konar "uppvakninga-dellum" sem allar voru kynntar til sögunnar sem stórkostlegar framfarir, en sem reyndust lítið annað en dellur og sjálfgefin vöru- og markaðsþróun, en þó sumar skaðlegar:

1. Netbólan (dot.com) sem sprakk í janúar 2000

Í aðdraganda bólusprengingarinnar eða árið 1998 kynnti til dæmis Bill Gates forstjóri Microsoft salerni framíðarinnar á næstu "komandi árum". Klósett sem svo gott sem önduðu sjálf. Þau áttu að panta pappírinn sjálf og ísskápar heimila áttu einnig að fylla sig sjálfir, á netinu. Microsoft lifir því enn ágætis lífi á gömlu góðu töflureiknum sínum og MS-DOS í Windowsformi í dag, en sem koma hins vegar ekki lengur til neytenda á diskum, heldur koma með netinu sem klósettin áttu að tengjast. Þetta dot-com var 99 prósent þvæla út í gegn og sennilega einungis eitt prósent af þeirri hagsæld sem pípulangir inn í húsakynni manna skiluðu til landsframleiðslunnar með iðnbyltingunni. Tölvun (e. computing) hefur samt sem áður skilað mjög miklu til landsframleiðslunnar og hagsældar frá 1950 til 1982, en síðan ekki mikið meir, nema sem brotabrot miðað við það sem hrá reiknigetan gerði fyrir hagsæld og hagkerfin. Restin, eða frá 1982 er að mestu þokubakki og sjálfgefnar betrumbætur (e. iterations). Grunnskólar hafa víða verið fylltir upp með tölvunardrasli sem steikir heilabú krakka með kyndlun. Ef þau geta ekki lært að lesa, skrifa og reikna með pappír og blýant, þá geta þau það aldrei. Enda er það að verða þannig. Í þetta er hluta af dýrmætri landsframleiðslunni eytt. Fólk trúir á þetta - ennþá!

2. Lýtaskurðlækningar og heilsu- og hollustubransinn

þessir tveir fóru eins og eldur í sinu um heiminn frá og með 2003 og boðuðu fyrirbærin nýtt líf fyrir næstum alla í kjölfar hruns netbólunnar. Heilu bransana vantaði peninga eftir að netbólan varð að engu í eignasafni svo margra, og fóru því plastic lýtalækningar eins og eldur í sinu um imbakassa raunveruleika-stjörnufrægðarinnar og konur létu í massavís flytja plastútgáfu af eins konar hönnuðum kynfærum upp í andlit sín og blása út barminn þar til hann sprakk. Hver nennir að horfa á andlit sem líta úr eins og þessi, nema í smá tíma. Þau eru tískufyrirbæri. Milljónir kvenna ganga því nú um götur Vesturlanda í öngum sínum með varnalega sködduð andlit og sár á sálinni. Þetta var markaðsherferð og ekkert annað. Eins og húðflúreyðileggingar eru í dag. Allir hefðu átt að sjá í gegnum þetta sem markaðsfærslubrellu á borð við svo dagsdaglegan hlut sem ólífuolíu, sem fór af stað síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar af því að Grikkland og Ítalía fengu 500 milljónir evra í markaðsfærslustyrk fyrir ólífuolíu sína, frá styrkjaskólpveitum ESB. Bæði ríkin ramba því í dag á barmi þjóðargjaldþrots en mör og smjör er ennþá best og sennilega líka hollast. En fólk vildi trúa þessu

3. Dísilfólksbílar og dísilmökkur

Þeir voru kynntir til sögunnar handa almúganum af þeim geðvillingum sem stjórna Evrópusambandinu. Kynntir sem töfralausn og málaðir grænir og ofboðslega "umhverfisvænir" eða eins konar vítamín handa öllum og réttlættu þeir jafnvel niðurgreiðslur og afsætti á pólitískum neyslugjöldum umhverfiskommúnista. Þetta var stórkostlega geðbrjálað mál elítustéttarinnar en sem nú er orðið að vandamáli fyrir hinn almenna borgara. Ástæðan var sú að Þýskalandi -þá hinn sjúki maður Evrópu- vantaði peninga og markað fyrir landlæga og þráláta dísildelluplágu sem þeir þóttust hafa fundið upp. Allt fór úr sambandi. Olíuverð sprakk í loft upp, því það tekur hreinsunarstöðvar og olíubransann í heild langan tíma að aðlaga sig að breyttri eftirspurn og svo kafnaði Evrópa í óhreinsuðum dísilmekki. Nú er því verið að banna dísilfólksbifreiðar í Evrópu því að fólk er bókstaflega að kafna úr dísilmekkinum frá stjórnmálamönnum Evrópusambandsins, eins og allir hugsandi menn vissu að myndi gerast, en sem enginn hlustaði á því þeir voru stimplaðir sem vondir og ekki-grænir. Enginn er samt látinn bera neina ábyrgð á klikkuninni. Í dag get ég því málað kjarnorkusprengju í grænum lit og selt hana of mörgum sem umhverfisvæna lausn. Slík er firringin orðin. Græna myglan er komin á stera. Kem ég því næst til Reykjavíkurborgar á grænum skriðdreka en ekki á nagladekkjum. En fólk vill trúa þessu og það segir sína sögu um ástand mála

4. Náttúran og hjálpariðnaðurinn

Þegar Sovétríkinu hrundu og það sannaðist svart á hvítu að kommúnisminn var alla tíð álíka hollur fólki og geislavirkur úrgangur, þá vantaði þessum mestu umhverfissvínum veraldar skyndilega nýjan málstað í samúðarkveðjuhreiðrum sínum á Vesturlöndum. Græna dellan var fundin upp og "náttúran" skyndilega talin öflugra vopn gegn kapítalismanum en kommúnisminn. Allir mestu umhverfisfasistar veraldar í dag eru því opinberir eða duldir kommúnistar, þ.e. grænir kommúnistar, ofríkismenn og batikk-kerlingar af báðum kynjum. Grænmyglaðir og flestir Evrópusambandssósíalistar með lífdísil í heilastað. Og í heild má segja að hjálparbransinn, voða góða fólkið, hafði frekar skemmt meira fyrir þróunarlöndum en unnið þeim gagn. Það er niðurstaða sem margir eru að komast að í dag og þar á meðal ríkisstjórnir. Mikið af fólki á Vesturlöndum hefur lifað hátt á því að segjast vera að "hjálpa" þróunarlöndum á meðan það er í raun að eyðileggja fyrir þeim, frekar en hitt. Fólk vill trúa þessu og þess vegnar er þetta mál svona klikkað

5. Sjálfkeyrandi bílar, mars-ferðir og "prentun"

Þar sem flest er byggir á örgjörvatækni í dag (e. microchip) er komið í sömu aðstöðu og allt kemst í þegar það hefur verið 50 ár á markaði, þá vantar þennan bransa meiri peninga og stærri markað í dag. Þeir sem lifa á því að búa til hugbúnað og örgjörva, já þeim vantar nýja markaði og þeir halda að hægt sé að selja stjórnmálamönnum og almenningi þá hugmynd að örgjörvar og hugbúnaður aki fólki best aftur til fortíðar á næstu árum í "sjálfkeyrandi" bifreiðum. Þessi þvæla er það nýjasta nýja í afturför í framleiðni og framfara. Það sem út úr þessu mun koma er sennilega eitthvað stærri hlutdeild örgjörva- og hugbúnaðarbransans í rafmögnuðum innviðum ökutækja, það er að segja, í auto-bransanum, og þetta mun pottþétt leiða til verri bifreiða og aukningu í bilunum. Þetta er svona eins og salernin sem voru svo gott sem sjálfskítandi. Úrið sem varð að klukku. Og fólk vill trúa þessu vegna þess að því er sagt að trúa þessu eins og nýjum dísil

CAD/CAM tæknin (hönnun og framleiðsla með aðstoð tölvu) sem alltaf hefur verið göllum riðin miðað við hendur mannsins, já hana hefur örgjörva og tölvu-prentarabransinn, vegna skorts á markaðsvexti, reynt að prenta inn í vitund fólks sem komandi galdratækni sem prentað (skapað) getur allt úr plasti. Fræsað heilan veruleika út úr svo að segja engu. Þetta er verri markaðsfærsla en úrið sem varð að klukku og öfugt. Hafa ofurtrúandi menn á sitt eigið prentaða ágæti nú náð svo langt í hoppi sínu í flugvélum um heiminn, að þeim er farið að leiðast á plánetunni. Þeir segjast því vera á leiðinni til Mars. Ekki vegna þess að sú pláneta sé svo flott, heldur vegna þess að þeim er farin að leiðast biðin eftir klósettinu sem þeim var lofað 1998. Þeir vilja komast þangað til að láta lífið í sturtuklefa. Þessu er jafnvel fólk farið að trúa

Árangurinn?

Já hann. Árangurinn er mest lítill sem enginn þó svo að margt sé kannski skemmtilegra. Framleiðni hefur fallið eða staðið í stað á Vesturlöndum síðustu mörg mörg árin og fólk er að kafna úr ESB-pólitískum dísilmekki í borgum Evrópu - og uppskeru bænda er hent með klósettgeislabaugi í tankana og olíuverð er hrunið af því að Kína er hrunið og mun aldrei verða annað en sama gamla kommaklessan og síðast. Og verðtryggð lán hafa aldrei verið hagstæðari og loftið í súrheysturnum borgarstjórnarinnar er áfram sovésk maurasýra. Allt er því áfram eins og það á að vera, ekki satt?

Það skemmtilegasta á þessu tímabili (sjálft internetið ekki talið með, því það kom miklu fyrr) er sennilega snjallsímatæknin. En hún byggði þó allt sitt á einkatölvutækninni. En miklu betur má en sjálfskítandi klósett, hrukkuréttingar og sturtuklefi á Mars, ef duga skal. Berandi vöxt í framleiðni inn í framtíðina vantar. En hvað sem hins vegar verður, þá mun það alveg örugglega koma frá Bandaríkjunum

Já. Til hamingju Ísland með Písa-stjórnarmyndunina. Vel gert hjá ykkur! Hæsta al-þjóðlega alþjóðaeinkunn er hér með staðfest. Þið gátuð ekkert!

Just a moment, just a moment..

Nú er rætt um það í fullri alvöru að evrusvæði Evrópusambandsins eigi eitt ár eftir ólifað sem virkt myntsvæði. Slíkt vægi fyrir pólitíska framtíð evrunnar er lagt í komandi kosningar í Þýskalandi og Frakklandi ásamt evrusvæðis-málefnum Ítalíu. Mun hið pólitíska myntsvæði ESB lifa þessar kosningar af?

Fyrri færsla

Stefnumarkandi símtal Trumps til Taívan og nýr varnarmálaráðherra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband