Leita í fréttum mbl.is

Nixon ađ hluta til bakkađ út úr Kína [u]

[u] Ég uppfćrđi ţessa bloggfćrslu međ smá bakgrunns-upplýsingum um ţetta mál í athugasemd viđ fćrsluna. Ţetta mál verđskuldar verulega athygli -

Donald J. Trump hefur hringt úr síma í forseta Taívan og ţar međ komiđ kommúnista-Kína fyrir á verri stađ á vegasaltinu sem Nixon bjó til međ ţví ađ lofa ađ viđurkenna kommúnista-Kína sem eitt Kína en ekki sem hluta af Lýđveldinu-Kína á Taívan (áđur Formósa), ţegar hann opnađi fyrir glufu á dyrum kommúnista-Kína til umheimsins 1972

Ţeir hámenntuđu vesalingar og blákafnandi álitsgjafar sem engar kosningar nokkru sinni geta unniđ, láta ţví nú eins og ađ Donald J. Trump sé trompađur bjáni og viti ekki hvađ hann er ađ gera. Sama og ţeir gerđu allan liđlangan tímann viđ Reagan og Bush yngri. Sögđu ađ ţetta vćru allt bjánar og heimskingjar. Reyndust hinir hámenntuđu og álitsgjafar hins vegar sjálfir vera ţađ sem ţeir sögđu ađra vera

Kínverjar veittu Bandaríkjunum á sínum tíma leyfi til ađ reka hlerunarstöđvar sem hlustuđu inn í Sovét uppi viđ landamćri Kína og Síberíu skömmu eftir landamćraátök Kína og Sovétríkjanna, gegn ţví ađ Bandaríkin viđurkenndu kommúnista-Kína sem hiđ eina raunverulega Kína. Bandaríkin lokuđu góđfúslega sendiráđi sínu á Taívan, skiptu um skilti á ţví og létu ţađ í stađinn heita Bandaríska stofnunin. Taívan hélt eftir sem áđur áfram ađ vera dyggur bandamađur Bandaríkjanna í Asíu. En ţar eiga Bandaríkin marga öfluga og ţakkláta bandamenn

Ástćđan fyrir heimsókn Nixons til Kína var sú ađ Víetnamstríđiđ gekk illa og batt bandaríska herinn og getu hans um of niđur ţar, á međan Sovétríkin ţjörmuđu ađ Evrópu og stilltu ţar upp stóru spurningarmerki viđ getu bandaríska hersins til ađ verja hiđ evrópska meginland taparanna, samhliđa skemmdarverkum kommúnistanna Willy Brandts og Helmut Schmidt sem grófu međ Ostpolitik af fullum ásteningi undan styrk bandarískrar utanríkisstefnu gagnvart Sovétríkjunum á meginlandi Evrópu. Ef ţeir hefđu ráđiđ nćđu Sovétríkin líklega alla leiđ til Atlantshafs, enn ţann dag í dag

Donald Trump barđist međ kjafti og klóm til sigurs í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og í ţeirri baráttu sagđist hann ćtla ađ setja Kína undir pressu í ţeim tilgangi ađ endurskilgreina samband ríkjanna undir nýjum skilmálum. Samband ríkjanna hefur nefnilega kallađ fram félagslega krísu međal stórs hluta bandarísks almennings og víđar í hinum vestrćna heimi

Ţetta símtal til forseta "kínverska lýđveldisins" á Taívan er ţví góđ byrjun hjá Trump. Hann hefur sett Peking úr jafnvćgi og ţađ mun ekki kosta hann neitt, ţví Kína getur ekkert og kann ekkert miđađ viđ Bandaríkin. Kína getur alls ekki án velvild og efnahags Bandaríkjanna veriđ. Gott hjá ţér Donald Trump! Meira af ţessu - twist the spikes!

Fyrri fćrsla

Ítalski forsćtisráđherrann segir af sér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrir ţá sem vita ţetta ekki, ţá stendur kínverska lýđveldisstjórnin í Taipei á Taívan fyrir síđustu leifunum af ríkisstjórn og herafla Kína sem kommúnistar hófu borgarastyrjöld gegn eftir kosningarnar 1948.

Kínverska lýđveldisstjórnin hörfađi svo undan byltingaröflum kommúnismans til Taívan og ţar situr hún og segist enn vera hiđ "raunverulega" Kína. Ţađ var ţangađ sem Donald Trump hringdi til ađ tala viđ kínverska forsetann Tsai Ing-wen og myndir af henni talandi í símann viđ Donald J. Trump hafa nú birst um alla heim.

Bandaríkin sögu já viđ bón kínverska kommúnista-flokksins um ađ viđurkenna ađeins eitt Kína. En Kissinger sá vel fyrir ţví ađ ekki er enn vitađ viđ hvort Kína Bandaríkin áttu. Hiđ "löglega" Kína á Taívan, eđa hiđ umbylta Kína kommúnista á meginlandinu.

Ronald Reagan gagnrýndi ákvörđunina um bara eitt stjórnmálasamband og hugđist endurskođa ákvörđunina ţegar í forsetaembćttiđ hann vćri kominn. En ţađ gerđist ekki og sagt er ađ kínverskir byltingar kommúnistar hafi haft rökhyggju-ađgang heilabúi hins pena Bush eldri, sem var varaforseti Reagans og hann á ađ hafa talađ forsetann til. Ţađ er sagt, en ekki vitađ.

En Trump veit vel ađ hann getur gert djarfa hluti af ţví ađ allir halda ađ hann sé svo heimskur, sem hann er náttúrlega ekki, ţví fer fjarri (svipađ og ađ bara Nixon gat opnađ Kína af ţví ađ allir vissu ađ hann var landsins ţekktasti kommúnistafjandmađur og engum datt ţví í hug ađ bendla hann viđ ţann isma. Hann gat ţađ, en ađrir ekki).

Trump getur skrúfađ Taívan-trompiđ ţannig saman ađ Peking svitni hressilega. Bent ţeim á svívirđilega gengisfölsun og hótađ ađ nota Taívan sem fastneglt flugmóđurskip til ađ loka kommúnistana inni og af frá Suđur-Kínahafi, ţar sem ţeir eru ađ klikkast međ sanddćlur og annađ síbilandi kínverskt glingur, og kynt undir ţeim ţar, til ţess ađ fá ţá til dćmis til ađ hćtta ađ styđja óbeint til kommúnista ófreskjurnar í Norđur-Kóreu, sem eru ađ tryllast međ kjarnorkuvopn í skotstellingum gegn hverslags frelsi manna. Áfram Trump. Enginn annar mun ţora ţessu nema ţú!

Gunnar Rögnvaldsson, 7.12.2016 kl. 02:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband