Leita í fréttum mbl.is

Sundrung þjóða

Þjóð sem þarf tíu stjórnmálaflokka í herlausu landi er illa stödd. Hún hættir lífi sínu til óþurftar. En það eru stjórnmálamenn sem eru að sundra þjóðinni. Það er ekki þjóðin sem hefur sundrað stjórnmálunum

Og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að stjórnmálamenn hafa sundrað þjóð með því að selja henni falskan pólitískan varning. Í okkar tilfelli; ábyrgðarlitlir vegna þrúgandi velmegunar sem sameinuð íslensk þjóð um þjóðríki sitt skaffaði þeim

Gengis Kahn klíka hins yfirríkislega alþjóðaisma er á ný að reyna að læsa klóm sínum í stjórnmál þjóða. Hún boðar tortímingu hornsteina Vesturlanda, eins og sósíalistar kommúnisma og nasisma gerðu einnig. Hið sama gera ESBistar í dag

Sumir stjórnmálaflokkar samrýmast ekki framhaldslífi þjóða. Þeir binda enda á líf þjóða því að þeir boða upplausn þjóða og endurkomu alþjóðlegs og yfirríkislegs alræðis, sem ávallt endar sem skrílræði. Píratar eru til dæmis slíkt alþjóðlegt svart afl. Þeir eru endastöð en ekki upphaf. Segja má svipað um fleiri nýjustu tíma flokka

Kjósendur verða að gera sér grein fyrir því að allt er ekki gott í veröldinni. Sumt er vont, eins og sést. Og sumt hefur alltaf verið vont, og verður ávallt vont - fyrir þjóðir og þjóðríki þeirra

Fyrri færsla

Það hitnar: og volgnar nú Þrakía á ný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Skörp greining að vanda. Ég hef enn ekki getað komið auga á gagnsemi stjórnmálastarfs Birgæittu Jónsdóttur fyrir mig.

Halldór Jónsson, 20.10.2016 kl. 07:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Halldór.

Eina mótstöðuafl herlausrar þjóðar á henni fjandsamlegum tímum, er einörð samstaða þjóðarinnar um þjóðríki sitt. Án þeirrar samstöðu hefði sjálfstæði Íslands sem Lýðveldi aldrei fengist viðurkennt árið 1944.

Væri árið 1944 í dag, þá fengist engin viðurkenning á tíu flokka samstöðuleysi þjóðar í sjálfsköpuðum vanda, sem kynnt er undir er með eldi frá pólitískum ruslahaug á borð við pírata, sem nærast á óförum sem allar þjóðir verða fyrir. Aftan í þeim hanga viðreisnarmenn með úrkynjaða pólitíska vaxtasnillinga háskólasamfélagsins sér til stuðnings, og sem þjóðin hefur stríðalið sem nöðru við brjóst sitt. Það er flestum orðið ljóst í dag að háskólar vorir stunda galdrabrennur í stað vísinda. Og þeir útvarpa galdrabrennum úr turnspíru sinni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2016 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband