Leita í fréttum mbl.is

Hnattvæðingin er komin í bakkgír

+

Aðfararorð menntamáls nálægt fyrsta apríl 2007

Mynd: Fornminjar úr öskulögum Já-Pompei

Alþjóðleg vöruviðskipti hafa nú staðnað og alþjóðlegt fjárstreymi fer hratt minnkandi. Alþjóðavæðingin er stöðnuð og komin í bakkgír. Um það er aðeins fáum hnöppum að hneppa

Spyrja má af hverju þetta er orðið svona. En það er til lítils að spyrja að því. Spyrja verður hins vegar að því hvaða þýðingu þetta muni hafa fyrir okkur og þá sem við umgöngumst helst

Hverjir stjórna hagkerfinu þínu?

Ef þú ert útflutningsháð hagkerfi, þá stjórna útflutningsmarkaðir og útlendingar hagkerfinu þínu að mjög miklu leyti

En ef þú ert til dæmis hagkerfi eins og það bandaríska, sem er nettó innflytjandi, þá stjórnar þú sjálfur þínu hagkerfi - og um leið sumum þeim hagkerfum sem eru útflutningsháð þér (Kína, Japan, Þýskaland). Hóstir þú, þá fá þeir sem eru háðir þér, bráða lungnabólgu. Og já, Hillary hóstar, alveg rosalega

Bara kapítalistískt-vanþróuð stærri hagkerfi búa þannig um sig að önnur ríki stjórni þeim. Öll hagkerfi Asíu eru þannig og allir vita að kínverji Evrópu heitir Þýskaland. Þar spara menn sig í hel og leggja önnur evruríki í rúst með pólitískum evrum til þess eins að einn extra gámur í viðbót hendist út úr höfninni í Hamborg, og Sassnitz til Ust Luga

Fyrir okkur mun þetta að stórum líkindum hafa þá þýðingu að Rússland og Þýskaland munu vilja ganga í hjónaband, til að bæta kínverjum Evrópu upp skilnaðinn við Evrópu og Evrópusambandið. Sá skilnaður er nú þegar orðinn að borði þó svo að sængin sé enn sem komið er bróderuð spurningarmerkjum

Þið þekkið þetta. ESB átti að vera "hestakerran" fræga, knúin áfram af Þýskalandi og kúskurinn átti að heita Frakkland. Frans átti að vera svo stefnu-snjallt, fágað og gáfað og þýska aflvélin svo máttug, að kerran myndi þeysast fram úr blússandi eimreið Sáms frænda í Vestri

Hjólin eru hins vegar dottin undan hestakerrunni og þýska súrkálið prumpar ekki nema skilyrt, eða aðeins þegar einn extra gámur dettur út um afturendann á hagkerfinu því, til neytenda í öðrum löndum. Já í öðrum "löndum", því það eru einu neytendurnir sem landið hefur til að skaffa sér eftirspurn. Allt heima fyrir er hálf-dautt úr framskriðinni elli og þar með komið úr barneign. Gelding þýsku þjóðarinnar er að verða óleysanlegt líkamlegt vandamál

Nú, þegar glóböllur glitrar lengur ei, já þá mun vakna sá draumur súrkáls að ganga í nýtt hjónaband. Gamla bandið er einu sinni hékk um bíseppa frammámanna þýska ríkisins og hafði öfugt Eimskipafélagsmerki prentað á sig, verður dregið fram á ný, en þó í allt annarri mynd

Þýskulöndin eru að endurreikna stöðu sína í Evrópu og í veröldinni. Því er ekki hægt að tala sig frá. En Þýskaland mun því miður endurreikna alþjóðlega stöðu sína rangt, eins og síðast. Þá, síðast, hvarf stór hluti Austur-Evrópu af yfirborði jarðar

Þýskt fjármagn, þekking og tækni mun ætla sér að ganga í hjónaband með náttúruauðæfum, landflæmi, mann- og herafli Rússlands. Ekki sem hestakerra í þessu tilfelli, enda ekki hernumið eins og þá, heldur sem eitthvað til að fullnægja draumum beggja lögaðila, sem storkandi áhrifaógn við eimreið Sáms frænda í Vestri

En þessi þýski kínverji Evrópu hefur ekki mikinn tíma til stefnu, því eimreið Sáms frænda er nú þegar að leggja nýja brautarteina í Austur-Evrópu, sem virka munu brátt sem Suður-Kórea álfunnar. Sem fleygurinn mikli á milli, þið vitið hverra

Þá erum við loksins komin að lausnarorðinu sem allir elska. Mun súrkálið sætta sig við að verða Norður-Kórea Evrópu? Verða einskonar eða einhverskonar í þá átt. Lokað úti, en samt inni, og ESB komið í ruslið

Nokkurs konar vísir að Intermarium hans Pilsudski er nú þegar kominn í smíði austur við landamæri lífs og dauða, algerlega framhjá súrkálsdeild Evrópusambandsins. Bandaríkin eru byggherrann

Allt það sem gerist staðfastlega strategískur bandamaður Sáms frænda, blómstrar, vex og dafnar. Þetta veit Asutur-Evrópa, sem búin er að gefast upp á ESB og sérsaklega á Þýskalandi og Frakklandi. Og allt sem gerist staðfastlega strategíksur bandamaður súrkáls og sovéts, visnar og deyr. Það veit Asutur-Evrópa best

Þannig er nú það og þannig verður það um aldir. Sámur frændi byggði Suður-Kóreu. Sovétsteypa og súrkálstappa byggðu hins vegar Norður-Kóreu

Þetta er sá valkostur sem við höfum. ESB er súrkál og liggur sem hrúga af pólitískum úrgangi á gólffjölum Evrópukofans. Þýskaland er ekki áreiðanlegur strategískur bandamaður Bandaríkjanna og því síður er Frakkland það. Þetta vita Bandaríkin mjög vel

Já, Glóböllur er ei meir. Þeirri spurningu hvort að Angela Merkel hafi ekki örugglega verið síðasti Boris Nikolayevich Yeltsin Þýskalands, skal látið ósvararð hér. En allir vita að hernám Bandaríkjamanna og Breta varðveitti friðinn á meginlandi Evrópu, en ekki Evrópusambandið

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu (exodus) er pólitískt þýðingarmesti atburður heillar kynslóðar. Það munu menn smám saman uppgötva og sjá

Já, við lifum á Biblíusögulegum tímum. Og það voru Hinar Heilögu Ritningar sem byggðu upp Vesturlönd. Þær eru hornsteinn Vesturlanda

Fyrri færsla

RÚV er afstyrmi sem ekkert hefur lengur með íslenska þjóð að gera


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband