Leita í fréttum mbl.is

Dramatísk þróun í heimsviðskiptum

Í gær skrifaði ég um þann misskilning og tortryggni sem gætir hjá sumum hér á landi hvað varðar verðbólgumælingar og húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar. Einfaldast hefði verið fyrir þessa aðalila að hringja í Hagstofuna eða Seðlabankann. En hér er málið úrskýrt á mannamáli

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) var að birta endurskoðaða spá fyrir heimsviðskiptin á þessu ári. Í annað skiptið á skömmum tíma lækkar stofnunin spá sína fyrir árið sem er að líða. Alla leið niður á þann vöxt sem varð reyndin 2009 eða kreppuvöxt

Jótlandspósturinn segir að þetta sé dramatísk þróun: aðvörunarmerki

Útflutningur Þýskalands, sem er útflutningaháðasta hagkerfi veraldar, af þeim stærri, hefur fallið bratt á milli ára, eða um tíu prósent, samkvæmt mælingu um daginn. Þetta gæti þýtt mikinn samdrátt í Þýskalandi á næstunni

Skýrsla AGS júní 2016 bls. 42: "Deutsche Bank appears to be the most important net contributor to systemic risks in the global banking system."

Fjármálaflaggskip landsins, Deutsche Bank, heldur áfram að falla í virði á mörkuðum og er fall hans síðan í maí 2007 orðið 90 prósent. Frá 102,66 niður í 10,27 evrur. Það sem bankinn á í sjálfum sér er 90 prósent minna virði

Er það kredit bankans til útflutningsbransa Þýskalands sem er að fuðra upp? Er bankinn dulbúinn útflutnings-niðurgreiðandi ríkisstjórnar Angelu Merkel? Er hann að fuðra upp þess vegna? Er hann að reyna að halda útflutningi landsins gangandi með því að fjármagna taprekstur útflutningsgeirans? Þetta veit ég ekki með vissu, en Landesbanka-lyktin liggur yfir öllu bankakerfi Þýskalands, ávallt. Þeir eru aldrei þar sem þeir segjast vera þegar að peningum kemur

Þýskir stjórnmálamenn eru og hafa alltaf verið á kafi í banka- og tryggingakerfum landsins. Þrír stærstu bankar Þýskalands hafa setið á allt að 3/4 af öllum stjórnaratkvæðum í öllum stærstu fyrirtækjum landsins. Hvað gerist til dæmis ef að BIS hótar að loka DB úti frá alþjóðlega færslukerfinu, eins og gerðist þegar uber útflutningsháð Japan sprakk, nema að eiginfjárstaða bankans sé bætt. Hver á að hella nýju fé ofan í bankann? Ekki vill markaðurinn gera það, eins og sést á bréfaverðinu. Hann hendir bréfum bankans frá sér. Enginn lítur við bankanum jafnvel þó svo að hann sé í galdrapeninginum evru (tálsýn röflandi íslenskra evrusjúklinga á blaðurlaunum)

Ég trúi engum fréttum sem koma frá þýskum stjórnvöldum né þýsku fjármála- og viðskiptalífi. Ástæðan er sú að ég bjó á meginlandi Evrópu í tæplega 30 ár. Í túnfæti Þýskalands

Teiknin á lofti í alþjóðamálum eru vægast sagt ekki góð. Spurningin um stríð eða frið verður áleitnari. Prófsteinninn á fullveldi og sjálfstæði þjóða verður varla þyngri en undir spurningum um stríð eða frið. Spurningin um sjálfa gersemi þjóða: um sjálfsákvörðunarréttinn. Hvað gerist við þær aðstæður þegar fullveldi og sjálfstæði þjóða er að stórum hluta komið til varðveislu hjá ókjörinni og fjarlægri elítustofnun langt í burtu, sem bara virkar alls ekki við þannig aðstæður, né heldur við núverandi aðstæður. Verður þá ekki sú upplausn og það óöryggi sem ríkir í ESB í dag, næsti bær við öngþveiti og kaos? Mun meginland Evrópu brjálast á næstu árum? Það hefur áður gerst

Balkanskagi: Recep Erdogan var í Króatíu í apríl. Vladimir Putin var helgi í Slóveníu í júlí. Joe Biden heimsótti Belgrad í ágúst. Michael Roth var þar í þessum mánuði. Dmitry Medvedev kemur þangað í október, auðvitað. Vinsælir þessir skagamenn. Serba lýðveldið (Srpska) sturtaði Dayton niður um helgina. Og um leið öllu ESB. Fleiri Balkan-lönd munu gera hið sama

Fyrri færsla

HICP verðbólguvísitala ECB og húsnæði - endalok reiðufés í evrum [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband