Leita í fréttum mbl.is

Kolin hitna enn frekar undir landamæra-stöðu Evrópu

Sendiherra Belgíu í Frakklandi hefur verið kallaður á teppið hjá frönskum yfirvöldum í París. Franska lögreglan handtók tvo belgíska lögreglumenn fyrir að aka 13 förumönnum (e. migrants) yfir frönsku landamærin og inn í Frakkland og hún yfirheyrði belgísku lögreglumennina í fjóra tíma

Belgíska lögreglan hótar nú að fara í verkfall taki ríkisstjórn landsins, sem er brothætt, ekki af öll tvímæli um hvernig handhefja eigi löggæslu og landamæraeftirlit Belgíu. Dyflinnar-kerfið virkar ekki og er í molum. Schengen virkar ekki og er í molum. Endurhýsingar reglur ESB virka ekki og eru í molum. Evrópusambandið virkar ekki og er í molum. Stjórnleysi færist yfir álfuna

Í Þýskalandi sýna rannsóknir að aðeins hundrað tuttugu og fimm föru- og flóttamenn af þrjú hundruð og fimmtíu þúsund sem eru í atvinnuleit, hafa fengið vinnu í 30 af stærstu fyrirtækjum landsins. Hlutfallslega eru þetta þá 0,0357 prósent. Frá þessu greindi DDRDK. Hagsmunir fara ekki saman. Flóttamenn eru í leit að skyndigróða til að senda hann heim, úr landi. En fyrirtækin sækast ekki eftir þannig starfsfólki. Föru- og flóttamennirnir kunna ekki tungumálið, eru illa menntaðir og sú menntun sem þeir hafa, er ekki réttindalega hægt að viðurkenna án þess að eyðileggja réttindi annarra og almennt. Sótt er því í láglaunastörf, verkalýðsfélögum Þýskalands til mikils ama og ótta. Þau heyja harða baráttu gegn risavöxnum láglaunageira landsins, sem slær sífellt botninn úr lægstu launum sem eru svo hrikalega lág að milljónir af heimilum með tvo útvinnandi í fullu starfi, neyðast samt til að vera á bænum að hluta til

Telst hinn risavaxni láglaunageiri Þýskalands til pólitískra afreka sósíaldemókratans Gerhard Schröder, sem var kanslari Þýskalands frá 1998 til 2005, og sem situr nú sem stjórnarformaður í fyrirtæki hins rússneska orkufyrirtækis Gazprom

Handlesblatt er svo ég viti til, fyrsta þýska blaðið sem spyr þeirrar spurningar í fullu dagsljósi hvort að stærsta og kerfislega mikilvægasta fjármálastofnun Þýskalands, Deutsche Bank, sé komin í þá stöðu að ríkisstjórn Angelu Merkel verði að bjarga bankanum frá gjaldþroti eða þjóðnýta hann. Um leið fellur Ítalía og önnur lönd á barmi evruskapaðs þjóðargjaldþrots í ESB

Barist er nú í vopnuðum stríðsátökum á jöðrum Evrópska landmassans, og innan Evrópu hitna kolin dag fyrir dag. Fleiri spennu- og ófriðarsvæði innan Evrópu eru ennfremur að hitna upp. Austurhvel jarðar, þ.e. Evrópu-Asíu-landmassinn, er nú kominn í sömu eða svipaða uppstillingu á hinu geopólitíska skákbretti eins og hann var í aðdraganda Síðari heimsstyrjaldar. Þessi staða hefur ekki sést síðan þá. Pólitískur strúktúr þessa helmings jarðkringlunnar er að leysast upp

Hvað Bandaríkin varðar, þá hafa þau hörfað heim og eru einnig komin í sömu geopólitísku stöðu á skákbrettinu og var þegar Síðari heimsstyrjöldin skall á. Og þau munu halda sig víðsfjarri Austurhveli jarðar og spara kraftana, nema í beinni samvinnu, framhjá NATO, við strategískt ákveðin lönd á ákveðnum pólitískum háhitasvæðum, eins og til dæmis Pólland. Kyrrahafsflotinn heldur þó enn siglingaleiðum opnum. Fáir hafa enn gert sér grein fyrir þessari framvindu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkja Norður-Ameríku. Forsetakosningar skipta hér engu máli og hafa engin áhrif á geopólitíska þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna. Hún stendur algerlega óhögguð frá því að bandaríska lýðveldið varð til

Ísland, ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi, er á Vesturhveli jarðar

Fyrri færslur

ESB-fræðingarnir: evran mun ekki lifa af

Íslenskri táningsstúlku nauðgað í Danmörku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband