Leita í fréttum mbl.is

Breska pundið komið í vinnufötin á ný og furstadæmið skelfur

"If you believe you are a citizen of the world, you are a citizen of nowhere. You do not understand what the very word "citizenship" means"

- Theresa May forsætisráðherra Bretlands

Brexit útganga Bretlands af Evrópulandi fjármálafursta er hafin. Breska pundið fellur og bryður í sig undirstöður þess sem sumir kalla enn "fjármálageira". Réttnefni þess geira er hins vegar orðið að furstadæmi án ríkisfangs. Og pundið er að verða því fjandsamlegt. Furstadæmið hélt að enginn myndi kjósa ESB lobbýið undan því, en það gerðist samt, og peningaafl hins sjálfstæða gjaldmiðils þjóðarinnar er strax komið í vinnufötin og byrjað að bryðja furstadæmið í sig

Bretland er byrjað að losa sig úr viðjum furstadæmisins og fjárfestingar munu héðan í frá flæða framhjá ríkislausa furstadæminu og inn í verðmætasköpun til hagsbóta fyrir almenning, en ekki fyrst og fremst til hinna sér-útvöldu í furstadæmum án ríkisfangs

Fimmfrelsi er ekki fjórfrelsi. Það sést ágætlega á þeirri sérmeðferð sem Deutsche Bank, en enginn annar, fékk í álagsprófum ECB-aukaseðlabanka Þýskalands, þegar álög bankans stilltu sér sem alvöru álagspróf út í búðargluggum seðlabankans á útsölum hans í sumar. Fimmta frelsið felst í því að vera undanþeginn sannleikanum

Píratar eru til dæmis alþjóðleg furstadæmis-samtök án ríkisfangs og þau aðhyllast fimmfrelsi

Fyrri færsla

Bankaríkisstjórn Evrópusambandsins ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er akkúrat málið. Theressa segir satt þegar hún segir þetta. . "If you believe you are a citizen of the world, you are a citizen of nowhere. You do not understand what the very word "citizenship" means"

- Theresa May forsætisráðherra Bretlands

Valdimar Samúelsson, 10.10.2016 kl. 17:19

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eins og svo oft áður hittir þú naglann á höfuðið Gunnar.

Ragnhildur Kolka, 11.10.2016 kl. 11:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir góðar kveðjur

Verst hve þessi naglasúpa sullast til og slettist í allar áttir svo lengi sem sumir er kalla sig stjórnmálamenn lemja hana og eru að reyna að finna djúpa diskinn upp aftur-, og aftur-, og aftur. Smekkur allt of margra þeirra er því eins og hann er: útataður í sulli.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2016 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband