Leita í fréttum mbl.is

Ég horfði á Trump og Clinton glíma í kappræðum

Presidential Candidates Debate 26 sept 2016

C-Span: horfa

Eftir að hafa horft á viðburðinn, get ég ekki tekið undir það sem margir fjölmiðlar matreiða sem sigur Hillary Clinton. Þetta var ekki fallegt og pent, það er ekki hægt að segja. En fallegt og pent er of oft einungis fallegt og pent

En ef ég væri óákveðinn bandarískur kjósandi, þá myndi ég ganga út frá þessari samkomu hugsandi að minnsta kosti það, að Trump væri skófla sem skófla myndi skilvirkar fyrir mig næstu átta árin en sú skófla sem Hillary hefur haldið um skaftið á í 23 ár. Að Trump sé sennilega sá sem er meiri "doer" eða framkvæmdamaður. Sé nógu frústreraður með stöðuna eins og hún er, og vaði því betur eld og brennistein fyrir mig, en frú Clinton sem, orðin er hluti af skóflunni

Það er erfitt að skilja afstöðu fjölmiðla sem taka þá stimpla gagnrýnislaust í notkun sem að þeim er rétt, hvað Donald Trump varðar. Það er barnalegt og brexit

Það er eitthvað sem segir mér að þau jákvæðu viðbrögð sem menn segja að hafði orðið á mörkuðum, séu ekki til komin vegna þess að markaðurinn hafi komið auga á sigurvegara. Ég held að ef um jákvæð viðbrögð markaðarins hafi verði að ræða og sem hægt er að tengja við kappræðurnar, séu þau vegna svars Donalds Trump er þau bæði voru spurð að því hvort þau myndu virða niðurstöðu kosninganna

Svar Hillary var það að hún "styddi lýðræðið". En svar Donalds var mun betra, þó svo að honum tækist snilldarlega að láta alla standa á öndinni í biðröð eftir því, á meðan hann í tærri snilld notaði síðustu sekúndurnar til að sýna Ameríkönum nýju skófluna undir 200 prósent extra athygli. Svarið var þetta: ef að Hillary yrði sigurvegarinn þá myndi hann "að sjálfstöðu styðja hana 100 prósent!" Þarna stækkaði Donald Trump mjög

Og þarna létti markaðnum. Honum er alveg hjartanlega sama hver verður forseti og honum hefur alltaf verið nákvæmlega sama um það. En hann vill fá niðurstöðu. Ekki óöryggi um niðurstöðu kosninga og óvissu; e. gridlock. Það fékk hann. Donald sá fyrir því og hann einn skildi mikilvægi þess. Þess vegna gaf hann þetta svar. Strategískt

Mér finnst Donald vera strategískur. Klunni á sinn hátt, en þannig er hann. Sannfærandi um það mikilvægasta; að hann ætli að verða forseti Bandaríkjamanna, en ekki forseti annarra sem engan kosningarétt hafa í kosningunum um hver verður þjóðarleiðtogi þjóðríkis Bandaríkjamanna. Og það er gott fyrir Bandaríkin og um leið gott fyrir allan heiminn

Þegar í embættið er komið, þá er forsetinn þrátt fyrir allt ekki nema 1/3 af ríkisstjórninni. Þetta er engan veginn sú sprengja sem fjölmiðlar hafa blásið upp. Það er meira að segja fínt að fá durg svona inn á milli. Eitthvað verða allir þessir vegheflar að fá að hafa að gera á komandi árum, við að hefla forsetann til. Tekst þeim það? Það efast ég um. Því Donald þarf einnig að sigra 2020. Og það veit hann

Fyrri færsla

Ættum við að setja ný lög um píraterí ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband