Leita í fréttum mbl.is

ESB hefur ákveðið að endurskirfa skattalöggjöf Írlands

Steve Jobs heimsækir aðalstöðvar Apple í Cork á Írlandi - október 1980

Mynd: Steve Jobs heimsækir aðalstöðvar Apple á Írlandi 1980

Kjörinni ríkisstjórn svo kallaðra kjósenda, svo kölluðu löggjafarvaldi og svo kölluðum lögum á Írlandi, er nú stillt upp til aftöku við múr Evrópusambandsins, og gert skylt að rukka stærsta skattgreiðanda landsins, og heimsins, aukalega um 14,5 miljarða Bandaríkjadali aftur í tímann til jafnvel ársins 1980! Þetta skipar ESB svo kölluðum Írum að gera

Apple hefur skapað 1,5 milljón störf í Evrópu frá því að það setti upp starfsemi sína á Írlandi 1980. Fyrirtækið þráaðist lengst bandarískra tölvuframleiðenda við að flytja hluta af framleiðslu sinni frá Bandaríkjunum til ódýrari landa

Ríkisstjórnin og löggjafinn á Írlandi segir að Apple skuldi írska ríkinu ekki neitt og að fyrirtækið hafi ávallt greitt alla þá skatta sem því ber samkvæmt írskum lögum

Þarf nú svo kallað Írland að leggja sjó undur fót, framhjá Stóra-Bretlandi, til að berjast fyrir lögum landsins, innan kermalarmúra ESB í Brussel. Bænaferð það heitir

Opið bréf Apple til þeirra sem við á í Evrópu, birtist strax eftir niðurstöðu yfir-yfirvalds Írlands í Brussel, á heimasíðu fyrirtækisins: A Message to the Apple Community in Europe

Það er afar sjaldgæft að Bandaríska fjármálaráðuneytið blandi sér í mál af þessum toga. En fyrir nokkrum dögum varaði það íbúa Evrópu og Evrópusambandið við og sagði að ESB, án laga og heimilda, sé að setjast ofan á ríkin sem "yfirríkislegt skattayfirvald" [PDF]

Ó Sovét-ESB, hvar ert þú?

USSE

Nú! þú ert þá þegar komið

- til að drepa bílskúrskapítalismann

Fyrri færsla

Engin "Evrópa" lengur til að tala við


mbl.is Apple þarf að greiða 13 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stutt er síðan að Evrópusambandið stal miljarði Bandaríkjadala frá Microsoft með þeim rökum að Internet Exploerer vafri fyrirtækisins væri að drepa alla samkeppni. Allir sjá hverslags þvæla það var sem þetta KGB-samband Evrópu bar við það tækifæri á borðið.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.8.2016 kl. 13:59

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Írar eru í vondum málum ef þeir geta ekki lengur boðið stórfyrirtækjum betri starfsskilyrði en löndin í kring. Ávinningurinn af veru þeirra í ESB er þá farinn fyrir bí því fyrirtækin eru ekki bara að nýta skattaumhverfið heldur snýst vera margra þeirra um aðgang að mörkuðum ESB. 

En ESB náði að kúga Íra til að endurtaka atkvæðagreiðslu, sem ekki var að skapi Brussel valdsins, hér um árið. Ef Írar standa fastir fyrir í þetta sinn gæti samflot með Brexit verði inn í myndinni.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2016 kl. 14:19

3 Smámynd: Aztec

Ég held að það muni þurfa meira en þetta til að Írar segi skilið við ESB, Ragnhildur. Því miður. Írland fór næstum því á hausinn árið 2008 af því að það var aðili að sambandinu en ekki var möglað mikið. Þetta er þjóð sem Bretar kúguðu öldum saman og rændu svo í lokin Ulster frá þjóðinni með klækjum (svipað og Rússar reyndu án árangurs í Lettlandi). Nú er það framkvæmdastjórnin sem kúgar Íra. Og þeir láta sig hafa það. Jafnvel Sinn Féin er hlynnt áframhaldandi veru í ESB, þótt ekki séu þeir slefandi samrunasinnar.

Aztec, 30.8.2016 kl. 14:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Því miður Ragnhildur.

De Valera, forsætisráðherra Írlands, labbaði sig niður í sendiráð hinnar fyrstu útgáfu Grosswirtschaftsraum Deutschlands, þ.e. sendiráð Stór-Þýskalands nasista, í apríl 1945, til votta þýsku þjóðinni samúð Írlands með því að skrifa nafnið sitt í samúðarkveðjubók sendiráðsins, vegna skyndilegs dauða herra Adolf Hitlers, kanslara þess ríkis.

Þannig er hin undirliggjandi pólitík Írlands enn þann dag í dag. Og það var vegna þessarar pólitíkur að Írland gekk í ESB og tók upp evru. Og einskis annars.

Er ansi hræddur um að Aztec hafi rétt fyrir sér.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.8.2016 kl. 15:26

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk fyrir, hef aldrei skilið til hlítar þetta Írska hjá legu dæmi.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2016 kl. 18:25

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sem sagt, þú mælir með skattalagu broti, þú ert frábær eða hitt þá heldur. Farðu að þroskast aðeins!

Jónas Ómar Snorrason, 30.8.2016 kl. 20:01

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það á víst að heita svo að írsk lög gildi á Írlandi Jónas.

Það er sjálf ríkisstjórn Írlands sem ætlar að áfrýja niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og það er sjálf ríkisstjórn Írlands sem segir að fyrirtækið Apple hafi ávallt greitt skatta samkvæmt lögum landsins.

Það má því ef til vill segja að það sé ríkisstjórn Írlands sem vill að komið verði í veg fyrir að lög séu brotin á fyrirtækjum landsins.

Niðurstaða ESB undir framkvæmdastjórn hin yfirlýsta lygara Juncker, er hér einfaldlega að gera enn eina atlöguna að skattakerfi Írlands. Kremlargengi pennaherveldis Brussels þolir ekki að ríki á borð við Írland hafi sína eigin skattalöggjöf og að hún sé þar að auki til hagsbóta fyrir landið. Írland skal malað, hvað sem það kostar, þar til það lútir skatta-karteli sambandsins í einu og öllu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.8.2016 kl. 23:16

8 identicon

ESB-mafían í Brussel hefur ekki alveg gefið upp á bátinn að innleiða sérstakan ESB-skatt. Aðildarríkin greiða í dag ákveðna prósentu af þjóðartekjum (BNP) og ákveðna prósentu af tekjum vegna virðisaukaskatts (sem er ástæðan fyrir því að ríkjunum innan ESB/EES er bannað að innleiða aðra svipaða (þ.e. %) neyzluskatta samhliða VSK/VAT/IVA) og svo er meiningin að það komi ESB-skattur til viðbótar.

Fyrir nokkrum árum kom tillaga frá Mickey Mouse þinginu í Strasbourg að ESB ætti að krefjast þess að hluti af greiðslu af sms sem voru send innan aðildarríkjanna rynni til sambandsins. Aðspurðir um ástæðuna fyrir þessari tillögu svöruðu þingmennirnir að það væri svo mikið magn af skilaboðum sem væri sent að það yrði góð og stöðug tekjulind.

Fégræðgin og heimskan í þessum ESB-valdníðingum er með einsdæmum. Og ekki vantar meðvirka skósveina þeirra hér á landi, þ.m.t. Jónas Ómar Snorrason.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband