Leita í fréttum mbl.is

Sögulegt: Donald J. Trump er næsti forseti Bandaríkjanna

EssexOliverCromwell-610x481

Mynd: USS Oliver Cromwell við bryggju 1776 - málað af Richard Brooks

Það var gaman í nótt að fylgjast með stærstu mótmælum bandarískra kjósenda frá því að Ronald Reagan var kjörinn forseti Bandaríkjanna, og jafnvel enn lengra aftur í tímann

Maðurinn af götunni kom, sá og sigarði. Hann hafði aldrei áður setið í neinu opinberu embætti og gerði þetta á sinn eign þrjóska máta. Skóflaði sér til sigurs fyrir eigin vélarafli. Hann tók ekki neinar u-beygjur frá sannfæringu sinni. Þetta eru sögulegar kosningar. Algerlega sögulegar, og þessu hefði ég ekki viljað missa af. Þetta er annað Brexit. En samt annarskonar útganga

Það voru ekki kjósendur sem hlupu skjálfandi frá Repúblikanaflokknum, heldur var það elíta Repúblikana sem hljóp frá flokknum og skildi litla manninn einan eftir á dekkinu. Þeir sem hlupu frá eru búnir að vera

Hvítar konur kusu ekki Hillary Clinton. Þær kusu Donald J. Trump, nema þær sem tilheyra þeirri valdastétt sem kölluð er "frægt og ríkt fólk".

Það er kannski ekki úr vegi að minnast þess að eitt af fyrstu herskipunum í flota Bandaríkjanna 1776, var gefið nafnið USS Oliver Cromwell. En konungurinn í Brexitlandi beitti Winston hinsvegar neitunarvaldi, þegar maðurinn með vindilinn sem enginn pólitískt kórréttur hefði kosið í dag, vildi skýra eitt slíkt skip nafninu HMS Oliver Cromwell, í aðdraganda þeirrar Fyrri

4. júlí 2015 í Búkarest

Rúmenía verður auðvitað með í hinu nýja Intermarium

Fyrri færsla

Theresa hefur herinn - eins og Oliver


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Merkilegt nokk hækkuðu bæði Bandaríkjadollar og breska pundið miðað við alla eða alla helstu evrópsku gjaldmiðlana. 

Elle_, 9.11.2016 kl. 14:02

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Peningaöflin sem dældu fúlgum fjár í Hillary og eru vön að láta stjórnmálamönnum beggja flokka í hendur mikla fjármuni, höfðu ekki erindi sem erfiði að þessu sinni.

Hefði Hillary sigrað hefðu þeir hana í vasanum og hún gert allt sem þeir vildu að hún gerði. Trump kostaði sína baráttu sjálfur, þáði ekkert úr hendi peningaaflanna og er því óháður þeim. Þá er bara að sjá hvernig þingið kemur til með að virka, hversu margir þar eru á valdi peningaaflanna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.11.2016 kl. 14:30

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Þessi sigur er þess eðlis að kransafígúran á misheppnuðustu pólitísku hreyfingu Íslandssögunnar, Samfylkingin, er grenjandi og grenj hennar er eina rökrétta afleiðingin af sigri Donalds Trumps.

Þessi Samfylkingar hreyfing grenjar algerlega með réttu, því að hún skilur núna hversu fullkomið, algert og ömurlegt fíaskó hún er fyrir Ísland og alla heiminn, hvar sem hún finnst.

Grenjið vinsamlegast áfram Samfylking. Allt sem þið stóðuð fyrir var ömurlegt frá upphafi og svæsið tilræði við að allt það sem við frá blautu barnsbeini hlutum í vöggugjöf frá forfeðrum okkar. Ást okkar á afkvæmum og landi okkar. Þið eru sagan ein.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2016 kl. 19:03

4 Smámynd: Elle_

Eg kom hingað inn eftir að hafa lesið fullyrðingu um að dollarinn hafi fallið þegar Trump vann, þarna frá Guðmundi.  Og öfugt við það sem ég sagði að ofan.  Komst ekki inn í pistilinn, hann var lokaður, en það er alrangt að dollarinn hafi fallið þegar Trump vann. EINS EÐA NEINS

En öfugt við snarhækkaði hann fyrst og breska pundið líka og báðir gjaldmiðlar hafa enn farið hækkandi.

Elle_, 10.11.2016 kl. 21:59

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 það er frábært, en hvar fá menn þessar villandi fréttir um dollar?  

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2016 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband